Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.05.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 12.05.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Ramsay MacDonald. „Hinn 30. janúar 1933 var for- sætisráðherra Bretlands, James Ramsay MacDonald, að ræða við vin sinn hinar nýju tillögur sínar á afvopnunarráðstefnunni, er Sir John Simon símaði og sagði, að skipaður hefði verið nýr ríkiskansl- ari í Þýskalandi. Ramsay MacDon- ald var dálítið heymardaufur og skildi ekki í fyrstu, hvað um var að vera. „Hver?“, spurði hann. Þegar hann hafði heyrt nafnið, lofaði hann að hringja síðar. Hann hélt síðan áfram að ræða við vin sinn í eina klukkustund, eins og ekkert hefði í skorist. Þegar vinur hans kvaddi hann, sagði MacDonald eins og af tilviljun: „Meðal annara orða, Adolf Hitler er orðinn ríkis- kanslari í Þýskalandi." Stuttu áður en þessi örlagaríki dagur rann, hafði þýskur iðjuhöld- ur heimsótt London til að hlera, hvernig City og stjórninni mundi verða við Hitlersráðuneytið. Þessi „ferstrendi, sköllótti, þýski trú- boði,“ eins og Allan Hurtwood lá- varður kallaði hann, hitti Mac- Donald, Stanley Baldwin og aðra ráðherra í stjórninni í matsölu- húsi einu. Um sama leyti var hinn skarp- sýni Joachim von Ribbentrop, sem stundaði þá enri kampavínssölu sína, tíður gestur í sölum hefðar- fólks Lundúnaborgar. Þetta var fyrsta mikilvæga erindið, er honum hafði verið falið í erlendu landi — gegn vilja hins geðmikla forseta ríkisþingsins, Hermanns Görings, sem þóttist ekki skilja, hvert gagn væri að þessum vínkaupmanni. Það, sem Ribbentrop komst á snoðir um í þessari könnunarferð er að finna í ræðu, sem Dr. Jósep Göbbels, síðar útbreiðslumálaráð- herra, flutti 8. febrúar 1933 á fundi háttsettra starfsmanna í nazista- flokknum: „Bretar munu ekki leggja steina í götu okkar. Að minsta kosti ekki þessa stundina. Eftir tvö ár munum við segja þeim fyrir verkum.“ Þessir tveir óopinberu sendiboð- ar voru fyrirrennarar mikils fjölda þýskra gesta. Jafnskjótt og Hitler tók við stjórnvöl þýska ríkisins, þyrptust þeir til Bretlands til að sannfæra Breta um, að nazista- stjórnin væri í rauninni að vinna að heill brezka heimsríkisins. Þeim var líka veittur góður beini; árum saman var það tíska meðal heldra fólks Lundúna, að nazisti væri hjá því gestur um vikuhelgina. Þetta varð til þess, að verkalýðsleiðtogi einn lét svo um mælt, að afnema ANDRÉ SIMONE: »Arin sem engisprett urnar hafa étið« Eftiirfarandi grein eru kaflar úr bókinni „Evrópa á glapstigum". Lýsir hún því framúrskarandi vel hvernig stjórnmálamenn og auðmenn í Ev- rópu annaðhvort studdu nazistana með öllum ráðum og gerði það sem þeir gátu til að efla hernaðarmátt þeirra, eða létu þá blekkja sig engu síður en þýska þjóðin. Höfundur bókarinnar „Evrópa á glapstigum“ er heimskunnur franskur blaðamaður, þaulkunnugur völundarhúsi stjórn- málanna á uppgangsárum nazismans í Evrópu. þyrfti vikuhelgina, „því ýmist not- ar Adolf Hitler hana til að stofna til óvæntrar árásar, eða að sendi- boðar hans eyða helginni með Hitl- erssinnum okkar til að undirbúa hina næstu.