Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.06.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 23.06.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Mavis Tate: Fangabúðirnar í Buchenwald Höfundur þessarar greinar er ensk kona, sem á sæti í breska þinginu. Var hún í hópi þeirra þingmanna, sem fóru í boði herstjórnarinnar til Þýskalands til þess að kynnast af eigin sjón, ástandnu í hinum alræmdu fangabúðum í Buchenwald. — (Framhald). Nokkrir óbreyttir, þýskir borgar- ar voru að skoða fangabúðirnar, meðan við vorum þar, en eg sá að- eins eina konu, sem virtist taka sér þetta verulega nærri. Þegar eg sagði við hana: „Jæja, þið hafið komið fallega fram undir stjórn Hitlers, eða finst yður það ekki?“ þá fór hún að gráta og sagði: ,,Eg blygðast mín fyrir að vera Þjóðverji." Það er síður en svo, að borgar- arnir í Weimar berí þess merki, að þeir séu synir og dætur sigraðrar þjóðar. Þeir hafa aldrei orðið fyrir sprengjuárás, og land þeirra hefir verið ræktað af þrælum frá her- numdu löndunum. Þeir róa í spik- inu og eru þóttafullir og illúðlegir á svip. Eg gat ekki látið vera að hafa orð á því við samferðamenn mína, að eg væri hneyksluð á svipn- um, sem eg sá á andlitum ýmsra þeirra kvenna, er eg sá í Weimar. Svipur þeirra var fram úr hófi hörkulegur og grimdarlegur, og eg minnist þess ekki, að hafa séð neitt þvílíkt í fari kvenna, fyrr en eg sá ljósmyndír af kvenfangavörðunum í Belsenfangahúðunum. Það er hægt að koma í veg fyrir fyrirætlan- ir þeirra Húnanna, en andi þeirra lifir ennþá í kolunum. Einkennilegt má það heita, að nazistarnir héldu- nákvæmar dag- bækur um dauðsföll í Buchenwald og sýndu þær, að 17000 manns hafði dáið þar frá 1. jan. 1945 til 11. apríl 1945, er Ameríkumenn tóku fanga- búðir þessar herskildi. Ýmsar skýr- ingar hafa komið fram um, hvernig stóð á meðferð þeirri, er fangar voru látnir sæta. Sú sennilegasta er, að það hafi verið nazistum unun að sýna mátt sinn til að kvelja aðra. Það er lítill vafi á því að mikill hluti fanganna voru stórgáfaðir menn, læknar, tónlistarmenn, vís- indamenn og svo framvegis. Hefir það verið nazistum ánægja að gera kjöy þeirra þannig, að þeir lifðu dýrum Hkara en mönnum, og hefir það skapað hæfilega mikilmensku- kend í brjóstum þessa „Herren- volks“. Þegar eg kom heim aftur frá Þýskalandi, var eg sannfærð um, að ekki er það nægileg lausn á þessu vandamáli, að setja á stofn lýðræði meðal slíkrar þjóðar. Það er enginn vafi á því, að það er ein- hver djúptæk grimdartilhneiging og sadismi í þýska kynstofninum, sem eg bjóst ekki við af þjóð, sem í margar kynslóðir hefir þótt full að- dáunar á vestrænni menningu. í Þýskalandi hefir opinberlega kom- ið fram tilbeiðsla á því, sem dýrs- legt er og gagnstætt eðli siðaðra manna, og hvergi hefir ofbeldið átt jafnmarga áhangendur. Þetta verð- ur aldrei upprætt hjá þeim eða öðr- um þjóðum, nema þeir læri að bera virðingu fyrir helgi einstaklingsins, fyrir konunni sem móður og uppal- anda og lotningu fyrir fjölskyldu- hugsjóninni og náunganskærleik- anum. Eg er hrædd um, að það megi ekki nota nein vettlingatök til þess að uppræta grimdina úr hjörtum þýsku