Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.06.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 02.06.1945, Blaðsíða 2
Illur á sér ills von Strax, þegar Framsóknarflokkur- inn var kominn í andstöðu við ríkisstjórnina, fór að verða vart mikillar hræðslu hjá flokksbrodd- unum og hafa sumir þeirra farið all kátlegum hamförum síðan, bæði í ræðu og riti. Hermann og Ey- steinn þutu strax eftir stjórnar- skiptin, út um allt land og reyndu að bera í bætiflákann fyrir Fram- sókn og rægja núverandi ríkisstjórn í eyru almennings. Þeir félagar munu þá fljótlega hafa orðið þess varir, að stefna þeirra og Fram- sóknarflokksins, var fyrirlitin af meginþorra þjóðaripnar, sem sé nauðsyn þess að sjörnmálaflokk- arnir störfuðu saman og hafist væri handa um stórfelldar framkvæmdir á sviði atvinumála. íhaldsstefna Framsóknar fékk lítinn hljóm- grunn með þjóðinni og almennt litrð svo á að foringjarnir, Her- mann og Eysteinn, hefðu viljað skjóta sér undan ábyrgð og afleið- ingum þeirrar stefnu, sem V. Þór- stjómin sæla, markaði í búnaðar- háttum þjóðarinnar. Það er því engin furða, þótt „Framsóknar- hetjurnar" séu felmtri slegnar um þessar mundir og látæði þeirra margbreytrlegt. Hermann og Ey- steinn eru nú enn lagðir upp í fyrirlestrarferð kringum landið, en varla er við að búast, að áheyrend- ur verði maTgir eða nuddið þeirra tekið alvaTlega, þar sem flestir munu telja sig hafa heyrt nóg úr því hominu. „Tíminn“ og „Dagur“ halda einnig áfram sínu móðursjúka hræðlsurugli og kernur það alltaf skýrt fram í skrifum þeirra, að ilur á sér jafnan ills von. Síðasti „Dagur“ ruglar heilmikið um, að stjómarflokkarnir munu hugsa til þess, að hreinsa til á ýms- um opinberum stöðum og flæma Framsóknarmenn frá störfum þar. Ekki hefir ríkisstjórnin ennþá „plan-lagt“ neitt um þetta svo vi að sé. en eftir skrifum „Dags ' að dæma neyðist maður til að álíta, að Fram- sóknarmenn séu sjálfir þeirrar skoðunar að „hreinsunar" þurfi við og eitthvað gruggugt geti komið í ljós í gömlu Framsóknarhreiðrun- um, verði farið að rpta þar til ,og skal þeim ekki láð sú hræðsla, þar sem vitað er um svo margt misjafnt í stjómarsögu Framsókflarflokksins. í nær tuttugu ár var Framsóknar- flokkurinn ráðamesti flokkurinn í ríkisstjóm og allan þann tíma beitti hann andstæðinga sína misk- unnarlausri va+dasvipu. Menn voru flæmdir frá opinberum störf- um vegna annara stjórnmálaskoð- ana en „Jónas-istar“. Embættisveit- ingar voru flestar, gerðar að póli- tískum verslunarmálum. Innflutn- ings- og gjaldeyrisieyfi voru veitt með flokkshagsmuni fyrir augum. Framsóknar-kjördæmi og einstakar „Framsóknar-sveitir" fengu vegi og síma, önnur alls ekki, og svo mætti lengi telja. Það er þess vegna ekki furða, þótt þeir menn, sem þannig stjórnuðu landinu eftir pólitískum „formúlum" um margra ára skeið, séu hræddir við að þeir sjálfir verði beittir sömu tökunum, þegar þeir hafa mist þá aðstöðu, sem þeir höfðu til að misbeita valdi sínu. Það er heldur ekki undarlegt þótt andstæðingar Framsóknar treysti sumum valdamiklum Framsóknar- mönnum mátulega vel nú, eftir allt sem á undan er gengið. Framsókn- arflokkurinn hefir lýst sig andvíðan nýsköpunarstefnu núverandi ríkis- stjórnar og hví skyldi ekki einnig mega ætla að fjandskaparins gæti líka í störfum sumra Framsóknar- manna, sem fara með mikilvæg störf fyrir stjórnina í dag. Að ósekju skal það ekki fullyrt og að ósekju verða þeir ekki