Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.07.1945, Page 1

Verkamaðurinn - 07.07.1945, Page 1
Oddur Björnsson GuÖrún Á. Símonar syngur í Samkomuhúsi bæjarins í næstu viku prentmeistari Oddur Björnsson, prentmeistari og prentsmiðjueigandi á Akureyri, lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík síðastliðinn fimtu- dag 80 ára að aldri. — Oddur Björnsson var einn af þekkt- ustu borgurum þessa bæjar og vel látinn af öllum er hann þekktu. Hann var stofnandi og eigandi Prentverks Odds Björnssonar og rak þá prentsmiðju með dugnaði og fram- sýni í f jóra tugi ára. Hans verður nánar getið hér í blaðinu síðar. Sumarmót sósíalista í Vaglaskógi s. 1. sunnudag var eitt allra fjölmennasta mót, sem þar hefir verið haldið. Veður var hið ákjósanlegasta og móts- gestirnir skemmtu sér hið bezta Framsóknarfundurinn á Hrafnagili féll niður vegna anna og bílaskorts, segir Dagur! Sumarmót það, er sósíalistafélög- in á Norðurlandi efndu til sl. sunnudag í Vaglaskógi, var mjög fjölment og ánægjulegt. A annað þúsund manns mun liafa verið í skóginum þennan dag, flest úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, en nokkuð lengra að. Veður var ágætt allan daginn, hægviðri og sólskin öðruhvoru og nutu gestirnir skóg- arins og skemtunarinnar prýðilega. Um kl. 2-30 e. h. setti Steingr. Aðalsteinsson alþm. mótið með stuttri ræðu og lýsti tilhögun og dagskrá mótsins. Síðan flutti Sigfús Sigurh jartar- son ræðu dagsins. Sagðist honum af- hurða vel að vanda og klappaði mannfjöldinn honum óspart lof í lófa að ræðunni lokinni. Þá söng Jón Ingimarsson nokkrar gaman- vísur um Akureyri'og var þeim þætti vel tekið. Lúðjasveit Akur- eyrar lék á milli þáttanna. Svo heppilega vildi til að barnakórinn „Sólskinsdeildin“ var staddur í skóginum þennan dag, og sýndi hann þá lipurð að syngja no&kur lög fyrir gestina og á hann þakkir skitdar fyrir það. Ennfremur fór fram keppni milli Akureyringa og Húsvíkinga í pokahlaupi, peysu- boðhlaupi og naglaboðhlaupi. — Sigruðu Húsvíkingar í pokahlaup- inu og naglaboðhlaupinu. Höfðu áhorfendur góða skemtun af þess- um „íþróttum". — Að þessu loknu var hafinn dans á stórum palli, sem smíðaður hafði verið fyrir mótið. Gátu þar dansað um 200 pör í einu. Var mikil aðsókn að dansinum og stóð hann til kl. 10 um kvöldið. Framkomá skógargestanna þenn- an dag var undantekningarlaust prúðmannleg, og má segja, að það hæfði bæði stað og stund. Þátttakan í þessu sumarmóti sósíalista sýnir vaxandi gengi Sósíalistaflokksins, bæði í sveitum og bæjuth. Framsóknarflokkurinn hafði boðið Eyfirðingum upp á að heyra Bernharð Stefánsson tala á Hrafna- gili þennan sama dag. En aðeins tuttugu manns þáði boðið, en Bernharði þótti ekki ómaksins vert að eyða „púðri“ sínu á svo fáar sálir og féll því fundurinn niður. „Dag- ur“ kennir um önnum og bílaskorti í héraðinu, og hvorttveggja má satt vera, að nokkru leyti, en hitt mun þó meiru hafa ráðið, að fáir munu vera í svo miklum vandræðum með frídaga sína, að þeir þurfi að setj- ast inn á fundi, þar sem Bernharð og aðrir álíka ,,þversum“-Framsókn- armenn flytja sína lnindleiðinlegu langhunda og miðaldapredikanir. TOGARAR OG FLUTNINGA- SKIP FRÁ SVÍÞJÓÐ? Nýbyggingarráð hefir s<pn þrjá menn til Svíþjóðar, Danmerkur