Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.06.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 23.06.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN. Út&eíandi: Sósíaliitafélag Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Árnason, Skipaiötu 3. — Sími 466. Blaðnafnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prentverk Odds Björnssonar. „Þrenningin44 fer hamförum. x Frá fyrstu tíð hefur Framsóknar- flokkurinn þótst vera sjálfkjörinn forystuflokkur í samvinnufélags- skapnum í landinu. Með ýmis kon- ar einræðisaðferðum og bolabrögð- um hefur gæðingum Hriflu-Jónas- ar tekist að ná völdum innan flestra kaupfélaga í landinu og sitja þar í stjórnarstólum í skjóli Jónasar í SÍS. og Framsóknarflokksins alls, þótt meðlimir kaupfélaganna, séu löngu uppgefnir á þeirn og þeirra athæfi. Framsóknarflokkurinn er nú að mestu búinn að tapa því litla fylgi, sem hann einu sinni hafði ' meðal neytenda í bæjunum, en neytendurnir eru það sent halda samvinnufélagsskapnum u p,ff og vilja þessvegna eðlilega ráða nokkru um málefni hans og gerðir, en það mega Framsóknarnátttröllin ekki heyra nefnt og ærast þessvegna í hvert skifti sem neytendur sýna vilja sinn í því að ráða einhverju um störf kaupfélaganna. Nátttröll Framsóknar æpa í sífellu: Komm- únistarl Kommúnistar! að öllum þeim er vilja losa neytendasamtök- in úr greipum Hrifluvaldsins og hyggjast vekja samúð almennings með sér þegar þeir fá ekki lengur beitt einræðinu og eru krafðir reikningsskila fyrir liðinn valda- tíma. Ýms hjálparmeðul eru upp- fundin til að viðhalda Framsóknar- einræðinu. Jónas ákallar kaup- mennina í sífellu og biður þá að koma sér og „samvinnumönnum“ Framsóknar' til hjálpar og hindra það að neytendurnir fái nokkru ráðið um verslun sína. Og hjálpin er góðfúslega í té látin af kaup- mönnum og þeirra fylgifiskum, sem altaf hafa viljað kaupfélögin dauð. Nú sjá þeir hilla undir þá von sína, þegar sá flokkurinn, sem eitt sinn átti og um þá þykist vera „sverð og skjöldur samvinnufélag- anna, bíður þeinr samstarf um að hrifsa félögin úr höndum neytend- anna, sem auðvitað hafa þar mestra hagsmuna að gæta og er jrað lífs- nauðsyn að standa sameinaðir um sín verslunarfélög. Framsókn og kaupmönnum hefir í þessu strjði sínu borist liðsauki frá Alþýðu- flokknum, sem er löngu þektur að því, að skipa sér öfugmegin við yf- irlýsta stefnu sína og berjast harð- ast gegn þeim, sem hann ætti að verja. Þýslund kratanna í garð sinnar gömlu madömu, Framsókn- ar, virðist sér engin takmörk eiga. Við fulltrúakosningar í KROb sl. vetur stuðluðu þeir að því eftir bestu getu, að fá kaupmönnum og Nær og f jær Hvaðanæfa af landinu höfum við haft fréttir af miklum og almennum hátíða- höldum í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní. Allar þessar fréttir bera það með sér, að þjóðin man bæði eftir afmælis- barninu, Jóni Sigurðssyni, og lýðveldis stofnuninni fyrir ári siðan. Það er einnig augljóst, að þjóðin er staðráðin í því, að gera 17. júní að þjóðhátíðardegi, ekki einungis í orði heldur fyrst og fremst með samstiltum fögnuði og heilbrigðu skemmtanalífi, sem sýni að dagurinn er gleði- og fagnaðardagur hvers einasta Is- lendings. Það er auðvitað ekki von, að hátíða- höldin á þessu fyrsta afmæli lýðveldis- ins væru gallalaus eða nægilega skipu- nátttröllum Framsóknar öll völd í hendur. Þegar svo það stríð tapað- ist, reynir þessi þrenning að smokra sér inn annarsstaðar, og