Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.08.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 18.08.1945, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Fangarnir, sem Bretar af- hentu rannsóknarlögregl- unni látnir lausir En rannsókn í málum þeirra er ekki lokið Fyrir nokk.ru síðan afhentu bresku hernaðaryfirvöldin íslensku rannsóknarlögreglunni 9 íslend- inga og 1 Þjóðverja, sem voru sak- aðir um starfsemi hér á landi í þágu Þjóðverja. Menn þessir voru: 1. Guðbrandur Hlíðar, dýralækn- ir, Akureyri. 2. Einar Björn Sigvaldason, hljómsveitarstjóri, Reykjavík. 3. Páll Sigurðsson, verkfræðing- ur, Reykjavík. 4. Lárus Sigurvin Þorsteinsson, sjómaður, Reykjavík. 5. Hjalti Björnsson, matsveinn, Norðfirði. 6. Magnús Guðbjörnsson, Rvík. .7. Sverrir Matthíasson, verslunar- maður, Vestmannaeyjum. 8. Jens Björgvin Pálsson, loft- skeytamaður af Artic, Reykjavík. 9. Sigurður Normann Júlíusson, sjómaður, Reykjavík. 10. Ernst Frezenius, búfræðing- ur. Var hér áður búsettur og ís- lenskur ríkisborgari, en telur sig nú vera orðinn þýskan ríkisborgara aftur. Þeir hafa nú allir verið látnir lausir úr gæsluvarðhaldi. Hafa frumskýrslur verið teknar af þeim, og rannsókn verður haldið áfram í málum þeirra, og verða öll gögn í þessum málum síðar send dóms- máláráðuneytinu til fyrirsagnar. Var föngunum slept úr varðhald- inu með því skilyrði, að þeir dveljist innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur meðan á málinu stendur, eða á öðrum þeim stað er dómurinn samþykkir. 1 greinargerð frá sakadómara, sem hann hefir sent blöðunum segir svo: Um málsatvik þau, sem fram hafa komið við rannsóknina skal þetta tekið fram: 1. Jens Björgvin Pálsson var loft- skeytamaður á Arctic. Arctic var sent til Vigo á Spáni í árslok 1941 og kom aftur til Reykjavíkur 25. febrúar 1942. Meðan skipið lá í Vigo leituðu Þjóðverjar á Jens og undirgekkst hann að senda þeim veðurfregnir á heimleiðinni, svo og að útvega þeim íslensk blöð, ef hann kæmi aftur til Spánar. Honum var fengið senditæki. Hann kveðsf hafa sent þeim 8 skeyti á leiðinni heim ein- ungis varðandi upplýsingar um veður á leiðinni. Jens kveðst hafa verið þvingaður til þessa starfa, með því að Þjóð- verjarnir hafi hótað að sökkva skip- inu á leiðinni hingað, nema því að- eins að hann lofaði þessu. 2. Einar Björn Sigvaldason og Lárus Sigurvin Þorsteinsson komu til Raufarhafnar hinn 17. apríl 1944. Þeir komu tveir einir á litlum mótorbát frá Noregi og voru þegar settir í varðhald í breskum herbúð- um. Þeir höfðu haft með sér sendi- tæki falið í olíubrúsa, en köstuðu því fyrir borð áður en þeir komu. Einnig þeir voru sendir hingað til að afla Þjóðverjum veðurfregna. Einar var látinn læra loftskeyta- tækni í Þýskalandi, en Lárus var við slíkt nám í Kaupmannahöfn er Þjóðverjar leituðu hans. Báðir segjast þeir hafa leiðst út í þetta á þeim forsendum, að þeim var boðin hjálp til heimferðar, er síðar var því skilyrði bundin að þeir ynnu að þessum fréttasending- um sem þeir og lofuðu. Það var samkomulag þeirra að vinna ekkert að þessu eftir að heim var komið, heldur gefa sig fram við yfirvöldin. 3. Magnús Guðbjörnsson og Sverrir Matthíasson komu hingað til lands að Eiði, Langanesi 25. apríl 1944. Komu þeir á kafbáti upp undir landið, en reru síðan til lands á gúmmíbát. Þeir skildu eftir í lendingunni bátinn og farangur sinn, þar á meðal 2 senditæki og báðu um að láta yfirvöldin vita um komu sína og voru þegar handtekn- ir af amerískum hermönnum. Þeir hafa viðurkent að hafa verið sendir hingað af Þjóðverjum til þess að senda fregnir af veðurfari, skipaferðum og öllu því er við kom hernaðarmálefnum hér. Báðir höfðu þeir verið látnir læra með- ferð og notkun senditækja áður en þeir fóru. Þeir höfðu dvalið við atvinnu í Þýskalandi og halda því báðir fram, að þeim hafi upphaflega verið boð- ið að komast heim og síðan verið flæktir út í þetta. Þeir segjast ekki hafa ætlað sér að inna af höndum erindi sitt og þess- vegna gefið sig fram. 4. Ernst Freseníus, Hjalti Björns- son og Sigurður Norðmann Júlíus- son komu bingað til lands á þýskum kafbáti hinn 30. apríl 1944 og lentu í Selvogsnesi á Austurlandi. Þeir voru