Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.06.1945, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 02.06.1945, Qupperneq 1
XXVIII. árg. Laugardaginn 2. júní 1945. 21. tbl. Fjölbreytt hátíðahöld sjómanna á morgun StofnaS útgerðarfélag á Akureyri. Félagið getu þó ekki tekið til starfa nema meira hlutafé fáist. Kappróður milli átta skipshafna á Pollinum í kvöld. Sjómanandagurinn er á morgun. Verður han haldinn hátíðlegur um allt land með margskonar skemmt- unum, eins og venja er til. Sjómenn hér á Akureyri efna til fjölþættra hátíðahalda í tilefni dagsins. í kvöld fer fram kappróð- ur átta skipshafna og verður keppt í 1000 metra róðri, milli Höpfners- bryggju og Ytri-Torfunefsbyrggju. Á morgun hefjast svo hátíðahöldin kl. 10 að morgni og fara þá sjó- menn hópgöngu frá höfninni um bæinn og til kirkju. Þar verður flutt sjómannamessa. Kl. 1.30 e. h. verður sýnt björg- unarstarf á Pollinum, og er það með þeirn hætti að skotið verður björgunarlínu fram í skip og skips- menn síðan dregnir í land í björg- unarstól. Fimleikasýning ísfirzku stúlknanna Kl. 2.30 verður sundsýning við sundlaugina. Sýnd verða ýms sund. Kl. 5 verður háð knattspyrna á .Þórs-velli milli Vélstjórafél. Ak. og Sjómannafél. Ak. Þá keppa þessi félög og einnig Skipstjórafélagið í reiptogi. Sjómannadagsblaðið og merki dagsins verða seld á götunum og ennfremur happdrættismiðar fyrir björgunarskútu Norðurlands. -- Vinningurinn er Ibókaskápur með 300 völdum bókum í. — í sambandi við kappróðurinn í kvöld verður starfræktur veðbanki. Eins og bæjarbúum er kunnugt, hefir verið unnið að því undanfar- ið, að koma á fót útgerðarfélagi hér í bænum. Er málið nú komið á þann rekspöl, að sl. laugardags- kvöld var haldinn stofnfupdur fé- lagsins. Fundurin nsamþykti stofn- samning, og var hann undirskrifað- ur af fundarmönnum. Var félaginu gefið nafnið: Útgerðarfélag Akur- eyrar h.f. — Þá voru einnig sam- þykt lög fyrir félagið og kosin bráðabirgðastjórn. Þessir nrenn voru kosnir í stjórnina: Helgi Páls- son, Gunnar Larsen, Steingr. Aðal- steinsson, Jón E. Sigurðsson og Nýbyggingarlramkvæmdir á Skagaströnd Síldarverksmiðja reist þar í sumar. Flokkur stúlkna úr Gagnfræða- skóla Isafjarðar sýndi fimleika, í Samkomuhúsi bæjarins, sl. mánu- dagskvöld, undir stjórn Maríu Gunnairsdóttur. * Flokkurinn vakti þegar í upp- hafi aðdáun áhorfenda með skemti- legri ,,píramída“-uppstillingu, og sú aðdáun hélst síðan sýninguna út — enda má fullyrða, að sýningin hafi verið mjög góð, og flokknum og kennara hans til mikils sóma. Það, sem einkum einkennir flokk- inn, er stílfegurð og agi. Er auðséð, að kennarinn hefir lagt mikla alúð við þjálfun hans og fengið hvern einstakling til að leggja sig allan fram — en aðeins með því móti næst verulegur árangur á sviði íþróttanna. Vonandi eykur sýningin á metn- að akureyrsks æskulýðs um það, að vera ekki eftirbátur annara um fagrar íþróttir. Sýningin var endurtekin sl. fimtudagskvöld. íþróttafélaéið Þór á 30 ára afmæli í næstu viku og efnir þá félagið til íþróttamóts í tilefni afmælisins og taka 4 íþróttafélög þátt í mótinu. Verður þar keppt í sundi, hlaupi, knattleikjum, frjálsum íþróttum o. fl. Mótið verður sett 6. júní og stendur til 10. júní. Út- hlutað verður verðlaunum fyrir íþrótta- afrek á mótinu. Stefarto Islandi er væntanlegur hingað til lands frá Kaupmannahöfn með næstu flugferðum. Ætlar Stefano að syngja í Reykjavxk og víðar, en að því búnu mun hann fara söngför til Ameríku. Sjávarþorpið Skagaströnd, við austanverðan Húnaflóa, hefir verið í talsverðum vexti hin síðustu ár. Höfn var þar allgóð af náttúrunn- ar hendi og sú besta þeim megin flóans. Smábátaútgerð hefir líka verið stunduð þar til langs tíma, þótt í smáum stíl sé og síldarsöltun hefir verið þar nokkur undanfarin sumur. Landið umhverfis þorpið er grösugt og vel fallið til framræslu og ræktunar, enda hafa þorpsbúar allir stundað landbúnað með sjó- sókninni. Hafnargarður var reistur á Skagaströnd fyrir nokkrum