látnir gjalda þess, að þeir eru Framsóknarmenn, en „Dagur“ og „Tíminn" eru hræddir við sína eigin menn og eru á nálum um, að eitthvað ósæmilegt kornust upp um þá. Lítið sýnishorn af áróðursaöferð »útbreiðslu og fræðslustjóra« K. E. A. Nú í styrjaldarlokin, þegar „Bandalagið gegn bolchvismanum" er komið í mola, virðist útbreiðslu- og fræðslustjóri K.E.A., sem jafn- framt er ritstjóri, að málgagni póli- tísks flokks, vera búinn að fá „kommúnistahræðsluna“ alvarlega á heilann. í hverju einasta tölubl. „Dags“ er nú upp fullt af svívirðingum og lygum um sósíalista, bæði innan- lands og utan, og engu líkara en íslenzkir bændur — því blaðið er kallað málgagn þeirra — hefðu nú engu brýnna viðfangsefni að sinna en að standa í styrjöld við Sovét- ríkin og sósíalista hvar sem þeir finnast. Til gamans — og til þess að sýna hversu „fræðslustjórinn“ er vandur að virðingu sinni — skulu hér dregnar upp á band aðeins fáar perlur úr lýsingu hans á íslenzkum sósíalistum, eins og hún birtist í „Degi“ að undanförnu. Samkvæmt því eru íslenzku sósíalistarnir.: . . . haldnir brjálæðiskendri per- sónudýrkun, þegar valdhafar Rúss- lands eiga í hlut“.* Eru „ . . . ósjálf- ráðir gjörða sinna og ráða ekki heldur ýfir sinni eigin hugarstefnu, .... eru óábyrgir sjúklingar í and- legu skrúfstykki Stalins.“ — Eru andlega skyldir mönnum, sem „ær- ast og úthverfast .... hamast froðufellandi og ranghvolfa augun- um . . . .“ þegar þeir flytja mál sitt. Einnig „ganga þeir úr mannlegum ham á mannfundum, trylllast og ausa ókvæðisorðum .......“ Sömu- leiðis yrðu þeir „fúsir til að gerast Quislingar á íslandi . . . . “ Þannig, og upp aftur og aftur í þessum „dúr“, er lýsing „fræðslu- stjórans" á pólitískum flokki, sem hefir einn fimmta af þingmönnum þjóðarinnar, á fulltrúa í stjórn rík- isins og fjölda fulltrúa í bæja- og sveitast jórnum. „Fræðslustjórinn" getur að sjálf- * Allar leturbr. hér. sögðu svarið af sér allan nazisma, eins og honum sýnist. En allir skyni bornir menn vita, að þetta er áróð- ursaðferðin, sem beitt var í Þýzka- landi við uppeldi Hitler-æskunn- ar — með þeim árangri, að nú, eftir fall nazismans, ræða menn um það, hvort hægt muni að gera þessa vesalinga að menskum mönnum aftur. »Með sól og sumri« I vor var gerð stjórnarbylting í Alþýðuflokksfélagi Akureyrar. - Mun hafa þótt, að Erlingur og Halldór væru orðnir svo einangrað- ir frá alþýðu bæjarins, að ekki væri lengur við þá hlítandi — en reyn- andi að fá nýja menn til forystunn- ar. Hinn nýskipaði bæjarfógeti og fleiri fínir menn gengu í félagið - og „Alþýðum." var stækkaður um helming, og er nú gefinn út á veg- um félagsins. Gefin var út ný „starfsskrá" og „öllum frjálshyggj- andi körlum og konum“ boðið í fylgd Alþýðuflokksins hér „með sól og sumri“. Ýmsir munu, af þessu tilefni, hafa vænst straumhvarfa í starfi Al- þýðuflokksins hér — þamnig, að hatrið og fordómarnir á sósíalistum yrði ekki áfram látið stjórna at- höfnunum. En engin slík straum- hvörf hafa orðið. — Eina breyting- in, sem sjáanleg er á „Alþýðumann- inum“, eftir að hann varð málgagn félagsins, er sú, að nú er nokkuð af níðinu um sósíalista undirritað dul- merkjum — og vegna aukins rúms — meira lapið upp úr öðrum sorp- blöðum — nú síðast geðveikisþrugl Jónas Guðmundssonar, upp úr „Ingólfi". Hinn „endurreisti" „Alþýðufl." hér er auðvitað sjálfráður að sínum bardagaaðferðum. En nokkuð virð- (Framhald á 3. síðu). Mitt innilegasta