Alþýðublaðið - 23.04.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.04.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 ur var báturinn sokkinn ásamt Jóni og fundust báðir daginn eftir. Jón var ungur og dugnaðarmaður með afbrigðum. Siglingar. Island kom í gær tii Akureyrar og Gullfoss kom til Fáskrúðsfjarðar sama dag. Tiskiskipin. í gær komu: Skailagrímur með iio föt lifrar, Leifur heppni með 106 föt, Skúii fógeti með 96 föt og Walpole með 90 föt. Hjálparstðð Hjúkrunarféiagsins Lfkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. 11—12 f. h. Þriðjudaga . . . — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h. Föstudaga.... — 5 — 6 e. h. Laugardaga ... — 3 — 4 e. h. Lánsfé til byggingar Alþýðu- hússlns er veitt móttaka i Al- þýðubrauðgerðinnl á Laugaveg 61, á afgreiðslu Alþýðublaðsins, i brauðasölunni á Vesturgötu 29 ag á skrifstofu samningsvlnnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrklð fyrirtskiðl frímerkin nýjn. Út af breytingum á alþjóða- póstburðargjaldi mun nú á næst- unni þurfa að, gefa út ný frímerki. Frá stjórnarárum Kristjáns 9. hefir sá siður haldist, að nota konungsmyndir til að skreyta frí- merkin roeð. Þessi konghollusta hefir jafnvel gengið svo úr hófi, að eitt sinn voru tveir konungs- hausar settir á sömu frímerkjaút- gáfuna. Frímerki eru mjög vel fallin til þess, að útbreiða þekkingu á landi voru, meðal annara þjóða, en það að útlendingar þekki sem allra mest til náttúru landsins og hafi á þann hátt heyrt þess getið að einhverju leyti, mun oft leiða til þess, að léttara mun að ná við- sldftasamböndum við þá en ella hefði orðið. Einkum eru frímerkin með alþjóðalitunum, sem frá nýj- ári verða 40 au. dökkblá, 25 au. rauð og 10 græn, heppileg til að útbreiða þekldngn á Iaadi okk- ar, af þvf þau aru mest notuð og mundu þvf fara víðast um heiminn. Auðvitað er það minst fyrirhöfn fyrir póststjórnina, að taka eingöngu konungsmynd á frfmerkin, og e. t. v. minstur kostnaður, en af því kongsmyndin ekki getur orðið Iandinu að neinu liði i þvf efni, að útbreiða þekk ingu á þvf, þá á hún að hverfa af frímerkjunum sem fyrst. Við megum ekki við því, að halda áfram að láta frímerkiu vera gagns laus á þennan hátt. af því þau geta verið og eiga að vera menn ingartæki, eins og áður er sagt. Treysti póststjórnin sér, ekki til að finna eitthvað nytsamara en Kristjáo X á frímerkin, t. d Geysi eða Gullfoss, ætti Listvinafélagið að útnefna nefnd manna til að annast framkvæmd þessarar tillögu. Hefði þetta einhvern aukakostn að í för með sér, myndi sá kostn aður auðveldlega vinnast upp á því, að meira yrði keypt af þann ig gerðum frímerkjum, en af gömlu útgafunum, væru þau smekkleg og vel vandað til þeirra, vegna þess, að flestir frfmerkjasafnendur myndu leggja meiri áherzlu á að ná f frímerki sem sæmilega væru útlits, heldur en frfmerki sem ekk- ert hefðu til sýnis annað en eitt konungshöfuð, eða þó jafnvel tvö væru. Ö. Dögrun. Morgunstjarna í austurátt. ein á meðal skýja, stíg þú upp á himin hátt, himin tímans nýja. Láttu glæða gróður hans geislann Ijómaríka, vonarstjarna vorhugans. vfgahnöttur líka. Sendu eld í hug og heim, hreinsnnareldinn sanna. svo rísa megi á rústum þeim riki hugsjónanna. Þar muntu yfir vfgavöli varpá geislum friðar og sldna yfir hárri höll, hofi ’ins nýja siðar. SvÁfim. Góðir Grammofonar í sterkum eikarkössum verða seld- ir f dag fyrir 85 krónup. Varahlutir, nalar, plötur, hljóð- dósir, album, plötubustar. Hljóðfærahús Reykjavfkur, Laugaveg 18. Sjómenn. Nokkra vana og góða fiskimenn vantar nú þegar. Upplýsingar á Laugaveg 8. A Njálsgötu 8 B er saumaður léreftafátnaður og verka- mannaföt. Ódýr saumalaun. Stólka óskast í vist uni skemmri eða Iengri tíma. Uppi. á Laugav. 45, uppí. Gfummi á barnavagna fæst í Fálkanum. er blað jafnaðarmanna, gefinn út á Akureyri. Kemur út vikulega f nokkru stærra broti en „Vfsir”. Ritstjóri er Halldór Friðjónssœ. V erkamaduriun \ er bezt ritaður allra norðlenzkra blaða, og er ágætt fréttablað. AHir Norðlendingar, víðsvegar um landið, kaupa hann. Verkamenn kaupið ykkar blððl Gerist áskrifendur frá nýjári á ýlfgreiðsln ýUþýðnbl. Alþýðubla ðið er ödýrasta, Ijölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanp- ið það og lesið, þá getlð þið aldrei án þess rerið- AlfUal. koetar I kr. á mAnoðl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.