Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.04.1945, Page 1

Verkamaðurinn - 21.04.1945, Page 1
XXVIII. árg. . Laugardaginn 21. apríl 1945. 15. tbl. Vegna aSgerSa ríkissljórnarinn- ar fá útgerSarmenn verShækkun á fiski, er nemur 2.6 milj. króna Coca-colastjórnin og málalið hennar við Tímann, Vísir og Dag, áttu ekkert til annað handa fiskimönnum en hrakspár og heimtuðu kauplækkun Eitt af stefnuskráratriðum ;ríkis- stjórnarinnar var að vinna að bætt- um hag fiskimanna. 10. jan. ákvað ríkisstjórnin að greiða skyldi fiski- mönnum 15% verðhækkun á þann afla er fiskkaupaskip flytja á er- lendan markað. Jafnframt var ákveðið að sú hækkun, er þánnig féngist, yrði að jöfnu greidd út á allan afla bátanna án tillits til þess hvort aflinn gengi í frystihús eða væri fluttur út. : I verðjöfnunarsjóði eru nú kr. 2>200|000.00, en í sjóðinn hefir runnið 15% verðhækkunin á öllum útfluttum fiski, að undanskildum þeim,, sem samlög útvegsmanna flytja úr. Nú tná gera ráð fyrir að fisksölusamlögin skili 15% hækk- uninni (og sennilega meiru) og nemur þá hækkunin af þeim afla 4Ó0.000 kr. og samkvæmt þessu nemur þá öll 15% hækuniri nú þeg- ar um 2.600.000 kr. Aflahæsti báturinn við Faxaflóa mun hafa fengið 22—24.000 kr. í verðhækkun eða hver skipverja á þeim bát um 900—1000 kr. hækkun á sínum hlut í þá 3 niánuði, sem verðhækkunin hefir verið í gildi, en meðal-verðhækkun til ca. 20—30 smálesta báts mun vera um 10 þús. kr. — „Dagur“. er hljóður um þetta mál. Hann sá ekkert nemáhrun er stjórnarskiftin fóru fram. Hann þóttist svo sem vita veginn út úr ógöngum Coca-Colastjórnarinnar engu síður en Hitler. Kauplækkun var eina leið „Dags“ og „Tímans“. Fátæktin á því heimili var þó ekki meiri en það, að þeir gátu hent að minsta kosti 1% miljón kr. í hótel. Og svo kváðu þeir ætla að gefa út vandað minningarblað á næsta af mælisdegi Jónasar, sennilega i virðingarskyni fyrir að hanri öpin- beraði hug Framsóknar í garð fiski manna með því. að kalla áhættu- þóknun sjómanna „hræðslupen- inga“. Lokaárásin hafin á Berlín Rauði herinn fjörutíu hílómetra frá austurhverfum borgarinnar Aðeins 40 km. milli hersveita Bandaríkjamanna og Rauða hersins Leipzig, ]Nyrnberg og Halle í höndum Bandamanna Stórtíðiridi berast nú daglega frá vígstöðvunum í Evrópu. Fyrir nokkrum dögum hóf Rauði herinn lokásóknina til Berlínar og rauf varnir Þjóðverja við Oder og Neisse og hefir tekið 8 borgir fyrir vestan þessar ár, þar af 2 40 km. fyrir aust- an Berlín. Þjóðverjar segja að Rauði herinn sé kominn ennþá nær Berlín og sé hann nú aðeins 23 km. frá henni. Hersveitir Konieffs hafa sótt 70 km. vestur fyrir Neisse og eru nú um 40 km. milli þeirra og Bandaríkjamanna. Bandamenn hafa tekið Leipzig, Nyrnberg og Halle og hafa gjör- sigrað Þjóðverja í Ruhr og tekið Málshöfðun gegn Alþýðuflokks- broddunum . Árið 1940 keypti hlutafélag að náfni Alþýðuhús Reykjavíkur h.f. húseignimar Iðnó og Ingólfskaffi af þáverandi fulltriiaráði verklýðs- félaganna í Reykjavík, en í hlutafé- laginu vom yfirleitt sömu menn og í fulltrúaráðinu, og seldu þeir þannig sjálfum sér eignir verklýðs- félaganna. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík hefir nú höfðað mál gegn hinum svokölluðu „sjálfsöl- um“, og flytur Ragnar Ólafsson, lögfræðingua* málið fyrir hönd full- trúaráðsins. Kosningarnar í KRON Kosningunum í KRON er nú að verða lokið. Er bandalag „kaup manna og ,,samvinnu“mánna Hriflu-Jónasar“'' þar í algerðum minnihluta. Mun þetta nýtísku ,,samvinnu“-bandalag sennilega fá alls milli 60—70 fulltrúa af 232. Er nú farinn að rninka völlurinn á foringjanum frá Hriflu engu síður eri foringjanum í Berlín. Báðir hafa þeir bárist eftir mætti gegn „bolsévismarium“ í álíka