Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.05.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 12.05.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN „ÁRIN, SEM ENGI- SPRETTURNAR HAFA ÉTIГ (Framhald af 2. síðu). blátt áfram að rétta við sæmd ( Þýskalands — kurteisleg túlkun á afnámi Versalasáttmálans — og jafnrétti til móts við önnur stór- veldi — engu ókurteisari túlkun á vígbúnaði. Dr. Schacht fullvissaði hina hrifnu áheyrendur sína um það, að ef hvorutveggja yrði fram- gengt, mundi Hitler jafna um hausamótin á Rússlandi, svo sem hann hefði gert í viðskiftum sínum við þýsku kommúnistana. Leiðtog- inn, sagði þessi fjármálaspekingur, teldi það sérstaklega hlutverk sitt að bjarga heiminum úr klóm bolse- vismans. Charles Corbin, sem fyrir stuttu hafði verið skipaður sendiherra Frakklands í Lundúnum, sendi ut- anríkisráðuneytinu nákvæma skýrslu um fund þennan og sagði þar meðal annars, að dr. Schacht hefði verið gefin vísbending um, að bretska stjórnin mundi þola Hitler að endurvígbúa Þýskaland, en að því tilskyldu, að ekki yrði vígbúist á sjó né um skör fram í lofti. Cor- bin sagði, að návist Neville Cham- berlains hefði gefið kynningu Dr. Schachts opinbera blessun, en Montagu Norman hefði verið talin trygging þess, að Dr. Schacht mælti ekki um hug sér og færi ekki með svikum. Þegar vígbúnaður nazista færðist æ meira í aukana, gat MacDonald- stjórnin blátt áfram ekki skelt skollaeyrunum við þeim fregnum, ’ sem tóku að berast í þingi og blöð- um um hernaðarviðbúnað Þýska- lands. Enda þótt stjórnin neitaði oft þessum fregnum, voru yfirlýs- ingar í þinginu ýmist varlega orð- aðar, síðbúnar játningar eða nýjar fullyrðingar um, að vígbúnaður Þýskalands væri orðum aukinn. Aldrei játaði stjórnin hinn ægilega vígbúnað nazista. „Þessi stjórn mun sjá svo um, að land þetta mun aldrei verða miður búið að loftflota en nokkur lönd önnur, sem sótt verða heim flugleiðis frá þessum ströndum," sagði Stanley Baldwin, er hann svaraði árásar- ræðu Winston Churchills. En í sama mund varaði hann við þeirri „ástæðulausu skoðun, að vígbún- aður Þjóðverja væri úr hófi fram.“ Hið sama sagði nánasti ráðunautur MacDonalds, Londonderry mark- greifi. Allan þennan tíma reyndi stjórn- in á margskonar lund, að telja mönnum trú um, að unt væri að ná samkomulagi við Þýskaland nazista innan stundar. Áður en afvopnun- arráðstefnan sálaðist við lítinn orð- stír var bretskum almenningi tjáð, að hún væri tækið, er mundi koma vitinu fyrir Hitler. En í rauninni höguðu íhaldsmenn sér svo, að lík- ast var sem „aðalmarkmið afvopn- unarráðstefnunnar væri að löghelga vígbúnað Þýskalands, eins og Hugh Dalton, síðar ráðherra í stjórn Churchills, hefir komist að orði.“ 1. maí í Glerárþorpi. í viðbót við frá- sögn í síðasta tbl., af kvöldskemtuninni í Glerárþorpi, skal þess getið, að Krist- ján Einarsson frá Djúpalæk las upp, og Kirkjukór Glæsibæjarhrepps söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, % S j úkrahússmálið. Framhald af 3. síðu. Þórunnarstrætis en norðan Vestur- götu, að stærð ca. 2.5 hektarar. Þessi nýja tillaga Framsóknar var til umræðu á fundi bæjarstjórnar sl. miðvikudag, og fylgdi henni greinargerð og svokölluð áætlun. (Þeir, sem vita um hin mýmörgu dæmi á mismun þeim, sem er á áætlunum og raunverulegum bygg- ingakostnaði, eru steinhættir að taka slíkar áætlanir alvarlega, svo maður nú ekki tali um, þegar áætl- anir eru í áróðursskyni). Einu rök- in, sem fylgdu, sem nokkurs eru virði, eru þau, að unt væri með þessu móti að fá lóð sem væri stærri en lóð gamla spítalans. í greinargerð nefndarinnar er hinsvegar ekkert tekið tillit til þeirra kosta, sem fylgja því að byggja nýja spítalann á lóð gamla sjúkrahússins. Nú er svo ráð fyrir gert, að gilið sunnan sjúkrahússlóð- arinnar verði prýtt með allskonar gróðri. Auk þess að það gæti þá orðið mjög fallegur staður, er öll- um, sem kunnugir eru staðháttum, vel ljóst, að þarna gætu þeir sjúkl- ingar ,er þyldu og þörfnuðust úti- vistar, fengið hið ákjósanlegasta skjól mót sól. Fram. hjá þessu atriði gengur bygginganefndin alveg. Hún vill endilega hafa sjúklingana