Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.06.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 30.06.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐÖRINN EÍJH qpWWWW'WWWWWWWWWW 9 J JOHAN BOJER: 4 | Ásýnd heimsins m (Framhald). inn margar mílur frá löndum sínum. „Hvar er læknirinn í kvöld?" spurði kannske einhver. „Æ, hann situr.yfir blöðum sínum þarna hinu- megin.“ „Ja, svo, þá þýðir ekkert að yrða á hann,“ sögðu menn alstaðar og hristu höfuðið. Það var hér yfir heimsblöðunum, sem Haraldur fór fyrir alvöru að mýnda sér skoðun á sjálfu lífi jarðarinnar. Það var áreiðanlega eitthvað annað en landafræðinám í skóla. Það er dálítið ergiilegt að þvælast á lítilli plánetu, og þú veist ekki einu sinni hvað er að gerast á henni. Hvað veist þú um Rúmeníu? Eitt orð, ein kennslustund í skólanum, en hvað er Rúmenía? Það var evo margt sem sveimar eins og í rökkri, í hálfgerðtii þoku í huga manns. En það verður nú að vera úr sögunni. Það var kynlegf ferðalag, hratt eins og hugurinn, þar sem nýir sjón- deildarhringar komu sífelt í ljós og óendanlegar víðáttur blöstu við. Þetta var ekki saga, en bara geysistórt augnablik, hið risavaxna Nú, sem þyrlaðist inn í huga hans frá öllum hliiðum. New-York varð lif- andi, og næsta andartak Melbourne, Wien, Petersburg, Berlín, London. Þetta volduga líf flögraði inn í hann í st.órum blossum og örvaði blóðrás hans, gerði hann altekinn af hans eigin hitasótt. í upphafi sat hann hér og lét ímyndunaraflið soga í sig alt þetta efni, einungis af forvitni, eins og ferðalangur, sem kýs helst að sjá alt. Úti á götunni heyrðist skarkali bæjarins, drunurnar í járnbrautarlestunum er fðru og komu í Gare de Montparnasse, og^tveggja hæða strætisvagna, er voru troðfullir af mann- eskjum, sköltu iðulega bara á einu hjóli fyrir hornið um leið og þeir beygðu niður á R'ue de Rennes. Og í heimsblöðunum heyrðist sami gnýr- inn af símskeytum og greinum, en þar voru það'stórar, þungar undiröld- ur hins £ríðarmikla hafs mannkynsins sjálfs. Svo rak að því, að sá dagur kom þegar hann varð meira en forvitinn. Það var liitt og þetta í löndun- um, sem hann lét sér ant um. Það var eins og augu rnóður hans hvíldu á honum og spyrðu: Hvað álítur þú um þetta? Verkfall í Valparaiso, Upp- reistartilraun í Barcelona, handtökur í Moskva, kristnir menn drepnir í Mesopotamíu, harðstjórn auðhringanna í Ameríku, það var eitthvað sem sogaði hann með, fékk hendur hans til að titra. Heimurinn varð annað meira en borgir og landslag og líf og ys, heimurinn byrjaði að teikna sína andlegu ásýnd fyrir hann. Hvað heldur þú um þetta — og þetta — og þetta? Æ, hann sem heima hafði aldrei getað gengið í lið með neinum af þessum hálfdauðu, pólitísku flokkum, tók nú hér afstöðu, hann sat hér og var gagntekinn af hinni risavöxnu heimsmynd, þar sem flest var á röngum stað. Það voru til atburðir, sem sner.tu hann óþægilega, jafnvel þó þeir gerðust svo óendanlega langt í burtu. Það voru til hlutir, sem gerðu hann ofsareiðan, þó þeir gerðust í annari heimsálfu. Hvað heldur þú um þetta og þetta? Og í hvert sinn sem hann kom aftur og setHst í sinn kyrláta blaðakrók, var það eins og hann væri að vígbúast, ekki bara til að sjá stórar sýnir og komast í geðshræringar, en til baráttu. Hann sat hér og eignaðist vini í fjarlægum löndum, sem hann mundi aldrei hitta, og svarna óvini, sem hann hafði aldrei rekist á. Ráðherra í Ungverja- landi, öldungardéildarþingmann í Ameríku, hershöfðingja í Þýskalandi — æ, þeir voru nógu ljóslifandi fyrir sjónum hans! Það var ekki nóg að heimurinn yrði æ stærri, heldur varð hann afl, sem sogaði hann æ meir að sér, áhuga hans, hugsanir hans, drauma hans. Það var eins og hann yrði sífelt betur vakandi. Og því betur sem hann vaknaði, því meira rakst hann á af hlutum sem gerðu honum gramt í geði og ollu honum ógleði. Hann fór að hrærast svo með, finna svo til með öllu, sem gerðist víðsvegar í löndunum, að það voru ekki einungis hugsanirnar, sem þutu um alt, en það var eins og sjálfar hjartatrefjar hans væru í þann veginn að kvíslast um alla veröldina. Og þegar hann svo stóð upp og hélt heimleiðis, hafði alt það, sem ná- lægt var, skroppið svo saman, jafnvel Pasteurstofnunin, jafnvei það að vera læknir. Já, jafnvel þegar hann kom inn og leit konu sína var hún orðin svo óveruleg, hann sá hana að vísu, en sá jafnframt margt annað um leið. „Hvar hefir þú verið í dag, stelpan mín?