mörg ár, og beggja bíður nú sama leiðin — algerður ósigur. — Hitt er eftir að vita hvað Framsóknarmenn ætla að láta Hriflu-Jónas ’hafa sig lengi að ginningarfífli. Lítur helst út fyrir að Framsókn sé þar í harðri sam- kepni við þýsku þjóðina. Bindindis- og áfengismála- sýning. Á sumardáginn fyrsta var opnuð í Verslunarmánnafélagshúsinu Bindindis- og áfengismálasýning og verður hún opin í viku. Er þar margt athyglisvert að sjá og ættu sem flestir að líta þar inn og kynná sér þessa sýningu. „VERKAMAÐURINN" óskar lesendurn sínuiíi' GLEÐILEGS SUMARS Frægur Islendingur látinn Fyrir skömmu flutti útvarpið þá fregn, að séra Jón Sveinsson hefði andazt í Köln í Þýzkalandi síðast- liðið haust. Hann mun hafa náð meiri frasgð um allan hinn menntaða heim en nokkur annar maður íslenzkur á síðari öldum, ef til vill að Vil hjálmi Stefánssyni undanteknum. Um allan heim, svo að segja, kann- ast flest börn, sem orðirieru læs, við Nbrina, íslenzka drenginn, sem lagði af stað út í heiminn eins og karlssonurinn í ævintýrrinum. Bæk- u'r Jóns Sveinssonar eru allar í æv- intýrastíl, og svo barnslega einfald- ar, en þó svo sannar, að þær hrífa hvern lesanda, ungan sém gamlan. Með bókum sínum og fyrirlestrum um Island hefir hann unnið allra manna mest að því að kynna land sitt og þjóð á vijðulegan hátt, hrinda ýmsum skaðlegum hleypi- dómum, en skapa þjóðinni velvild og virðingu meðal erlendra þjóða. Bækur hans hafa verið þýddar á fleiri tungumál en flestar aðrar (að undantekinni Biblíunni og nokkr- um allra frægustu ritum, eins og Don Quixote), og alltaf eru þær síungar og ferskq.r. Frá J>eim andar kærleik og mildi hins ágæta mann- vinar. Séra Jón Sveinsson var fæddur árið 1857. Faðir hans var Sveinn Þórarinsson amtsmannsskrifari á Möðruvöllum,, ættaður úr Mý- vatnssveit. Hann dó, þegar Jón var barn að aldri. Þá fluttist ekkjan til Akureyrar með' börnin, Bjuggu þar alls 317 þús. fanga. Þá eru her- sveitir Bandamanna við hlið Ham- borgar og Bremen. Á Italíu hófu hersveitir Banda- manna nýlega mikla sókn og hafa rutt sér leið inn í Pó-dalinn skamt vestan við Bologne. Okyrrð á kærleiksheimili Framsóknar á Siglufirði Nýlega gerðist sá atburður, að Framsóknarfélag Siglufjarðar sam- þýkti riieð miklum atkvæðamun að reka þá Þormóð Eyjólfsson og' Ragnar Guðjónsson úr félaginu, en Hannes Jónasson bóksali og Sig- urður Tómasson, kaupfélagsstjóri, sögðu sig úr félaginu á sama fundi; í samúðarskyni við Þormóð og Ragnar. Þessi hörðu átök á kærleiksheim-; ili Framsóknar voru út af kosningu; í stjórn „Rauðku“. AlTt er þegar þrent er. Mussolini sigraður. Hitler á barmi glötunar- innar og Framsóknarfélag Siglu- fjarðar sprungið. þau í svo nefndu Pálshúsi rétt norð- an við gömlu kirkjuna. Nokkru síðar var honum boðið að ganga í skóla Jesúítareglunnar í Avignon í Frakklandi. Tók hann því boði, og hófst nú hið mikla ævintýri hans, sem hann lýsir svo meistaralega í „Nonna“ og fleiri bókum. Gerðist hann kaþólskur klerkur og stund- aði jafnframt ritstörf. Síðar var hann lengi kennari í Danmörku, en um allmargra ára skeið hinn síðari hluta ævinnar helgaði hann sig ein- göngu fyrirlestra- og fræðslustarfi. Snerust allir fyrirlestrar hans um ísland. Flutti hann þá víða um lönd, og þótti hvarvetna aufúsu- gestur. Þegar ófriður sá hófst, er nú hefir lengi geisað, var séra Jón nýkominn heim úr fyrirlestraferð kringum hnöttinn. Til Islands kom hann árið 1930. Var hann þá kosinn heiðursborgari Akureyrarbæjar. Færi vel á því, að Akureyringar minntust hins látna ágætismanns og heiðursborgara á viðeigandi hátt, t. d. með því að gefa út vandaða útgáfu af ritum hans. Síðasta vetrardag 1945, ÁskeM Snorrason.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.