Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.06.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 09.06.1945, Blaðsíða 1
* • ' XXVIII. árg. Laugardaginn 9. júní 1945 22. tbl. Sósíalisfar á Norðurlandi efna til Jóns- messuhátíðar í Yaglaskógi 24. júní n.k. Sósíalistafélögin á Norðurlandi standa að móti þessu og mun það verða fjölsótt af sósíalistum víðsvegar að úr fjórðungnum. Sósíalistafélag Akureyrar annast undir- búning mótsins og boðar til þess. Hernámsstjórn Bandamanna fekur form lega stjórn Þýzkalands í sínar hendur Á flokksþingi sósíalista sl. vetur var rætt um möguleika fyrir því að flokksdeildirnar í hverjum lands- fjórðungi efndu til fjórðungsmóta sameiginlega á komandi sumri. — Slík mót geta verið mjög gagnleg fyrir flokkinn í heild og'stuðlað að kynningu og samstarfi deildanna og einstakra félaga. Sósíalistafélagi Akureyrar var falið að hafa for- göngu fyrir slíku móti norðanlands og hefir það nú, í samráði við hinar deildirnar, ákveðið að mótið skuli háð í Vaglaskógi 24. júní næstk. (Jónsmessu). — Um tilhögun móts- ins, að öðru leyti, er enn eigi hægt að segja til fulls, þar sem ekki hefir enn verið gengið frá öllum dag- skrárliðum, en reynt verður að hafa dagskrána sem allra fjölbkeyttasta og skemtilegasta og vanda til alls efnis. Um þátttöku utan af landi er enn eigi vitað með vissu, en þó er kunnugt, að ’nokkrar einstakar flokksdeildir munu fjölmenna til mótsins. Hitt er og víst, að fjöldi einstaklinga úr alþýðustétt, til sjá- var og sveita, munu sækja mótið. í næsta blaði Verkam. verður væntanlega hægt að skýra nánar frá íþróttamót ÞÓRS í tilefni af 30 ára afmæli sínu heldur íþróttafél. Þór fjölbreytt íþróttamót, með þátttöku hinna félaganna í bænum. Mótið setti formaður félagsins/ Jónas Jónsson, á miðvikudags- kvöld. — Lúðrasveit Akureyrar lék og loks fór fram Oddeyrarboð- hlaupið. Kepptu þrjár 20 manna sveitir. Vegalengd alls 3700 metrar. 1. Sveit K. A. 2. Sveit f. M. A. ' 3. Sveit Þórs. Á fimtudagskvöld hélt mótið \ áfram. Þá var keppt í handknatt- leik karla. Sigraði K. A. Þór 7 : 1. í knattspyrnu II. fl. sigraði Þór K. A. 3 : 0. í langstökki urðu úrslit þessi: metr. 1. Ingvi B. Jakobss. í. M. A. 6.10 2. Magnús Guðjónsson K. A. 5.86 3. Marteinn Friðriksson K. A. 5.67 400 m. hlaup. Úrslit: 1. Bragi Friðrikss. í. M. A. 58.7 sek. 2. Mart. Friðrikss. K. A. 59.2 sek. 3. Ólafur Gunnarss. K. A. Þór 1 m. 2.1 sek, dagskrá mótsins, en það verður einnig auglýst í útvarpinu. Margt gestanna utan af landi mun koma hingað til bæjarins laugar- dagskvöldið fyrir hátíðina og mun Sósíalistafél. Akureyrar sjá þeim fyrir gistingu, sem æskja þess, en allur þorri manna utan af landi mun hafa með sér tjöld og halda til í skóginum. Sósíalistar! Gerið Jónsmessumót- ið í Vaglaskógi það fjölmennasta og skemtilegasta mót, sem þar hefir verið háð. Sósíalistafélögin á Suðurlandi og Æskulýðsfylkingin — félag ungra sósíalista — efna einnig til mikilla hátíðahalda á Þingvöllum þennan sama dag. STUTTAR FRÉTTIR Bonomi, forsætisráðherra á ftal- íu, hefir beðist lausnar, en ný stjórn hefir ekki verið mynduð enn. Ryti, fyrverandi Finnlandsforseti, hejir fengið lausn frá störfum sem bankastjóri Finnlandsbanka. m Pétur Benediktsson, sendiherra í Moskva, er lagður af stað í skyndi- ferð til Frakklands og Mið-Evrópu- landanna að tilhlutun ríkisstjórnar- innar. Samkomulag hefir náðst á ráð- stefnunni í San Fransisco um starfs- hætti hins Svonefnda öryggisráðs, en ágreiningur hafði verið um neit- unarvald þess. Hæstiréttur afhenti í fyrradag Sveini Björnssyni kjörbréf hans, þar sem Hæstiréttur lýsir því yfir að Sveinn Björnsson sé rétt kjörinn forseti íslands. Var hann einn í kjöri og því sjálfkjörinn. Eimskipafélag íslands hefir ákveð- ið að kaupa eða láta smíða 6 skip. Andlát. 1. þ. m. létst hér í bænum að heimili sínu, Brekkugötu 12, Jón Stefáns- son, fyrverandi ritstjóri. Hafði hann með höndum ritstjórn þriggja blaða hér í bæ, Gjallarhorns, Norðra og Norðurlands og var lengst af eigandi þeirra. Var hann maður prýðilega ritfær. Síðastliðinn þriðjudag undirrit- aði hernápisstjórn Bandamanna í Þýskalandi sameiginlega yfirlýs- ingu í 15 liðum uín hernám Þýska- lands. Yfirlýsingin var birt samtím- is í Moskvu, Washington, London og París. Með þessari yfirlýsingu taka Bandamenn yfirstjórn Þýskalands formlega í sínar hendur. hernámsstjórn Bandamanna eiga sæti Súkoff, Eisenhower, Montgomery og Tassigny. Þýskalandi verður skift niður í 4 hernámssvæði: Bretar hernema Norðv.