handteknir hinn 5.maí,erþeir voru á leið upp til lands. Þeir höfðu með sér tvö senditæki. Erindi þeirra átti að vera að senda Þjóðverjum allskonar upplýsingar um veðurfar, skipaferðir, hernað- arsvæði og hernaðarmálefni hér á landi. Áður en þeir fóru voru þeir látnir læra loftskeytatækni. Ernst Frezeníus var foringi farar- innar. Hann var í þýska hernum og fór hingað að skipun yfirmanna sinna og sem hermaður. Frezeníus hef ir dvalið hér á landí áður um nokkurra ára skeið og veittur íslenskur ríkisborgararéttur með lögum nr. 39, frá 8. september, en hann kveðst hafa afsalað sér hon- um. Þeir Hjalti og Sigurður segjast hafa verið flæktir út í þetta á þeim forsendum, að þeim var í upphafi boðin aðstoð til að komast til ís- lands, en þeim hafi ekki verið fært, að snúa við, þegar þeira var sagt frá MllllHinillllllllHHHIfHHIllllllHllltMHIIHIHIHIIIIIIHIHIIIHHHIIHIIIIHHIHtHIHHIHMIIIHHfHHMHIHHIIHHHMlHIHIIIHIHIHJ Jan Karski: Glóðu Ijáir, geirar sungu Saga leynistaríseminnar í Póllandi Þetta er fyrsta frósagan, sem rituð heiir verið af sjónarvotti og þátttakanda um leynistarísemina í Pólkmdi. Jan Karski starfaði í fjögur ór sem leyni- legur erindreki og hraðboði leynistarfseminnar og kynntist af eigin raun handtökum og pyndingum Gestapo. IIIIIIIIIIIHfllMIHII IHMMIHMMIMHIIIIIMIMIIMHHMMI IMMIHIIIHIIIIMIIHHHIHMMMI IIHHMIHIHHHMIIIMIHinlllHMMHIMI IIIHIHHMHHHMIIHJ I Frá barnaskólanum Barnaskóli Akureyrar tekur til starfa laugardaginn 1. september n. k. kl. 10 árd. Mæti þá öll 7, 8, og 9 ára börn (fædd 1936, 1937 og 1938) Foreldrar, sem þurfa að fá undanþágu um tíma fyrir börn, sem eru í sveit, hafi tal af skólastjóranum dag- ana 30. og 31. ágúst kl. 1-3 s. d. Skólastjórinn. 'llfllllllll||llltl|||l|l||||||||||||l|tHIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIinHiniMIIIMIIIMIIMHHHIIIIIIIIMIIIMMIMMIHMMMIMMHII......MHI «««53«««$$$$*» TILKYNNING FRÁ KJÖTVERÐLAGSNEFNÐ Heildsöluverð á dilkakjöti í sumarslátrun, hefur verið ; ákveðið fyrst um sinn kr. 12.70 hvert kíló. Smásöluálagning óbreytt frá því, sem verið hefur eða Iji 13% á súpukjöti. Vegna þess, að birgðir af frystu dilkakjöti eru nú mjög litlar, vill Kjötverðlagsnefnd hvetja sláturleyfishafa, til að byrja slátrun nú þegar. KJÖTVERÐLAGSNEFND 5«$«««««$«««««««SíSS«««««$««««S$S««««««S$«««5«$$^ »$*««$< Sr5KK^KjV*s»*>#V**>*Nf« skilyrðunum. Báðir telja þeir það hafa verið ætlun sína, að gefa sig fram er til íslands var komið og vinna ekki að erindi því sem þeir höfðu undirgengist, enda segjast þeir hafa framkvæmt skemdarverk á senditækinu áður en það var tekið í notkun. 5. Guðbrandur Hlíðar hafði feng- ið fararleyfi úr Danmörku til Sví- þjóðar að afloknu námi í árs- byrjun 1944 og síðar fararleyfi frá Svíþjóð, en var teptur í Englandi á leið hingað 12. febrúar 1945. Hann hafði staðið í sambandi við Þjóðverja nokkurn, er dvalið hafði hér á landi fyrir nokkrum árum, m. a. nálægt Akureyri og þá komist í kynni við fjölskyldu hans. Hann hefir viðurkent að hafa undirgengist eftir að til íslands væri komið, að aðstoða menn er til hans kynnu að leita og sendir væru frá Þjóðverjum. Átti hann að þekkja þá, er þeir bæru honum kveðju frá St. Bernhardshundinum Halldóri. Átti aðstoð hans að vera í því fólgin að láu þeim í té nauð- þarfir, ef að því ræki, svo og útvega þeim hitamæla, loftþyngdarmæla og þessháttar. Einnig var farið fram á það við hann, að hann sendi héðan bréf- lega, en með leyniletri, sem hann var látinn læra, upplýsingar um ýmsa hernaðarlega mikilyæga staði hér á landi. Guðbrandur hefir haldið því fram, að hann hafi verið þvingaður út í þetta af áðurgreindum Þjóð- verja, er leitaði hann uppi undir yfirskyni vináttu við fjölskyldu hans. Hann kveðst þegar áður en hann kom til Svíþjóðar hafa eyði- lagt efni það, er nota skyldi við leyniskriftina og segist ekki hafa ætlað sér að halda loforðin við Þjóðverjana, er til íslands kæmi. Tíundi maðurinn, sem afhentur var af hernaðaryfirvöldunum, Páll Sigurðsson, var látinn laus úr gæslu fyrir nokkrum dögum eða strax er fyrir lágu upplýsingar um mál hans, er sýndu, að grunsemdir þær, er á honum hvíldu, höfðu eigi sannast.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.