hjartans þakklæti votta eg öllum, sem veittu mér hjálp og sýndu samúð við andlát og jarð- arför sonar míns, NJÁLS JÓHANNESSONAR, er lést 19. þ. m. — Sérstakar þakkir færi eg stúkufélögum af Akureyri og Kvenfélaginu „Baldursbrá“. — Eg bið góðan guð að launa ykkur öllum ykkar miklu h jálp og styrk. Sigríður Erlendsdóttir. Nær og f jær Mikið er sífellt rætt og ritað um þrifnað á ýmsum sviðum með þjóð vorri og yfirleitt vilja íslendingar láta telja sig jafningja annarra menningarþjóða hvað þrifnað áhrærir og þola líka þann jöfn- uð í mörgum tilfellum. En nokkuð hef- ur einnig verið gert til þess að breiða yfir svörtu blettina og stundum ráðizt harkalega að þeim mönnum, sem bent hafa á veilurnar og viljað uppræta sóða- skapinn. Okkur hefur þó sannarlega ekki veitt af að hróflað væri við ýmsu ósæmi- legu og óþriflegu, sem alitaf hefur lið- ist í okkar menningarlandi og líðst enn. Eg átti um daginn erindi upp á bið- stofur þeirra fjögurra lækna, sem lækn- ingastofur hafa við Ráðhústorg. Margt var þar um manninn eins og endranær og þeir fáu bekkir, sem ætlaðir eru gest- unum til að sitja á meðan þeir bíða, rúmuðu ekki nema lítinn hluta þeirra. Hinir urðu að ganga um gólf. Umræðu- efni manna á biðstofum snýst venjulega um breytileg efni, en að þessu sinni virt- ist athygli og umræður allra gestanna beinast að því sama — þ. e. óhreinind- unum og óþrifnaðinum, sem loðir þar við alla veggi og loft. Ekki veit ég hvað langt er síðan að hreingeming hefur farið þar fram, en eftir útlitinu nú að dæma, mætti ætía, að það hefði ekki verið hin síðustu ár. Þykkt ryklag hylur veggina svo skrifa má með fingrinum á þá hvar sem er, svo læsilegt verði úr mikilli fjarlægð. Gluggarúðumar eru ó- gegnsæar víðast hvar og rykfallið í gluggakistunum safnast í hauga. Á hurðunum eru upphleyptar skítrósir. Svona er umhorfs á fjölsótustu biðstofu bæjarins — biðstofu fjögurra lækna, sem vaka eiga yfir heilsu bæjarbúa og bæta þeim hvers kyns krankleika. Ekki getur farið hjá því, að hverjum sæmilega hreinlátum manni líði illa í návist þess sóðaskapar og verði á að hugsa margt um hreinlæti eins og það birtist við stofudyr þeirra, sem ættu fremur öðmm að gefa gott fordæmi hvað þrifnað og hreinlæti snertir. Eg vil því skora á fjórmenningana, sem hér eiga hlut að máli, að láta ekki dragast mikið lengur, að gera hreint fyrir sínum dyrum, því ella hljóta þeir hneisu af. Skálabúi á Gleráreyrum, hitti mig á götu fyrir skömmu og varð honum tíð- rætt um óhirðuna og óþrifnaðinn ofan til á Eyrunum, en þar em margir skálar, sem teknir hafa verið fyrir íbúðir, og allstór hópur barna, sem þar á heima, verður að leika sé innan um hroðann og draslið, sem setuliðið skildi eftir, og sem skapaðist þegar farið var að rífa skálana og flytja burtu. Þarna ægir saman allskyns óþverra, opnum salem- um, sorphaugum, glerbrotahrúgum, blikkdunkum, jámarusli o. fl. o. fl. Þetta er svo leikvöllur bamanna. Þessi maður sagði, að ógerningur væri að halda börn- unum hreinum, stundinni lengur, og oft þyrftu þau að hafa fataslcipti tvisvar og þrisvar á dag. Það er algerlega ófor- svaranlegt, að stjórn bæjarins skuli ekki láta þrífa þær lóðir, sem bærinn á þarna og fyrirskipa öðrum lóðaeigendum, að gera það sama. Þeir, sem leigja eða hafa keypt þarna skála til íbúðar og borga há lóðargjöld eiga heimtingu á að hreins- að sé til á hinum óbyggðu lóðum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.