Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.06.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 09.06.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Álítur sænski sendikennarinn, að Akureyringar séu Eskimóar? Peter Hallberg, sænskur sendi- kennari við Háskóla íslands, hafði „frásögn og skuggamyndasýningu“ um Svíþjöð, í Skjaldborg, sl. mánu- dagskvöld. Fór þetta fram á vegum Norræna félagsins hér. Áður en sendikennarinn hóf skuggamyndasýninguna, hélt hann ræðustúf um alþjóðastjórnmál. Vildi hann afsaka „hlutleysi“ Sví- þjóðar í styrjöldinni — og var að sjálfsögðu ekkert um það að fást, ef hann hefði skomist frá því máli án þess að fara hinum óviðurkvæmi- legustu orðum um aðrar þjóðir og bera fram sögulegar falsanir og til- efnislausar ásakanir. Sendikennarinn sagði t. d. að innrás Þjóðverja í Danmörku og Noreg hefði verið gerð í skjóli ekki- árásarsamnings Þjóðverja og Rússa 1939. Einnig sagði hann, að Rússar og Þjóðverjar hefðu „tekið sameig- inlega:: Pólland, Eystrasaltslöndin og Finnland. Ennfremur, að hefðu Svíar farið í styrjöldina gegn Þjóð- verjum, mundi Stalin hafa gert inn- rás í Norður-Svíþjóð og lagt undir sig járnnámurnar þar. Einnig fór hann háðulegum orðum um Breta og Frakka. Að segja, að innrás Þjóðverja í Norðurlönd hafi verið gerð í skjóli samnings þeirra við Rússa, er hlið- stætt því og sagt væri um innbrots- þjóf, sem varnað hefði verið inn- brots í hús nokkurt en síðan farið og brotist inn í annað hús, að hann hefði framið innbrotið í skjóli þess, að honum var varnað innbrotsins í hið fyrra húsið!!! Að Rússar og Þjóðverjar hafi tek- ið Pólland „sameiginlega" er sögu- leg fölsun. Allir vita, að þeir tóku sinn hlutann hvor, og að sú hernað- araðgerð Rússa var til að stöðva framrás Þjóðverja um sinn og tor- velda þeim til mikilla muna fram- kvæmd hernaðaráætlana sinna. Sem sé, var hernaðaraðgerð gegn Þjóðverjum — en ekki „sameigin- leg“ aðgerð með þeim, eins og sendikennarinn leyfði sér að segja. Að Rússar og Þjóðverjar hafi tek- ið Eystrasaltslöndin „sameigin- lega“ er fávísleg staðleysa. Fyrir styrjöldina voru Eystrasaltsríkin, fyrir eigin ósk og eftir lýðræðisleg- um leiðurri, orðin hluti af Sovét- ríkjunum. Þegar Þjóðverjar réðust á Sovétríkin, hernámu þeir Eystra- saltslöndin, eins og stóra hluta aðra af Sovétríkjunum. Þegar Rússum síðar tókst að yfirbuga þýska her- inn, ráku þeir hann úr Eystrasalts- löndunum, eins og öðrum löndum og landshlutum, sem. þeir hrifu úr klóm fasistanna. Rússarstóðu þann- ig langa hríð í hinni hatrömmustu styrjöld við Þjóðverja um Eystra- saltslöndin, m. a., — í stað þess að taka þau „sameiginlega" með þeim — eins og háskólakennarinn fræðir Akureyringa um. Að Rússar og Þjóðverjar hafi tek- ið Finnland „sameiginlega" er hlægilegri vitleysa en svo, að orðum taki. Og að Rússar hefðu ráðist á Svíþjóð, ef hún hefði farið í styrj- öldina gegn Þjóðverjum — til hjálp- ar Norðmönnum — eru getsakir, sem ekki styðjast við neitt, nema ill- girni eina, og eru í hrópandi mót- sögn m. a. við framlag Rússa til frelsunar Noregs og norsku þjóðar- innar. Það er, án efa, æskilegt fyrir okk- ur íslendinga, að fá af og til tæki- færi til að hlusta á fræðimenn frá frændþjóðunum. En því aðeins nær það þó tilgangi sínum, ef þessir fræðimenn vita það, áður en þeir hefja raust sína, að frændþjóðin hér á íslandi sé ekki Eskimóar, sem vegna