Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.08.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 04.08.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN t S : s Hér með tilkynnist að eg hefi selt blikksmiðju mína, Gránu- I j félagsgötu 46, Akureyri, Sameinuðu verkstæðunum „MARZ” ] j h.f„ Akureyri, og rekur þetta félag blikksmiðjuna eftiríeiðis. j Um leið og eg þakka heiðruðum viðskiptavinum mínum i j vinsamleg viðskipti, vona eg að þeir láti hið nýja félag njóta j i þeirra í framtíðinni. Akureyri, 24. júlí 1945. ÁGÚST RRYNJÓLFSSON. Með því að eg hefi selt Sameinuðu verkstæðunum „MARZ“ | i h.f„ Akureyri, vélaverkstæði mitt (Vélaverkstæðið „Marz“), | j Strandgötu 11, Akureyri, vil eg hér með þakka heiðruðum j j viðskiptavinum verkstæðisins undangengin, vinsamleg við- i j skipti, og leyfa mér að mælast til þess að þeir yfirfæri vænt- j | anleg framtíðarviðskipti sín til hins nýja félags. 3 : Akureyri, 24. júlí 1945. ÓSKAR ÓSBERG. s : I V j Með tilvísun til ofanritaðra tilkynninga leyfum vér oss að i j láta þá ósk í ljósi, að vér megum verða aðnjótandi sama vel- j j vilja viðskiptavina ofangreindra fyrirtækja, og þau hafa not- j j ið, og munum kappkosta, að bæði þeir og nýjir viðskiptavinir j ] verði ánægðir með viðskiptin hjá oss. Vér munum, fyrst um sinn, reka þessi verkstæði á sömu ] ] stöðum og hingað til, eins og að ofan greinir. Hr. Ágúst Brynjólfsson er ráðinn framkvæmdastjóri fyrir- ] ] tækis vors. Akureyri, 24. júlí 1945. SAMEINUÐU VERKSTÆÐIN „MARZ“ h.f„ Akureyri. Símar 486 og 90. IIMIMIMIMMIIII MMMMMMMMI MIIMIIIIMIIIIIMIIMIIIIIMIMIIMMIIIIIMMMM MMMMMMMMII Húsnæðismálin Framhald af 3. síðu. skyldi reynast rétt: Hvaðan koma bankanum þessi hús og hvar lenda þau? Þau koma auðvitað frá eigna- lausum verkamönnum, sem hafa verið neyddir til að taka lán með 6% vöxtúip til að kaupa eða byggja hús fyrir sig og' sýna fjölskyldu. Lánið hefir kannske numið 50 til 60 þúsundum króna og á hverju ári hefir hann orðið að borga að- eins í rentur hátt á fjórða þúsund krónur, en það er a. m. k. y3 af brúttó-tekjum hans. M. ö. o„ það er alveg útilokað, að hann geti af vinnu sinni borgað nokkuð teljandi í láninu. Einn góðan veðurdag fær hann svo tilkynningu frá bankan- um, þess efnis, að húsið hans verði tekið upp í skuldina. Alt í lagi! Peningamanninum hefir tekist að ávaxta sitt pund svo um munaði og hann fær húsið líka. Svo getur hann sagt verkamanninum, sem bygði, að hafa sig úr húsinu og flutt þangað sjálfur. Þetta er ákaflega venjulegt fyrir- bæri og þykja oft á tíðum engin stórtíðindi, en það er í rauninni stór glæþur, sem þarna á sér stað, glæpur, sem alþýðustéttin á alls ekki að líða og þarf ekki að líða. Tímarnir eru nógu oft búnir að sanna sekt spekúlantanna og sýna, að öll þeirra ráð fyrir aðra eru ráð- leysi og tilgangurinn miðast ein- ungis við gróðavonir þeirra sjálfra. Það verða altaf húsnæðisvand- ræði á Akureyri meðan þeirra ráð- um er fylgt og eignalitlir launþegar eignast aldrei ný hús meðan bank- arnir lána, eingöngu með það fyrir augum, að margfalda seðlabirgðir auðmannanna á kostnað þeirra, sem að framkvæmdunum og fram- leiðslunni vinna og láta þá reisa hallir fyrir höfðingjana. Nei. Það þarf að koma öðru skipulagi á mál- in. Verkamennirnir þurfa að eiga völ á hagkvæmum og vaxtalágum lánum til bygginga og þá mun ekki standa upp á þá að hef