“ Ramsay MacDonald, sem var fyrsti brezki ráðherrann, er fékst við Þýskaland nazismans, er nú dauður. Neville Chamberlain er einnig dauður. Baldwin lávarður, sem varð forsætisráðherra í þriðja sinn á dögum nazistastjórnarinnar, er í dag nálega gleymdur maður. En þessir þrír menn bera svo mikla ábyrgð á því, sem gerðist í Evrópu og afleiðingarnar af stjómmála- stefnu þeirra eru svo ægilegar, að ekki er hægt að sleppa þeim úr bók, sem ræðir um menn Evrópu hin síðustu tíu ár. Sporin, sem þeir hafa markað í sögu Evrópu og alls heimsins, eru óafmáanleg. Ég kom til Lundúna nokkrum vikum eftir valdatöku Adolfs Hitl- ers. Ég ætlaði að ræða um það við nokkra vini mína, hver kostur væri á að hjálpa andstæðingum nazism- ans. Ég athugaði Ramsey MacDon- ald frá áheyrendastúkunni. Hann sat á ráðherrabekknum og var ný- kominn frá ferð sinni til Rómar og Parísar. Honum virtist leiðast mjög og svipurinn var yfirlætislegur. Það var sem tákn þess, að hann væri fangi íhaldsmanna að hann hafði á aðra hönd sér Stanley Baldwin, forseta ríkisráðsins, en á hina Ne- ville Chamberlain, fjármálaráð- herra. Hinn þunnleiti utanríkis- ráðherra, Sir John Simon, sat næst- ur Chámberlain. í spurningatímum voru bornar upp nokkrar fyrirspurnir varðandi ofsóknirnar í Þýskalandi. „Stjórn Hans Hátignar, hefur ekki fengið neinar opinberar skýrslur þar að lútandi," var æ og ævinlega svar Sir John Simon. Hvorki hann né aðrir í stjórninni virtust vita, að ógnarstjórn ríkti í Þýskalandi, að nazistar hefðu brent ríkisþinghús- ið. En Sir John Simon slepti stjórn á sínum góðu geðsmunum nokkru síðar, er umræður urðu um Ráð- stjórnar-Rússland. Nokkrir verk- fræðingar í þjónustu Metropolitan- Vickersfélagsins, sem unnu í Moskvu, höfðu verið sakaðir um vinnusvik og verið handteknir. Án þess að bíða eftir sönnunargögnum eða niðurstöðum réttarhaldanna, frestaði breska stjórnin umræðum um verslunarsamning við ráðstjórn- ina — réttum sjö vikum eftir að Hitler var setstur í valdasess. Hvorki þingmennirnir né ráð- herrarnir reyndu að leyna fjand- skap sínum. Árásir utanríkisráð- herrans á ráðstjórnina, vöktu mik- inn fögnuð, sem oft var látinn í ljós, bæði meðal þingmanna stjórn- arinnar og andstöðuflokkanna. Sir John Simon notaði allar þær ræðu- mannsbrellur, sem hann hafði ver- ið frægastur fyrir í Temple. Hin háa rödd hans fór upp úr öllu valdi á hrífandi augnablikum, og skalf þægilega þegar það átti við. Nazistablöðin fögnuðu síðar ræðu- manninum sem miklum stjórn- málamanni. Á fundi einum í Þjóðabandalag- inu, heyrði ég MacDonald flytja áhrifamikla ræðu fyrir „málstað mannúðarinnar". Nokkrum stund- um síðar átti hann að hitta að máli sendinefnd frægra franskra vísinda- manna, sem höfðu ferðast til Genf til þess að skora á forsætisráðherr- ann að skerast í leikinn til hjálpar þeim, sem höfðu orðið nazismanum að bráð. Ég var í fylgd með sendi- nefndinni. MacDonald veitti okkur áheyrn í setustofu sinni. Hann virtist vera þreyttur og örmagna. Hin fáu orð, sem hann sagði, virtust vera töluð út í hött. Hann bauð okkur sæti. Hann tjáði okkur, að hann gæti ekki átt langt tal við okkur, því að hann þyrfti að fara á mjög áríðandi fund. Síðan hlustaði hann í fimm mínútur á formælanda nefndar- innar. Hann virtist engan áhuga hafa á málinu. Hann kvaddi