Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.07.1945, Side 4

Verkamaðurinn - 14.07.1945, Side 4
4 VERKAMAÐURINN M i n n i n g a r o r ð. Hinn 19. maí sl. andaðist að heimili sínu, Brautai/holti í Glerár- þorpi, Njáll Jóhannesson verka- maður, 47 ára að aldri. Það þykir nú sjaldan miklum 'tíðindum sæta þó einn verkamaður falli í valinn, héðan úr þorpinu, enda er fátt vitað um þennan mæta mann, eins og svo marga okkar góðu stéttarfélaga. Mig^angar því til að rjúfa þögnina um þennan látna vin og félaga, enda þótt eg hafi aldrei fyr á æfinni sett á prent nokkurt orð. Njáll var fæddur hér í þorpinu og var hér alla sína æfi, ungur fór hann í Gágnfræðaskólann á Akureyri og tók þar gagnfræðapróf eftir þriggja vetra nám. Eftir að hann kom úr skóla stundaði hann barnakennslu á vetr- um og vann æ síðan meira og minna við það starf yfir veturinn, en á sumrin stundaði hann alltaf daglaunavinnu og var því verka- maÖur í orðsins fyllstu merkingu. En óhætt mun að fullyrða það, að börnin og unglingarnir voru hon- urn alltaf kærir félagar og verður honum seint þakkað það óeigin- gjarna starf og sá drengskapur, sem hann sýndi í því starfi meðan heils- an leyfði og oft minnist eg Njáls með stóran barnahóp í kringum sig og lá þá sýnilega vel á honum og vona ég fastlega að meðal unglinga hér hafi Njáll sál, sáð mörgu* því frækorni sem síðar mun bera góðan ávöxt, þeim og byggðarlagi þeirra til blessunar. Tvö voru þau stórmál og allþýð- ingarmikil fyrir alþýðu þessa lands, sem Njáll lét sig miklu skifta og fylgdi þeim eftir heill og óskiftur meðan kraftar entust enda á tíma- bili æfi sinnar töluvert skarpur mál- fylgjumaður. Þessi mál voru bind- indismálið og sósíalisminn, og er mér óhætt að fullyrða, að þetta tvent var í huga hans og hjarta óað- skiljanlegt. Hann gat sem sannur maður aldrei skilið það að sósíalisti ætti að þjóna auðvaldinu með því að drekkja skoðunum sínum, sann- færingu og sjálfstæði í áfengum drykkjum og mun honum þá einn- ig hafa verið það ljóst, að af áfeng- inu var siðgæðinu eigi lítil hætta búin. Eg get búist víð, að til hafi verið þeir andstæðingar hans, er á stund- um hafi þótt hann all orðhvass og jafnvel sviðið dálítið undan hans rökföstu sókn í þessnm málum, en þess vil eg geta í því sambandi, að þar var barist af fullum drengskap, fullri hreinskilni og í fullri von um það að þetta væru þau málin meðal þjóðarinnar, sem á sínum tíma mundu leiða aljaýðu þessa lands inn á þá braut, sem gæti gert þessa ver- öld að þeim bústað, sem sæmilegur gæti talist sönnum guðsbörnum og mun sá hildarleikur, sem geisaði síðustu árin hafa haft þau áhrif á Njál, að hann sá þá greinilegast þörfina á því áð alþýðan léti ekki bjóða sér annað eins aftur. Góði vinur og félagi, stutt var æfi þín, en bjart er yfir minningu þinni. Þökk sé þér fyrir þitt fórn- fúsa starf í þágu allara menningar- mála, sérstaklega bindindismálið og verklýðsmálin. Þökk sé þér fyrir þá fyrirmynd, sem þú gafst öðrum um það hvernig sonur og bróðir eiga að breyta við aldraða móður og veikl- aðan bróður. Þökk fyrir ferskeytl- urnar þínar, sem við oft skemtum okkur viðá kvöldstundunum heima hjá þér. Þú hefir með heiðri lokið hér þínu dagsverki, en þú hefir þá einnig skilið mikið eftir hjá móð- urinni, hjá bróðurnum og hjá okk- ur félögum þínum, og það