Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.08.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 04.08.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Hvað verður gert í húsnæðismálunum? VERKAMAÐU RINN. Útéeiandi: Sósíalittafélug Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Simi 466. BtaBnetnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. BLaðið kemur út hvera laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prentverk Odds Björnssonar. Straumurinn iiggur tii vinstri Hvaðanæfa utan úr heimi berast nú fréttir, sem sýna svo áþreifan- lega, að ekki verður um villst, að verkalýðsstéttir allra landa eru að vakna til meðvitundar um það, að auðvaldsskipulagið og allt, sem því er samfara, er verkalýðnum fjand- samlegt og tekur aldrei tillit til annars en stundarhags hinna fáu, en stóru auðjöfra, sem vilja að verkalýðurinn sé aðeins eitt tæki þeirra til fjáröflunar og kúgunar. Alþýða hinna stríðandi þjóða er nú að láta íhaldið og auðvaldið skilja það, að hún treystir þessum tveim óaðskiljanlegu öflum ekki lengur til að vera löggjafar eða ráðgjafar í ríkjunum. Alþýðan, sem borið hef- ir hita og þunga styrjaldarinnar undanfarin ár og er nú að hefja viðreisnarstarfið í hinum sundur- flakandi löndum, er staðráðin í að taka sjálf við stjórnartaumunum og skapa ríki við sitt hæfi — ríki, sem býr þannig að sínum verkamönn- um, að til heilla horfir, en fjand- skapist ekki í garð þeirra, eins og valdhafarnir hafa gert í svo mörg- um löndum hingað til. Eftir þeirri reynslu að dæma, sem fengin er á þeim tíina, sem liðinn er frá styrj- aldarlokunum í Evrópu, er engin goðgá að draga þá ályktun, að inn- an nokkurs tínta verði verklýðs- stjórnir við völd í flestum eða öll- um lönduih Evrópu. Hinir sósíalis- tisku flokkar allra landa auka nú fylgi sitt svo ört, að jafnvel í þeim rfkjum, sent þessir flokkar voru bannaðir fram á síðasta ár, eru þeir nú orðnir það sterkir, að mjög mik- ið tillit verður að taka til vilja þeirra. Bæjarstj órnarkosn i ngarna r í Frakklandi sýndu, að þar í landi er sttaumurinn til vinstri ákaflega sterkur — og svo ör að kommúnist- ar fengu hreinan meirihluta í mörgum borgunum. Þetta sýnir, að svo getur vel farið að Frakkland verði hreint verklýðsríki á næst- unni. Sameining sósíaldemokrataflokks- ins og kommúnistaflokksins í Nor- egi, sýnir líka, að þar í landi hefir kommúnistaflokknum aukist gífur- lega fylgi á stríðsárunum og af því leiddi sameiningarvilji sósíaklemo- krata. Þá er líka annað, se-m tekur af öll tvímæli, og þ. e. að kommún- istar hafa fengið tvö ráðherrasæti t norsku stjórninni, þótt þeir eigi engin fulltrúa á þíngi. Við næstu kosningar í Noregi getur vel svo farið, að kommúnistaflokkurinn þar verði öflugasti flpkkurinn á Þessari spurningu velta æði marg- ir fyrir sér ennþá og hafa gert und- anfarin hörmungarárr hvað hús- næðismálin snertir, án þess að fá svar við frá þeim herrum, sem völd- in hafa og eiga að vera forsjón al- mennings í þessu tilfelli, sem iiðr- um. Húsnæðiseklan hefir altaf ver- ið að færast í aukana öll undan- gengin styrjaldarár, og ennþá rofar ekkert til í þeim málum, en alt út- lit fyrir að vandræðin hafi ekki náð hámarki sínu. Húsnæðisvandræðin hér eru ekk- ert stundarfyrirbrigði, sem hverfur eins og rykský í styrjaldarlok. Þvert á móti. Þau halda áfram að aukast og margfaldast af þeirri einföldu ástæðu, að fólkinu fjölgar með ári hverju, en húsunum ekki að sama skapi. Það er þessvegna ekki um að ræða nema aðeins tvær leiðir til að ráða bót á