Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.05.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 19.05.1945, Blaðsíða 1
vERKHmflffliRinn XXVIII. árg. Laugardaginn 19. maí 1945. 19. tbl. AÍmenn fjársöfnun um land alll aí lilhlutun ríkisstjórnarinnar 11! hjálpar NorSmönnum og Dönum Safnast hefir þegar um 1 miljón kr. 9 manna nefnd annast fjársöfnunina hér á Akureyri. Síðastliðinn laugardag gaf ríkis- stjórnin út svofelt ávarp: „Undanfarna daga hafa íslend- ingar fagnað því, að bræðraþjóð- irnar í Danmörku og Noregi . hafa endurhdimt frelsi sitt. Rík- isstjórnin hefir ákveðið að minn- ast þessara gleðitíðinda með því að beita sér fyrir skyndifjársöfn- un í því skyni að styrkja bágstatt fólk í þessum löndum. Eir ætlun- in að senda matvörur og klæðnað till Noregs og Danmerkur. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að útvega skip tíl þessara flutn- inga. Söfnunin stendur aðeins yf- ir í tvær vikur eða til laugardags- ins 26. maí. Rikisstjórnin hefir skipað fimm manna nefnd tiil að annast framkvæmd málsins. I nefndinni diga þessir menn sæti: Gunlaugur E. Briem, formaður, Birgir Thorlacius, Bjarna Guð- mundsson, Henrik Sv. Björns- son, og Torfi Jóhannsson. Mun nefndin tilkynna almenndngi allt, er varðar tilhögun söfnunar- innar. Ríkisstjórnin skorar á aMa íslendinga, að verða fljótt og vel viið tilmælum hennar um fjár- framlög." I tilefni af þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar k'omu nokkrir menn saman á fund í bæjarstjórn- arsalnum sl. þriðjudag til þess að íhuga hvernig hagfeldast væri að haga söfnuninni hér í bænum. Var samþykt að skipa 9 manna nefnd frá ýmsum félagssamtökum bæjar- ins til þess að annast aðalfram- kvæmdir í þessu efni og hefir blað- inu borist eftirfarandi ávarp frá nefndinni: / að þeir gefi sem svarar minst ein daglaun í söfnunina. Iðnverkafólk- ið í Iðunn hefir þegar gefið sem svarar eins dags launum og afhcnt póstafgreiðslunni hér, sem tekur á móti söfnunarfé. Áríðandi er að menn bregðist mjög fljótt við, því öllum mun skiljast, að hinu nauðstakka fólki í Noregi og Danmörku er brýn þörf á því, að fá hjálpina sem ajlra fyrst. Mun ríkisstjórnin gera alt sem í hennar váldi stendur til þess að peningagjafirnar, fatnaður og mat- væli verði sent eins fljótt til Noregs og Danmerkur og auðið er. Akureyringar! Takið allir þátt í þessu drengskaparstarfi. Takið skát- unum vel, er þeir heimsækja ykkur í -þessu skyni næstk. miðvikudag og fimtudag. Hafið gjafirnar tilbúnar, svo för þeirra gangi sem greiðlegast. STEINDOR SIGURÐSSON rithöf undur les upp úr nýrri ljóðabók sinni, „Mansöngvar og minningar", í Nýja-Bíó kl. 1.30 e. h. á annan í hvítasunnu. Meðal þess sem Stein- dór les upp er Óður eins dags (flokkur íslandsljóða frá 17. júní sl.), Söngvar Hassans (einskonar ævintýraljóðabálkur) og svo ýmis- konar smærri kvæði og mansöngva. Steindór Sigurðsson hefir lagt stund á nám erlendis í framsögn og hefir getið sér góðan orðstír á því sviði. Þegar fyrsta ljóðabók hans kom út vakti hún mjög mikla athygli meðal dómbærra manna í þeirri grein og nú mun mörgum vera for- vitni á að kynnast því hversu hin nýja ljóðabók Steindórs er, en hún kemur væntanlega út í sumar. ,,Rök" Framsóknar í spítalamálinu Akureyringar bregðisl skjóít og vel víð! Við undirrituð, sem kvödd höfum verið í nefnd til að annast framkvæmdir við skyndif jársöfn- un fil bágstaddra Dana og Norð- manna, sem ríkisstjórnin gengst fyrir, beinum þeimi áskorun til Akureyringa að bregðast vel við, þegar til þeirra verður leitað af starfsliði fjársöfnunarinnar. