Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.05.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 05.05.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN. Útéetandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjórí: Jakob Arnason, Skipagötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Ekki í sama ltjölfarið í ,,íslendingi“ í gær er komist svo að orði: T „Hvernig hin þjóðfélagslega og menningarlega þrónn í Evrópu verður, er ekki gott að spá miklu um. Það er aðeins liægU að vona. að þjóðir, sem náðu sér tiltölulega fljótt eftir þrjátíu ára styrjöld, stórubólu og svartadauða, verði enn sem fyrr fljótar að itaka þráð- inn upp, þar sem frá var horfið, þegar nazisminn og fasisminn héldu innreið sína.“ Ekki þarf að efa það, að ritstj. „lsl.“ mun hafa fullan hug á því að þjóðir Evrópu hverfi nú aftur lil þess ástands er ríkti hjá þeirn áður en fasisminn settist að völdum. En væri slíkit æskilegt? Munu þjóðir Evrópu kjósa að fela sömu flokkum og þá höfðu völd, að ráða öllu í annað sinn og undirbúa járðveginn aftur fyrir nazismann? Þó óskir ritstj. „ísl.“ séu heitar í .þessu efni eins og annara gamalla Hitlers-dýrkenda, þá mun þó óhætt að fullyrða, að löng og blóðug reynsla Evrópu-þjóðanna mun tryggja, að ekki verði aftur tekinn upp þráðurinn „þar sem frá var horfið, þegar nazisminn og fasism- inn héldu innreið sína“. Þjóðir Evrópu munu ekki kjósa að fela þeim flokkum og sitjórn- málaleiðtogum forustu, sem með öllum ráðum studdu fasistana og nazistana til valda. Að vísti munu vera til allmargir einstaklingar, sem munu róa að því öllum árum, að fasisminn nái aftur valdaaðstöðu sinni í einhverju gerfi. En kosning- arnar í Finnlandi, Frakklandi, hin öfluga þjóðfrelsishreyfing í Júgo- slavíu, Grikklandi, Frakklandi, Ftalíu og víðar, bendir ótvírætt til þess, hvert straumurinn liggur. — Þjóðir Evrópu munu ekki fela þeim öflum þjóðfélagsins varðveitslu hins dýrkeypta frelsis, sem ofur- seldu Abessiníu Mussolini, sviku spænska lýðveldið í hendur fasist- um með hinu svokallaða „hlut- leysi“ sínu, sem fólgið var í því m. a., að hindra allar vopnasendingar til Spánar nema til fasistanna. — Þjóðir Evrópu munu ekki leggja eyrun í annað sinn við hjali Miinchenmanna. Franska þjóðin mun naumast afitur fela þeim hers- höfðingjum og stjórnmálamönnum völdin, sem létu þýsku nazistana múta sér til þess að veita þýska hernum aðeins málamynda mót- spyrnu og geymdu öflugustu vopn franska hersins í vopnabúrum handa Þjóðverjum í stað þess að lálta franska hemum þau í té. Ný stjórn í Tékkóslóvakíu Þegar er dr. Benes kom heirn til | Tékkoslovakíu, efndi hann loforð- ið, sem hann hafði gefið í útlegð- inni. Útlagastjórnin sagði af sér og ný stjórn var mynduð af öflum þeimN sem á hernámsárunum börð- ust fyrir frelsi landsins heima og er- lendis. Sltjórnin tók sér aðsetur í smábænum Kosice, en mun flytja til Prag, þegar höfuðborgin er aftur frjáls. Enska blaðið New Statesman seg- ir um nýju tékkoslovakisku stjórn- ina: „Dr. Benes er kominn heirn með ríkisstjórn sem bætlt hefir verið í tékkneskum kommúnistaleiðtogum frá Moskva og fulltrúum.slovakíska ráðsins. Nýja stjórnin er sýnilega árangur samkomulags milli komm- únista og annara flokka. Nýi for- sætisráðherrann, Firlinger, er ímg- ur maður og áhrifamikill, ólíkur fyrirrennara sínum, hinum roskna kaþólska sltjórnmálamanni. Hann er veþlátinn bæði af sovétstjórninni og tékknesku kommúnistunum, og hefir ekki farið dult með