er eg viss um, að ekki getum við á neinn hátt betur minnst þín, svo að þér líki, en með því að halda uppi með drengskap og djörfung merki þinna hugsjóna. Landið áfengislaust og stéttalaust þjóðfélag. Eg er ekki maður til sjá yfir það djúp, sem nú er á milli okkar, en þó verður mér að hugsa til þín og þinnar miklu guðstrúar, þú kveiðst því ekki að flytja yfir. Þú hafðir hreinan skjöld. En eitt sýndir þú með þinni trú, að það er hægt að vera hvorutveggja í einu: sannur og góður trúmaður og sannur og góður sósíalisti. Farðu vel gamli, góði félagi og vinur. í mínum huga mun alltaf verða bjart yfir minningunni um þig- Gamall verklýðsfélagi. ODDUR BJÖRNSSON Framhald af 3. síðu. konu, og lifir hún mann sinn, 83 ára gömul. Þau eignuðust 4 börn, sem öll lifa og eru mikils metin, en þau eru: Bjöm, prestur að Hálsi, Sigurður, prentmeistari á Akureyri, Þór, deild- arstjóri hjá K.E.A. og Ragnheiður, kaupsýslukona á Akureyri. Hinir fjölmörgu vinir Odds minnast hans með þakklæti og mikilli virð- ingu og senda ættingjum hans hlýjar samúðarkveðjur. Á. S. Nær og f jær „Dagur“ er ákaflega gramur við Ríkis- útvarpið íslenska að það skyldi ekki taka upp í fréttir sínar kosningaræður Churc- hills um daginn. Sérstaklega harmar blaðið að sá kafli úr ræðum Churchills, þar sem hann veittist að „kommúnist- um“ skyldi ekki berast til eyrna okkar íslendinga fyrir atbeina hins hlutlausa Ríkisútvarps. Þannig vill „Dagur“ að fullnægt sé öllu réttlæti — og hlutleysi. Já, mikið var það grátlegt að útvarpið endursagði ekki áróðurs- og æsingaræður ihaldsmannsins Churchills um ágæti aft- urhaldsstfnunnar bresku og hið forna og vankantalausa lýðræði þar í landi! Það er eins og „Dagur“ álíti að allur komm- únismi og allur sósíalismi hefði horfið líkt og dögg fyrir sólu ef ummæli Churc- hills um þær stefnur hefðu verið birt í íslenska útvarpinu. Já, fast er nú hangið á hverju hálm- stráinu. En það vill nú svo til að flestir vita að hinn mikli Churchill Bretlands er tryggur meðlimur íhaldsflokksins breska og allatíma hefir verið mikið staðfst djúp milli kenninga þess flokks og kommúnista hvar í heimi sem er. Þess- vegna kemur engum á óvart þótt Churc- hill hafi sagt eitthvað „ljótt“ um „komm- ana“. „Dagur þarf ekki að vera svo barna- legur að halda, að orð Churchills séu nein úrslitaorð eða drottindómur í þessu tilfelli. ★ Fyrst að „Dagur“ gefur tilefni fil, er- ekki úr vegi að athuga örlítið hvernig „lýðræðisást" breska afturhaldsins skín í gegnum kosningalögin þar í landi. — Ihaldsflokkurinn á mikið af sínum völd- um og styrkleika á þingi að þakka rang- látri og úreltri skipan í þeim málum. Hann vill líka fyrir alla muni viðhalda þessum ranglátu kosningalögum, eins og Framsóknarflokkurjnn íslenski vildi gera hér. Við þingkosningarnar í Bretlandi 1935, fékk íhaldsflokkurinn 387 þingmenn kjörna á 10.3 miljónir atkvæða, en við sömu kosningar fékk Verkamannaflokk- urinn aðeins 154 þingmenn kjörna en hlaut þó 8.3 miljónir atkvæða. Þessar staðreyndir sýna vel, hve mikið sam- ræmi er í atkvæðamagni og þingmanna- tölu bresku stjórnmálaflokkanna® Að viðhafðri hlutfallskosningu fyrir allt landið hefði íhaldsflokkurinn átt að fá 298 þingmenn kjörna og Verkamanna- flokkurinn 243, ða 89 þingmönnum fleira en hann fékk. Kjördæmaskiptingin í Englandi er hin ranglátasta