Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.08.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 18.08.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐU RINN VERKAMAÐU RTNN. Útéetandi: Sósialistaf él. ig Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Arnason, Skipagótu 3. — Simi 466. Blaðneind: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Áiaason, Ólafur Aðalsteinsson. BlaðiÖ kemur út hvera laugardag. Lausasóluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstraeti 88. Prentverk Odds Bjómssonar. Sápukúluflokkurinn, sem á ekkert markmið nema hrun, mun hrynja sjálfur Heimsstyrjöldínni er nú lokið. Mannkynið fagnar því, að undan- teknum fáum einstaklingum. Erfið- ir tímar eru þó framundan, stríðið við að byggja upp það sem lagt var í rústir og tryggja mönnum lífs- nauðsynjar. Við íslenidngar slupp- um svo vel að við þurfum ekki að reisa borgir og bæi úr rústum eins og fjöldamargar aðrar þjóðir þurfa nú að gera næstu ár. Hinsvegar þurfurn við að fá ný skip í stað þeirra mörgu skipa, sem fórust vegna hernaðaraðgerða þýsku naz- istanna. íslenska þjóðin þarf næstu ár, að einbeita kröftum sínum að því að koma atvinnuvegunum á svo traustan grundvöll, að þjóðin öll geti lifað sönnu menningarlífi. Til þess að það geti orðið, þarf að tryggja öllum, er geta unnið, stöð- uga atvinnu, taka nýtísku vélar, nýjustu og fullkomnustu tækni í þjónustu atvinnuveganna svo af- rakstur vinnunnar verði sem mest- ur, og framleiðsla okkai þoli sam- anburð við framleiðslu annara þjóða hvað verð og gæði snertir. Það mun kosta harða baráttu að f'á því framgengt að öllum vinnu- færum mönnum verði trygð lífvæn- leg atvinna. Því, — þrátt fyrir langa reynslu, — eru þeir margir, sem vilja hjakka í sama farinu og jafn- vel ganga afturábak. Það er meira að segja heill flokkur í landinu, „Framsókn" sem trúir ekki á annað en hrun og gerir alt sem hann getur til þess að þessi óskadraumur hans megi rætast. Við þekkjum vel hér á Akureyri afrek „Framsóknarflokksins". Síð- astliðinn vetur var atvinnuleysi meira og almennara hér í bænum en í nokkrum öðrum kaupstað landsins. „Árangurinn af samstarfi samvinnumanna og kaupmanna á Akureyri er glæsilegur og til fynr- myndar," skrifaði Hriflu-Jónas í ,,Dag". Þessari staðhæfingu Jónasar hefir ekki verið andmælt af forystu- liði „Framsóknar" hér, enda hafa bæjarfulltrúar „Framsóknar" lagt á það megináherslu, að hindra að bæjarstjórnin beitti sér fyrir því að atvinnuvegir bæjarins yrðu efldir að miklum mun. Hafnargarðsmálið er eitt skýrasta dæmið um vinnubrögð „Framsókn- ar". Þar, eins og í mörgum öðrum málum, hefir þessi svikamylluflokk- ur látið líklega um stuðning við málið, en svo þegar á hefir hert, hefir hann runnið frá loforðum sínum og glamri. Allir bæjarbúar vita, að hann þandi sig út í dálkum' „Dags" í hafnargarðsmálinu eins og grænsápubóla — og sprakk svo eins og grænsápubóla. Nú eru kosningar í bæjarstjórn innan nokkurra mánaða og þing- kosningar einnig á næsta ári. Ef að vanda lætur mun „Framsókn" blása út margar sápukúlur fyrir kosning- arnar til þess að reyna að sýnast girnilegri í augum kjósenda. Hún mun m. a. reyna að kaupa menn til fylgis við sig með því að nota yfirráð sín yfir auðæfum K.E.A. til að láta mönnum í té nokkurra daga vinnu. Eftir kosningarnar mun hún svo predika