ja fram- kvæmdir. Bankamir liggja með stórar hrúgur af peningum, sem ekki eru lánaðir út, vegna þess að eigendurnir þykjast ekki fá nægi- lega háa vexti af þeim og þeir vilja aldrei eiga neitt á hættu. Fyrir þá sök eru svo margir, sem ekki eiga þak yfir höfuðið eða hafast við í slíku húsnæði, að það hæfði betur fyrir myglusveppa- og gerlafram- leiðslu, en sem mannabústaður. Reynslutími núsitjandi bæjar- stjórnarmeirihlutaafturhalds á Ak- ureyri ætti að vera orðinn nógu langur til þess að almenningi færi að verða ljóst, að húsnæðismálin verða aldrei leyst meðan hann situr að völdum. Hér þarf að hefja bygg- ingar í stórum stíl, byggingar, sem ætláðar eru alþýðunni til eignar og afnota, en ekki æfintýra-hof auð- sjúkra kapitalista. Húsnæðisvand- ræðin leysast ekki fyrr en alþýðan tekur völdin og framkvæmdirnar í sínar hendur. R. G. Sn. Sjómannapokar Olísvuntur Vöruhúsið h/f Skeiðar VÖRUHÚSIÐ h.f. Nokkrir Barnavagnar seldir með niðursettu verði. VÖRUHÚSIÐ H.F. l TILKYNNJNG I Viðskiptaráðið hefir ákveðið nýtt hámarks- verð á grænmeti sem hér segir: í heildsölu: í smásölu: $ Tómatar I. flokkur kr. 8,00 pr. kg. kr. 10,50 pr. kg. Tómatar II. flokkur — 6,00 — — 8,00 — Agurkur I. flokkur — 2,50 — stk. — 3,25 — stk. Agurkur II. flokkur — 1,75 — — — 2,50 — Toppkál I. flokkur — 3,25 — — 4,25 — — Toppkál II. flokkur — 2,00 — — 3,00 — Gulrætur Extra 3,00 - — búnt — 4,25 — búnt Gulrætur I. flokkur — 2,25 — — — 3,25 — — Gulrætur II. flokkur — 1,25 — '— — 2,00 — minnst 18 stk. í ks.) — 13,00 — ks. — 1,00 — stk. V þessi ganga í gildi frá og með 1. ágúst 1945 Reykjavík, 31. júlí 1945. VERÐLAGSSTJÓRINN. IIMMIMMMMMMMMMMIMM iimiiiimimmmiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmmmmmm* Tilkynning um framlengingu gjaldeyris og innflutningsleyfa. Viðskiptaráðið vekur athygli á því, að innflutnings og gjaldeyrisleyfi, sem gefin hafa verið út fyrir s.l. áramót, en eru nú fallin úr gildi eða falla úr gildi á þessu ári, verða ekki framlengd nema lögð séu fram skilríki fyrir því, að búið sé að greiða vöruna, eða aðra álíka bind- andi ráðstafanir til vörukaupa hafi verið gerðar áður i en leyfið féll úr gildi. Beiðnir um framlengingu slíkra leyfa verða að vera skriflegar og fylgi þeim sönnunargögn um, hvenær varan sé pöntuð, hvenær hún hafi verið eða verði af- greidd frá seljanda og hvort útflutningsleyfi sé fyrir hendi. , 16. júlí 1945. VIÐSKIPTARÁÐIÐ • lllllMIIIMMMIMMIMIMMIMMMMMMMMMMIMmMMMIMMMIMIMIMIMMIMMMMMIMMIMlMMMMMMIIIMMIMMIIMMMUIMUIMMMMMlJ •IIIIIIIIIMMMIIIIIIIIIIMIIIIMIIMIIIIIIIIIIIMMM immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmi í. S. í. L B. A. | Sundmót Akureyrar | I verður haldið við sundlaug bæjarins laúgardaginn 1. og sunnu- i \ daginn 2. september n. k., ef næg þátttaka fæst: Keppt verður í eftirtöldum greinum: ! | 25 m. frjáls aðferð:’ Telpur, 12 ára og yngri. 25 — — — 50 — — — 50 — — — 100 — bringusund: 200 — —• 100 — frjáls aðferð: 100 — — — 50 — baksund: 4x35 m. boðsund: 4X35 - - Drengir, — — — — Telpur, 14 — — — Drengir, — — — — Konur. Karlar. Karlar. Drengir, 16 — — —• Karlar. Karlar. Konur. Tilkynningar um þátttöku verða að vera komnar viku fyrir j mótið til stjórnar Sundfélagsins Grettis. Sundfélagið GRETTIR •"mmmmmmmmmimummmmmmmmmmmmimmmmihimmmmmmmmmmmmimmmmimmmmii^mmimmmmmmmmmimmimimmmmmmm*

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.