Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.06.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 30.06.1945, Blaðsíða 1
Nýtt þjóðabandalag stofnað af fulltrúum fimmtíu þjóða \ % Hefir hlotið nafnið „Sameinuðu þjóðirnar,, Sl. fimtudag var í San Francisco undirritaður sáttmáli 50 þjóða um nýtt þjóðabandalag, er hlotið hefir nafnið „Sam- einuðu þjóðirnr“. Er skipulg bandalagsins byggt á tillögum þeim sem samkomulag varð um í Dumbarton Oaks með þeim viðbótum og breytingum, sem gerðar hafa verið á þeim á San Franciscoráðstefnunni. í upphafsorðum sáttmálans er áhersla lögð á það, að þess- ar 50 þjóðjr séu einhuga um að afstýra bölvun styrjalda og stuðla að samvinnu allra þjóða. Fyrstur undirritaði sáttmálann formaður kínversku sendinefndarinnar, dr. Wellington Koo, næst komu fulltrú- ar Sovétríkjanna, Bretlands, Frakklands og svo önnur lönd í stafrófsröð, með Argentínu fyrst. Fulltrúar Banadaríkj- anna undirrituðu sáttmálann síðast, vegna þess að þau líta svo á sendinefndir hinna ríkjanna sem gesti sína. Sáttmálinn gengur í gildi þegar 28 þjóðir, þar á meðal stórveldin fimm, hafa veitt honum fullnaðarsamþykki. Almenningur fylkir sér æ fastar um nýbyggingarstefnu ríkisstjórnarinnar. „Framsókn44 mætir vaxandi andúð. Aðaltilgangur bandalagsins er sá, að halda uppi friði með sameigin- legum aðgerðum og jafna deilumál er upp kunna að koma þjóða á milli, á friðsamlegan hátt. í öðru lagi að auka vináttu og samstarf þjóða, er byggist á virðingu fyrir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti hverrar þjóðar um sín innanlands- mál. í þriðja lagi að stuðla að sam- vinnu þjóðanna í at\ innu- og menningarmálum, og í fjórða lagi að kreljast þess að alrnenn mann- réttindi verði alstaðar í heiðri höfð, án tillits til þjóðernis, kynst eða trúarbragða. Skipulagniing bandalagsins. Til að ná þessum tilgangi verður kornið upp sex stofnunum ög eru þær þessar: 1. Þing Sameinuðu þjóðanna. í því eiga sæti fulltrúar allra þeirra ríkja, sem eru meðlimir bandalags- Framltald á 2. síðu. Stuðningsflokkar ríkisst jórnar- innar, Sósíalistaflokkurinn, Al- þýðuflokkuripn og Sjálfstæðis- flokkurinn lialda þessa dagana stjórnmálafundi víðsvegar um land, og hafa allir þingflokkar jafnan ræðutíma á fundunum. í gærkvöldi boðuðu stjórnar- flokkarnir til fundar hér í bænum, í Nýja-Bíó. Var fundurinn fjöl- mennur og hinn fjörugasti. Af hálfu stjórnarflokkanna töl- uðu Sigfús Sigurhjartarson, alþrn., fyrir Sósíalistaflokkurrnn, Gísli Jónsson, alþm., fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og Guðnr. G. Hagalín, rit- höf., fyrir Alþýðuflokkinn. Af hálfu „Framsóknar" talaði Bern- harð Stefánsson, alþm., en auk þess tóku til máls Jákob Frímannsson og Svavar Guðmundsson og endur- sögðu gamlar ræður frá bæjar- stjórnarfundi um útsvarsálagningar og hvert veltuskattur eigi að renna. Samkomulagstilrðunir um síldveiðikjörin hafa enn ekki borið árangur. Útlit fyrir verkfall frá 3. iúlí n.k. A síðasta Alþýðusambandsþingi var samþykt að fela stjórn sam- bandsins að vinna að samræmingu sjómannakjaranna, en eins og kunnugt er hefir þar verið um all- rnikið ósamræmi að ræða, hafa því tekjur sjómanna verið allnrisjafnar eftir því samkvæmt hvaða kjörum þeir hafa verið skráðir á skipin. — Var þetta rætt allmikið á síðasta Al- Ráðstefnunni í Simla f restað Nýlega skýrði Amery Indlands- málaráðherra frá því í neðri mál- stofu bretska þingsins, að bretska stjórnin hefði gert ráðstafanir til að ,,hjálpa“ Indverjum til að ná sömu stöðu innan bretska heimsveldisins og önnur samveldislönd þess hafa nú. Jafnframt var tilkynt, að ýms- um áhrifaríkum Indverjum yrði slept úr haldi. Meðal þeirra eru Gandhi, Nehru og Jinna. 