-Þýskaland, Frakkar Vestur- Þýskaland, Bandaríkjamenn Suður- Þýskaland og Rússar Austur- Þýskaland. Berlín og útborgir hennar verða undir sameiginlegri stjórn Breta, Rússa, Frakka og Bandaríkjamanna og skipar hver þeirra herstjóra og hafa herstjórarnir stjórn borgarinn- ar sameiginlega á hendi. í yfirlýsingunni segir á þessa leið: Þar sem, á annan bóginn, hið þýzka herveldi er algerlega brotið á bak aftur og þýzka þjóðin getur á engan hátt lengur véitt hinum sigursælu ríkjum rrfótspyrnu og á hinn bóginn engin stjórn er lengur til í landinu, sem getur haldið röð og reglu, fela stjórnir Sovétríkj- anna, Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands fulltrúum sínum æðstu stjórn Þýzkalands þar til öðruvísi verður ákveðið. Meginmál yfirlýsingarinnar eru fyrirskipanir til þýzku þjóðarinnar um það hvernig henni beri að haga sér. Aðalinnihald þeirra er sem hér segir: Allar hernaðaraðgerðir gegn Bandamönnum innan og utan landamæra Þýzkalands hætti þegar í stað. Þýzki landherinn, flugherinn og sjóliðið, svo og stormsveitirnar, Ge- stapólögreglan og allar aðrar vopn- aðar sveitir til að halda uppi röð og reglu hverfi undir stjórn Banda- manna. Allar flugvélar í Þýzkalandi eða utan þess, verði fengnar í hendur Bandamön’num í því ástandi, sem þær eru nú í, svo og öll skip og kafbátar, hvort sem þau eru á sjó eða í viðgerð. Áhafnir skipanna séu um kyrrt í þeim, nema fulltrúi Bandamanna hafi gefið skipun um annað. Bandamönnum verði fengin í hendur, ef þeim sýnist svo bjóða, öll vopn og hergögn, öll samgöngu- tæki og útbreiðslutæki, allar víg- girðingar og virki, allar teikningar, juppdraettir og áætlanir, sem hafa hernaðargildi svo og öll iðnaðar- fyrirtæki og rannsóknarstofur, sem vinna að framleiðslu hergagna, í því ástandi, sem þau nú eru i. Bandamönnum verði látinn í té, ef þeim þykir þörf krefja, allur sá vinnukraftur, sem þarf til að endur- reisa þýzkar borgir, verksmiðjur, framleiðslutæki o. s. frv. Stríðsföngum, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu frá hinum sam- einuðu þjóðum, verði öllum sleppt úr haldi, en þangað til hægt verður að flytja þá heim, sjái Þjóðverjar þeim fyrir öllu uppihaldi, fæði, klæðum og húsnæði. Auk þess verði séð fyrir öllu öðru fólki frá löndum Bandamanna, sem eru í Þýzkalandi. ÖIlu fölki, sem nazistar hafa fangelsað vegna stjórnmálaskoðana þeirra, trúar eða litarhátts, verði þegar í stað sleppt úr haldi. Bandamönnum verði gefnar ná- kvæmar upplýsingar um hinar þýzku hersveitir, fjölda þeirra, að- seturstaði o. s. frv. Nákvæmar upp- lýsingar verði auk þess gefnar um jarðsprengjusvæði og hvers konar hindranir, sem þýzki herinn hefur komið fyrir. Ef upplýsingarnar reynast ekki réttar, mun því strang- lega hegnt og ef nauðsynlegt verð- ur talið, verða þýzkir borgarar látn- ir hreinsa hættusvæðin. Bandamenn munu taka alla þýzku fréttaþjónustuna, útvarps- stöðvar, blöð o. s. frv. í sínar hend- ur, svo og allar talsíma- og ritsíma- stöðvar. Allir þeir, sem verið hafa í emb- ættisþjónustu nazista og hafa þann- ig gert sig seka um stríðsglæpi, hvort sem er beint eða óbeint, munu teknir höndum, svo og allir aðrir, sem á sannast stríðsglæpir í Þýzkalandi eða utan þess. Framkvæmd þessara ákvæða mun verða í höndum fulltrúa Bretlands, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Frakklands, og munu þeir tryggja öryggi og frið í Þýskalandi í fram- tíðinni, svo og algera afvopnun Þýzkalands og afmáun hinnar þýzku hernaðarstefnu. Hin þýzka þjóð hefur með ó- sigri þýzka hersins og skilyrðislausri uppgjöf hans, skuldbundið sig til að hlýða öllum fyrirskipunum Bandamanna og ríkt mun verða því gengið að svo verði. Ef undan- brögð verða á framkvæmd þessara skilyrða munu Bandamenn gera sínar ráðstafanir til að sjá um að slíkt komi ekki fyrir aftur. Yfirlýs- ingin gengur í gildi þegar við und- irskrift hennar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.