Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.05.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 05.05.1945, Blaðsíða 1
Stríðinu í Evrópu að verða lokið Algjör uppgjöf Þjóðverja í Danmörku, Hollandi, Norðvestur-Þýskalandi og Italíu Ranði fáninn blaktir yfir gröf nazismans í Rerlín Hitler og Göbbels sagðir dauðir, en fregnir ósamhljóða um endalok þeirra Hver sitórviðburðurinn hefir rek- ið annan síðustu daga. Stíilin til- kynti 2. máí að Rauði herinn hefði upprætt nazistaherinn í Berlín. — Sama dag bárust fregnir um skil- yrðislausa uppgjöf nazista og fas- ista á Norður-íitalíu og síðar í vik- unni náðu hersveitir Breta og Rússa saman við Eystrasalt, milli Wismar og Rostock. Hersveitir Montgomerys tóku Hamborg mót- spyrnulauslt, eftir að því hafði ver- ið lýst yfir af hálfu Þjóðverja, að borgin yrði ekki varin. 1. maí var tilkynt í Berlín að Hitler væri dauður og að hann hefði dáið hetjudauða í Tiergarten í Berlín. Síðan hafa borist fregnir frá einum lielsta samverkamanni Hitlers, um að Hitler og Göbbels hafi báðir framið sjálfsmorð. Dön- iitz flotaforingi tilkynti einnig 1. maí, að hann hefði tekið við leið- togastarfinu samkvæmt skipun Hitlers og skipaði þýska hernum að sýna sér traust og halda áfram baráttunni uns sigur væri unninn. í gær bárust svo þau itíðindi, að ^ þýski herinn í Danmörku, Norð- vestur-Þýskalandi og Hollandi hefði gefist upp skilyrðis- laust. í morgun var ):>að tekið fram ( (>ðru hverju í danska útvarpinu, að Danmörk væri nú aftur frjáls. — Heyrðist illa til úitvarpsins, en svo ^ virðist, sem óeirðir hafi verið í nótt í Kaupmannahöfn og létu nokkiir menn lífið eða særðust. Dönskum 1 skæruliðum hefir verið skipað að afvopna þá þýska hermenn, sem enn hafa ekki lagt niður vopn. All- ir Danir, sem höfðu samstarf við Þjóðverja, verða liandteknir. Mikill fögnuður greip íbúa Danmerkur er fregnirnar báruslt um uppgjöf Þjóðverja, og er sagt, að fólkið hafi bæði hlegið og grátið af gleði. 1 fréttum frá London segir að götur Kaupmannahafnar hafi í gærkvöldi verið fullar af syngjandi fólki. Ný stjórn var mynduð í Dan- mörku í nótt og er Buhl forsætis- ráðherra, en Christmas Möller uit- anríkisráðherra. Allir flokkar nema nazistar taka þátt í stjórninni og auk þess fulltrúar mótspyrnuhreyf- ingarinnar. Eru Danir byrjaðir að taka alla stjórn í sínar hendur og hefir það gengið mótspyrnulaust að því er fregnir herma. Vér íslendirigar fögnum hjartan- lega, að danska þjóðin hefir aftur heimt frelsi sitt og eigum enga ósk heitari henni til handa, en að henni auðnist að varðveita það um aldur og æfi. Fánar blakta í dag um allan bæ- inn, sem tákn um þann fögn- uð, sem ríkir hér yfir því að bræðra- þjóð okkar er laus af klafa kúgar- anna. / . /' Aðalfundur K. E. A. Vörusalan ívið meiri en 1943 Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga var settur í Nýja-Bíó 2. þ. m. og stóð hann í tvo daga. Fara hér á eftir nokkur altriði úr ársskýrslu f ra m k væm das t j óra n s: Vörusala félagsins í búðum þess á Akureyri og útibúunum við fjörðinn nam alls rúmlega 14 mil- jónum .króna. Þar að auki hefir Kjötbúðin selt fyrir um kr. 2.350.- 000.00. Míiðstöðvar- og hreinlætis- Landráðaskrif einangrunarsinna spilla sambúð íslands og sameinuðu þjóðanna Ummæli rússneska blaðamannsins Mikails Mikhajloffs Rússneski blaðaðmaðurinn Mika- il Mikhajloff flutti 3. apríl erindi um alþjóðamál í Moskvaútvarpið (á ensku), og mintist þar á ísland og afstöðu þess til sameinuðu þjóð- anna. Bera ummæli þessa rússneska blaðamanns það mðð sér, að hin ábyrgðarlausu skrif stjórnaran^- stöðunnar um utanríkismál íslands og álþjóðamál eru líkleg til að spilla sambúð Islands og hinna sameinuðu þjóða, ekki síst upp- spuni og rógrir Tímans um þessi