Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.07.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 07.07.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Síldveiðakjör samræmd og bæft * Samningar náðust sl. sunnudagsmorgun. Hlutúr sjómanna hækkar 0.10-0.24% frá áður gildandi Faxaflóasamningi Samningar um kaup og kjör sjó- manna á síldveiðum á komandi síldarvertíð voru undirritaðir að morgni sl. sunnudags, 1. júlí, en samningaumleitanir höfðu þá stað- ið yfir undanfarnar vikyr. Samkvæmt þessum samningum hefir hlutur háseta hækkað um frá 0,10—0,24% frá ður gildandi Faxa- flóasamningi. Vélstjórar og mat- sveinar fengu einnig nokkra lag- færingu á kjörum sínum. Þau ákvæði er gilt hafa í samn- ingum sjómanna á síldarvertíðinni 1944 og sem tryggt hafa sjómönn- um betri kjör en þessi samningur, skulu haldast óskert. Látli drengurinn minn, SKÚLI, andaðist þann 3. þ. m. í sjúkra- húsinu á Akureyri. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 10. þ. -m., kl. 1 e. h., og hefst með baen að heimilli mínu, Hlíðarenda í Glerárþorpi. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda. Aðalheiður Jónsdóttir. ±HIIIIIIIHIHIIIHHHIHHIIIIIHHHHIHIHHHHHHIIHIIIIIIIIHHIHHIMIIIIIHIHIHIHIIHHHHHIHHHIIHIHIHflllHHIHHHIHHHIIIir|,» Tilkynning íþróttakeppni Akureyringa og Í.R.-inga íþróttaflokkur úr í. R. er staddur hér í bænum og keppir í frjálsum íþróttum við íþróttafélög bæjarins. — Hófst keppnin á Þórsvelli á fimmtudagskvöld og hélt áfram í gærkvöldi. Meðal í. R,- inga eru íslandsmeistarar í sumum hin- um frjálsu íþróttum. A fimmtudagskvöld var keppt í 5 greinum ,og urðu úrslit sem hér segir (3 —4 fyrstu menn): 100. m. hlaup: sek. 1. Finnbjöm Þorvaldsson í. R. 10,9 2. Kjartan Jóhannsson í. R. 11,2 3. Magnús Baldvinsson í. R. 11,4 4. Rögnvaldur Finnbogason Þór 11,6 Kúluvarp: m. 1. Jóel Sigurðsson í. R. 14,30 2. Sigurður Sigurðsson í. R. 12,68 3. Marteinn Friðriksson K. A. 12,46 4. Haraldur Sigurðsson Þór 11,92 Langstökk: m. 1. Marteinn Friðriksson K. A. 6,43 2. Magnús Baldvinsson í. R. 6,24 3. Haraldur Sigurðsson Þór 5,84 4. Sigurður Sigurðsson í. R. 5,67 1500 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson í. R. 4 : 27,8 m. 2. Jóhannes Jónsson í. R. 4 : 41,8 mín. 3. Eiríkur Jónsson Þór 5 : 00,6 mín. Héfeiökk: m. 1. Matthías Ólafsson Þór 1,72 Vá 2. Finnbjörn Þorvaldsson í. R. 1,72 Vi 3. Jóel Sigurðsson í. R. 1,61 4. Marteinn Friðriksson K. A. 1,51 í gærkvöldi fór svo fram keppni í fimm greinum og urðu úrslitin sem hér segir (2—4 fyrstu menn); 400 m. hlaup: sek. 1. Kjartan Jóhannsson í. R. 52,7 2. Haraldur Símonarson í. R. 57,1 3. Marteinn Friðriksson K. A. 58,2 Spjótkast: m. 1. Jóel Sigurðsson í. R. 53,21 2. Finnbjörn Þorvaldsson í. R. 51,56 3. Agnar Tómasson K. A. 46,51 4. Gunnar Óskarsson Þór 41,44 3000 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson í. R. 9 mín. 33 sek. 2. Jóhannes Jónss. í. R. 9 mín. 52,8 sek. Kringlukast: m. 1. Jóel Sigurðsson í. R. 36,98 2. Haraldur Sigurðsson Þór 34,54 3. Örn Clausen í. R. 31,80 4. Marteinn Friðriksson K. A. 31,38 Þrístökk: m. 1. Marteinn Friðriksson K. A. 12,75 2. Magnús Baldvinsson í. R. 12,40 3. Matthías Ólafsson Þór 12,12 4. Örn Clausen í. R. 11,80 Guðrún Á. Símonar (Framhald af 1. síðu). verði á kostnað þeirra, sem lista- mannsnafnið geta borið, og eiga kröfu á að vera ekki settir á sama bekk og dúllararnir. Þjóðinni er enginn greiði gerður með því að innpreta henni rangar hugmyndir um slíkt. — Þegar eg kom á söng- skemtim þessa, þá varð mér ljóst, að hér hafði eg ekki oflof lesið, þar hafði ekkert verið ofsagt. . . . “ % Söngskráin, sem ungfrú Guðrún býður Akureyringum upp á, er prýðileg og mjög smekklega saman sett, enda eru þar mörg mjög erfið viðfangsefni. Og