húsnæðisskortinum og þær eru: — að fækka fólkinu eða fjölga húsunum. Allir munu þó sammála um, að síðari leiðina beri að velja, en gjörðir bæjarstjórnar- innar, hér a. m. k., virðast þó vart benda til að viíji eða skilningur á því sé fyrir hendi, heldur jafnvel öfugt. Undanfarin 5—6 ár hafa stórir hópar fólks hér í bænum verið hús- næðislausir og ráðþrota, eftir hvern hinna lögskipuðu flutningadaga. Þetta fólk hefir orðið að víkja úr íbúðum jreim, er það áður hafði á leigu, í mörgum tilfellum vegna utanbæjarmanna, sem fengið hafa íbúðirnar og greitt hærri leigu en fyrri leigjendur, en oft þó og kann- ske oftar hafa húseigendurnir að- eins sagt leigjendunum upp, til að geta óbundnir og óáreittir braskað með húsin (í sumum tilfellum selt hinum fyrri leigjendum þau með stríðsverði), eða þá ef leigan hefir verið lág, látið plássið standa ónot- að þar til tækifærið biðist til okur- jringi. í Danmörku verður sagan sennilega svipuð. Eitt gleggsta og áþreifanlegasta dæmið um strauminn til vinstri eru þó kosningarnar í Bretlandi. Fáa hefir sennilega órað fyrir, að þró- unin þar yrði svo ör, sem raun varð á. Nú situr Jrar að völdum mjög öflug verkamannastjórn, sem kem- ur til með að gjörbreyta innan- lands- og utanríkispólitík Bjetlands ef foringjar Verkamananflokksins halda stefnuskrá sína. Það er heldur enginn efi á því, að fylgi Verkamannaflokksins breska, byggist fyrst og fremst á því, að hann er talinn sósíalistiskur flokkur og stuðningur kommúnista hefir orðið honum drýgstur til sig- urs. Alþýða Englands var að styðja sósíalismann, þegar hún léði Verka- mannaflokknum fylgi sitt. Það er því þarflaust fyrir hina fylgislausu og fyrirlitnu krata hér uppi á ís- landi, að telja pólitík Verkamanna- flokksins bretska og bretsku alþýð- unnar, sína pólitík. Þar er mikið staðfest djúp á milli. leigu eða sölu. Ekki skal því þó haldið fram hér, að þetta eitt valdi húsnæðisvandræðunum, en hitt er víst, að mjög hefir það stuðlað að vexti þeirra og fjölmargir húseig- endur (auðvitað hinir ríkari) hafa miklu meira húsrými fyrir sig og f jölskyldu sína, en þörf er á. Eg veit t. d. um þrjú stór 2ja hæða hús, sem standa nú attð og ónotuð utan þess sem fámennar fjölskyldur (í einu tilfellinu 2 manneskjur) hús- eigendanna þurfa fyrir sig. Svona lagað er óþolandi, á sama tíma og húsaleigulögunym er beitt misk- unnarlaust gegn öðrum í þessu til- felli, ef um er að ræða fátæka hús- eigendur, jafnvel gengið svo langt, að meina þeim öl 1 afnot af eign sinni. Hvaða sanngirni er jrað, að meina einum húseiganda að hafa sæmilegt olnbogarými í húsi sínu, meðan annar er látinn komast upp með að hafa margar íbúðir mannlausar? Og jiað er áreiðanlega staðreynd, sem ekki verður á rnóti nrælt, að hefði verið horfið að því ráði fyrir 5 ár- um, að úthluta bæjarbúum hús- rými eftir þörfum (en ekki metorð- um), þá hafði hér aldrei verið nein teljandi húsnæðisekla. Auðvitað eru slíkar aðfarir þvingun og skerðing á „persónufrelsi" og er þessvegna ekki jiað ákjósanlegasta eða jiað sem koma skal, en úr Jrví á annað borð þurfti að setja húsa- leigulög, sem komu hart við marg- an einstakling, þá var ekkert sjálf- sagðara og eðlilegra, en skömtun á húsnæði, sem miðaðist fyrst og fremst við þarfir hverrar fjöl- skyldti. En þetta var aldrei gert og út- koman varð því sú, að lögin bitn- uðu aðeins á sumum og í flestum tilfellum var Jrað undir geðjiótta þeirra, sem áttu að framkvæma ákvæði laganna, hvort þeim var framfylgt— eða ekki. „Luxus-íbúð- irnar“ voru látnar í friði, þótt