mál. Eins og kunnugt er hafa blöð s.em telja sig málgögn Alþýðu- flokksins, svo sem Alþýðublaðið og Skutull, gengið einna lengst í þess- um ábyrgðarlausu skrifum, og nær það auðvitað engri átt að ríkis- sltjórnin skuli láta því ómótmælt, að slík skrif séu henni á nokkurn liátt viðkomandi, en ekki er óeðlilegt þó útlendingar telji að mark sé tak- andi á Alþýðublaðinu sem stjórnar- blaði. Hér fara á eftir helstu ummæli rússneska blaðamannsins. (Tilvitn- unin í íslenzka ultanríkisráðherr- ann þýdd úr ensku). • ,,Hvað skal segja jim þau lönd, sem hafa með eigin aðgerðum úti- lokað sig frá sameinuðu þjóðunum? Tökum Island sem dæmi. Það er öllum ljóst, að Rauði herinn hreif menningu Evrópu úr klóm óaldar- flokka Hitlerssinna. Hann bjargaði með því einnig íslenzku þjóðinni. Bretsku og bandarísku herirnir sem sigruðu Þjóðverja, fyrst í Norð- ur-Afríku og síðan á orustuvöllum Evrópu, bægðu einnig frá hætt- unni, sem yfir ískandi vofði. Stjórn- málaleiðtogar íslands virðaslt gera sér það Ijóst, í ágúst sl. lýsti íslenzki utanríkisráðherrann yfir: ,,Oss er ljós sú staðreynd að baráttan gegn friðrofunum verndaði land vort“. Og það var ekki einupgis vernd sem íslandi var tryggð. Með beinum s'tuðningi stórveldanna þriggja var landinu trygður möguleiki á þróun til fullkomins sjálfstæðis. Sovétrík- in, Bretland og Bandaríkin voru hlynt stofnun lýðveldis á Islandi, og um það leyti sagði íslenski utanrík- isráðherrann: „Ríkisstjórn íslands er þakklált fyrir hina einlægu og vinsamlegu afstöðu stórveldanna þriggja." Því furðulegra er það að komast að raun um, að að nú séu á íslandi menn, sem ekki vilja stuðla að auk- inni vináttu milli Islands og hinna stóru lýðræðisríkja, heldur reyna að spilla þeirri vináttu. Einkum er það furðulegt að þess- ir menn hafa kosið sem mark fyrir (Framhald á 4. síðu). tæki seld fyrir kr. 870.000.00. Lyfja- búðin hefir selt fyrir kr. 440.000.00. Kol og sak hefir verið sellt fyrir kr. 1.120.000.00. Brauðgerðin hefir selt fyrir kr. 952.000.00. Sala á smjörlíki og efnagerðarvörum nam kr. 1.304.000.00. Sápuvérksmiðjan Sjöfn og Kaffibætisverksmiðjan Ereyja seldu sínar framleiðsluvörur fyrir kr. 1.277.000.00. Samanlögð sala þessara starfsgreina nemur um 22!/2 miljón, eða örlítið hærri upp- hæð en tilsvarandi sala var 1943. Mjólkurinnleggið jókst að mun, og nam 4.181.000 lítrum sl. ár, eða aukning tæp 370 þús. lítrar frá 1943. ÉJitborgað hefir verið til bænda 98 aurar á lítrann, og sýna reikningar Samlagsins fyrir síðast- liðið ár, að hægt er að greiða til viðbótar 24 aura uppbót á hvern innlagðan mjólkurlítra. FraLnleiðsla sjávarafurða varð heldur meiri en árið áður, þótt þorskaflinn mætlti teljast í lakara meðallagi á síðastliðinni vorvertíð. Langmestur hluti fiskjarins var fluttur út í ís með færeyskum skip- um, sem keyptu fiskinn af útgerð- armönnum fyrir milligöngu félags- ins. Þéssi úitflutningur nam alls um 4400 tonn miðað við hausaðan fisk. 1943 var tilsvarandi magn 3800 tonn. Framleiðsla hraðfrystihús- anna var lítið eitt minni en árið áð- ur, eða samtals um 318 tonn á móti 356 itonnum 1943. Hagur félagsins og félagsmanna gagnvart félaginu hefir enn farið batnandi. I árslok 1944 voru innstæður fé-. lagsmanna í viðskiftareikningum, stofnsjóðum og innlánsdeild kr. 14.788.254.53, en í árslok 1943 voru innstæður þeirra kr. 12.719.399.27. Skuldir þeirra við félagið voru í árslok 1944 kr. 149.136.05, en í árs- lok 1943 kr. 150.450.40. — Ástæður félagsmanna gagnvart félaginu hafa því batnað á árinu um kr. 2.070.- 169.61. Ástæður félagsins út á við bötn- aði að sama skapi og námu innstæð- ur þess hjá SlS, bönkum, í pening- um og auðseljanlegum verðbréfum, kr. 13.651.985.80.'

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.