árum og bætir það útgerðarmöguleikana að miklum mun. Flestum, sem kom- ið hafa til Skagastrandar, mun þykja þar viðkunnanlegt sakir legu staðarins, skjóllegrar hafnar og hins mikla graslendis í kringum þorpið. Um miðjan apríl sl. tók Nýbygg- ingarráð sér ferð á hendur norður til Skagastrandar, athugaði staðinn og gerði nokkrar áætlanir um ný- byggingarframkvæmdir þar á næst- unni, sérstaklega byggingu síldar- verksmiðju þeirrar, er Alþingi sam- þykti að reist skyldi þar. Ennfrem- ur voru athugaðir ræktunarmögu- leikar á landi því, sem ríkið keypti þar að tilhlutun Nýbyggingarráðs. Virtist ráðinu og þeim, sern með því voru í förinni, sem tilvalið mundi að gera Skagaströnd að vist- legum og lífvænlegum bæ, bæði á sviði útgerðar og ræktunar og taldi tímabært að hefja þegar byggingu síldarverksmiðju þar. Framkvæmd- ir eru nú í þann veg að hefjast og hefir Almenna byggingafélaginu h.f. verið falið að sjá um byggingu verksmiÁjunnar fyrir hönd ríkisins. Strengjasveit Tónlistarfél. í Reykjavík kemur hingað 8. júní. Strengjasveit Tónlistarfél. Rvík- ur kemurhingað hinn 8. júní n. k., á vegum Tónlistarfélags Akureyrar og mun halda hér að minnsta kosti 2 hljómleika. Hinn fyrri verður 9. júní í Samkomuhúsi bæjarins og eingöngu fyrir styrktarmeðlimi fé- lagsins og gesti og gilda þá þeir að- göngumiðar er félagarnir hafa þeg- ar fengið senda fyrir nokkru. Viðfangsefnin verða eftir Mo- zart, Haydn, Robert Fuchs og Cecil Armstrong Gibbs, en hann er breskt nútímatónskáld og verður farið með konsert fyrir píanó og strengjasveit, eftir hann. Leikur dr. Urbantschitsch einleikinn á flygel og stjórnar jafnframt strengjasveit- inni þaðan. Síðari hljómleikarnir verða sennilega í Nýja Bíó og aðgangur seldur hverjum sem æskir meðan húsrúm leyfir. Viðfangsefni norræn tónlist eftir'Edvard Grieg, Jan Si- belius, Kurt Atterberg og íslend- ingana Helga Pálsson, Karl O. Runólfsson, Pál ísólfsson og Pál K. Pálsson. Mun þá ungfrú Ingibjörg (Framhald á 4. síðu). Guðmundur Guðmundsson, skip- stjóri. Þó er ekki að svo komnu hægt að skrásetja félagið og hefja starf þess, því enn er ekki tilskilið hlutafé fengið. Hefir verið ótrúleg tregða og smámunaskapur hjá peninga- mönnum bæjarins til að taka hluti í félaginu. Má heita að allir hlutir einstaklinga séu smáir — aðeins einn maður hefir lofað 10 þús. krónum og örfáir eru með 5 þús. króna hluti. Samt vantar nú ekki nema herslu- muninn til þess að hægt sé að full- stofna félagið, og vinnur bráða- birgðastjórnin að því að útvega það hultafé, sem til vantar. Geta þeir, sem vilja taka hluti í félaginu, snúið sér til einhvers fyrgreindra stjórnarmanna. Þegar fengið er tilskilið hlutafé, verður boðað að nýju til fundar í félaginu og gengið endanlega frá stofnun þess. Verður þá kosin fyrsta ,,forretnings“-stjórn félagsins og endurskoðendur og farið að ræða og taka ákvarðanir um starfsemi félagsins, og þá fyrst og fremst hverskonar skip skuli fengin handa félaginu og með hverjum hætti. Er því nauðsynlegt, að menn bregði fljótt við að lofa því hlutafé, sem til vantar, svo hægt sé að hefja undir- búning til starfsemi félagsins. Kappreiðar Léttis Hestamannafélagið „Léttir“ efndi til kappreiða á skeiðvelli félagsins sl. sunnudag. Reyndir voru 22 hest- ar, þar af 10 í folahlaupi (250 m.), 8 á 300 m. stökkspretti og 4 á 350 m. stökkfæri. I folahlaupinu urðu þessi úrslit: 1. Bóatír, 6 vetra, tími 21.5 sek. — Eigandi Gunnbjörn Arnljótsson, Ak., og var hann sjálfur knapi. 2. Hrani, 6 vetra, tími 21.5 sek. — Eigandi BjöriT*Halldórsson, Ak., knapi var Ragnar Jónsson. 3. Neisti, 4 vetra, tími 21.7 sek. — Eigandi Alfreð Arnljótsson, Ak., og var hann sjálfur knapi. — í undirbúningskeppninni náði Neisti bestum tíma, 21.3 sek. Á 300 m. stökkspretti urðu þessi úrsliit: 1. Stjarni, 8 vetra, tími 25 sek. — Eigandi Þorvaldur Pétursson, Ak., og var hann einnig knapi. 2. Hremsa, 10 vetra, tími 25.1 sek. — Eigandi María Guðmunds- (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.