Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.07.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 14.07.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Oddur Björnsson prentmeistari VERKAMAÐU RINN. ÚtQeiandi: Sósíalistaféliig Akureyrar. Ritatjón: Jakob Arnaaon, SkipaQötu 3. — Simi 466. BlaOnoind: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. BUðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prentverk Odda Bjömsaonar. Þjóðin afneitar þeim. Thor Thors, sendiherra íslands í, Bandaríkjkunum, hefir nýlga í viðtali við Reykjavíkurblöðin, lát- ið í ljós óánægju sína yfir því að Is- landi skyldi ekki auðnast að senda fulltrúa á ráðstefnu hinna samein- uðu þjóða í San Fransisco. Sendi- herrann segir að nægt hefði að Al- Jringi lýsti því yfir að hér hefði „ríkt ófriðarástand við nazista, eft- ir að þeir margsinnis höfðu ráðist á íslenska menn, íslensk skip og jafn- vel landið sjálft." Þá segir sendilterrann ennfremur að það sé álit sitt að innanlandsdeil- urnar'um þetta mál hafi spilt mjög fyrir því, að við fengum að senda fulltrúa til ráðstefnunnar. F.r auð- lieyrt að æsingaskrif afturlialdsblað- anna hér heima, varðandi þátttöku íslands í nefndri ráðstefnu, hafa ekki farið fram hjá honum, né stjórnmálamönnum í Bandaríkjun- um. Sósíalistaflokkurinn, einn allra flokka á Alþingi, vildi strax í upp- hafi að íslendingar gæfu hrein og ákveðin svör og reyndu það sem unt væri til að tryggja landinu full- trúaréttindi á San Fransisco-ráð- stefnunni, þó vitanlega án þess að til stríðsyfirlýsingar þyrfti að koma en það gat aldrei orðið af hálfu vopnlausrar þjóðar. En í stað þess að taka málið til viturlgrar yfirveg- unar og úrlausnar með hag þjóðar- innar fyrir augum, notaði íslenska afturhaldið og málgögn þess tæki- færið til að koma af stað miklum og illvígum deilum hér innanlands út af þessu máli, sem hafa svo staðið allt fram að þessu. Þetta fádæma ábyrgðarleysi afturhaldsins og mál- gagna þess, hefir svo aðeins Ieitt til þess, eins og sósíalistar héldu alltaf fram, að aðrar þjóðir hafa litið okk- ur tortíyggðar augum og fengið astæðu til að álíta margt um lýð- ræðisást okkar og velvild í garð sameinuðu þjóðanna, sem tókst að yfirvinna nazistaófreskjuna og frelsa smáríkin undan oki henn- ar. Framkoma íslenska afturhalds- ins og þá fyrst og fremst Tímans, Vísis og Alþýðublaðsins, er Jrannig, hvað þetta mál áhrærir, að það er stórkostlegur álitshnekkir fyrir þjóðina að ala þau og þeirra snáka við brjóst sér og láta þeim líðast að spilla fyrir vinsamlegum samskift- um okkar við lýðræðisþjóðirnar. Það hefir þrásinnis sýrit sig, að þessi svæsnu afturhaldsblöð gæta einskis hófs, þegar þau sjá sér leik á borði til að níða andstæðinga sína. Hin örlagaríkustu mál, sem varða þjóðina í heild eru gerð að per- sónulegum deilumálum af þessum aðilum og þannig flutt, að áljt ann- Hann andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík hinn 5. þ. m. Með honum er fallinn í valinn einn af merkustu og mikilhaefustu mönn- um þessa bæjar og landsins yfirleytt, maður, sem hafði mjög mikil áhrif á samtíð sína. Hann fæddist að Hofi í Vatnsdal Oddur Björnsson 18. júlí 1865. Foreldrar hans voru þau hjónin, Rannveig Ingibjörg Sigurðar- dóttir og Björn Oddson, sem bjuggu á þessu fornfræga höfuðbóli. Oddur nam prentiðn í ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík og varð prentsveinn 1884. Síðan fór hann