einangrunar og fávísi um al- þjóðamál megi segja hvaða vitleysu sem er, hversu fjarstætt sem er sannleikanum og hversu illgirnis- legt í garð þeirra þjóða, sem fræði- maðurinn einhverra hluta vegna hefir andúð á. Slík „fræðimenska" er ekki held- ur nein meðmæli með þeim menta- stofnunum, sem fræðimennina senda — jafnvel þó til smáþjóðar, eins og okkar, sé. Nær og f jær Á síðasta baejarstjórnarfundi, sem haldinn var 5. þ. m., lá fyrir erindi frá barnaverndarnefnd. í tilefni af því var samþykt að starfrækja í sumar barna- leikvöllinn á Oddeyrinni og byggja leik- velli fyrir börn bæði á Ytri-brekkunni og í Innbænum. Erindi, sem hafði borist frá nokkrum íbúum Ytri-brekkunnar með tilmælum þess efnis, að haldið væri óbyggðu fyrst um sinn dálitlu svæði, þar sem börn gætu leikið sér, á meðan eng- inn leikvöllur væri til í þeim bæjarhluta, var það samþykt. Ekki er þó þess að vænta, að þessir tveir leikvellir, sem byggja á, komist svo fljótt upp, að starfræktir verði í sumar, ef þeir eiga að verða eins vel úr garði gerðir sem æskilegt er og sjálfsagt virð- ist að stefna að. Engum þeim, sem um þessi mál hugsa og hafa áhuga fyrir hag og sóma þessa bæjar, dylst þörfin á góðum og nægilega mörgum leikvöllum fyrir bömin. — Nú, þegar þessi samþykt er fengin, er eftir að sjá um framkvæmdina, og nú er það á valdi íbúanna, að vera á verði og þola ekki að þessi mál séu dregin á Ianginn og svæfð í nefndum. ★ Margir bæjarbúar eru orðnir þreyttir á biðinni eftir síma heim til sín, en nú vakna vonir um ,að úr rætist, þegar við- skifti hefjast við Svíþjóð, því vitanlegt er, að búið er að semja um það, að fá þaðan ýms tæki viðvíkjandi símanum. Hvað líður þeim málum? ★ Akureyri er fallegur bær, en legan er þannig, að margt reynist íbúunum erfitt sökum mikilla vegalengda. En eitt er víst, að á margan hátt má draga úr þess- um erfiðleikum. Marga dreymir um strætisvagna til að létta undir með þreyttum verkalýð til og frá vinnu o. s. frv. Munu þeir að sjálfsögðu koma með stöðugri atvinnu fyrir alla og fjörugu viðskiftalífi. En eitt lítið atriði má nefna, sem sjálfsagt virðist að strax verði fram- kvæmt, og það er, að f jölga að mun póst- kössum í bænum, eru þeir svo strjálir, að margir bæjarbúar þurfa langa leið til að koma bréfi í kassa. ★ Nýlega fóru fram bæja- og sveita- stjórnakosningar í Frakklandi. íhalds- flokkurinn, sem fyrir stríðið var stærsti flokkur landsins, fékk nú aðeins meiri- hluta í 4J0 kjördæmum, en komm- únistar og sósíalistar í 468. — Hvað sanna þessar tölur? Þær eru óvéfengjanleg sönnun þess, að frönsku Kvislingarnir hafa fyrst og fremst verið úr röðum íhaldsflokkanna. Með kosningaúrslitunum núna er franska þjóðin að gefa íhaldsflokknum kvittun fyrir svikin og stuðninginn, beinan og óbeinan, við Hitler. ★ Frá Noregi höfum við annað dæmi. Stórþingið hefir verið kvatt saman. Þrír stórþingsmenn hafa ekki verið kvadd- ir á þing að þessu sinni, vegna stuðnings síns við Quisling og nazista. Tveir þeirra eru úr hópi Bændaflokksins (hann hefir verið mjög andlega skyldur Framsókn hér og íslenska Bændaflokknum sáluga, sem hefir nú skift sér milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins) — og sá þriðji var úr flokki sósíaldemokrata. Skylt skal þó að geta þess að norsku jafnaðar- mennirnir hafa yfirleitt borið mjög af jafnaðarmönnum í öðrum löndum í áhd- stöðunni gegn nazismanum á