Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.08.1945, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 18.08.1945, Qupperneq 1
XXVIII. árg. Laugardaginn 18. ágúst 1945 30. tbl. Uppgjöf síðustu árásarþj óðarinnar Japanska herstjórnin gekk að öllum skilyrðum Bandamanna Síðastliðinn þriðjudag barst loks svar £rá Japönum við gagntilboði i Bandamanna, sem þeir sendu þeim eftir að Japanir höfðu tjáð sig fúsa til að gefast upp ef keisarinn fengi að halda völdum. Attlee forsaetisráðherra Breta hélt ræðu í bretska útvarpið kl. 11 á þriðjudagskvöldið samkv. ísl. tíma og skýrði frá þessu. Samtímis var frá þessu skýrt í Moskvu, Washington og Sjungking. Las Attlee upp svar Japana orðrétt og voru helstu atriði þess þau er hér greinir: í sambandi við friðartilboð það, sem japanska stjórnin hafði gert Bandamönnum og gagntilboð það er þeir hafi gert henni kveðst hún hafa þann heiður að tilkynna eftirfarandi: 1. Keisarinn hafi gefið út fyr- irmæli um það, að friður verði saminn á grundvelli Potsdamyíirlýsing- arinnar. 2. Hann hafi gert nauðsynlegar ráðstafanir til að friðarsamning- ar verði undirritaðir hið fyrsta og 3. Hann muni gefa út fyrirskipanir til allra japanskra hersveita um að leggja niður vopn og hæt.ta vopnavið- skiftum og muni auk þess reiðubúinn að gefa út hverjar aðrar fyrirskip- anir, sem yfirhershöfðingi Bandamanna muni telja nauðsynlegar. andi fyrirgefningar á því, að þeir hefðu lagt út í þessa styrjöld, sem hegar Attlee hafði lesið upp orð- sendingu Japana, rakti hann sögu Kyrrahafsstyrjaldarinnar í helstu dráttnm, frá því að Japanar gerðu hina sviksamlegu árás sína á Pearl Harbour í desembermánuði 1941, þangað til nú að þeir hafa orðið að gefast upp. Hann hrósaði hinum hugrökku hermönnum Banda- manna, sem með þrotlausri baráttu sinni hefðu bjargað þjóðum sínum frá hersveitum Japana. Hann hylti kínversku þjóðina, sem um fjórtán ára skeið hefir bar- ist hetjubaráttu sinni gegn ofurefli. Hann fór einnig hrósyrðum um all- ar aðrar þjóðir, sem Japanar hefðu lagt í þrældómsviðjar, en hefðu veitt þeim þá mótspyrnu sem þær megnuðu. Hann lauk sérstöku lofsorði á flota Bandamanna og sjó- lið. Að lokum hvatti Attlee bretsku þjóðina til að fagna friðnum, hún hefði unnið til þess að fá nokkra hvíld, eftir þrotlausa baráttu og erf- iði undanfarin ár. Á eftir ræðu forsætisráðherrans voru þjóðsöngvar Bretlands, Banda- ríkjanna, Sovétríkjanna og Kína leiknir í bretska útvarpið. Fasistamir skælandi fyrir framan keisarann. Tokio-útvarpið hafði tilkynt nokkru áður en Bandamenn fengu svarið, að boðskapar frá keisaran- um hefði verið lesinn upp fyrir framan keisarahöllina í Tokio. í boðskap þessurn var sagt, að keisar- inn hefði jafnan verið kvíðafullur um framtíð japönsku þjóðarinnar, eftir að styrjöldin við Bandaríkin og Bretland hófst árið 1941. Mann- fjöldi safnaðist saman fyrir framan keisarahöllina, meðan verið var að Jesa upp boðskapinn, og vpru þar viðstaddir ýmsir æðstu embættis- menn Japana. Var þar „grátur og gnístran tanna“, því að japönsku ráðherrarnir báðu keisarann grát- Meirihluti Kjötverðlagsnefndar samþykti á fundi sínum 13. þ. m. að verðlag á nýju dilkakjöti í heild- sölu skyldi vera kr. 12.70 kg. en smásölum er heimilt að leggja á það 13%. Samkvæmt því verður þá kjötið selt í smásölu á kr. 14.35. Félag kjötvérslana í Reykjavík hefir tilkynt, að vegna þess hve kjötverðið hefir verið ákveðið hátt og dreifingarkostnaður þeirra lágt Verður borgara- styrjöld í Kína? Tsju Te, yfirhershöfðingi komrn- únistaherjanna í Kína tilkynti ný- lega, að hersveitir hans mundu hefja miklar hernaðaraðgerðir gegn Japonum og mundu leggja áherslu á að ná sambandi við Rauða herinn í Mansjúríu. Sjang Kaj Sjek til- kynti þá að hann bannaði kommún- istaherjunum í Norður-Kína að leggja til atlögu við Japana, skö.mmu áður en þeir gáfust upp. Tsju Te mótmælti þessu banni Sjang Kaj Sjek og kvaðst mundu virða það að vettugi. Kommúnista- (Framhald é 4. síðu). fengið