Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.08.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 04.08.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Dómur fallinn í „Bergþórs málinu** Félagsdómur sýknaði Alþýðusamband- ið f. h. Verkamannafél. Ak. af öllum kröfum Erlings Friðjónssonar vegna Bergþórs Baldvinssonar. Þar með er þessari rótarlegu árás »verkalýðsfor- ingjans« E. F. hrundið með dómi, þann- ig að hann hlýtur f/rirlitningu hvers þess sem ekki vill stéttarsamtökin feig. Eins og menn vita, hefir Erling- ur Friðjónsson verið að burðast með þetta svokallaða Bergþórs-mál hátt á annað ár. Málavextir voru þeir, að haustið 1943 vildu tveir meðlimir Vinnuveitendafél. Akur- eyrar ekki taka Bergþór Baldvins- son í vinnu, vegna þess að liann hafði þverskallast við að ganga í löglegt stéttarfélag á staðnum, en þessir atvinnurekendur hinsvegar bundnir því ákvæði í samningi •Verkamannafél. Akureyrarkaup- staðar og Vinnuveitendafél. Ak., að félagsbundnir menn sætu fyrir vinnu. Bergþór lést ekki skilja lög- mæti þessa ákvæðis og klagaði at- vinnurekendurna fyrir Erlingi, en Erlingur kærir siðan Verkamanna- félagið í nafni „Verklýðsfélags Ak- ureyrar" (!!!) og krefst þess að nefnt ákvæði sé með dómi ógilt og felt úr gildandi samningi Verkamannafé- lagsins og atvinnurekenda. Málið fékkst ekki tekið fyrir í héraði, á þeim forsendum, að í þessu tilfelli væri það Félagsdóms að skera úr deiluatriðum. Erlingur rogaðist síðan með kæruskjalið suður, lagði það fyrir Félagsdóm og hugsaði gott til málalokanna, ef hann gæti nú kórónað verklýðsmála-feril sinn með því, að fá eitt það samnirigsat- riði, sem telja verður aðal-hyrning- arstein stéttarfélagsskaparins, dæmt ógilt. Þetta fór þó á alt annan veg, en veslings F.rlingur hafði hugsað sér og nú er ótvírætt tir því skorið, að forgangsréttur félagsbundinna verkamanna til vinnu er skýlaus og fullkomlega löglegtir. Félagsdómur dæmdi í málinu 4. f. m. og sýknaði Alþýðusambandið, f. h. Verka- mannafélagsins af öllum kröfum Erlings, en gerði honum að greiða kr. 200.00 í málskostnað. í forsend- um dómsins segir svo m. a.: „Mál þetta er höfðað hér fyrir dómi með stefnu, útgefinni 23. maí sl., af Er- lingi Friðjónssyni, fyrir hönd Verkalýðs- félags Akureyrar, Akureyri, vegna Berg- þórs Baldvinssonar, félagsmanns þess félags, gegn Alþýðusambandi íslands, vegna Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar, Akureyri. Hefir stefnandi gert þær kröfur í stefnu málsins að dæmt verði ógilt ákvæði í 9. gr. samnings frá 2. júní 1943 milli Verkamannafélagsins og Vinnuveitendafélags Akureyrar, og að dómurinn leggi fyrir Alþýðusambandið, vegna Verkamannafélagsins, að nema ókvæði þetta burtu úr samningum, en það hljóðar svo: „Meðlimir Verka- mannafélags Akureyrarkaupstaðar og annara þeirra stéttarfélaga í bænum, sem eru meðlimir Alþýðusambands íslands, og aðrir þeir, sem stjórn Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar veitir vinnu- réttindi, skulu sitja fyrir þeirra verka- mannavinnu, sem framkvæmd er“. Svo krefst stefnandi og málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins kom það upp, að samningurinn frá 2. júní 1943 hafði verið feldur úr gildi með síð- ari samningi milli Verkamannafélagsins annarsvegar og