Kaupfélag Siglfirðinga er gert að orustuvelli. Allur blaðakostur „þrenningarinn- ar“ er settur í gang og stjórn og starfsmenn kaupfélagsins bornir níði og lygum viku eftir viku, án þess staðið yrði við neitt af stóryrð- unum. ,,Þrenningunni“ tókst með þessu og ýmsum fleiri vopnum að fá meirihluta fulltrúa á aðalfund félagsins, kosna úr sínum röðum og nú skyldi skamt látið stórra högga milli. Þegar á aðalfund kom, heimtuðu „þrenningar“-fulltrúarn- ir að meirihluti stjórnarinnar færi frá,. svo að hægt væri að kjósa nýja menn í þeirra stað. Þannig ætlaði ,,þrenningin“ að tryggja sér meiri- hlutann í stjórninni strax og láta kné fylgja kviði, en samkvæmt fé- lagslögum átti að kjósa aðeins einn í stjórn á þessum aðalfundi. Þegar „þrenningar“-fulltrúar fengu ekki komið fram þessum lögbrotum sín- um, ærðust þeir, orguðu og stöpp- uðu svo að ógerningur var að halda fundinum áfram. Þannig var still- ing og lýðræðishneigð þessara post- ula, þegar á reyndi. Eftir þetta hugðust þeir samt sem áður fram- kvæma stjórnarbyltinguna, með því að boða sjálfir, án samþykkis stjórn- arinnar, til aðalfundar og gera á þeim fundi allt hvað þeim gott þótti. Með þessu athæfi sínu marg- brutu þeir auðvitað lög og sam- þytkir kaúpfélagsins og landslög og unnu að klofningi innan þess, svo að stjórnin sá sig tilneydda að reka forsprakkana úr félaginu, enda höfðu flestir þeirra aðeins gerst félags- menn til þess að koma af stað sundrung og veikja félagið. Þessi saga frá Siglufirði er að mörgu leyti lærdómsrík. Hún sýnir að barátta afturhaldsins miðast ekki við leikreglnr siðaðra manna, heldur er þar eingöngu um að ræða yfirtroðslu og hnefarétt, þar sem honum verður við komið. Það eru ekki hagsmunir samvinnufélag- anna, sem þessir menn berjast fyrir, því að lög þeirra og venjur virða þeir að vettugi, heldur er aðeins um að ræða valdabaráttu, sem miðast við spekúlantsjónir einstakra sér- hagsmunamanna. Þetta vita neyt- endurnir og þeir munu verja sín hagsmunasamtök fyrir ofbeldis- mönnum, hvort sem þeir nefnast Jónasistar, kratar eða kaupmenn. lögð fyrir landið allt og má vera, að það sem miður hefir farið í sambandi við 17. júní núna, verði til varnaðar næst. ★ í sambandi við 17. júní-hátíðahöldin okkar hér á Akureyri mætti margt segja, en aðeins fátt eitt verður gert að umtals- efni í þetta sinn. — Iþróttabandalagi Ak- ureyrar var leyft eða falið að hafa for- ustu um undirbúning hátíðahaldanna hér, og var auðvitað ekkert nema gott um þá ráðstöfun að segja, hefðu stjómarvöld bæjarins haft einhverja hönd í bagga með bandalaginu, en ekki gefið því ein- veldi þennan dag, en það virðist íþrótta- bandalagið hafa haft og notað daginn til fjáröflunar fyrir sig og það ötullega. — Strax um morguninn voru krakkar sendir í öll hús og látin bjóða merki, sem kost- uðu 2, 5 og 10 krónur. Merki þessi veittu réttindi til inngöngu á túnið fyrir sunnan sundlaug bæjarins, en þar fóru fram ræðuhöld nokkur í tilefni dagsins, söng- ur, lúðrablástur og íþróttir, sem þó sakir veðurs gátu ekki farið fram nema að litlu leyti þá um daginn. Þá var að til- hlutun sama aðila sýnd nazistisk áróð- urskvikmynd í Nýja-Bíó og þurftu^menn einnig að opna pyngjur sinar til að fá þar aðgang. Um kvöldið var svo samkoma í Samkomuhúsinu og dansleikur á „Land- inu“ og í báðum stöðunum tekinn hár inngangseyrir af öllum þeim, sem þar vildu skemmta sér og öðrum þennan há- tíðisdag. Þegar allir þessir tollar koma saman í eitt, verður