tugir og jafnvel hundruð bæjarbúa væri vegalausir. Útkoman varð því sú, að fólk varð að sitja þar sem það var niðurkomið, hversu lélégur sem hlutur jiess var, eða jiá að gera sér að góðu að flytja í hin snotru húsa- kynni, sem bæjaryfirvöldin buðu upp á: hundkalda hermannabragga eða rottuhvikar kjallaraholur. í dag er svo ástandið þannig: Fjöldamargar fjölskyldur eru hús- næðislausar með haustinu, hundr- uð manna og þar á meðal mörg börn, verða að hafast við í „bráða- birgðarhúsnæði“, sem bókstaflega getur orðið og verður mörgum að aldurtila, ef lengi stendur. En í „luxus-villunum“ leika sér tvær til þrjár manneskjur um margar hæð- ir og hafa öll þægindi, meðan aðra vantar fokhelt hús fyrir börnin sín. Þannig birtist okkur ein hin ógeðslegasta mynd kapitalismans. Þannig verður ástandið meðan broddborgararnir ráða og á þessa lund verða úrræði þeirra, þegar vanda ber að höndum. Það draum- væra og djúptsokkna afturhald, sem ráðið hefir málum akureyrskrar al- rýðu undanfarin ár, hefir ekkert* raunhæft aðhafst á síðustu árurn til úrbóta í húsnæðismálunum. Bærinn gat bygt ný hús fyrir Jjá húsnæðislausu, en gerði það ekki. „Luxus-íbúðir" voru lítt notaðar, en fengust ekki leigðar. Peningar voru nógir til, en afturhaldið lá á þeim og þannig sagan áfram. Á sama tíma voru fátæklingarnir hvattir til að byggja sér hús upp á eindæmi og margir voru líka neydd- ir til þess. En hversvegna voru menn hvattir til að ráðast í svo dýr- ar húsbyggingar, að engin von var sýnileg til, að þeir gætu nokkurn- tíma eignast það sjálfir? Það var vegna þess: í fyrsta lagi voru allir bankarnir fullir af seðlum, sem nokkrir ríkir menn áttu, en vildu ekki hætta í framkvæmdir og þessa penin^a þurfti að ávaxta og helst margfalda á sem stystum tíma. Þá var ráðið að láta fátæklingana byggja hús og taka peningana að láni. Þeir máttu svo gjarnan vinna kauplaust við bygginguna í nokkur ár og reita hvern sinn eyrt í vexti til bankanna, því það var lítil hætta á. að þeir gætu nokkru sinni borg- að svo mikið, að þeir eignuðust húsi ðsjálfir. Þegar svo byggjandinn er búinn að borga nokkur þúsund krónur til bankanna, án þess þó að skuldin lækki teljandi, -á að koma kreppa og atvinntileysi, svo maður- inn hætti að geta borgað vexti — og þá? Já, þá er húsið hans bara tekið upp í skuldina og liann hefir ekk- ert eftir nema stritið. í öðru lagi sáu ráðamennirnir það, að hjá framkvæmdum og ný- bvggingum varð ekki komist, en á meðan stríðið geisaði og dýrtíðin óx, var ekki gróðavænlegt að byggja. Hitt var miklu' auðveldara og áhættuminna, að láta þá, sem gátu lagt til vinnu, borga einnig efni og áhöld og taka á sig hættuna. Mannvirkin, sem þannig risu, kæm- ust svo þegjandi og hljóðalaust í eign þeirra, sem áttu peningana, ef aðeins væri hægt að búa til svolitla kreppu og hafa dálítið atvinnu- leysi. Þannig hugsaði afturhaldið hér á Akureyri og þannig hugsar það um heim allan. Ekkert hefði þó vitanlega verið gleðilegra, en að sem flestir hefðu getað bygt sér sitt eigið hús og stað- ið straum af kostnaðinum og það hefir verið drauinur margra hinna efnaminni. En því miður er þannig í pottinn búið, að í mörgum tilfell- um verður það ekki sá draumur, sem rætist, heldur draumur bank- anna og peningamannanna, sem að ofan var lýst. Sú saga gengur nú hér í bænum, og er höfð“eftir einum bankastjór- anum, að bankinn, sem hann veitir forstöðu, komi til með að eignast hvorki ineira né minna en 70—80 hús á næstu árum. Og ef þetta (Eramhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.