að hann heíir mjög ákveðnar hugmyndir um framtíðarskipulag Tékkoslova- kíu. Firlinger er sósíaldemokrat og því þóknanlegur Benes forseta, og hann er fylgjandi sameiningu Sósí- aldemokraltaflokksins og Kommún- istaflokksins (flokkarnir hafa nú þegar sameinast í Slovakíu), og jrví vel tekið af kommúnistum. í nýju stjórninni eru 15 Tékkar og 10 Slóvakar. Ruthenar eiga eng- an fulltrúa. Mikilvægasta breyting- in á sltjórninni er þátttaka komm- únistanna, sem m. a. gegna embætt- um innanríkisráðherra og hermála- ráðherra. Þessi tvö ráðuneyti hafa verið öflug virki tékkneska bænda- flokksins. . Jan Masaryk (utan- flokka) er áfrarn utanríkisráðherra en Clementis, slovakiskur komm- únislti, hefir verið skipaður varatit- anríkisráðherra. Ripka, ‘fyrrum hjálparmaður Masaryks í utanrík- isráðneytinu, fer nú með utanríkis- verzlun. Hægri flokkarnir, sem menn eiga í stjórninni eru Tékk- neski kaþólski flokkurinn og Slovakisku demókratarnir, en einn leiðtogi þeirra gegnir hinu mikil- væga embætti fjármálaráðherra. Hægri flokkarnir eru liðminni en Ölíklegt er, að enska þjóðin taki mikið mark á fagurgala þeirra ensku auðmanna, sem mokuðu sterlingspundum í Hitler, svo hann gæti vígbúist gegn lýðræðisríkjun- um. Nei, þjóðir Evrópu hafa nú feng- ið þa reynslu, sem væntanlega næg- ir til þess að þær geri ekki þá skyssu að taka þráðinn upp aftur, þar sem frá var horfið, er fasisminn og nazisminn héldu innreið sína. Aldrei alltur má það ástand koma sem ól ófreskju fasismans. Draumar sorgbitinna Hitlers- dýrkenda á Islandi og annarsstaðar um, að garnla ástandið komi aftur, svo þeir geti byrjað leik sinn á nýjan leik munu ekki rætast, það er hlutverk hins vinnandi fólks að hindra þ<tð, einnig hér á landi. fyrir stríð, því að ‘sjálfsögðu var Tékkneska bændaflokknum og Ka- þólska flokknum slóvanska vikið úr „þjóðfylkingunni". Hinsvegar hafa vinstri flokkarnir styrkst við til- komu kommúnista, sem í kosning- um fyrir stríð fengu 1/10 greiddra atkvæða. Það er almennt álitið að eftir stríðið verði Kommúnista- flokkurinn stærsti flokkur landsins. Hve fljótt hægt verðnr að láta fara fram almennar kosningar í Tékkoslovakíu og koma á stjórn sent mynduð er á venfÖlegan hátt, fer mjög eftir því, hvernig tekst um viðreisn landsins“. Nær og f jær „Dagur“ er í berserksham út af ósigri* bandalags „kaupmanna og samvinnu- manna í KRON og bítur í skjaldarrönd- ina. Hann skortir orð til að lýsa hinni voðalegu framkomu sósíalista í KRON. Það er von að „Dags“-mönnum blöskri, blessuðum sakleysingjunum. Ekki er hætt við að þeir misnoti samvinnufélög- in. Þar sem þeir hafa völdin í samvinnu- félögunum þarf víst ekki að óttast að þeir misnoti þá aðstöðu til framdráttar sínum flokki. En þó væri þeim kannske hollast að minnast þess, að ekki skyldi sá maður kasta grjóti, sem í glerhúsi býr. ★ Eg fékk í gær í hendur ársskýrslu KEA fyrir 1944. í rekstursyfirliti stend- ur skýrum stöfum, að félagið hafi greitt fyrir auglýsingar, kynningar- og fræðslu- starfsemi kr. 78.548.91. Mér varð það á að fletta upp í ársskýrslu félagsins fyrir árið 1943 og þar stóð jafnskýrum stöfum að greitt hefði verið fyrir auglýsingar kr. 27.223.02, með öðrum orðum, þessi út- gjöld höfðu nær þrefaldast á síðastliðnu ári. Þessi útgjöld höfðu hækkað á einu ári um rúm 51 þús. kr. Engar skýringar fylgdu í skýrslunni né í ræðu fram- kvæmdastjóra, hvernig á þessu stæði. ★ í raun og veru voru þáer óþarfar. Gát- an er einkar auðráðin. Framsóknarflokk- urinn