styrjaldar- árunum, en þeir hafa þó átt sína Stefána Péturssyni og St. Jóh. Stefánssyni, eins og þetta dæmi um stórþingsmanninn sýnir. ★ Ferðamennirnir eru að byrja að streyma til bæjarins. Akureyringar hafa undanfarin ár fengið orð fyrir að þrífa bæ sinn betur en títt er hérlendis. Sum blöð hafa birt langlokugreinar um um- gengnismenningu. Fyrir fé bænda og verkamanna hefir verið bygt dýrt og frítt hótel til lofs og vegsemdar Framsóknar- flokknum. Tvímælalaust mun það laða að sér ferðamenn af ýmsum ástæðum. En skyldi ferðamönnunum, sem skoða bæinn annars geta dottið í hug, að það væri sami eigandi sem ætti Hótel KEA og hornlóðina við gatnamót Norðurgötu og Gránufélagsgötu. Óþrifnaðurinn og sóðaleg umgengni þar ber sem sé af í þessum bæ. En auðvitað hefir fréttaritari útvarpsins ekkert sent til birtingar í Út- varp Reykjavík um umgengnismenningu eiganda Hótel KEA á þessari óbyggðu lóð. ★ I tímaritinu „Stígandi“, síðasta hefti, stendur þessi klausa: „Já, það var á þeim tímum, þegar fólkið var laust við fram- fara- og byltingadraumóra, lét hverjum degi nægja sína þjáningu og var ánægt að hlíta sömu venjum og siðum sem feð- ur og forfeður höfðu lotið öld fram af öld“. Hvað á nú svona bull að þýða? Hvemig stendur á því, að önnur eins endemis staðleysa getur birst í tímariti, sem er í höndum kennara við Gagn- fræðaskóla? Sennilega hafa útgefendurn- ir svarið á reiðum höndum. ★ Hvenær vom þeir tímar, þegar fólkið dreymdi eða þráði ekki meiri framfarir, breytingar, hægfara eða snöggar, bylting- ar á ýmsum sviðum? Þeir tímar hafa aldrei verið tiL Er það rétt að feður og forfeður hafi lotið sörrm venjum og sið- um öld tram af öld? Hvert fermingar- barn veit, þó sögukenslan sé sumstaðar léleg, að þessi staðhæfing er markleysa ein. Lífið sjálft er sífeld breyting, við sjá- um það, hvert sem við skyggnumst, þess vegna em heldur ekki og geta ekki ver- ið til þeir tímar, þar sem lifandi fólk er Iaust við framfara og byltinga-draumóra, og býr við sömu siði og venjur öld eftir öld. Breytingamar hafa verið og eru. alt- af einhverjar, þó þær séu, af ýmsum ástæðum mismunandi hraðar. Tilkynning FRÁ VIÐSKIPTARÁÐI OG NÝBYGGINGARRÁÐI. Samkvæmt verzlunarsamningi, er gerður hefir verið við Svíþjóð, er gert ráð fyrir að eftirtaldar vörur fáist útfluttar þaðan til íslands, innan ákveðinna takmarka, á þessu ári: Pappír, pappi, hrájárn og stál, fittings, handverkfæri og áhöld, hnífar og skæri, rakvélar og rakblöð, kúlu- og keflaleg- ur, bátamótorar, varahlutir í sænska bátamótora, vélaverk- færi, timbur, jarðyrkjuvélar, skilvindur og strokkar, sauma- vélar, prjónavélar með varahlutum, kæli- og ísskápar, þvotta- og strauvélar, lýsisskilvindur, rafmagnsaflstöðvar, rafmagns- mótorar með tilheyrandi rafbúnaði, rafmagnsheimilistæki (hitunartæki, straujárn, ryksugur, brauðristar), reiðhjól, reiðhjólahlutar, skip (þar með taldir dieseltogarar), fiskibátar með útbúnaði, mælitæki, byssur og haglskot. Umsóknum um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir ofan- greindum vörum óskast skilað á skrifstofu Viðskiptaráðs fyrir 15. þ. m„ nema umsóknum um skip, báta og önnur fram- leiðslutæki, þeim skal skilað til skrifstofu Nýbyggingarráðs fyrir sama tíma. Reykjavík, 7. júní 1945. VIÐSKIPTARÁÐ. NÝBY GGIN GARRÁÐ. : i ........................................ Mllllllllllf I

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.