og Englands til þess að leita fyrir sér um byggingu togara og flutninga- skipa í þessum löndum og undir- búa samninga um smíðina í sam- ráði \dð ríkisstjórn og Nýbygging- arr^ð. Formaður sendinefndarinnar er Helgi Guðmundsson bankastjóri, en hinir nefndarmennirnir eru Oddur Helgason útgerðarmaður, tilenfndur af stjórn Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda og Gunnar Guðjónsso nskipamiðlari. Frá fyrstu hljómleikum Guðrúnar Á. Símonar, 20. marz s.l. Söngkonan er á sviðinu í Gamla Bíó í Reykjavik, hneigir sig fyrir áheyrendum og þakkar ágætar undirtektir. Við flygelinn er Fritz Weisshappel, frernst á myndinni, Þórarinn Guðmundsson fiðlu- leikari, og lengst til vinstri Þórhallur Ámason, cellisti. í næstu viku efnir ungfrú Guð- rún Á. Símonar til fyrstu söng- skemtunar sinnar hér í bænurh, — Syngur hún í Samkomuhúsi bæjar- ins, með aðstoð Fritz Weisshappel, píanóleikara. Undanfarin fjögur ár hefir ung- frúin sungið í útvarpið öðru hverju og hlotið af því hinar mestu vinsældir, þótt sjaldnar hafi hún þar látið til sín heyra, en útvarps- hlustendur hefðu óskað. En máske er allt bezt í hófi, jafnvel líka fagur og grípandi söngur. í fyrsta skipti á ævinni efndi ung- frú Guðrún Á. Símonar til sjálf- stæðrar söngskemtunar 20. marz sl. Söng hún fimm sinnum í Gamla- Bíó í Reykjavík, jafnan fyrir fullu húsi áheyrenda og við forkunnar góðar undirtektir. Síðasta söng- skemtun hennar var 12. apríl, en þá varð hún að hætta, því að 16. apríl byrjaði hún að syngja sem einsöngv- ari hjá Karlakór Reykjavíkur á hljómleikum þeim, sem kórinn efndi til í Fríkirkjunni í tilefni af fimtugsafmæli söngstjórans, Sig- urðar tónskálds Þórðarsonar, og söng hún enn fimm sinnum með kórnum og fékk ágæta dóma. Það má því sannarlega segja, að all myndarlega og glæsilega hafi þessi unga, aðeins 21 árs gamla, söngkona hleypt úr hlaði. Dagblöðin í Reykjavík hafa birt mikið um hljómleika ungfrú Guð- rúnaj. í Þjóðviljanum, 10. apríl sl., er langur söngdómur og fer hér á eftir nokkuð úr honum: „. . . . Hin aðlaðandi og látlausa f^unkoma söngkonunnar og hin hárfína og hnitmiðaða meðferð hennar á viðfangsefnunum var svo grípandi, að andlit áheyrendanna ljómuðu af hrifningu og stöðugt vaxandi eftirvæntingu, eftir því sem hún söng fleiri lög. Það er al- veg óhætt að fullyrða, að mörgum þeim söngunnendum, sem að staðaldri sækja söngskemtanir hér í bæ, hefir hlýnað óvenjulega um hjartaræturnar við að hlýða á söng Guðrúnar Á .Símonar þessa stund í Gamla-Bíó á sunnudaginn — stund, sem manni fannst líða allt of fljótt, en verður ógleymanleg. . . .“. Þá segir ennfremur í sömu grein: „. . . Eg, sem þessar línur skrifa, fór á þessa söngskemtun hálft í hvoru í þeirri trú, að hið rnikla lof, sem op- inberlega hefir verið borið á söng ungfrú Guðrúnar Á. Símonar, væri þeirrar tegundar, sem við leikmenn í þessum bæ höfum átt að venjast, að lesa í blöðum undanfarið, þar sem okkur hefir verið talin trú um, að meðalmenskan væri einhver af- burða efniviður og þetta oft undir- ritað stöfum þeirra, sem þekking- una hafa, til þess að menn ekki ef- uðust. — Það er álitið sjálfsagt að hæla öllu dúlli, þó að beinlinis (Framhald á 4. síðu). i

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.