hefir átt í vök að verjast undan- farið. Eitthvað varð til bragðs að taka til að reyna að lappa upp á skinnið. „Dag- ur“ var stækkaður. Stækkunin mun hafa kostað 50 þús. kr. Einhversstaðar varð að fá þetta fé. Það voru hæg heimatök- in. Ritstjóri „Dags“ er fræðslumála- og kynningarstjóri KEA. Og svo voru bara greiddar rúmlega 51 þús. krónur úr kassa KEA (hins ópólitíska félags) fyrir auglýsingar í „Degi“ í viðbót við það sem áður var og til kynningar- og fræðslustarfsemi ritstjóra „Dags“. ★ Og hið ópólitíska félag gerði ekki endaslept við málgagn Framsóknar- flokksins. Það lét honum í té eitt versl- unarpláss sitt til þess sennilega m. a. að undirstrika það, hversu fráleitt það sé, að Framsóknarmenn láti sér detta í hug að nota aðstöðu sína innan samvinnu- félaganna flokki sínum til framdráttar. ★ Ef að sósíalistar í KRON ættu að hafa sömu starfsaðferðir og Framsóknar- menn í KEA, þá myndu þeir byrja á því að reka formann Framsóknarfélags Reykjavíkur úr KRON, þrefalda síðan auglýsingar KRON i Þjóðviljanum i stað þess að KRON hefir auglýst JAFNT í öllum 5 stærstu blöðunum og leigja síð- an Þjóðviljanum hluta af búðarplássi KRON. Skyldi annars ekki eitthvað syngja í „Degi“ ef sósíalistar í KRON færu að taka upp þessi „ópólitísku“ vinnubrögð Framsóknar. ★ Hólmgeir Þorsteinsson, frá Hrafnagili, flutti hjartnæma ræðu um það á nýaf- stöðnum aðalfundi KEA, að/vinsamlegri .sambúð þyrfti að ríkja milli verkamanna og bænda. Vonandi reynist hann fær um að breyta hugarfari Framsóknarforingj- anna í garð verklýðssamtakanna. En skyldi hann ekki hafa tekið eftir því, að það vantaði undarlega marga Framsókn- arverkamenn í kröfugöngu verklýðsfé- laganna 1. maí. Skyldi forráðamönnum KEA hafa láðst að láta þeim í té vitn- eskju um, að þeim væri það ekki á móti skapi, þó þeir tækju þátt í kröfugöng- unni? ★ Þegar samningafundir „Iðju“ og SÍS stóðu yfir á dögunum þá voru lagðar fram niðurstöðutölur úr aðalreikningum SÍS-verksmiðjanna, og átti það víst að gilda sem óræk sönnun fyrir því, að reksturinn gengi það illa, að fyrirtækin gætu ekki greitt sama kaup og iðnfyrir- tæki í Reykjavík. En þó því væri haldið fram, að SÍS-verksmiðurnar gætu ekki greitt hærra kaup en um var samið, þá er samt ekkert lát á hinum umfangsmiklu auglýsingum frá verksmiðjunum í Tím- anum, Degi og Samvinnunni. Og þessi fyrirtæki eru svo ópólitísk í höndum Framsóknar, að þess er vandlega gætt, að bjrta ekki eina einustu auglýsingu í „Verkam.‘‘ í fjöldamörg ár, utan eina um saltkjöt, sem erfiðleikar voru á að koma út — nema þá kannske í Hafnar- fjarðarhraun. En máske tekst Hólmgeir frá Hrafnagili að koma á siðabót hjá Framsókn áður en langt um líður. ★ I skýrslu framkværrídastjóra KEA, í ársskýrslu félagsins fyrir síðastliðið ár, segir m. a. svo: „Það, sem af er árinu 1945 hefir verslunin svo verið talsvert minni en á sama tíma 1944, og virðist því nú vera komið að því, að verslun og viðskifti fari aftur að dragast saman. Mun kaupgeta manna þó síst hafa mink- að, en vöruskortur er nú mjög farinn að gera vart við sig.“ (Leturbr. hér). Mjög alment atvinnuleysi hefir verið hér síðan snemma í haust, og er töluvert enn. Flestir aðrir en framkvæmdastjóri KEA munu líta svo á, að atvinnu- leysi skapi þverrandi kaupgetu, en ekki öfugt, eins og Framkv.stj. staðhæfir í ársskýrslunni. Nýkomið: Maismjöl ★ Maiskurl ★ Milo-kom ★ Blandað hænsafóður Pöntunarfélagið.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.