Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1945, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 01.05.1945, Blaðsíða 7
VERKAMAÐURINN 7 Samningar undirritaðir milli Iðju og atvinnurekenda I sl. janúar^agði Iðja, fclag verk- smiðjufólks, upp samningum við atvinnurekendur og fór Iðja fram á að kaupkjör iðnverkaíólks hér yrðu þau sömu og í Reykjavík. — Þann 7. apríl sl. vai fvrsti fundur með samningsaðilum og náðist þar ekki samkomuiag og lýsti verk- smiðjustjórn S. í. S. því yfir. að hún sæi sér ekki fært að greiða sama kaup og iðnfyritltæki gera í Reykja- vík. Var málinu síðan vísað til sáttasemjara, Þorst. M. Jónssonar. Á fundi sáttasemjara 24. ap’ íl lagði hann fram tillögu að samn- ingsaðilar mættust á miðri leið til samkomulags. Samninganefnd Iðju lagði tillöguna fyrir trúnaðarráð félagsins að kvöldi sama dags og samþykti einnig að fallast sáttasemjara, Verksmiðjustjórnin samþyklti einnig að ganga að fallast á tillöguna, og tókust síðan sarnn- ingar á þessum grundvelli um mið- nætti 24. apríl. Samkvæmt hinum nýju samning- um er fult kaup nú greitt efitir 2 ár í stað 3 áður. Fult kaup karlmanna í sútunar- verksm. Iðunn er nú kr. 467.50 á mán., en var áður kr. 455.00. Fult kaup karlmanna á Gefjun og skóverksmiðjunni Iðunn er nú kr. 447.50 í stað kr. 435.00. Fult kaup kvenna er nú kr. 272.50 í stað 255.00. Fult kaup karlmanna innan 18 ára er nú kr. 330.00 í stað 300.00. Fer hér á eftir skrá yfir launa- stigann í Gefjun og Iðunn sam- kvæmit hinum nýju samningum. KAUPKARLMANNA íGefjun og Iðunn: Byrjunarlaun kr. 276.00, var áður kr. 213.00. Eftir 3 mán........... kr. 315.00 Eftir 6 mán.............— 357.50 Eftir 9 mán............ — 375.00 2. starfsár............ — 402.50 Eftir það.............. - 447.50 KAUP KVENNA í Gefjun, Iðun, Hanskagerðin og Saumastofa Gefjunar: Byrjunarlaun kr. 171.00, áður kr. 145.00. Eftir 3 mán...........kr. 190.00 Efltir 6 mán............— 215.00 Eftir 9 mán.............— 227.50 2. starfsár............ — 250.00 Eftir það ............. - 272.50 KAUP KARLMANNA >í 1. fl. í Sútunarverksm. Byrjunarlaun kr. 296.00, áður kr. 235.00. Eftir 3 mán........... kr. 335.00 Eftir 6 mán............ - 377.50 Eftir 9 mán.............— 395.00 2. sitarfsár........... - 422.50 Efltir það............. - 447.50 KAUP KARLMANNA yngri en 18 ára: Byrjunarlaun kr. 168.00, áður kr. 130.00. Eftir 3 mán........... kr. 190.00 F.ftir 6 mán..........- 220.00 Eftir 9 mán........... - 235.00 Eftir 12 mán..........- 267.50 Eftir 2 ár............ - 330.00 Iðja hefir einnig samið við KEA. og náði Iðja þar heldur hagstæðari samningum. Samningarnir gilda til 1. mars 1946 og geta báðir samningsaðilar sagt þeim upp með 3ja mánaða fyrirvara. Iðja hefir skrifað smærri iðnfyr- irltækjum í bænum og óskað eftir samningum við þau um kaup og kjör þess fólks, er vinnur hjá þeim. Hafa flestir iðnrekendurnir tekið fremur vel í það. Þó eru tveir, sem hafa þvernéitað, Erlingur Friðjóns- son, fyrir hönd saumastofu Kaup- félags Verkamanna og Eiður Har- aldsson, fyrir hönd Lúffugerðarinn- ar, sem ekki vilja viðurkenna Iðju sem samningsaðila, m. ö. o. vilja ekki viðurkenna fagsamtökin. Það iðnverkafólk, sem enn er ut- an Iðju, ætti nú að láta það ekki dragaslt lengur að ganga í félagið og gera það þannig enn öflugra og skapa sér með því aðstöðu til að bæta enn frekar kjör sín og afkomu. NÆR OG FJÆR. Framhald af 5. síðu þreytast á hjásetunni. En hann var ekki alveg af baki dottinn. Hann gat ómögu- lega veriS að óvirða hinn virðulega Al- þýðuflokk með því að rétta upp hendina til samþykkis að framlag til dagheimilis og vöggustofu yrði hækkað um kr. 10 þús., upp í 20 þús. Gerði hann það kann- ske í nafni bæjarfógetans og fulltrúa hans, sem báðir eru nýliðar í Alþýðu- flokknum í höfuðstað Norðurlands? Má með sanni segja að framkoma full- trúa Alþýðuflokksfélags Akureyrar á bæjarstjómarfundi 27. apríl anno 1945 hafði borið vott um alveg dæmalausan vorhug í Alþýðufl.fél. Akureyrar og öllum æðri sem lægri meðlimum þessa sóma- kæra félagsskapar til ævarandi frægðar. Og skyldi einhver gerast svo fávís og ósvífinn að velta þeirri spurningu fyrir sér til hvers bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- félags Akureyrar hafi eiginlega verið að mæta a fundinum