þjóðarinnar. BUCHENWALD Útvarp og blöð í Bretlandi og Ameríku eru full af frásögnum og myndum af fangabúðum dauðans sem fundist hafa í Þýskalandi. Það er raunveruleg martröð, sem her- menn Bandamanna hafa fundið þar, og það er rétt af blöðunum að greina frá staðreyndunum, sem eru vottfestar af þúsundum enskra, amerískra, kanadiskra og skotskra hermanna. Við eigum auðvelt með að skilja reiði þeirra. Hvað okkur snertir, er þetta, samt sem áður, gömul saga. Sovét- þjóðirnar hafa haft of góð tækifæri til að skilja hvað fasismi þýðir. Nazistarnir frömdu hræðilega glæpi í Sovétríkjunum, og það mun reynast torvelt að finna þá mann- eskju í landi okkar, er hefir ekki á þeim þann viðbjóð, sem þeir hafa svo rikulega unnið til. Það er ekki úr vegi að giinnast þess, þegar Rauði herinn, sem var að reka þýsku hjarðirnar á undan sér, uppgötvaði við hvert fótmál menjarnar um glæpi nazista, hryðjuverkin í Babii Yar og Kiev, Minsk, Rovno, Smolensk, tilefnið til Katynskógar-deilunnar — það fyrirfundust persónur erlendis, sem kölluðu það „bara rússneskan áróð- ur“. Það voru til menn, sem sögðu: „Þeir hafa aldrei getað gert þetta. Eg get ekki trúað því!“ Og það voru til enn aðrir, sem voru reiðu- búnir til að viðurkenna, að Þjóð- verjar kynnu að hafa hagað sér eins og villimenn í Sovétríkjunum, en að vestanverðu myndu þeir halda sér í skefjum. Hvað geta þeir sagt núna, þessir vísvitandi eða óafvitandi málsvarar Hitlersismans? Fasismann verður að rífa upp með rótum og tortíma nazistisku stríðsglæpamönnunum eins og orm- um. Það er undirstaðan undir ör- uggum friði. (Útvarp Moskva). Móðir íslands, nýjastasaga Hagalíns Trygg ertu Toppa Katrín ® Bókabúð Akureyrar 1. júlí! 1. júlí! | SUMARMÓT Norðlenskra Sósíalista | Sósíalistafélögin á Norðurlandi efna til I sumarmóts í VAGLASKOGI sunnu- | daginn 1. júlí nk., og hefst það kl. 2 e. h. I DAGSKRÁ: . | Mótið sett (Steingr. Aðalsteinsson, alþm.) I Lúðrasveit Akureyrar leikur. Ræða (Einar Olgeirsson, alþm.) Lúðrasveitin leikur. Ræða (Þóroddur Guðmundsson, alþm.) | Lúðrasveitin leikur. Gamanvísur. Lúðrasveitin leikur. Keppni í: pokahlaupi, peysuboðhlaupi o. fl. | Dansað á palli. — Veitingar á staðnum. I ALLT ALÞÝÐUFÓLK VELKOMIÐ! | Sósíalistafélögin á Norðurlandi. liiiiMiiiMmiiMuiiiiiiiiiiimiiimiHiiiii iimiimmmmimmmm »»»0»»00»»00»0000»0000»»»»00»000»»000»»000000000»0000< IÚTVEGSBANKI ÍSLANDS h. f. | Tilkynning | um arðsútborgun og hlufabréfakaup. —| Bankinn greiðir hluthöfum 4 — fjóra —| af hundraði í arð fyrir órið 1944. Arður-& inn er greiddur daglega í aðalbankanum og útibúunum á venjulegum afgreiðslu-| tíma. Þeir, sem hafa ekki ennþó vitjað| arðs fyrir órið 1943, sem einnig var 4%,i geri svo vel að komo með arðmiða þess^ órs um leið. | Það tilkynnist ennfremur, að hömlur þær,| sem verið hafa um kaup á hlutabréfum,| falla burt fyrst um sinn og kaupir bank-v inn því, þangað til annað verður ókveð-i ið, öll hlutabréf bankans, ón tillits til| þess, hvernig þau voru greidd upphaflega| ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS h.f. VOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO > > •>

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.