hefði slíkan endi. Bardagar halda áfram. Bardagar halda þó áfram enn þó Japanskeisari segist hafa fyrirskip- að hersveitum sínum að leggja nið- ur vopn. Einkanlega veita Japanir mótspyrnu í Mandsjúríu og Kóreu. Hefir Vassilevsky yfirmaður Rauða hersins í Austur-Asíu sent Japönum úrslitakosti. Hefir Rauði herinn sótt hratt fram þó mótspyrna Jap- ana sé hörð og þeir hafi gert gagn- áhlaup. í Burma hafa verið nokkur vopna- viðskifti alt fram að þessu og ná- lægt ströndum Japans hafa jap- anskar orustuflugvélar ráðist á bretskar og amerískar flugvélar og skip. • metinn, muni þeir ekki hafa nýtt dilkakjöt til sölu í verslunum sín- um að óbreyttum aðstæðum. Þessi gífurlega hækkun á kjöt- verðinu hefir vakið í senn furðu og gremju rneðal neytenda. Eins og vænta mátti reynir ,,Dag- ur“ að skella skuldinni á ríkisstjórn- ina, en gætir þess vandlega að fela sannleikann með því að þegja yfir þeirri staðreynd, að það voru full- trúar ,,Framsóknar“flokksins í Kjötverðlagsnefnd Og fóstbróðir þeirra, Ingólfur kaupfélagsstjóri á Hellu, sem báru fram þá tillögu og samþyktu, að verðið á dilkakjötinu skyldi vera kr. 12,70 kg. í heildsölu. Fulltrúar neytendanna í Kjöt- verðlagsnefnd, þeir Hermann Guð- mundsson frá Alþýðusambandi Is- lands og Þorleifur Gunnarsson frá Landssambandi iðnaðarmanna greiddu báðir atkvæði á móti þess- ari hækkunartillögu „Framsóknar“. Þáð er svo sem ekki furða þó „Dagur“ tali digurbarkalega í þessu máli! — Og hann veit svo sem á hverju hann lifir. Hann hefði áreiðanlega ekki verið stækkaður ef bændunum hefðu ekki verið greiddar tugir miljóna kr. í upp- bætur á kjötverðið undanfarin ár. Þorsteinn H. Hannesson tenorsöngvari söng í Nýja-Bíó síðastliðið mið- vikudagskvöld við hljóðfærið var Jakob Tryggvason organleikari. Vegna þess, að húsið er jafnan notað til kvikmyndasýninga á kvöldin, byrjaði söngskemmtun þessi kl. 7 síðdegis, en það er mjög óhentugur tími, og komu því færri áheyrenduV en átt hefði að vera. Þó hygg eg, að húsfyllir hefði orðið, ef rnenn hefðu vitað, hvílíkur ágætis söngvari var hér á ferðinni, og vafa- lítið, að þeir, sem heyrðu hann í þetta sinn, mundu fara að hlýða á hann aftur, ef kostur væri á. Þorsteinn H. Hannesson heðr stundað söngnám í London alllengi undanfarið. Hefir honum orðið mjög mikið ágengt. Rödd hans, sem var áður mjög elnileg, hefir þrosk- azt og fegrazt furðulega, og má nú teljast með beztu tenorröddum, sem hér hafa heyrzt, einkum er breyt- ingin gagnger á hærra sviðinu, og gera þar fáir betur. Öll meðferð söngvarans á þeirn verkefnum, sem hann tók sér á þess- um hljómleikum, var hin prýðileg- asta og bar vott um næma tilfinn- ingu, ágætar gáfur og menntun. Var það sama, hvort verkefnin voru „lyrisk“, kirkjuleg eða „dramatisk", og má til sönnunar því benda á lög- in: Die Nebensonnen eftir Fr. Schu- bert, Stjarna stjörnu fegri, éftir Sigurð Þórðarson og Söng Canios úr söngleiknum I Pagliacci eftir Leoncavallo. Hefi ég engan heyrt syngja síðast nefnda lagið jafn vel. Á. S. Nýstárleg skemtun í gærkvöldi efndu þeir Ársæll Pálsson, gamanleikari, Baldur Ge- orgs töframaður og Sveinn V. Stefánsson til fjölbreyttrar skemt- unar í Samkomuhúsi bæjarins. Sveinn V. Stefánsson las upp kvæði og sögur. Er hann tvímælalaust einn sá snjallasti upplesari er látið hefir til sín heyra hér á Akureyri. Baldur Georgs er liinsvegar jafn leikinn í því að blekkja áheyrendur nieð töfrabrögðum sínum. Ársæll Pálsson kunni‘ einnig þá list að koma áheyrendum í gott skap með lagasyrpu sinni, sögúm, fettum og brettum. Var þremenningunum fagnað hvað eftir annað með dynjandi lófataki og hláturskviðum. Þeir félagar eru á ferðalagi kring- um landið og hefir hvarvetna verið klappað lof í lófa, þar sem þeir hafa leikið listir sínar. Fulltrúar Framsóknar í kjötverðlags- nefnd samþyktu kjöfhækkunina Fulltrúar Alþýðusambandsins og Landsambands iðnaðar manna greiddu atkvæði á móti hækkuninni

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.