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um það, hver þörf er fyrir fé það, er safnast kann, og þótt skerfur vor fslendinga hrökkvi skammt, er hann vitni um það hugarþöl, er vér berum tlil hinna norrænu frændþjóða vorra. Akuareyringar hafa sýnt það fyrr, að þeir lláta ekki sinn hlut eftir liggja, þegar hjálpar þeirra er íléitað, og væntum við þess, að svo verði enn. Veátt verður mót- taka bæði peningum og fatnaði, helzt nýjum. Okkur er kunnugt, að ýmsir starfsmenn hafa þegar heitíð upphæð, er svarar launum dins vinnudags, og vonum við að fleiri muni eftir fara. Fyrirkomulag söfnunarinnar verður með þeim hætti, að miðvikudag og fimmtudag 23. og 24. maí næstk. munu skátar fara í hvert hús í bænum og safna því, er menn vilja af mörkum láta. Fara þeir á miðvikudags- kvöldið um innbæinn út að Grófargili, en á fimmtu- dagskvöldið um útbæinn. Auk þess veitir pósthúsið sam- skotum viðtöku daglega. Akureyringar! Sýnlið örlæti yð- ar og bróðurþel til frændþjóð- anna og taki vel erindi skátanna. Steitm Steinsen, form. nefndarinnar. Brynja Hlíðar, skátaforingi. Guðmundur Karl Pétursson, frá RauSa krossi Akureyrar. Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir. Jón In&imarsson, frá Fulltrúaráði verklýðsfélaganna. Jónína Steinþórsdóttir, frá Kvenfélag- inu „Hlíf". Laufey Jóhannsdóttir, frá Kvenfélag- inu „Framtíðin". Steindór Steindórsson, frá Norræna félaginu. Tryéivi Þorsteinsson, skátaforingi. Blaðið hvetur lesendur sína alveg sérstaklega að leggja fram fé til þessarar söfnunar, hver eftir sinni getu. Undirtektir þær, sem söfnun- in hefir fengið virðast vera mjög góðar og höfðu landssöfnunar- nefndinni alls borist um 1 milj. kr. er síðast fréttist. Alþýðusamband íslands hefir beint þeim tilmælum til launþega, Spítalamálið er nú komið í fok- dreifadálk „Dags", bendir það til þess að Framsóknarforingjarnir ætli sér að gera þetta mál að sápu- kúlu eins og hafnargarðsmálið. í Fokdreifaskrifunum eru rök'in fá- tækleg í þessu máli eins, og við var að búast. Því er m. a. haldið fram, að „Dagur" hafi skrifað meira um þetta mál en „Verkam.". Satt er það. En var það ekki líka svo í hafnar- garðsmálinu, að „Dagur" birti lang- ar og margar greinar um málið og meira að segja með 4 dálka fyrir- sögn á 1. síðu. En eg spyr: Hvar eru hin miklu hafnarmannvirki, sem „Dagur" sagði að væri „lífsnauð- syn, ekki aðeins fyrir Akureyri, heldur alt Norðurland" að byggja og það ,,án frekari tafar"t eins og blaðið sagði. „Dagur" segir: „í grein sinni gengur ritstj. fram hjá öllu því er máli skiftir og réði afstöðu þessara þriggja nefndarmanna (þ. e. Stefáns Árnasonar, Jakobs Frímannssonar og Óskars Gíslasonar. Aths. „Vm."). Þeim var ljóst, er þeir athuguðu þau gögn, er fyrir lágu, að ekki var hægt og ekki er hægt, að koma sjúkrahúsinu fyrir á þeirri spildu, (Framhald á 4. síðu). ÁVARP Stórkostlegur sigur vinstri flpkkanna í Frakklandi Bæjar- og sveitastjórnarkosning- arnar í Frakklandi eru nú um garð gengnar. Útvarpið hefir að mestu leyti forðast að greina frá úrslitun- um. En þær tölur, sem það hefir þó birt, sýna að kommúnistar og sósíal- istar hafa stóraukið fylgi sitt. Fengu kommúnistar eða sósíalistar, eða báðir þessir flokkar í samein- ingu, meirihluta í 468 kjördæmum, en fyrir stríðið höfðu þeir meiri- hluta í 239 kjördæmum. íhalds- menn fengu meirihluta í 110 kjör- dæmum. Að tilblutan ríkisstjórnar fslands, er um alt land hafin fjársöfnun til styrktar bágstöddum Norðmönnum og Dönum, í tilefni af því vtill ful- trúaráð verklýðsfélaganna á Akur- eyri beina þeirri einlægu áskoruu til allra vinnandi manna hér í bæ, að þeir styrki eftir getu fjársöfnun- ina t. d. með eins dags launum sín- um. Næstkomandi miðviikudag og fimtudag fara skátar um bæinn til þess að safna því er menn vilja af mörkum láta. Það er nauðsyniegt að gjafirnar séu til og við hendina er skátarnir koma. Verum samtaka um að gera það sem við getum til þess að söfnunin verði myndarleg og Akureyringum til sóma. Stjórn fulltrúaráðs verklýðsfél. VeiJkföll í Frakklandi Fyrir nokkru hófu verkamenn í kolanámum Frakklands verkföll, og eru þau nú óðum að breiðast út, m. a. eru verkföll í iðnaðarborginni Lyon og í gær lögðu tugir þúsunda opinberra starfsmanna niður vinnu. Verkföllin eru háð í mót- mælaskyni við kaupgjaldstilskipun ríkisstjórnarinnar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.