Vinnuveitendafélagsins, Kaupfélags Eyfirðinga og Bygginga- meistarafélags Akureyrar hinsvegar. t upphafi 10. gr. þessa samnings, sem enn er í gildi, er ákvæði öldungis samkynja að efni því ákvæði 9. gr. hins eldra samnings, sem í stefnu er krafist ógild- ingar á. Breytti því stefnandi við mól- flutninginn með samþykki stefnda dóm- kröfum sínum á þá leið, að framan- greindar kröfur hans í stefnu varðandi ákvæði 9. gr. samningsins frá 2. júní 1943 beindust nú að samsvarandi ákvæði 10. gr. hins gildandi samnings". Þarna er augljóst hver tilgangur- inn meÓ málshöfðun Erlings er. Þess er beinlínis krafist að for- gangsákvæðið sé dæmt út úr samn- ingunum. í dómnum segir enn: „Þá heldur stefnandi því fram, að um- deilt ákvæði miði að því að útiloka Bergþór og aðra félagsmenn Verkalýðs- félagsins svo og sérhvern verkamann, sem ekki sé í stéttarfélagi á Akureýri, innan Alþýðusambandsins, frá því að geta fengið verkamannavinnu á Akur- eyri. Brjóti því ákvæðið greinilega í bága við þann tilgang, sem stéttarfélög- um og stéttarfélagssamböndum sé heim- /laður í 1. gr. laga nr. 80 frá 1938, svo og 73. gr. stjórnarskrárinnar um félaga- frelsi. Enn rökstyður stefnandi kröfur sínar með því að umrætt ákvæði útiloki Berg- þór frá allri verkamannavinnu hjá þeim atvinnuveitendum á Akureyri, sem samn- ingsbundnir séu við Verkamannafélagið, en hann sé verkamaður og eigi lífsaf- komu sína undir því, að geta fengið slíka vinnu. Með ákvæðinu séu því lögð veru- leg bönd á atvinnufrelsi Bergþórs og sé það af þeim ástæðum ólöglegt sam- kvæmt 69. gr. stjórnarskrárinnar". Þetta nöldur er svo barnalegt, að óþarft er að eyða um það orðum. Með forgangsréttarákvæðinu eru engar 'hömlur lagðar á frelsi Berg- þórs ,aðrar en þær, að honum er boðið að gerast meðlimur stéttarfé- lags verkamanna á staðnum, þess félags, sem hefir trygt honum betri kjör og hærri laun en hann áður fékk fyrir vinnu sína. Þó nær vit- leysan hámarki sínu, þegar Erling- ur heldur því fram í ,,Alþýðum.“ 24. f. m., að Bergþór verði nú að vinna fyrir lægra kaupi, en hann gæti fengið, ef hann væri ekki bundinn taxta Verkamannafél., því hann sé „mjög eftirsóttur maður til vinnu“!! Hver bannar Bergþóri að vinna fyrir hærra kaupi, en taxtinn greinir? Enginn. Það er hverjum at- vinnuveitanda frjálst að greiða verkamönnum sínum svo hátt kaup og þeir vilja. Er mögulegt að Er- lingur viti þetta ekki? Og svo er annað í þessu sambandi: Því hafði „Verklýðsfélag Akureyrar" ekki sér- taxta fyrir Bergþór Baldvinsson? Var hann ekki jafn bundinn hinum almenna taxta þess og Verkamana- félagsins? — En heyrum nú hvað dómurinn segir um þetta: „Verður nú athugað, hvort umþrætt ákvæði brýtur í bága við lög. 1. gr. laga nr. 80 frá 1938 er svohljóð- andi: „Rétt eiga menn á að stofna stétt- arfélög og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hags- munamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt". Ákvæði í kjara- samningum milli verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda um forgangsrétt félags- manna verkalýðsfélags til vinnu hjá við- komandi atvinnurekendum, verður að teljast falla undir þann tilgang, sem lýst er. í greininni, að vinna að hagsmunamál- um verkalýðsstéttarinnar. Styðst þessi skýring og við það, að áður en greind lög