Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.08.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 11.08.1945, Blaðsíða 4
VERK.AMABURINN Eversharp SJÁLFBLEKUNGAR OG BLÝ.4NTAR eru komnir í miklu úrvali. Þar á meðal hinn eftirsótti\ og margþráði: FIFTH AVENUE I^eða Eversharp nr. 21, sjálfblekungurinn með inni- llokaða pennanum, sem gefur þurrskrift með votu ibleki, ,,Quink", hefir margbreytilega snápa, hár- ;fína og breiða. S. 1. 3 ár hefir verksmiðjan framleitt þessa penna, en vegna takmarkalausrar eftir- spurnar í heimalandinu, Ameríku, hefir ekki verið hægt að fá þá hingað fyrr en"*nú. Munið þetta. EVERSHARP er tryggður ævarandi. EVERSHARP er við allra hæfi. ^ EVERSHARP er með hinu rétta verði. Gangið úr skugga um þetta með því að reyna hann. Veljið EVERSHARP til gjafa og eignar. Nafn yðar grafið kostnaðarlaust á hvern penna, sem keyptur er í verzlun minni. ÞORST. THORLACIUS Einkaumboðsmaður fyrir ísland. Potsdamráðstefnan (Framhald af 1. síðu). London, en er nú úr sögunni, og viðurkenni nú Varsjárstjórnina, sem löglega stjórn Póllands, enda hafi hún lofað að láta frjálsar og lýðræðislegar kosningar fara fram í landinu á næstuni. Friðarsamningar verða gerðir bráðlega við hina fyrri bandamenn Þýskalands, ítalíu, Finnland, Rú- meníu og Ungverjaland. Spáni verður ekki leyfð þátttaka í Bandalagi sameinuðu þjóðanna meðan hann er undir stjórn Francos. Potsdamráðstefnan lofar því að innan skams verði fult samkomulag komið á milli Bandamanna um refsingu stríðsglæpamanna. Sett verður á laggirnar ráð utan- ríkisráðherra stórveldanna fimm, Sovétríkjanna, Bretlands, Frakk- lands, Bandaríkjanna og Kína. Á það'að koma saman í London með vissu millibili og hafa þar aðalað- setur sitt, en halda einnig fundi í höfuðborgum hinna stórveldanna. í lok yfirlýsingarinnar var skýrt frá því að 13 fundir hafi verið haldnir í hinni fornu keisarahöll í Potsdam með leiðtogum stórveld- anna þriggja. Yfirlýsingin endar á því, að þeir Attlee, Stalin og Truman segjast fara frá þessari ráðstefnu, sem hafi markað stór spor í áttina til aukins og nánara samstarfs þjóða sinna, í Sumargistihús í Vaglaskógi Framhald af 1. síðu að elda á primus eða öðru slíku tæki, geta menn nú tekið tjald sitt, það á skemmtilegum stað í skógin- um og lifað þar áhyggjulausu lífi um sinn — aðeins labbað til Lofts, þegar maginn segir til sín, og feng- ið ágætan mat, fyrir minna verð en gerist á veitingahúsum bæjarins. Fyrir þá, sem hafa vilja langa viðdvöl, svo veðrabreytinga sé von, og þá, sem yfirleitt láta sér ekki nægja tjaldbúð, koma gistiherberg- in í góðar þarfir, og er líklegt, að þau verði jafnan fullskipuð. Hinsvegar verður strax að gjalda varhuga við því, að þessum ágæta áningar og livíldarstað verði ekki spillt með svalli og ólátum fólks, sem stundum Ieitar úr bæjunum — ekki til að hvíla sig og njóta nátt- úrunnar, heldur til að þjóna sínum óæðra manni og spilla friði annara. Er þess að vænta, að stjórnandi hótelsins gæti þessa, og mun þá stofnunin mælast vel fyrir og verða fjölsótt. Ath. Birting þessarar greinar hefir dregist lengur en skyldi, aðallega vegna þess að hlé varð á útkomu blaðsins um hálfsmánaðarskeið, sökum sumarleyfa prentsmiðjufólksins. aukinni trú á það, að stjórnum þeirra megi takast í samstarfi við stjórnir annara ríkja að tryggja réttlátan og varanlegan frið í heim- inum. JOHAN BOJER: Ásýnd heimsins (Framhald). nú loksins breitt út faðminn móti henni með allri sinni dýrð. Til Louvre, ennþá oftar til Louvre. Það var eins og hún steypti sér alveg út til að svamla í þessu litahafi, línur, ljós, skullu saman frá öllum tímum og löndum, til Louvre, ennþá oftar til Louvre. Þegar hún kom þaðan, lanst henni lu'in geta flogið. Á vinnustofuskemtun hjá dönskum mynd- höggvara, köm hún öllum á óvart með því að ganga fram á gólfið með létta blæju og stíga dans, af slíku fjöri, hugarflugi og yndisþokka, að all- ir stóðu við vegginn og bara gláptu. „Hvar hefir þú lært þennan, Þóra?" spurði maður hennar afsíðis, þegar hún hafði lokið dansinum. „Lært! Sástu þá ekki