25. þ. m. komu svo indverskir sjálfstæðisfulltrúar saman á ráð- enginn enn orðið af þejm sáttatil raunum. Stjórn Alþýðusambandsins og ríkisstjórnin vinna einnig að því að leysa þetta mál, en án árangurs enn sem komið er. Eru því horfur á að verkfall hefjist á síldveiðiskipunum eftir 3. júlí næstkomandi. þýðusambandsþingi og eins og fyr í*ýskir kommÚniStai Og SÓSÍ sldemokratar hefja saMstarf lag er sú staðreynd, að sjómannafé- lögin í Reykjavík og Hafnarfirði liafa ekki viljað veita Alþýðusam- bandinu umboð til samninga, en •Landssamband útvegsmanná hafði skrifað Alþýðusambandinu og ósk- að eftir því að heildarsamningar stefnu í Simla til að ræða tillögur J yrðu gerðir um síldveiðikjörin í Ræðumenn stjórnarflokkanna gerðu allýtarlega grein fyrir störf- um ríkisstjórnarinnar og. Nýbygg- ingaráðs og fyrirætlunum þessara aðila og rökin einnig í aðalatriðum tilraunirnar, sem gerS^r vorn til þess að reyna að fá ,,Framsókn“ með f ríkisstjórn, sem strönduðu á því, að Framsókn vildi ekki annað en kyrstöðu, hrun og öngþveiti og harðvítuga baráttu gegn verklýðs- samtökunum að fordæmi nazista. Vörn Bernharðs var á þá lund, að ekki gat farið hjá því að jafnvel stuðningsmenn stjórnarinnarkendu í brjósti um hann. Kom skýrt í ljós, að hjáseta „Framsóknar" mælist mjög illa fyrir og að fylgi hennar fer æ hrakandi. Mun nú megin-' hluti kjérsenda vera orðinn Sigfúsi Sigurhjartarsyni sammála um, að ,,Framsókn“ eigi nú hvergi heima nema á forngrjpasafninu. fá þessu ástandi breytt á þ: að síldveiðikjörin verði hvergi lak- ari en þar sem þau voru best. Að undanförnu hefir verið unn- ið að því, að reyna að ná samkomu- lagi um lausn þessa máls, en það . . . sem helst hefir hindrað samkomu- vinna sameigin'ega að því að upp- Útvarpið í Berlín tilkynti nýlega að Kommúnistaflokkur Þýskalands og þýski Sósíaldemokrataflokkur- inn hefðu komið sér saman um að ræta nazismann í Þýskalandi. bretsku stjórnarinnar. Ráðstefn- unni liefir nú verið frestað þangað til um miðjan júlí næstk., þar sem Indverjar hafa ekki orðið ennþá -ásáttir innbyrðis um fulltrúatölu einstakra flokka í væntanlegri framkvæmdastjórn Indlands. sumar og tjáði Alþýðusambandið sig strax fúst til heildarsamninga og hefir til þess umboð frá mörgum félögum. Sjómannafélögin í Reykjavík og Hafnarfirði vísuðu málinu fljótlega til sáttasemjara, en árangur hefir Samið um smíði 12 vélbáta innanlands Ríkisstjórnin mun nú vera að gera samninga við innlendar skipa- smíðlastöðvar um smíði vólbáta. Hefur frétzt að búið sé að semja um smíði tólf 35 tonna báta, eftir teikningu Þorsteins Daníelss. Verða sex þeirra smíðaðir í Neskaupstað, fjórir á Fáskrúðsfirði og tveir á Siglufirði. Ársþing í. S. í. á Akureyri. Ársþing Áþróttasambands ís- lands var sett í bæjarstjórnarsaln- um hér á Akureyri síðastliðinn fimtudag. Á þinginu voru mættir 43 full- trúar frá 16 félögum og héraðasam- böndum. Forseti sambandsins, Benediikt G. Waage, setti þingið, en þingfor- setar voru kjörnir þeir Erlendur Ó. Pétursson og Ármann Dalmanns- son, en ritarar Kjartan Bergmann og Jón Hjartar. Meðlimir í. S. í. eru nú rúmlega 21 þús. manns. Ársþingi í. S. í. mun lokið í kvöld og fara gestirnir í Vagna- skóg í dag í boði í. B. A. ÍSLANDSGLÍMAN. Guðmundur Ágústsson varð glímukóngur. Íslandsglíman var háð hér á Ak- ureyri í gærkvöldi á túnunum hjá íþróttahúsinu, að viðstöddum miklum mannfjölda. Keppendur voru 11, en 1 gekk úr leik vegna meiðsla. Glímukappi Islands varð Guðmundur Ágústsson frá Ár- manni, með 8 vinninga. Er það í þriðja sinn, sem hann verður Glímukóngur íslands. Einnig hlaut hann 1. verðlaUn fyrir fegurðar- glímu og vann verðlaunaskjöld í. S. í. fyrir fegurðarglímu þar með til eignar. Forseti í. S. í. flutti snjalt ávarp að lokinni glímunni og af- hentt ver§launin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.