þar sem mest næðir um þá, þar sem ekkert skjól er að fá. Auk þess upp- lýsti bæjarstjóri á síðasta fundi bæj- arstjórnar, að komið hefði til tals að byggja flugvöll suður af spenni- breytistöðinni fyrir ofan bæinn, eða rétt hjá þeim stað, sem byggingar- nefndin vill reisa spítalann. En jafnvel þó svo færi, að ekki yrði horfið að því ráði, að byggja flug- völl þarna, þá eru miklar líkur fyr- ir því, að ekki líði á löngu áður en búið yrði að byggja íbúðarhús í kringum spítalann. Ef við lítum til baka til ársins 1900 getum við má- ske gert okkur í hugarlund hvað bærinn þenst út næstu 44 árin. Með því að byggja spítalann, þar sem bæjarstjórnin hefir samþykt, er að vísu ekki.hægt að segja, að hann sé utan bæjarins, en að vissu leyti má þó segja, að hann sé það. Fyrir sunnan lóðina er djúpt og breitt gil, sem á að rækta og prýða. Fyrir neðan lóðina er brött brekka og langt niður að húsunum við Hafnarstræti, en ekki gert ráð fyrir að leyft verði að byggja aftur, þar sem hús Stgr. Matthíassonar og Helga Pálssonar standa nú. Fyrir ofan gamla spítalann er svo hátt upp á brekkubrúnina, að þess myndi ekki gæta mikið frá spítalan- um þó hús yrðu bygð uppi á brekkubrúninni, enda ekki knýj- andi nauðsyn á því að leyfa bygg- ingar þar. Eg leiddi athygli að því á bæjar- stjórnarfundinum 6. mars, að til- laga Stefáns Árnasonar, sem fram kom á síðustu stundu, eftir margra ára tíma til að kbma slíkri tillögu á framfæri, — murtdi fela í sér þá hættu að langur tími gæti farið í deilur um, hvar heppilegast — frá öllum hliðum skoðað — yrði að byggja spítalann. Það gæti t. d. ver- ið alveg eins heppilegt að byggja hann utan við Glerá eða nálægt Staðarhóli eins og á Boga-túni. Sósíalistafélag Akureyrar heldur fund í Verklýðshúsinu sunnudaginn 13. maí kl. 3.30 e. h. FUNDAREFNI: 1. \imiskonar félagsmál. 2. Ályktanir síðasta flokksþings. STJÓRNIN. Tilkynning til útgerðarmanna frá Sí Idarverksmið jum ríkisins Þeir útgerðarmenn, sem óska að selja Síldar- verksmiðjum ríkisins afla síldveiðiskipa sinna í sumar, eða leggja aflann inn til vinnslu, tilkynni verksmiðjunum þátttöku fyrir 15. maí næstk. — Er mönnum fastlega ráðlagt að senda umsóknir innan tilskilins frests, þar sem búast má við, að ekki verði hægt að taka við síld af þeim, sem ekki hafa sótt fyrir 15. maí, og samningsbundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um viðskipti. Samningar hafa verið gerðir um sölu allra af- urða verksmiðjanna á sumri komandi fyrir sama verð og síðastliðið ár. Þegar kunnugt er um þátttöku, verður hráefnis- verðið ákveðið og tekin ákvörðun um rekstur verk- smiðjanna. < > < > < > <$> Síldarverksmiðjur ríkisins. CHKHKHKHKKHKHKHKHKHKKHKHíiKHKKHKHKHKKKHKKHíiKKHKHKHKHWHKHKHS Sjómannadagurinn 3. júní 1945 Þau félög og einstaklingar, sem taka ætla þátt í íþrótt- um dagsins, vinsamlegast tilkynnið það hið allra fyrsta. Sjómannadagsráðið. lí<H><Hí$-$tKHKHKHKHKÍð-$tKBKHíiKHKHí<HKKHí<Hí>KKHKíttiKHKHKKH>g<Hí)íCHíC Reynslan'hefir nú staðfest að ótti minn var á rökum reistur. Rúmir tveir mánuðir eru nú liðnir frá þvi að bæjarstjórnin samþykti með samhljóða atkvæðum að byggja nýja spítalann á lóð gamla spítal- Og bráðum eru liðnir tveir ans. mánuðir síðan bygginganefndin var kjörin, án þess að hún hafi hirt um að sinna því verki, sem hún óumdeilanlega — eins og aðrar samskonar bygginganefndir átti að leysa af hendi. Framsókn getur því með sanni sagt, að hún hafi fram að þessu áorkað eins miklu hvað snertir byggingu nýja spítalans eins og í hafnarmannvirkjamálinu á Tang- anum. Ódauðleg yrði hún þó, ef henni auðnaðist að fá spítalann settan við hliðina á flugvelli, því tæplega mun hún fá því til leiðar komið, að hætt verði við byggingu spítalans sökum þess að útlit er nú fyrir að hann kosti 4—5 miljónir ef ekki meir. Jakob Ámason. Drengja föt Drengja samfestingar Drengja smekkbuxur Drengja stormblússur iDrengja r'egnkápur Drengja sportskyrtur Drengja húfur o. m. fl. af fatnaði á börn. Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson. I *»»###########################*,**+'*#*»i fm t I Á

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.