voru sett, tiðkuðust slík forgangsrétt- arákvæði nokkuð í kjarasamningum. Hefði því í lögunum frá 1938 beinlínis átt að banna forgangsréttarákvæðin ef löggjafinn taldi þau ekki samrýmast lög- legum tilgangi stéttarfélaga. Þetta var ekki gert, enda hefir forgangsréttar- ákvæðum fjölgað í kjarasamningum eft- ir gildistöku laganna. Af þessu er ljóst, að ókvæði það ,sem ógildingar er krafist á í máli þessu, verður talið samræmast ákvæðinu í 1. gr .laga nr. 80 frá 1938 og þá einnig 73. gr. stjórnarskrórinnar. Þrátt fyrir forgangsrétt félagsamanna Verkamannafélagsins til vinnu hjá at- vinnurekendum þeim ,sem félagið hefir samið við, hefir Bergþór óhindraðan að- gang að því, að leita sér atvinnu hjó ósamningsbundnum atvinnurekendum. Hann er /rjáls að þvx að stofna til eigin atvinnurekstrar eftir því sem geta hans leyfir og lög heimila. Þá virðist hann og geta orðið þeirra hlunninda aðnjótandi, sem félagar -Verkamannafélagsins njóta, með því að ganga í það félag, sbr. 2. gr. laga nr. 80 frá 1938 og ákvæði í 10. gr. gildandi samnings milli Verkamannafé- lagsins og fyrr greindra þriggja aðilja, en í þvi ákvæði segir, að allir verka- menn, sem búsettir eru á félagssvæðinu eigi rétt á að ganga í Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. Verður því um- deilt forgangsréttarákvæði ekki talið brot á 69. gr. stjórnarskrárinnar. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Alþýðusamband íslands, f. h. Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, skal vera sýkn af kröfu stefnanda Erlings Friðjónssonar, f. h. Verkalýðsfélags Ak- ureyrar, vegna Bergþórs Baldvinssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 200.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum“. Þessar m.ilalyktir falla Erlingi svo illa, að hann ræðst að Félags- dórni með offorsi miklu og beitir þar sínu alkunna, heflaða orð- bragði. Hefir hann nú þegar fylt hálían annan „Alþýðum." með þessu gnauði sín uog er uppgangur hans bæði ljótur og daunillur, eins og von var til. Verkamaðurinn vill ekki skemta skrattanum með því að munn- höggvast við E. F. út af þessum skrifum hans og má hann svo tala við sjálfan sig og sína aðdáendur svo lengi sem hann vill í svipuðum dúr og hingað til. F.n eitt er víst, að lítið hressir það upp á verklýðs- fylgi Alþýðuflokksins hér, að Erlingi gamla er lofað að fjand- skapast sýnkt og heilagt í garð verklýðsfélaganna og samtaka verkafólksins yfirleitt, í blaði hins virðuléga Alþýðuflokksfélags Akur- eyrar. Nýkomnar vörur: * Hattprjónar. Hringslör, margir litir. Velour-Hattaefni, margir litir. Kventöskur, veski, púðurdósir. Borðdúkar, hvítir og mislitir. Servíettur. Slæður, hvítar og grænar. Nærfatasatin og nærfatablúnda Kvennærföt og undirföt. Handklæði. Eyrnalokkar og hálsfestar. Mikið úrval af tilbúnum kven- höttum. Saumum þá einnig eftir pöntun. HattabúS 1,11.1.11 og ÞYRl Kaupvangsstræti 3. Maðurinn minn, faðir okkar óg tengdafaðir, INGIMAR JÓNSSON, andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 31. júlí. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 7. ágúst og hefst með kveðjuathöfn í Akureyrarkirkju kl. 1 e. h. — Jarðsett verður að Munkaþverá. María Kristjánsdóttir, börn og tengdabörn.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.