mega bæjarbúar fagna því að fá nú tækifæri til þess að heyra ungfrú Guðrúnu Á. Sí- monar og sjá. Verkamaðurinn býður þessa vin- sælu söngkonu velkomna til Akúr- eyrar. Páll ísólfsson, tónskáld, er kominn til bæjarins í boði Tónlistarfélags Akureyr- ar. Ákveðið hafði verið að hann hefði orgel-tónleika í Akureyrarkirkju í gær- kvöldi, en af þeim gat ekki orðið, sökum veikindaforfalla hans. Tónleikarnir munu verða eftir helgina. Nýleéa voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Guðrún ísberg (dóttir Guðbr. ís- berg sýslumanns í Húnavantss.) og Þórður Gunnarsson póstþjónn, Akureyri. Sveinn Hannesson frá Elivogum and- aðist í sjúkrahúsi í Reykjavík aðfaranótt miðvikuda’gs 4. þ. m. — Sveinn var þjóð- kunnur maður fyrir lausavíáur sínar og ljóðagerð. Hann 4. þ. m. andaðist að heiimili dóttur sinnar sér í bæ, Þorsteinn Stein- þórsson frá Efri-Vindheimum. Deildarmyrkvi á sótu verður mánu- daginn 9. þ. m. Hér á Akureyri stendur myrkvinn hæst kl. 12.27 og eru þá 9/10 af þvermáli sólarinnar myrkvaðir. MYNDAVÉL var skilin eftir við danspallinn í Vaglaskógi sl. sunnudag. Eig- andi vitji hennar á skrifstofu verklýðsfélaganna í Verklýðs- húsinu, gegn greiðslu þessarar auglýsingar. Fund heldur verkakvennafélagið Eining í Verklýðshúsinu laugard. 7. júlí kl. 9 e. h. — FUNDAREFNI: Kofabyggingin. Stjóirnin. frá Síldarverksmiðjum ríkisins Síldarverksmiðjur ríkisins hafa ákveðið að hefja móttöku i i bræðslusíldar 8. júlí n. k. Síldin verður keypt föstu verði af \ 1 þeim, sem þess óska fyrir kr. 18.50 málið, en þeim sem óska f 1 heldur að leggja síldina inn til vinnslu, er það heimilt, og | f verður þeim greitt 85% af áætfunarverðinu kr. 18.50, þ. er f f kr. 15.73 pr. mál við afhendingu, og fá þeir endanlegt upp- f | gjör síðar. Skulu viðskiptamenn verksmiðjunnar segja til í f I síðasta lagi 10. júlí, hvort þeir kjósa að selja síldina föstu f f verði eða leggja hana inn til vinnslu. Ef engin tilkynning I í hefur borizt frá samningsbundnum viðskiptamanni að kvöldi f f 10. júlí n. k., telst hann selja síldina föstu verði. Þeir; sem lofað hafa Síldarverksmiðjum ríkisins öllum f I bræðslusíldarafla sínum í sumar, ganga fyrir öðrum um við- f f skipti, enda hafi þeir undirritað samninga við verksmiðj- f I urnar eigi síðar en 11. júlí n. k. Síldarverksmiðjur ríkisins. ,||ll»lltlllllllllll||||||||||||||||||||||||«|||||||||||||||||||||||||||||||«|||||«||||||,t||||||||«|||||||||||||||||||||||||lil|||||«|||||||||||||||||ll*||» Verkamenn! Sjómenn! Höfum nú fyrirliggjandi úrval af VINNUFATNAÐI, íslenzkum og amerískum. Hvíta strigavettlinga á aðeins kr. 2.75 parið. Einnig ágæt ullarteppi, íslenzk, frá kr. 32.00. Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson. iiiiiini •••••••••"••<• ••••••••Hiimiiimimiiimii iii iiiii nmiiMmiMiiMiiiiiiiiii 1111111111111111111 n 111111111111111111111111111 m uiiMf,, Aðvörun Á síðasta óri var gerður samningur við Bandaríkjastjórn um kaup ó öllum símalínum setuliðsins hér á landi, og íalla f þær til landssímans jafnóðum og setuliðið þarfnast þeirra | ekki lengur. Er hér um að ræða loftlínur á staurum, jarð- f strengi og sæstrengi, og gúmvíra á jörðu. Mikið af þessum línum er þegar í notkun hjá landssímanum, og'aðrar verða teknar í notkun jafnóðum og herinn hættir að nota þær. Að gefnu tilefni eru menn alvarlega aðvaraðir um að skemma ekki línur þessar, hvort heldur eru ofanjarðar eða neðan, eða hrófla við hlutum úr þeim, svo sem staurum, jarðstrengjakössum o. fl., enda liggja við því þungar refs- ingar samkvæmt lögum. Póst- og símamálastjórnin, 22. júní 1945. Himmi»immmmmmmmmmmmmiimiiimmihmiiiimmimiimmmmmmmmmimmmimmmmmmmimiimiimmimimmmmmiiimmImmmmmmim?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.