okkur með þeim ummælum, að hann skyldi rannsaka málið. Nokkrum mínútum síðar sá ég hann í anddyri gistihússins ásamt Londonderry margkreifa. Það var hinn áríðandi fundur hans. Aðeins einu sinni varð Ramsay MacDonald verulega reiður nazist- um. Það var þegar breski sendiherr- ann í Berlín skýrði frá veislu, er Hermann Göring hafði haldið sendisveitunum heima í höll sinni á Schorfheiði og gestunum var sýnd kýr, sem var undan úruxa. Það fanst MacDonald siðferðilegt hneyksli. En hann lét sér hvergi bregða við ógnarstjórn nazista. Þjóðstjórn MacDonalds átti á að skipa stórkostlegum meiri hluta þingmanna, íhaldsmenn einir höfðu meira en 450 þingsæti af rúmum 600. En þeir, sem fylgdu MacDonald persónulega voru að- eins tólf talsins. Helmingur íhalds- þingmannanna skipaði forstjóra- stöður í mikilvægum félögum og gerir svo enn. Þegar atkvæði voru greidd í þinginu hafði stjórnin á að skipa 16 bankastjórum, 27 for- Stanley Baldwin. stjórum fjárlánafélaga og 109 for- stjórum í kolanámufélögum, járn- brautum og stálfélögum. Tvö hundruð íhaldsþingmenn báru alls hina þægilegu byrði sjö hundruð forstjóraembætta. Þessir fulltrúar stórauðvaldsins í enska þinginu báru alls ekki annan hug til Hitlers en stéttarbræður þeirra í Þýskalandi, sem höfðu komið honum til valda af svo mik- illi hjálpfýsi. Síðan kreþpan hafði etið sig inn í atvinnulíf Evrópu og Bandaríkjanna, hafði stórauðvaldið í öllum löndum verið veiklað á taugum. Fulltrúum þess sveið mjög hrun einveldisins á Spáni. Þeir höfðu horft áhyggjufullir á kosn- ingasigur „Vinstra bandalagsins" á Frakklandi. Þeir höfðu séð með skelfingu kommúnismann rísa upp í Þýskalandi. Þeir höfðu dregið dár að fyrstu fimm-ára-áætlun Stalins, og nú voru þeir hræddir við þá til- hugsun, að áætlunin mundi ef til vill hepnast. Nokkru áður hafði stjórnandi Englandsbanka, Mont- agu Collett Norman, mælt þessi varnarorð: „Auðvaldsskipulagið um heim allan mun brotna í spón nema því aðeins að róttækar ráð- stafanir verði gerðar til að bjarga því frá fjörtjóni." Þessi orð létu illa í eyrum þeirra. Þegar því valdhafar Þýskalands gripu til hins mesta ó- yndisúrræðis og kvöddu nazista til valda, þá fögnuðu hinir bretsku stéttárbræður þeirra þessu og and- vörpuðu af feginleik. Þeir ætluðu sér ekki að bregða fæti fyrir Adolf Hitler.----------- Þegar hið pólitíska einræði naz- ista var orðið fast í sessi og verka- lýðsfélögin höfðu verið brotin á bak aftur, var vígbúnaði Þýskalands hraðað svo rnjög, að honum varð ekki lengur haldið leyndum. Þess- vegna varð að komast að samkomu- lagi við Bretland. Dr. Hjalmar Schacht, forseti þýska ríkisbankans,- og Móntagu Norman, forstjóri Englandsbanka, ruddu þessu sam- komulagi brautina. Þegar amersík- ur sendiherra spurði Otto Wolf, hver hefði að hans áliti átt mestan þátt í að halda Hitler við völd, svar- aði þessi andríki þýski iðjuhöldur: „Dr. Schacht og Montagu Nor- man". í miðdegisveislu, sem Montagu Norman hélt í Lundúnum, mætti Dr. Schacht öllum fremstu banka- mönnum og iðjuhöldum Bretlands'. Neville Chamberlain, fjármálaráð- herra, var þar einnig staddur. Dr. Schacht sagði, að ætlun Hitlers væri (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.