Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.07.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 14.07.1945, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Frelsishreyiingin danska nýlur virSingar og Irausts segir Guímundur Arnlaugsson. Þjóðviljinn átti eftiríarandi viðtal við Guðmund síðastliðnn mánudag. Guðmundur Arnlaugsson hefir undanfarandi ár starfað sem kenn- ari við mentaskóla í Kaupmanna- höfn og Odense. Hann kom heim með Esju. Tíðindamaður Þjóðviljans átti eftirfarandi viðtal við Guðmund síðastliðinn mánudag: — Hvað geturðu sagt mér um handtökur íslenidnganna fimm sem komnir voru af stað með Esju? er fyrsta spurningin sem eg legg fyrir Guðmund Arnlaugsson. — Þessir fimm menn voru: Magn- ús Kjartansson stud. mag., Sigurð- ur Kristjánsson verkfræðingur, Hinrik Guðmundsson ölgerðar- maður, Leifur Jóhannesson rakari og Ólafur Pétursspn (kom frá Nor- egi). Um handtökurnar sjálfar vit- um við ekkert með vissu, en eftir því sem eg hefi komist næst, voru það bretsk-bandarísku hernaðaryf- irvöldin, sem framkvæmdu þær. Ástæðurnar gætum við helst hugsað okkur tvær: önnur er sú, að Bretar hafa illan bifur á öllum þeim sem fengu þýskt leyfi til að fara frá Danmörku til Svíþjóðar, og hafa stöðvað þá í Bretlandi, ef þeir hafa haldið áfram til Svíþjóðar. Önnur ástæðan gæti verið eitt- hyað í sambandi við dr. Lotze. í fyrra eða hitteðfyrra kom til Kaup- mananhafnar þýskur maður með þessu nafni og reyndi hann á grun- samlegan hátt að ná sambandi við íslendinga þar, bauð þeim að borða o. s. frv. Hernaðaryfirvöldin virðast hafa náð einhverjum skjöl- um þessa dr. Lotze, og eru að reyna að grafa sem mest upp um hann. — En höfðu allir á skipinu fengið fararleyfi? — Það var stöðugur dráttur á því að fá vegabréfin, því hernaðaryfir- völdin voru með nöfn 20—30 far- þega, sem þeir vildu eitthvað at- huga. Var sagt að komið hefði til tals að brottför Esju yrði frestað um viku, en Jón Krabbe sendifulltrúi, gengið í málið og fékk Esja leyfi til að fara, en að því tilskyldu, að bretsk hernaðarnefnd færi með henni til að athuga þessa menn, og yfirheyrði hv'm um 20 manns á leið- inni. — Blöð hér hafa æst gegn dönsk- um frelssinnum út af þessu máli, og talað um „óaldarflokka" sem vaði uppi í Danmörku. Er nokkuð hæft í því? — Nei, það er með öllu tilhæfu- laust. Frelsishreyfingin nýtur alls staðar virðingar. Fyrst í stað söfn- uðust Danir um konunginn, það var hægt að sýna konunginum hollustu sína án þess að Þjóðverjar yrðu að taka í taumana. Það var ekki mikið um skemdarverk fyrst í stað, en þau fóru vaxandi og barátt- an harðnaði. Frá 29. ágúst 1943 var um harða baráttu að ræða, og þó einkum frá því í allsherjarverkfall- inu í fyrrasumar. Þá gerist það, að frelsisráðið kemur fram og tekur stjórnina. Allir hlýddu því, þó ekki vissu nema fáir útvaldir hverjír væru í því. Þegar það vitnaðist, kom í ljós að þetta voru tiltölulega lítt þektir menn, en þeir unnu mik- ið afrek. Leyniblöðin höfðu mjög mikil áhrif, þó óásjáleg væri, flest