Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.08.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 11.08.1945, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Fyrstu samningar ísl. verslunarmanna byggðir á grundvelli stéffarsamíakanna Samningar vershmarfólksins í Eyjum hafa inni að halda margskonar kjarabætur, sem eru alger nýmæli í síðari hluta júlí sl. tókust samningar í Vestmannaeyjum milli Verzl- unarmannafélags Vestmannaeyja og Félags kaupsýslumanna í Vest- mannaeyjum um kaup og kjör verzlunar- og skrifstofufólks. Með samningi þessum er lokið einni hörðustu kaupdeilu, sem háð hefir verið á síðari árum, þar sem eigi var aðeins barist um kaup og kjör heldur samningsrétt verzlunarmanna í Eyjum. Verzlunar- og skrifstofumenn í Vestmannaeyjum hafa með samning- um þessum markað tímamót í samtakasögu verzlunarstéttarinnar á ís- landi og haslað sér völl við hlið annara launastétta. — Þrátt fyrir hinn gífurlega vöxt og aukna styrkleika íslenskra launþegasamtaka á undan- förnum árum, hefir ekki fram til þessa tekist að fá rétt verslunar- og skrifstofumanna, til þess að semja um kaup sitt og kjör, viðurkendan. Hefir þar valdið mestu hinn rótgróni áróður kaupmannavaldsins um að verslunarmenn og kaupmenn væru ein og sama stéttin og að kaupmenn væru eilíflega sjálfkjörnir forsvarsmenn og sálusorgarar verslunarmanna. Þar sem mörgum mun þykja fróðlegt að kynnast þessum samningum, eru þeir birtir hér í heild, og ætti verslunar- og skrifstofufólk hér á Ak- ureyri sérstaklega að kynna sér vel þennan samning. SAMNINGUR um kaup og kjör milli Verslunarmannafélags Vestmannaeyinga annars- vegar og Félags kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum hinsvegar. l.gr. a) Kaupgjald kvenna við verslunar- og skrifstofustörf: Fyrstu 3 mánuðina kr. 175.00 á mánuði Næstu 9 mánuðina kr. 210.00 á mánuði Eftir 1"2 mánuði kr. 225.00 á mánuði F.ltir 18 mánuði kr. 250.00 á mánuði Eftir 24 mánuði kr. 300.00 á mánuði b) Kaupgjald karla, 16 ára og eldri, við verslunar- og skrifstofustörf; Fyrstu 12 mánuðina kr. 400.00-á mánuði Næstu 12 mánuðina kr. 485.00 á mánuði Eftir 24 mánuði kr. 525.00 á mánuði Eftir 36 mánuði kr. 550.00 á mánuði 2.gr. Á ofangreint grunnkaup greiðist full dýrtíðaruppbót mánaðarlega samkv. vísitölu kauplagsnefndar og skal miða við dýrtíðarvísitölu næsta mánaðar á undan þeim mán- uði sem greitt er fyrir. 3. gr. Vinnutími er frá kl. 9 f. h. til kl. 6 e. h. Sé unnið lengur greiðist sú vinna samkvæmt taxta Verkalýðs- félags Vestmannaeyja og Verka- kvennafél. Snótar. Þó skal ekki krefjast aukakaups þótt unnið sé við óaflokna afgreiðslu og að venju- legri standsetningu búðarinnar eft- ir lokunartíma, þó ekki lengur en 1 klst. Helgidagskaup skal greitt, ef unnið er á helgidögum þjóðkirkj- unnar, þjóðhátíðardögum Ve., sum- ardaginn fyrsta, 17. júní, 1. des. frá hádegi meðan það tíðkast í Reykja- vík og 1. maí. Matartími skal vera 1 klst. Kaffitími 30 mín. 4. gr. Kaupgreiðsla skal fara fram um hver mánaðamót og þó eigi síðar en 6. næsta mánaðar. Kaupið skal greitt í peningum. 