Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1945, Side 1

Verkamaðurinn - 01.05.1945, Side 1
„Síðasta stund síðustu verjendanna er koniin44 Allri skipulegri vörn þýska hersins í Norður-Ítalíu er lokið Bandamenn hafa tekið Munchen fæðingarborg nazismans Glæsilegir hljómleikar Lokaósigur nazismans er á næstu grösum. Þegar blaðið fór í prentun hermdu fréttir, að barist væri í rúst- unum í aðalgötu Berlínar, „Unter den Linden“, og einn Moskva- frétitaritari lét svo um mælt, að „síðasta stund verjendanna .væri komin“. Hafa bardagarnir um borgina verið hinir grimmilegustu og hafa Rússar þurft að kanna hvert hús frá efstu hæð niður í kjallara, því nazistarnir hafa alstaðar reynlt að MUSSOLINI SKOTINN OG 18 AÐRIR FASISTAFORINGJAR Fyrir nokkrum dogum liandtóku skæruliðar á Norður-ítalíu Musso- lini og marga aðra hálttsetta fasista. Alþýðudómstóll Milano dæmdi Mussolini og 18 aðra fasistaforingja til dauða og voru þeir skotnir sl. laugardagskvöld. Meðal hinna líf- látnu var Pavolini, Sorca og Farin- aci ritari fasistaflokksins. Líkum þeirra var stilt upp á einu aðaltorg- inu í Milano og segir bretskur fréttaritari í Milano, að hann hafi séð spjald við lík Mussolinis með áletruninni: „Réttlætið hefir náð fram að ganga.“ En Mussolini á einu sinni að hafa sagt: „Ef eg hörfa, þá drepið mig“. Þykja skæru- liðarnir hafa hagað sér samkvæmt þessu. búast til varnar eða fela sig. Þjóðverjar liafa gert ítrekaðar tilraunir til að koma varnarliðinu í Berlín til hjálpar með því að senda fallhlífarhermenn Itil borgarinnar, en þeir hafa allir lent í þeim hverf- um, sem eru á valdi Rauða hersins og hafa því annaðhvort verið drepnir eða teknir höndum sam- stundis. Þrálátur orðrómur gengur um það, að Hitler sé liættulega veikur eða jafnvel dauður. Ekkert hefir heldur heyrst frá Göbbels, Göring, Ribbentrop og Ley og er talið, að sumir þeirra hafi framið sjálfsmorð. Hersveitir Bandaríkjamanna og Rússa sameinuðust fyrir nokkrum dögum, norðvestur af Dresden, og ríkti ósegjanlegur fögnuður meðal hermannanna yfir þeim samfund- um. Hersveitir Bandamanna tóku í fyrradag Múnchen, fæðingarborg nazismans og var þar lítil mót- spyrna veitt, en áður höfðu borist fregnir af uppreislt gegn nazistum í Múnchen og nágrenni. Bandamenn hafa tekið Bremen og stefna nú liði sínu til Hamborgar og fleiri borga Norðvestur-Þýzka- lands. Hersveitir Rokossovskys tóku fyr- ir nokkrum dögum Stelttin með áhlaupi og hafa sótt hratt fram síð- an og eru komnir yfir 100 km. vést- ur fyrir Stettin og sitefna til Kiel og Hamborgar. Hersveitir Bandamanna hafa nú farið á mörgum stöðurn yfir Elbe og sækja austur í áttina á móts við Rauða herinn, hafa þær þegar sam- einaslt honum hjá Wittenberg. KARLAKÓR AKIIREYRAR hélt samsöng, undir stjórn Áskels jónssonar, í Akureyrarkirkju sl. latlgardagskvöld. Var húsfyllir og hrifning áheyrenda mikil. Við hljóðfærin voru frú Þyri Eydal (píanó) og Jóhann Haraldsson (orgel). Vegna fjölda áskorana endurtek- ur kórinn samsönginn n.k. fimtu- dagskvöld í Nýja-Bíó. TÓNLISTARFÉLAG AKUR- EYRAR bauð styrktarfélögum sín- um og gestum að hlýða á GUÐ- MUND JÓNSSON baritonsöngv- ara, er hann söng í Samkomuhús- inu síðastliðið fimmtudagskvöld með aðstoð FRITZ WEISSHAPP- ELS. Guðmundur hefir sungið hér áð- ur, og vakti hann þá mikla eftir- Itekt með hinni efnilegu rödci sinni og ótvíræðu listarhæfileikum. Síð- Ný stjórn mynduð í Austurríki. Utvarpið í Mosk\a tilkynti í fyrradag að ný stjórn hefði verið mynduð í Austurríki. Er það bráða- birgðasltjórn og var hún mynduð á fundi allra andfasistaflokka í Aust- urríki. í stjórninni eru 3 kommún- istar, 3 kristilegir jafnaðarmenn, 3 jafnaðarmenn og 3 óháðir. Forsæt- isráðherra er Renner, sem var for- seti austuríska lýðveldisins 1918— 1920. 