utan til að leita sér framhaldsmenntunar í iðn sinni. Vann hann í Háskólaprentsmiðjunni (J. H. Schultz) í Kaupmannahöfn í 12 ár. Enginn skyldi þó ætla, að hann hefði látið sér það 'nægja, að nema iðn sína til fullnustu, svo að hann varð fremstur sinna samtíðarmanna hérlendra. Hann notaði tímann til að afla sér mjög víðtækrar almennrar menntunar og las allt, sem hann mátti yfir komast, af ritum hinna ágætustu höfunda. Einkum beindist áhugi hans að heimspekilegum efn- um. En hann skildi vel hið forn- kveðna: Heilbrigð sál í hraustum likama. Hann lagði stund á íþróttir af sama dugnaði og allt annað, sem hnn tók sér fyrir hendur, enda var hann mjög hraustur maður og hélt ara þjóða á okkur íslendingum, bíður stóran hnekki við. Og það er oftar en í eitt skifti, sem hin ógeðs- lega þrenning afturhaldsblaðanna íslensku verður þjóðinni til skamm- ar. F.in gómsætasta tugga þeirra undanfarna daga hefir verið níðið um Frelsishreyfinguna dönsku. — Þegar það fréttist hingað heim, að fimm íslendingar, sem ætluðu heim með Esju frá Kaupmannahöfn, hefðu verið handteknir, ruku þessi afturhaldsblöð upp, eins og espir hundar og heltu hinum svæsnustu fúkyrðum yfir Frelsishreyfinguna í Danmörku, meðlimir hennar voru nefndir „morðvargar", „óþjtrðalýð- ur“ o. s. frv. og yfir höfuð voru eng- in orð svo ljót í augum þessara blaða, að þau ekki hæfðu Frelsis- hreyfingunni dönsku. léttleika sínum og líkams- og sálar- kröftum óvenjulega vel, allt til þess er kerlingu Elli, sem alla beygir að lokum, tókst að sigrast á honum. Árið 1897 gerðist hann brautryðj- andi í bókaútgáfu. Hann skildi það, að íslenzku alþýðunni var hin mesta nauðsyn að fá bækur við sitt hæfi um fleiri efni en fram til þessa hafði verið kostur á. Hann vildi beina til hennar nokkru af þeim andlegu straumum, sem vöktu öldurót á • mannhafi Evrópu, og flytja henni þannig andlegt lífsloft og næringu. Hann kallaði bækur þær, er hann hóf að gefa út, „Bókasafn Alþýðu", og var það sannnefni, því að þær voru alþýðlegar í beztu merkingu þess orðs. Vandaði hann mjög til út- gáfunnar á allan hátt. „Bókasafn al- þýðu" kom út í allmörg ár og náði svo miklum vinsældum, að vafasamt er, að nokkur önnur bókaútgáfa hafi náð þeim meiri á íslandi. Á afskekktum heimilum var það hin mesta hátíð, þegar bækurnar frá Oddi komu, og fólkið naut þeirra eins og þyrstur maður svaladrykkjar. Það var sannarlegt ævintýri fyrir börnin, þega þau fengu „Nýjasta barna- gullið", þessa dásamlegu barnabók, vandaðri og fegurri en nokkra aðra bók, sem fátæk börn á Islandi höfðu áður fengið í hendur. Áhrifin af þessari bókaútgáfu á menningu þjóðarinnar voru áreiðan- lega bæði mikil og holl, líklega meiri en nokkur hefir enn gert sér fyllilega ljóst, og er það skiljanlegt, þegctr at- hugað er hvaða bækur það voru, sem komu út í „Bókasafni alþýðu". Má þar fyrst nefna: „Þyrna" Þor- steins Erlingssonar, „Sögur frá Sí- biríu" eftir rússneska snillinginn Vla- dimir Korolenko, „Þætti úr íslend- ingasögu" eftir B. Th. Melsteð, „Lýs- ing Islands" eftir Þorv. Thoroddsen, „Um Grænland að fornu og nýju" eft- ir Finn Jónsson og Helga Péturss, „Úranía" eftir Camille Flammarion, „Framtíðartrúbrögð" eftir Pekka Er- vast og fleiri ágæt rit að ógleymdri Svo kom það upp úr dúrnum, að það höfðu þá alls ekki verið menn úr Frelsishreyfingunni, sem hand- tóku íslendingana fimm, heldur breskt og amerísk hernaðaryfirvöld. Við þá frétt var