eins og Jaess- ar tölur sýna, þar eru mörg sveitakjör- dæmi, sem hafa aðeins nokkur hundruð kjósendur, en þau fá öll sinn þingmann engu síður en iðnaðarborgir á stærð við Reykjavík eða stærri. A þessu skipulagi græðir íhaldsflokkurinn enski og vill við- halda því, vegna þessaðhannátiltölulega miklu meira fylgi í sveitakjördæmunum smáu, en í iðnaðarborgunum. Framsókn- arflokkurinn íslenski vildi hafa sama fyr- irkomulag hér á landi, vegna þess að ranglætið var honum í hag. Það gilti einu um hina gömlu lýðræðisreglu, að meiri- hlutinn réði, bara ef Framsóknarflokk- urinn gat grætt á því, að hún væri fyrir borð borin. Þetta er sameiginlegt með Framsóknafflokkinn íslenska og íhalds- flokinn breska, ásamt fleiru. Svo ætlar „Dagur“ að telja lesendum sínum trú um, að lýðræðið sé fullkomið og alhliða í Eretlandi og for- sætisráðh. og íhaldsflokksmaðurinn svo ótviræður boðberi sannleikans á póli- tískum vettvangi, að orð hans beri að taka sem óskeikulan dóm yfir öðrum, honum andstæðum, stjórnmálastefnum og hagkerfum. Miklir menn erum við, Churchill minn, vildi ritstjóri „Dags“ sagt hafa. TILKYNNING Vegna sumarleyfa í prentsmiðj- unni, frá 15.—31. júlí, kemur blað- ið ekki út fyr en eftir þann tíma. Ein aí flugvélum Flugfélags íslands brann á flugvelli við Stóra-Kropp í Borg- arfirði sl. mánudagskvöld. Gaus eldur upp í vélinni, er flugmaðurinn hafði sett hana í gang. Ryndi hann að slökkva eld- inn með sjálfvirku slökkvitæki en fékk við ekkert ráðið. Tveir flugmenn voru í flugvélinni og þrír farþegar, og björguð- ust allir slysalaust. Kvenfélagið Framtíðin hefir beðið blaðið að færa bæjarbúum þakkir fyrir margvíslega hjálp og fyrirgreiðslu í sam- bandi við Jónsmessuhátíð þess og hina ágætu þétttöku í hétíðinni. Nettóhagnað- ur af Jónsmessuhátíðinni nam fullum 35 þús. kr„ og hafa bæjarbúar því enn sem fyrr sýnt örlæti sitt við fjársöfnun félags- ins vegna sjúkrahússins. Orðsending Þeir meðlimir Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar, sem enn hafa eigi greitt árgjald sitt til félagsins fyrir yfirstandandi ár, eru vinsamlega beðnir að koma á skrifstofu verklýðsfélaganna í Verklýðshúsinu, við fyrstu hentug- leika og greiða gjaldið. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 3Í/2—6Vi e. h. GJALDKERINN i; í.s.í. í.b.a. Handknattleiksmót < > # f < ► jj fyrir Norðlendingafjórðung, í I. fl. kvenna og karla, hefst á JJ jj Akureyri, föstud. 27. júlí n.k. — Þátttaka tilkynnist Knatt- JJ o spyrnufélagi Akureyrar fyrir 22. júlí. <; < > ö knattspyrnufélag akureyrar Hestamannafélagið Léttir Undirbúningsæfingar fyrir næstu kappreiðar verða á skeið- velli félagsins, laugardaginn 14., mánudaginn 16. og loka- æfing miðvikudaginn 18. þessa mánaðar. Æfingar hefjast kl. 8.30 hvern dag. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en á lokaæfingu. STJÓRNIN | Það tilkynnist hér með, að herra Guðjón Bemharðsson hefur látið af uinlíoðsstörfuin fyrir oss, en herra Þórður Sveinsson, kaupinaður, Verilunin Liverpool, Akureyri, tekið við af honum, og biðjuin vér háttvirta viðskiptavini vora að snúa sér til hans. — Vér viljum jafnframt vekja athygli á vomm ágætu líftryggingum 1 og þá sérstaklega bamatryggingum. Reykjavík^ 1. júli 1945. Líftryggingafélagið Andvaka i /

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.