fjölrit- uð. Við þau unnu fjöldi ungra manna, margt skólastráka. í menta- skólunum, sem eg kendi í, vissum við til að nemendur voru að vinna að þessu á nóttunni, og var þá oft erfitt með kensluna. Ýmsar varúð- arráðstafanir voru viðhafðar, sumir drengjanna voru færðir í bækur skólans með tveimur nöfnum, til þess að hægt væri að sýna annað nafnið ef spurt yrði eftir hinu. Ákveðin hringing þýddi aðallir nemendur streymdu niður, í eina þyrpingu, til þess að erfiðara yrði að finna þá, sem leitað var að. Hipo-menn gerðu slíka leit í skól- anum mínum í vor, en þar voru þeir vissir í sinni sök, höfðu myndir af þeim, sem þeir ætluðu að ná í. — Hvaða áhrif hafði hernámið á landa í Höfn? — Þjappaði þeim betur saman, þeir urðu þjóðræknari og héldu hópinn betur. íslendingar voru al- ment mjög andvígir Þjóðverjum. — Hvað er að segja um félagslíf íslendinga í Höfn þessi ár? — Félagslíf landa í Hörn hefir aldrei verið blómlegra nokkru sinni í sögu nýlendunnar en þessi hernaðarár. íslendingafélagið hefir starfað svipað og áður, undir for- ystu Martins Bartels. Það gekst fyr- ir þeirri nýjung að fjölrita frétta- bréf um það sem gerðist heima á ís- landi, og var það vel þegið. Stú- dentafélagið hélt margar kvöldvök- ur, og voru þeir Jón Helgason pró- fessor og Jakob Benediktsson bóka- vörður lífið og sálin í þeim. Þar voru lesnar nýjar bækur að heiman, einkum þóttu sögur Kiljans og Helgafell góður fengur, eða tekið sérstakt efni til meðferðar og það kynt með upplestri úr bókmentum um það, — einu sinni tókum við t. d. Bessastaði fyrir kvöldvökuefni. Á félagsfundunum ræddum við oftast íslensk menningarmál og framtíðarhorfur. Sem dæmi um við- fangsefni má nefna íslensk land- búnaðarmál, framtíð íslenskra náttúruvísinda og framtíð húman- tískra vísinda á íslandi. Stofnað var söngfélag íslendinga og æfði það af miklum krafti kór- söng, undir stjórn Axels Arnfjörðs, með þeim árangri, að hann fékk, eftir mjög skamman tíma að syngja í danska útvarpið, og eru þó gerðar til þess állstrangar kröfur. Þá var og stofnað „Róðrarfélagið Hekla", sem einnig starfaði af dugnaði og eignaðist kappróðrar- báta. Jón Helgason kaupmaður var aðalstyrkarmaður þess. Jón er mesti merkismaður, gamall gh'mu- maður og íþróttakenanri. Það var hann sem gaf minningartöfluna um Jón Sigurðsson, sem sett var upp 17. júní æhús það sem Jón bjó lengst í. Stúdentafélagið sá um þetta og Jón vildi ekki að sín væri þar að neinu getið. — Skákfélag var einnig starfandi, en átti erfitt síð- ustu árin, vegna takmarkana á úti- vist og samgöngum á kvöldin. Öllu er lokað kl. hálfníu, leikhúsum, bí- óum og veitingahúsum, og spor- vagnar hætta að ganga. Þetta er svo enn. — Hvernig er með mataræði? — Það var alltaf til nógur matur þó Danir kvörtuðu talsvert, en þeir eru líka góðu vanir. Kaffi og 'te höfum við hinsvegar ekki smakkað síðustu árin. Og fataskortur hefir verið tilfinnanlegur, nærföt t. d. alls ekki fáanleg, og hafa menn orð- ið að notast við sömu fötin ár eftir ár. Á bílum í Dyngjufjalladal