ljóst, að hver sá Ak- ureyringur, sem vildi taka þátt í afmæl- isfagnaði hins unga lýðvetdis vors 17. júní, varð að hafa talsverð auraráð. Nú skal því ekki haldið fram, að allur þorri manna taki það nærri sér að greiða gjöld sem þessi, eða að þeim aurum sé illa varið — langt í frá. En hins verður að gæta í þessu sambandi, að engum sé meinuð þátttaka eða nærvera, þegar um slík fagnaðarlæti er að ræða, þótt hann ekki geti lagt fram gjald fyrir. Ef merki eru seld þennan dag, virðist sjálfsagt og eðlilegt að þau séu öll jafn íburðarmikil og jafn dýr. Þau þurfa ekki og eiga ekki að kosta mikla peninga, heldur aðeins fáeina aura og það er alveg óvíst, að merkjasalan gæfi minna af sér með því móti. Og við eigum nóg af stéttamismun, þótt hann sé ekki endilega auglýstur með misjafnlega fögrum merkjum, sjálfan þjóðhátíðardaginn. ★ v Það, sem hér hefir verið sagt, stafar ekki af neinum kala til íþróttabandalags Akureyrar, því vafalaust hefðu flest önn- ur félög notað sér fjáröflunarleiðirnar í jafn rikum mæli, ef þau hefðu fengið vald yfir deginum. En það er sök bæjar- stjórnar, að einu félagi skyldi vera fengið óskorað vald til að skattleggja bæjarbúa 17. júni og auðgast þar af. Þótt hátíða- „prógramið" væri að vísu all fjölbreytt og í mörgum liðum, er hins og að gæta, að flestir liðirnir þar voru íþróttabanda- laginu kostnaðarlausir og þvt munu fáir trúa, að kostnaðurinn allur hafi hlaupið á mörgum þúsundum, en það hljóta tekjurnar að hafa gert. Víða á landinu, þar sem bæjar- eða sveitarstjórnir gengust fyrir hátíðahöld- unum, var aðgangur ókeypis fyrir alla og sumstaðar jafnvel veitingar að auki, en Akureyrarbæ þóknaðist ekki að slíkri gjafmildi og smokraði vandanum fram af sér, en árangurinn varð minni þátttaka og meiri fjárútlát fyrir einstaklingana. Eigi að gera 17. júní að hátíðisdegi allrar þjóðarinnar, jafnt hinna „lágu“ sem hinna „háu“ verður að koma öðru og betra skipulagi á við hátíðahöldin, en hér var gert að þessu sinni. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að dóttir okkar og systir, VALGERÐUR SIGUR- JÓNA BJARNADÓTTIR, andaðist að heimili okkar, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, 20. þ. m. — Jarðarförin verður ákveðin síðan. Svanfríður Hrólfsdóttir, Bjami Jónsson og systur. AUGLÝSING | um ferðir flóabáta I. M.b. ESTER ier frá Akureyri til Sigluíjarðar alla þriðjudaga og íöstu- 1 daga. Frá Sigluiirði til Akureyrar alla miðvikudaga og 1 laugardaga. Viðkomustaðir í þriðjudagsíerðum: Hrísey. i Dalvík og Ólafsfjörður og á bakaleið: Ólafsfjörður, Hrísey i og Grenivík. Viðkomustaðir í föstudagsferðum: Grenivík, j Hrisey og Ólafsfjörður og á bakaleið: Ólafsfjörður, Dalvík | og Hrísey. Farið verður til Grímseyjar og austur um til | Þórshafnar þegar nægur flutningur fæst. S II. M.b. HEKLA f verður í ferðum milli Kolmúla og Reyðarfjarðar frá því á- ætlunarferðir bifreiða hefjast um miðjan júní og þar til I þær hætta í haust. Báturinn fer frá Reyðarfirði alla mið- § vikudaga og föstudaga og til bak aftur samdægurs. Þess | á milli er hægt að fá bátin leigðan til aukaferða og ber | að snúa sér um það til afgreiðslunnar á Reyðarfirði eða | til eiganda bátsins. v SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS ; ii (evvlMiiiimmiiiiiMiuiiMiimHiuiiiiiimiiiiiii^iiumiiMiiiiiHiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiHimiiiiiiMiiitiiimiuiuiiiuiiiiiiMMMMMiT

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.