hrun af öllum kröftum og í samræmi við þá kenningu beita sér gegn því eins og undanfarin ár, að bærinn geri nokkrar ráðstafanir til að efla atvinnulífið hér. Og til að bæta úr skortinum á íbúðum mun „Framsókn" fúsari til að henda miljónum króna af fé verka- manna og bænda í hótel en að greiða atkvæði með því að sæmileg íbúðarhús verði bygð til að bjarga fátækum börnum frá seigdrepandi skorti — og dauða. Og byggi K.E.A. ekki nýtt hótel mun þeim háu herr- um, er tróna þar, að Jíkindum ekki verða skotaskuld úr því að henda fé K.E.A. í ný hlutafélög, til þess að reyna á þann hátt að binda enn fleiri starfsmenn félagsins á sam- eiginlegan bás gróðans af hlutafé- lögunum. Undanbrögð Japana Yfirmáður Bandamannahersins liafði lagt svo fyrir Japana, að þeir skyldu senda fulltrúa til Manila með skriflegt umboð frá keisaran- um til að undirrita samninga um uppgjöf. Eiga japönsku fidkrúarn- ir að fljúga í hvítmálaðri flugvél til smáeyjar skamt frá Okinava. Þaðan eiga þeir að fljúga í amerískri flug- vél til Manila. Mikill dráttur hefir verið á komu þessara fulltrúa og evu Japanar með hverskyns vöflur. Síðustu fréttir Tokio-útvarpið hefir skýrt jap- önsku þjóðinni frá því, að hernáms- lið Bandamanna muni bráðlega koma til Japan og hefir skorað á þjóðina að sýna stillingu. I Moskvu er tilkynt, að japanski herinn í Mansjúríu sé (arinn að gef- ast upp í hópum. Ein af þeim borg- um er Rauði herinn tók í gær, er 165 km. frá Harbin. Petain dæmdur til dauða Dómur féll í máli Petains mar- skálks sl. miðvikudagskvöld. Var hann dæmdur til dauða, en um leið farið fram á að dómnum yrði breytt í æfilangtfangelsisökum þess hve gamall hann er orðinn, en hann er nú 89 ára. I forsendum dómsins er lýst, hvernig Petain aðstoðaði Þjóð- verja á allan hátt, sveik hagsmuni Frakklands með því að láta þeim í té bækistöðvar, se'm hann hafði áð- ur lofað, að ekki myndu falla í hendur þeirra, með því að fyrir- skipa frönsku hersveitunum í Sýr- landi, Norður-Afríku og Öllum ný- lendum Frakklands, að grípa til vopna gegn Bandamönnum og með því að fyrirskipa líflát og pynding- ar franskra föðurlandsvina og hann hafi tætt í sundur stjórnarskrá hins franska lýðveldis og komið á fót fullkomnu einræði eftir fasistiskum fyrirmyndum. Petain var fluttur með flugvél til kastala nokkurs í suðvesturhluta Frakklands. í þessum kastala hafði hann á valdadögum sínum látið halda þeim Blum, Daladier, Game- lin og fleiri frönskum stjórnmála- mönnum í haldi. Eregnir herma, að hann verði bráðlega fluttur til eyjar nokkurar við Frakklandsstrendur og geymdur þar í kastalanum, þar sem „maður- inn með járngrímuna" var í fang- elsi í 11 ár. Síldveiðin mjög treg Ennþá er síldveiðin mjög treg. Er nú orðið svo áliðið, að litlar lík- ur virðast til þess að úr rætist svo muni verulega um Mest af því sem veiðst hefir síðustu daga hefir verið saltað og hefir verið saltað allmiklu meira en á sama tíma í fyrra. Bær brennur S. 1. laugardag brann bærinn að Völlum í Saurbæjarhreppi, Eyja- firði. Fólk var á engjum er eldurinn kom upp, en það var skömmu eftir hádegi, var eldurinn orðinn svo magnaður er hans varð vart, að ekki tókst að ráða niðurlögum hans. Slökkvilið Akureyrar kom á vett- vang, en bærinn var þá brunninn til kaldra kola, en hinsvegar tókst slökkviliðinu að verja fjós og hey sem voru mjög nærri