5. gr. Slasist meðlimur Verslunar- mannafél. Vestmannaeyja vegna vinnu eða flutninga til og frá vinnustað, skal vinnuveitandi greiða honum fult kaup í alt að 7 daga, eða þar til Slysatrygging ríkis- ins greiðir honum dagpeninga. Meðlimur i Verslunarmannafélagi Vestmannaeyinga, er unnið hefir samfleytt í eitt ár eða lengur hjá sama atvinnurekanda, skal einskis í missa í kaupi þckt hann sé veikur alt að 14 dögum á ári, enda séu veikindin sönnuð með vottorði hér- aðslæknis, sé þess krafist. Salerni verslun. 6. gr. skulu vera við hverja ' 7. gr. Uppsagnarfrestur skal vera minnst 3 mánuðir og gagnkvæmt milli vinnuveitenda og kaupþega og uppsögn miðast við mánaðamót. 8. gr. Þeir félagsmenn Verslunarmanna- félags Vestmannaeyinga, sem kunna að hafa hærra kaup eða betri kjör en samningur þessi ákveður, skulu halda hvorutveggja óskertu. 9. gr. Samningur þessi gildir frá undir- skrift til 1. nóv. næstkomandi. Sé samningnum eigi sagt upp fyrir 1. okt. næstkomandi framlengist hann um 3 mánuði í senn með 1 mán- aðar uppsagnarfresti. INGIMÁR Á GEFJUN Kveðja frá starfssystkinUm Hver finnur til — þó falli aldinn hlynur, — þó fyrrum hafi borið litfríð blóm — mitt í þeim leik, er lífið undir stynur, — sem lostið væri hörðum nornadóm. — En auða rúmið ýmsum vekur trega þó einhver finnist, sem að merkið ber.----- Vér þráum líkn í velking slíkra vega, sem vorið — aðeins — ber í faðmi sér. Oft virðist svalt á verkamannastöðvum, oft virðist dimman byrgja innri sýn. Hversu á sá, sem vinnur meður vöðvum, virðingu þeirra er bera klæðin f ín? Þá var oft sælt að hafa í hópi sínum hugljúfan vin, sem létti þungan stig, sem gleðireifur gleymdi eigin pínum og gerði hlýtt og bjart í kringum sig. Hann sótti ei hátt. — á heimsins mælikvarða, en hafði að marki: kyrlátt æfisvið. Og aldrei gekk hann um með glæstan farða, — sem ýmisr nota til að dyljast við. — Því marga smáa munna þurfti að seðja og miðla kröftum — fyrir heimilið—. — Hann lét sér nægja að lifa því — og gleðja — og lauk — með prýði — við það „dagsverkið". Þú áttir birtu innri fyrir sjónum — sem ávalt reynist flestra meina bót. En fágrir ómar frá þeim mildu tónum þér færðu styrk, er þjáðu sjúkdómshót. — Og svífur braut í sóltíð unaðslegri, þig signi verund ljóss og eilífðar. — Farðu svo vel til vonarlanda fegri, þars vegir mætast — kæri Ingimar. o. Cj. S. Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður INGIMARS JÓNSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka stjórn verksmiðjunnar og verk- smiðjustjóra, fyrir margháttaða hjálp, svo og starfsfólki Gefjunar, sem styrktu hann með gjöfum í veikindum hans. María Kristjánsdóttir, börn og tengdabörn. IMIIIIIIHIMIHHIIIMIIIIHHI 111..........IHIIIiili........iiii.....mnMl.....liliiiiiiiiiiiU f Húseignin Hafnarstræti 84 | § (gamlct síma- og pósthúsið) er til sölu. Neðsta hæðin er þegar j laus, en eíri hæðirnar verða væntanlega rýmdar fyrir 1. okt. = n. k. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu minni. Tilboð sendist mér fyrir 20. ágúst n. k. I Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna j öllum. Símastjórinn á Akureyri, 30. jiílí 1945. Gunnur Schram. = i ;illlllllllllMlllllMIMIIIIIHIIHMII<l*<HllllllllllllHIIIII">l>l<>llllllllllltllMlilllllllinMI'l«>>llllllllllllllll.....»>><<<< <HM<<HHMMH. 4 Samningur þessi er gerður i þrem samhljóða eintökum. Reykjavík, 20. júlí 1945. Alþýðusambands íslands f. h. Versl- unarmananf élags Vestmannaey inga. F. h. Félags kaupsýslumanna í Vest- mannaeyjum. Vinnuveitendafélag íslands.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.