eins og árásarblöð- in væru slegin utan undir. Ekki eitt orð meira um handtökur liinna fimm landa. Öllu var borgið og vel- líðan þeirra hryggð, fyrst þeir lentu ekki í klóm hinnar voðalegu Frels- ishreyfingar. Þetta er blaðamenska af því tagi, sem þjóðin fyrirlítur og hún á að láta þessi ógeðslegu blöð vita svo ekki verði um villst, að þau tala ekki fyrir munn hennar, heldur einungis til að þjóna sínu Karks-eðli. Þau eiga ein að fá að bera hneisu þar af, en þjóðin á að afneita þeirra athæfi. skáldsögunni „Eiríkur Hansson" eftir . Magnús Bjarnason. Árið 1901 keypti Oddur prent- smiðju og íluttist þá heim til íslands og setti hana niður á Akureyri. Rak hann hana um meir en 4 áratugi af miklum dugnaði og forsjá og kenndi á þeim tíma mörgum ungum mönn- um prentiðn. Var hann hinn ágætasti húsbóndi og lét sér mjög annt um velferð nemenda sinna. Lærðu þeir iðnina vel og vöndust jafnan hinni mestu reglusemi í hvívetna, því að öll óregla var Oddi mjög fjarstæð. Reyndist hann þeim sem öðrum mik- ill drengskaparmaður. Var hann að ýmsu á undan öðrum atvinnurek- öndum, t. d. mun hann ótilkvaddur hafa tekið upp 8 stunda vinnudag í prentsmiðjunni, nokkru áður en prentarar í Reykjavík fengu þá rétt- arbót. Á þessum árum gaf hann út margar merkisbækur, innlendar og þýddar, auk „Bókasafns alþýðu", sem áður er getið. Það gat eigi hjá því farið, að slík- ír áhuga- og gáfumaður sem Oddur var, léti til sín taka ýmis þjóðfélags- mál. Hann var algerður bindindis- maður og starfaði um skeið í Góð- iemplarareglunni og var einn af strinöndum Stórstúku íslands. Hann var einn helzti hvatamaður og stofn- undi Iðnaðarmannafélagsins á Ak- ureyri og beitti sér fyrir stofnun Iðn- skólans. Var hann lengi formaður í stjórn hans. Hann vann að stofnun Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands og sjúkrasamlags á Akureyri. Hann var einn af stofnöndum Dýravernd- unarfélags Akureyrar og var í stjórn þess. Hann var kosinn í Iðnráð Akur- eyrar, og um hríð var hann bæjar- fulltrúi. Alstaðar, þar sem hann var að starfi, þótti hann hinn ötulasti liðs- maður, jafnan boðinn og búinn til baráttu íyrir þeim málstað, sem hann var sannfærður um að væri réttur. Það sýnir það traust, sem menn báru með réttu til hans, að þegar á- kveðið var 1922 að undirbúa stofnun ríkisprentsmiðju, þá var honum falið það starf. Oddur Björnsson var hinn mesti höíðingi í lund og sparaði hvorki fyrirhöfn né íé, þegar hann áleit sig geta komið einhverju góðu til leiðar. Hið mikla og vandaða bókasafn sitt gaf hann Akureyrarbæ eftir sinn dag. Það var ekki vandi að finna, hvern mann hann hafði að geyma. Það var eftirtektarvert, hvað hann hafði mik- ið yndi af börnum og vildi jafnan gleðja þau á hvern þann hátt er við varð komið. Hann var og hinn mesti dýravinur, og mátti með sanni segja, að hann vildi á allan hátt láta gott af sér leiða. Síðustu árin, þegar ellin náði tök- um á honum eftir langt og merkilegt ævistarf, varð hann sjálfur sem barn í annað sinn, unz hann hné í valinn saddur lífdaga. Hann var heiðraður á ýmsan hátt. 1935 var hann kosinn heiðursfélagi í Iðnaðarmannafélagi Akureyrar og heiðursborgari Akureyrarbæjar, og sama ár var hann gerður riddari Fálkaorðunnar, og 1938 stórriddari sömu orðu. Oddur Björnsson var kvæntur Ingi- björgu Benjamínsdóttur frá Stóru- Mörk í Laxárdal, hinni ágætustu (Framhald i 4. slðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.