úr því að hann greiddi þar aldrei atkvæði né tók til máls, þá vil ég biðja þann góða mann að gjöra svo vel að snúa sér með spurninguna til málinu hjá bæjarfógetanum, ef þeim reynist tregt tungu að hræra. Fjölmennið í kröfugönguna 1. maí Frá verklýðsfélögunum. Bílstjórafélag Akureyrar gerði ^ nýlega samning við atvinnurekend- ur uin kaup og kjör bílsltjóra. Er um allmiklar kjarabætur að ræða og samkvæmt þessum nýju samn- ingum og verður skýrt nánar frá þeim í næsta blaði. ★ Sjómannafélag Akureyrar hefir gert nýja samninga við Útgerðar- mannafélag Akureyrar um kaup háseta og matsveina á vöruflutn- ingaskipum. Kaup háseta hækkar úr kr. 462.00 í kr. 500.00 á mánuði (grunnkaup), matsveina úr kr. 504.00 í kr. 550.00. Hásetar fá eftir- vinnukaup eftir kl. 6 að kvöldi, vinni þeir við losun farms eða leslt- un, og gildir þá sami taxti og hjá Eimskip. Á skipum, sem eru í vöru- ílutningum skulu vera minnst tveir hásetar. ★ Verklýðsfélag Dalvíkur hefir gert nýja samninga við atvinnurekend- ur þar á staðnum. Grunnkaup karla hækkaði úr kr. 1.90 í kr. 2.25. Kaup sjómanna skal vera sam- kvæmtltaxta Sjómannafél. Akurey-r ar, eins og hann er á hverjum tíma. Verkamenn fá nú 6 veikindadaga borgaða með fullu kaupi, í stað 3ja áður. ★ Verkamannafél. Akureyrarkaup- staðar, Iðja og Eining hafa öll kom- ið sér upp sínum sérstöku félags- fánum. Eru það allt svokallaðir krossfánar, með táknmynd á bláum feldi. Félögin nota þessa fána við útiskemtunina 1. maí og í kröfu- göngunni, en þá skipa félögin sér í fylkingar undir fána sínum og ætti það að koma betra skipulagi á gönguna en verið hefir. Er þess I vænst, að alt verkafólk, sem með nokkru móti getur mætt við hátíða- höldin, taki þátlt í göngunni og geri fylkingu síns félags, sem glæsi- legasta. ÍBÚÐ. 1 til 2 herbergi og eldhús, eða aðgangur að eldhúsi óskast strax. Upplýsingar á áfgreiðslu blaðsins. Hjartans þakkir til állra þeirra, sem auðsýndu samúð við andlát og jarðarför föðuir okkar FRIÐRIKS EINARSSONAR, og heiðr- uðu minningu hans á annan hátt. Jórunn S. Friðriksdóttir. Sigurbjöm Friðriksson. RÓSBERG G. SNÆDAL: jallgöngumenn Við þreyttum báðir för að fjallsins tindi í fullri von um sigur — þú og ég. En þótt hann óskir okkar saman bindi — við getum aldrei gengið sama ve£. Þú krækir fyrir kletta, gjár og skriður, ég klit upp hamra, beygi hvergi af leið, og þótt ég hiki og hrapi aftur niður ég hef mig enn á ný á næsta skeið. „ Þú velur aðeins geira að götu þinni og gengur margan spöl í leit að þeim. Eg heimska þig, — þú hlærð að dirfsku minni. — Við leitum sama marks á leiðum tveim. Og áfram, áfram geng ég götu mína um gneypa kletta — að baki er hengiflug. En heimsins óravíddir við mér skína. — Við fótmál hvert ég fyllist nýjum dug. Svo loks einn dag, er lít af efsta hjalla um leiðir farnar: hrikaklungur grá. En heyri þig und hamraveggnum kalla — á hjálp, sem enginn, enginn veita má. Þú valdir leið, sem léttust var að sinni, en lærðir aldrei það, sem gylti hér. Eg brattann kleif á beinni göngu minni — og Iagði þetta fjall að fótum mér. Nú horfi ég af hæsta tindi fjallsins er hugi okkar beggja til sín dróg. Þin rekkja er við rætur efsta stallsins. — Um okkar reynslu engir vita þó.- BROX (Úr dönskum kvæðum). í einu Reykjavíkurblaðinu (Mbl.) birtust nýlega brot úr þremur dönskum kvæðum, í ritgerðum um danskt viðhorf í núverandi heimsstríði. — Hið fyrsta (eitt erindi) hafði verið tekið úr lengra kvæði, eftir óþekt, danskt skáld, sem birst hafði í leyniblaði „danskra frelsis- vina“. Erindi þetta túlkar á hrífandi hátt viðhorf Dana til Norðmanna, undir nú- verandi heimsstyrjöld. — Síðasta erindið er eftir danskan rest. — Lífsspeki þeirr- ar dönsku ferskeytlu ó erindi til fleiri en Dana, — ekki síst íslenskra verkamanna. Eg hefi reyna að þýða kvæðabrot þessi, og koma þýðingamar hér á eftir. TIL NORÐMANNA. í notðri byggir bræðraþjóð, mót böðlum sínum teinrétt stóð. Oft leit til jarðar bliknuð brá, er barst oss fregn um orku þá. — Nú erum við, við ykkar hlið, með upplit djarft og sálarfrið, og stoltir fjendum stöndum mót — þó stikli fætur grjót.. LÍFSSPEKI. Berst fytir allt, sem áttu kært — einnig dey, — e/ gildir. Lífið þá þér verður vært, vegir dauðans mildir. S. G. S.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.