1 stjórninni á m. a. sæti kommúnisitinn Ernst Fischer, sem oft hefir talað í útvarpið í Moskvu og var áður ritstjóri aðalblaðs jafn- aðarmannaflokksins, Arbeiter Zeit- ung. Stjórnin hefir sest að í Vínar- borg. Utflutningurinn í marz Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar nam verðmæti útfluttra afurða í mars kr. 36,187.450.00 og innfluttar vörur á sama tima námu kr. 17.400.00 þús. kr. og hefir því verslunarjöfnuðurinn í mánuðin- um verið hagstæður um ca. 18.8 milj. kr. Á tímabilinu jan,—mars nam últ- flutningurinn kr. 66.934.300.00, en innflutningurinn 58.032.000.00. — Verslunarjöfnuður hagstæður um 8.9 milj kr. — Á sama tíma sl. ár nam útflutningurinn kr. 47.6 milj. kr., en útfluitningurinn 47.9 milj. kr. Af útflutningnum nemur ísfisk- urinn rnestu, 18.4 milj., freðfiskur 8.1 rnilj., lýsi 4.3 milj., saltsíld 2.8 milj. og saltaðar gærur 1.4 milj. Mest hefir verið flutt til Brdt- lands, eða fyrir 26.9 milj kr„ þar næst til Bandaríkjanna, fyrir 5.2 milj. og til Frakklands fyrir 3.9 milj. an hefir hann stundað söngnám vestan hafs hjá ágætum kennara með svo miklum árangri, að naum- ast er hægt að þekkja hann aftur. Það hefir losnað um röddina, hún hefir aukizt og margfaldazt að hljómmagni og þó einkum að blæ- fegurð, mýkit og sveigjanleika, og hún hefir öðlazt þá hlýju og þann innileika, sem er einkenni allra verulega góðra söngvara. Texta- framburður hefir stórum batnað, og má segja, að nú sé hann að mestu óaðfinnanlegur, og mættu íslenzkir söngvarar mikið af hon- um læra. Er hart að þurfa að fara í aðra heimsálfu til að læra að bera Framhald á 8. síðu FJÁRHAGSÁÆTLUN Akureyrarkaupstaðar Á fundi baéjarstjórnar Akureyrar sl. þriðjudag var til 2. umræðu frumvarp til áætlunar um tekjur og ^gjöld bæjarsjóðs Akureyrar fyrir ár- ið 1945. Breytingartillögur sósíalista um, að framlag til barnaleikvalla yrði hækkað um 15 þús. kr„ upp í 20, þús. kr. og framlag Itil lystigarðsins um 10 þús. kr„ upp í 20 þús. og framlag til dagheimilis og vöggu- stofu um 15 þús. kr„ upp í 20 þús„ voru samþyktar. En tillaga þeirra um, að tekjur af stríðsgróðaskatti yrði áætlaður 100 þús. kr„ í sltað 70 þús. og tillögur um, að framlag til verklegra framkvæmda yrði hækk- að um 100 þús. kr„ upp í 400 þús. og framlag til Bóka- og áhalda- kaupa barnaskólans um 4 þús. kr„ upp í 10 þús. kr. voru feldar, svo og allar aðrar breytingartillögur þeirra. Að loknum umræðum var fjár- hagsáætlunin samþykt og verða út- svörin samkvæmlt því kr. 2.346.160.- 00 kr„ og er það mikil hækkun frá því í fyrra. Þrír nýir dómarar við Hæstarétt Hinn 23. þ. m. skipaði forseti Is- lanfls efltirtalda menn dómara við Hæsitarétt frá 1. maí næstkomandi að telja: Árna Tryggvason, borgardómara í Reykjavík. Jón Ásbjörnsson, hæstaréttarlög- mann í Reykjavík. Jónatan Hallvarðsson, sakadóm- • ara í Reykjavík. FjölmenniS í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí!

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.