og að Vatnajökli. Laug"ardaginn 7. júlí sl. fór Ferðafélag Akureyrar skemtiferð á 3 bílum um Ódáðahraun og Dyngjuf jöll, allt suður að Vatna- jökli við upptök vestustu kvíslar Jökulsár á Fjöllum. Fararstjóri var Þorsteinn Þorsteinsson, aðrir þátt- takendur 4 stúlkur og 12 karl- menn. y Lagt var af stað kl. 15,30 og ekið sem leið Hggur að Grænavatni í Mývatnssveit, þaðan um Sellönd í Suðurárbotna, skamt ofan við sæluhúsið og gist þar 34 krn. frá Grænavatni. Sunnudaginn 8. júlí var ekið upp með Suðurá og um Ódáðahraun að norðurmynni Dyngjufjalladals (26 km.). Síðan um Dyngjufjalladal suður fyrir Kattarhrygg (20 km.) og gist þar, eða 80 km. frá Grænavatni. Mánu- daginn 9. júlí gengu 12 frá tjald- stað um Suðurskörð í Öskju. Hinir 5 óku nokkurn krók suðvestur fyrir hraun, sem hindraði að farin yrði skemsta leið, en beygðu svo til aust- urs, sunnan við hraunið og loks norður, áeliðis að Suðurskörðum, svo ekki varð nema 5 km. leið í skörðin, þar hittu þeir félaga sína, en þaðan eru 5 km. að Öskjuvatni. Gengið var norður fyrir Öskjuvatn að Víti og yngsta hrauninu við norðausturhorn vatnsins. Veður var hið ákjósanlegasta, skyggni ágætt og sást sólmyrkvinn vel. Kólnaði til mikilla muna í veðri á meðan hann stóð yfir. Á leiðinni heim var eink- um notið hins ágæta útsýnis úr Suð- urskörðum, svo sem til Snæfells, Kverkfjalla, Vatnajökuls, Hofsjök- uls og ýmissa fleiri staða. Þegar komið var að bílunum var haldið til suðurs og tjaldað við fönn um 6 km. sunnar en gist var nottina áður. Þriðjudaginn 10. júlí var enn ekið til suðurs (18 km.) og komið að Vatnajökli við upptök vestustu kvíslar Jökulsár. 104 km frá Græna- vatni. Síðasta spölinn að jöklinum var ekið um farvegi árinnar, sem að þessu sinni voru vatnslausir, en víðsvegar runnu lækir úr jöklin- um, sem hurfu í sandinn hér og þar, enda hafði verið kalt um nótt- ina. Hinsvegar mun vatn flæða um sandana, víðsvegar, þegar leysingar eru miklar. Eftir tveggja tíma göngu á jökulinn, var ekið norð- austur og stefnt á milli Vaðöldu og Dyngjuvatns. Við norðurenda vatnsins var hlaðin varða og þá bú- ið að aka 34 km. frá jöklinum. Nú var komin þoka og súld og bensín- ið farið að minka, því öll leiðin lá að mestu um fremur lausan sand, og um 26 km. leið til tjaldanna. Þegar að nágrennið hafði verið at- hugað eftir föngum varð að ráði að snúa við, þrátt fyrir það þó leiðin norður eftir virtist mjög greið, svo langt sem séð varð. Næstu nótt var gist í norður- mynni Dyngjufjalladals. Miðviku- daginn 11. júlí var ekið til Akur- eyrar og komið þangað kl. 21,30 eftir fjögurra daga og sex Jtlukku- stunda ferðalag. í þessari ferð var ekið nokkru nær Öskju en áður. En einkum er þó mikill árangur að hafa fundið greiðfæra leið frá Dyngjufjöllum að Vatnajökli og norður með Jök- ulsá, austan Dyngjufjalla. Til ferðalaga: Harðfiskur, Svið, Sardínur, Gaffalbitar, Orange. Vöruhúsið h/f Málarabuxur VÖRUHÚSIÐ h.f. Nýtt STOFUBORÐ (lágt) til sölu í Verklýðshúsinu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.