Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.06.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 23.06.1945, Blaðsíða 1
VERKHfflflffllffllin XXVIII. árg. Llaugardaginn 23. júní 1945 24. tbl. y„Okkur skjátláðist þar," sagði varaforsætisráðh. pólsku stjórnarinnar í London Sakborningarnir játuðu glæpi sína, og voru 12 þeirra dæmdir í f angelsi, 3 voru sýknaðir, en einn bíður dóms vegna veikinda Nýlega liófust í Moskva réttar- j höld í máli hinna svokölluðu 16 Pólverja. Menn þessir voru handteknir fyrir alllöngu síðan og sakaðir um skemdarstarfsemi að baki Rauða hernum. Meðal þeirra fjögurra, sem sek- astir eru taldir, eru Okulicki, for- íingi pólsku leynihreyfingarinnar og Jankowski. varaforsætisráðherra pólsku s.tjórnarinnar í London. Réttarhöldin fóru ffam fyrir opn- um dyrum og voru þar m. a. við- staddir erlendir b'laðamenn og full- trúar erlendra ríkja. Hinn opinberi ákærandi Sovét- ríkjanna lýsti því yfir að hann mundi ekki krefjast dauðarefsingar, enda þótt hinir seku menn væru dauðasekir samkvæmt lögum Sovét- ríkjanna, en þar sem sigur væri nú nýlega unninn, þætti rétt að sýna þeim linkind. þar sem ekki væri lík- legt að Sovétríkjunum gæti staðið míikil hætta af þessum mönnum í framtíðinni. Dómur hefir nú verið kveðinn upp í máli Pólverjanna. Var Okul- icki hershöfðingi dæmdur í 10 ára fangelsi, Janowski í 8 ára fangelsi, 2 aðrir í 5 ára, og 8 sakborning- arnir í 4—18 mánaða fangelsi. Þrír voru sýknaðir vegna ónógra sönn- unargagna og máli 1 var frestað sökum þess að hann gat ekki verið viðstaddur réttarhöldin vegna veik- inda. Okulicki játaði að hann hefði haft í frammi áróður gegn Sovét- rfkjunum samkvæmt fyrirmælum Rannsókn á þörf atvinnu- veganna fyrir vísinda- og tæknimentaða menn Hinn 20. júní sl. skipaði menta- málaráðherra nefnd til þess að gera áætlun um, hver þörf muni vera vísinda- og tæknilega mentaðra manna til starfa í helstu atvinnu- greinum íslensku þjóðarinnar nú og í nánustu framtíð. í nefndinni eiga sæti: Finnbogi R. Þorvaldsson, verk- fræðingur, formaður, Árni G. Ey- lands, framkvæmdastjóri, Gísli Halldórsson, verkfræðingur, dr. Jakob Sigurðsson og dr. Sigurður Þórarinsson. pólsku stjórnarinnar í London. Hefði þlað verið mesita yfirsjón sín að treysta ekki Rússum. — Jankow- ski, varaforsætisráðherra pólsku stjórnarinnar í London, sagði, að hann og félagar tíans hefðu haldið, að Rússar ætluðu að leggja Pólland undir sig, en „þar SKJÁTLAÐIST OKKUR," sagði hann. Hinn opinberi saksóknari lagði áherslu á að rannsókn málsins hefði farið fram með þeirri nákvæmni og samviskusemi, sem einkendi réttar- far Sovétríkjanna. Færðar hefðu verið óyggjandi sannanir fyrir því, að sakborningar hefðu haft með höndum leynistarf og skemdarstarf- semi, sem beint hefði verið gegn Rauða hernum. Bæri pólska útlaga- klíkan í London þyngstu ábyrgðina því starfsemin hefði verið samkv. fyrirskipun hennar. Pólska þjóðin hefði hinsvegar tekið upp samstarf við Rauða herinn og hjálpað hon- um til að leysa landið undan oki Þjóðverja. DANIR ÆTLA AÐ HREINSA TIL AN TIL LITS TIL MANNGREINARALITS STUTTAR FRÉTTIR Firtlinger, foræstisráðherra Tékkeslovakíu, er nýkominn til Moskva ásamt 6 ráðherrum sínúm og nokkrum sérfræðingitm. Kommúnistaflokkurinn í Belgíu hefir lagt til, aff" þjóðaratkvæða- greiðsla verði látin fara fram um það, hvort Leopold konungur eigi að segja af sér eða ekki. Hefir katólski flokkurinn borið fram sömu tillögu, en ftdlvissað konunginn um einlægan stuðning sinn. ,, ,,Frit Danmark", blað frjáls- lyndra Dana í London birtir í síð- ustu blöðum ýtarlegar lýsingar af atburðunum i Danmörku dagana eftir að Þjóðverjar gáfust upp. — F. Bly.tgen Petersen, ritstjóri Frit Danmark ritar frá Kaupmannahöfn grein sem hann nefnir: „Búist við Katólski flokkurinn hefir lýst því yfir, að hann muni mynda stjórn eftir ósk Leopolds konungs, er hann kemur heim. Vinstri menn telja, að sú stjórn, sem verði mynd- uð án þátttöku eða stuðnings vinstri flokkanna, geti ekki haldið völdum nema sennilega nokkra dasa. Ný norsk sljórn Einar Gerhardsen hefir myndað nýja stjórn í Osló. Eiga 15 menn sæti í henni. Verður nánar skýrt frá henni í næsta blaði. 