að þar var Botticelli, bjáninn þinn, það var einmitt stíll hans og hrynjandi, sástu það ekki?" Eftir þetta voru þau ennþá léttúðugri en áður. Hann lék á fiðluna sína lög, sem urðu jafnharðan til, og hún dansaði eftir þeim. Hvar hafði hún lært að dansa? í Louvre, sagði hún. Á eftir hafði hún það til að taka mandohn og setjast síðan þægilega á gólfinu og syngja f jörugar vísur svo grafalvarleg á svipinn, að menn veltust um af hlátri. Já, þetta voru tvær ungar manneskjur, sem menn sóttust eftir að vera með. í rauninni ætlaði hún að hefja nám í málaraskóla, en þá var sá þröskuldur í vegi, að það var of dýrt fyrir þau í matsöluhúsinu, jæja — það er líka hægt að lifa í litlu herbergi, og þar sýður maður góðan mat á „primus". Með þessu móti sparar maður, einkanlega þegar frúin er fús til þess að gera alt sjálf, líka að þvo af manninum. Þeim tókst að fá leigð tvö herbergi með aðgangi að eldhúsi í litlu húsi lengst uppi í Monttrouge-götu, og þau áttu að búa þau að húsgögnum sjálf. Jæja. „Hefir þú húsgögn?" spurði hann, þegar þau höfðu samið um leiguna og voru komin þangað. „Nei, en hefir þú þau?" „Nei." — „Höfum við peninga?" sagði hún brosandi út í annað munnvikið og horfði á hann. Hann stakk ósjálfrátt vísifingrinum í vestisvasann. ,,Pen- inga — fyrir húsgögn, hvaðan ætti eg að hafa þá?" Þau fóru bæði að hlæja og setíust'á gólfið og voru ásátt um, að nú byggju þau að minsta kosti hér. Síðan fóru þau út og tíndu saman þá hluti sem ógerningur var að vera án. Fyrir sárfáa franka getur maður búið hús að húsgögnum í París. Maður lætur gamla dýnu Upp við vegg og breiðir sjal yfir hana — dá- samlegur sófi, sem á næturna er líka hægt að nota sem rúm. Tvö sett af leirvöru, hnífar og einn skaftpottur kostaði aðeins fáa skildirrga, og á veggina festu þau tvær ljósmyndir með teiknibólum og stóðu síðan og dáðust að því hve þær sómdu sér vel. „Þetta verður alveg óviðjafnan- legt," sagði hann og tók utan um hana. „Já, ekki hafði mér dottið í hug, að það væri svona auðvelt að koma upp heimili," sagði hún og beygði höfuðið aftur á bak, svo hann gæti kyst hana. Það var áfram leið til þess að vera saman með vinum, ekki síst í þessari íbúð, þar sem var þó að minsta kosti rúm til að sitja á gólfinu. „Komdu mettur, en ekki drukkinn," stóð á boðskortinu. Veitingarnar voru söng- ur, sögur, dans, gjas af tei með rommi út í og sígarettur. Og það var nóg til þess að gestirnir gleymdu að fara, svo það var ekki fyr en undir morg- un, sem þeir skjögruðu niður tröppurnar. En þegai»allir voru farnir, og Þóra var fyrir löngu lögst undir teppið, stóð Haraldur enn langa stund við gluggann og horfði út. Hvað hugsaði hann um, og hversvegna stóð hann þarna? II. Litli, græni lampaskermurinn, sem var úr pappa, olli því að birt,an var aðeins á skrifborðinu, og þar sást hið ljósa höfuð H^araldar yfir bók, með- an Þóra sat fjær í skugganum og stoppaði sokka hans, Um langt skeið hafði verið svo hljótt, að tístið á kakalökkunum í gamla múrsteinshús- inu heyrðist, en úti fyrir húsinu heyrðist í fjarska daufur hávaði frá hinni stóru borg. „Að hverju ertu að hlæja?" Hann leit upp og kom ekki strax auga á hana þarna í myrkrinu. „Eg er viss um, að það er ekki læknisfræði, sem þú ert að lesa núna, Haraldur." „Er það svo hlægilegt, að eg lesi ekki læknisfræði?" ,,Þig grunar ekki, hversu oft þú skiftir um svip, þegar þú situr svona og fylgist með byltingunum og brytjar ovinina niður og endurbætir alla veröldina. Ha, ha, ha! Eg get ekki annað en hlegið." Hann stóð upp, gekk yfir að hinum veggnum og tróð tóbaki í pípu sína. Og hún hélt áfram: „Þegar þú lest eitthvað viðvíkjandi vísindagrein þinni, þá ert þú í raun og veru snotur að sjá. Það er eins og þú standir á kletti og horfir yfir landið, sem þú ætlar að halda inn í." ,,Þú ættir að yrkja ljóð, Þóra. Þú hefir hugmyndaflug." „Og þúættir að lesa ofurlítið minna af þessu rugii þarna, þá yrðir þú ekki í eins slæmu skapi." *,Eg er að lesa „Frá hinum lijótsbakkanum", eftir Alexander Herzen. (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.