“ átti hann til að spyrja. ,,í Louvre auðvitað." Þóra Mark hékk ekki lengur skelfd í handlegg manns síns, hún var upp á síðkastið farin að voga sér út ein síns liðs. Hún ráfaði alein um Louvre, þegar hann gat ekki verið með. Hún las um listir, hún skoðaði listaverk, hana dreymdi um listir. Hún kom heim eftir margra tíma rölt í myndasölunum, ekki uppgefin, lieldur andlega nærð, frá sér num- in af gleði yfir stórfenglegum, dýrðlegum viðburðum. Það kvíðvænlega hafði smám saman horfið., Það var eins og hún rækist loksins hér í myndasölunum á þær kringumstæður, sem gerðu henni kleyft að þróa eðli sitt. Gleðin vogaði sér nú að birtast í andliti hennar. Hún leit ekki lengur niður, þegar einhver horfði á hana, hún teygði úr sér og varð furðulega örugg, hún varð fallegri en áður, hlátur henriar var farinn að líkjast lúðraþyt, og henni var létt um að hlæja, af því að heimurinn hafði (Framhald). | sumarmót) I Sósíalistafélögin á Norðurlandi efna til ! | sumarmóts í VAGLASKOGI sunnu- | I daginn 1. júlí nk., og hefst það kl. 2 e. h. I DAGSKRÁ: j I Mótið sett (Steingr. Aðalsteinsson, alþm.) I | Lúðrasveit Akureyrar leikur. | Ræða (Sigfús Sigurhjartarson, alþm.) ) Lúðrasveitin leikur. [ Ræða (Þóroddur Guðmundsson, alþm,) i | Lúðrasveitin leikur. Gamanvísur. | Lúðrasveitin leikur. | Keppni í: pokahlaupi, peysuboðhlaupi o. fl. | | Dansað á palli. — Veitingar á staðnum. I Sætaferðir frá B. S. A. j I ALLT ALÞÝÐUFÓLK VELKOMIÐ! | Sósíalistafélögin á Norðurlandi. Foringi Yerkamannaflokksins norska hefir myndað nýja stjórn Tveir kommúnistar eiga sæti í henni Einar Gerlrardsen, hinn ungi og ötuli leiðtogi norska Verkamánna- llokksins, hefir nú myndað fyrstu ríkisstjórnina á norskri grund eftir frelsun landsins. Gerhardsen lagði ráðherralista sinn fyrir konung 22. þ. m. Fimtán ráðherrar eiga sæti í stjórninni, sex úr Verkamannaflokknum, tveir úr Kommúnistaflokki Noregs, og sjö samtals úr Hægri flokknum, Vinstri flokknum og Bændaflokknum. Kommúnistarnir í stjórninni eru Johan Strand Johansen, Osló, verkamálaráðherra, og frú Kerstin Hansteen ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar, — ekkja Viggo Hansteens hæstaréttarlögmanns, sem nazistar myrtu. Hún er fyrsta konan sem gegnir ráðherraembætti í Noregi. Önnur ráðherraembætti eru jiannig skipuð: Tryggve Lie utanríkisráðherra, Oscar Torp landvarnarráðherra, Lars Evensen verslunarráðherra, Kaare Fostervald kirkju- og kenslu- málaráðherra, Sven Offedal félags- málaráðherra (allir úr Verkamanna- flokknum), Gunnar Jahn (vinstri) fjármálaráðherra, Johan Cappelen (haegri) dómsmálaráðherra, Egil O f lé n berg b irgðam á laráðh e rr a, Tor Skjönsberg siglingamálaráð- lierra, Arne Rostad landbúnaðar- ráðherra, H. J. Gabrielsen og Con- rad Bonnevie Svendsen ráðherrar án sérstakrar stjórnardeildar. Flestir ráðherrarnir í hinni nýju stjórn eru leiðtogar heimavígstöðv- anna. Mor^enbladet í Osló segir m. a. að fáir Jiekktir og virkir stjórnmála- menn taki sæti í nýju stjórninni, en flestir ráðherranna séu úr hópi þeirra, sem á hernámsárunum urðu. að taka á sig stjórnarstörf og ábyrgð. Um forsætisráðherrann, Einar Gerhardsen, segir blaðið, að hann hafi ekki tekið mikinn þátt í stjórnmálum opinberlega fyrir stríð, en hið einstæða framlag hans í stjórn baráttunnar á heimavíg- stöðvunum valdi því, að alþjóð muni með trausti og ánægju taka hann sem forsætisráðherra.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.