45 stúdentar braut- skráðir f rá Mennta- skóla Akureyrar Skólaupsögn Mentaskólans á Ak- ureyri fór fram 17. júní í hátíðasal skólans og hófst klukkan 13.00. Als voru brautskráðir 45 stúd- entar að þessu sinni. Hæstu eink. í hvorri deild hlutu bræður, Skúli Helgason og Sigurð- ur Helgason, I. eink 7.32 og ág. 7.58. Eru þeir synir hjónanna frú Köru Briem og Helga Skúlasonar augnlækhis. Auk þess hlaut einn nemandi annar, ágætiseinkunn, Guðmundur Björnsson úr stærð- fræðideild, 7.55. Hér fara á eftir nöfn stúdentanna. Máladeilld: Anna Jóhannesdóttir, Seyðisf., I. eink. Árni Stefánsson, ísaf., II. Benedikt Thorarensen, Árn., I. Fjalar Sigurjónsson, N.- Múl., II. Flosi Sigurjónsson, S.- Múl., I. Guðmundur H. Þórðarson, N.-Múl, I. Halldór G. Þórhallsson, Vestm.eyjum, II. Haraldur Sigurðs- son, Ak., II. Héðinn Finnbogason, Mýr., II. Ingimar Einarsson, Kefla- vík, I. Ingvi Ingvarsson, Rang., I. Jóhannes §igfússon^Húsav., II. Jón Árni Jónsson, Ak., I. Jón Gestsson, Seyðisfirði, II. Lilja Kristjánsdótt- ir, Eyjaf., I. Páll Jónsson, Árh., I. Sigurður Blöndal, S.-Múl., I. Skúli Helgaspn, Ak., I. Sverrir Haralds- son, S.-Múl., II. Þórunn Rafnar, Eyjaf., I. UtanskóLi: Árni Kristjánsson, Rvík. III. Alfred Einarsson, Siglu- firði, III. Stærðfræðideiíld: Aðalsteinn Sig- urðsson, Eyjaf., II. Baldur Sveins- son, Eyjaf., I. Baldur Þorsteinsson, Barð., I. Eggert Jóhannesson, V.- ísafj. I. Einar Pálsson, Ak., I. Guð- inundur Árnason, Ak., I. Guð- mundur Björnsson, N.-Þing., ág. Gunnar Sigurðsson, Ak., I. Jóhann Indriðason, Ak., I. Jón Ormar Ed- vald, ísaf., I. Karl Guðmundsson, Árn., I. Móses Aðalsteinsson, Ak., I. Ólafur Jónsson, Rang., II. Sig- urður Helgason, Ak., ág. Sigurður Rings^I, S.-Þing., II. Tómas Árna- son, Seyðisf., I. Valgarður Haralds- son, Ak., II. Þórður Jörundsson., Árn., II. Utanskóla: Ingvar Þórarinsson, Húsavfk, II. eink. að Frelsishreyfingin handtaki 10 þús. manna". Stjórnmálasamtök og félög hafa rekið opinberlega fjölda manna, sem ekki hafa komið vel fram á her- námsárunum. — Blaðamannafélag Kaupmannahafnar hefir t. d. rekið 14 blaðamenn er unnu við nazista- blaðið ,,Fædrelandet". Blytgen Petersen minnist á tvo íslendinga, þannig: „Meðal þeirra, sem drepnir voru í árekstrum (und- er Kamp) var rithöfundurinn Guð- mundur Kamban prófessor. Sonur forseta íslands, hr. Sveins Björns- sonar, hefir sjálfur beðið um varð- liald, en hann hafði unnið að þýsk- (Framhald á 4. síðu). Nýstjórnáitalíu Kommúnistar eiga þrjá ráð- herra í henni Ný stjórn hefir verið mynduð á ítalíu undir forsæti Parri. Hafa vinstri flokkarnir sterkari aðstöðu í henni en í fráfarandi stjórn. — Kommúnistavr eiga 3 ráðherra, Sósíalistar 3, Athafnaflokkurinn 3, Frjálslyndir 3, Kristilegir sóísíalist- ar 1 og Kristilegir lýðræðissinnar 1. Verðuppbætur á út- fluttan fisk í febrúar tæp Vi miljón Fiskdmálanefnd hefir nú lokið við að reikna út verðuppbót á út- fluttum fiski í febrúar. Verður alls úthlutað fyrir þenn- an mánuð 465.759.11 krónum. Samkomulag um nýja pólska stjórn Samkomulag hefir nú náðst um endurskipulagningu pólsku' stjórn- arinnar í Warsjá (Lublin-stjórn- ina), á breiðari grundvelli. Aðal- kjarninn í hinni nýju stjórn verð- ur bráðabirgðastjórnin í Warsjá, en auk þess eiga sæti í henni fyrver- andi forsætisráðherra pólsku stjórn- arinnar í London auk annara, er boðið var til Moskva til samninga um þessi mál. Pólska stjórnin í London á engan fulltrúa í nýju stjórninni.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.