bænum. Næst- um engu varð bjargað úr bænum öðru en innanstokksmunum úr baðstofunni. Bdndinn á Völlum heitir Sigur- vin Jóhannesson, og hefir hann og heimilisfólk hans orðið fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni. Býr það nú í tjöldum. Nær og f jær „Framsóknar"mennirnir í Kjötverð- lagsnefnd halda því fram, að nauðsyn sé að selja dilkakjötið á kr. 14.35 kg. í smá- sölu af því að svo lítið sé til af eldra og ódýrara kjöti. Samkvæmt þessu ættu verkamenn að hækka kaup sitt að sama skapi á þeim tímum þegar lítið eða ekk- ert framboð er á vinnuafli, þ. e. yfir sum- artímann. * Vinnubrögð „Framsóknar" í Kjötverð- lagsnefndinni er aðeins eitt dæmi af mörgum um það, að verk þeirra eru þveröfug við hjal þeirra um baráttu gegn dýrtíðinni. Meðan þeir sátu að völdum, og síðast undir forsæti V. Þór, tókst þeim að hækka dýrtíðarvísitöluna jafnt og þétt. Með nokkrum kartöflupokum tókst þeim t. d. að hækka vísitöluna um 15 stig. Nú, eftir að þeir hrökluðust fré völdum, snauðir að öllu nema bitling- um, hlutafélögum og fé, nota þeir að- stöðu sína eftir mætti til að auka enn dýrtíðina, því það eru þeir sem hafa unn- ið þau afrek að setja „lága" verðið á kjötið og kartöflurnar. * Cg þeir eru svo ekki alveg ráðalausir „Fr2msóknar"-garparnir, ef kjötið selst ekki. Þeir grafa það þá bara með kurt og \pí í Hafnarfjarðarhrauni eða sökkva því við Oddeyrartanga, syngjandi hósíanna og kenna ríkisstjórninni um alt saman — og heimta svo enn nokkra tugi miljóna kr. í uppbætur á kjötið. * Stjórnmálaspekingar „Dags", „Tím- ans" „Alþýðublaðsins" og „Alþýðumanns- ins" eru komnir í slæma klípu. Nýja bretska stjórnin hefir sem sé tilkynt að bretska stjórnin muni gjörbreyta afstöðu sinni til grísku málanna. Stjórn Churc- hills gerði eins og kunnugt er alt sem hún gat og þorði að gera til að hjálpa grískum fasistum og öðrum rótgrónum afturhaldssinnum til að knésetja grísku alþýðufylkinguna E.A.M. og her hennar E.L.A.S. Jós Churchill úr sér ókvæðis- orðum um grísku föðurlandsvinina, en blöð „Framsóknar" og „Alþýðufl." sleiktu út um af ánægju og réðust heiftarlega á samtök vinstri flokkanna grísku. Nú þegar bretska Verkamannaflokks- stjórnin, sem bæði „Dagur" og „Alþýðu- m." hafa eignað sér og talið hold af sínu holdi, þykir mörgum fróðlegt að vita hvort heldur þau velja þann kostinn að kúvenda í þessum málum og fylgja þar sömu línu og stjórn Verkamannaflokks- ins eða halda áfram stuðningi sínum við grísku fasista- og afturhaldsstjórnina, sem Attlee segir að hafi svikið loforð sín. Vísitala framfærslukostnaðar fyrir ágústmánuð hefir verið reiknuð út og telst yera 275 stig eða eins og tvo und- anfarna mánuði. Sjotugsafmæli áttu sl. fimtudag tíbur- arnir Kristinn Jóhannesson fyrrum bóndi í Samkomugerði og Sigtryggus Jóhann- esson, áður bóndi í Torfum en nú til heimilis í Hlíðargötu 4 hér í bæ. 60 ára varð í gær Jakob Karlsson, af- greiðslumaður Eimskips hér í bænum, og 60 ára verður næstk. mánudag Þorst. M. Jónsson, skólastjóri. — Þá átti í gær sjötugsafmæli Kristján Kristjánsson, fyrv, símalagningarmaður. Friði fcrgnað í Reykjavík og víðar hér á landi var verslunum og skrifstofum lokað sl. fimtudag í tilefni af styrjaldar- lokunum. Daginn áður var friðar- ins einnig minst með því að fánar voru alment dregnir að hún allan daginn. PIANO tíl sölu Bókabúð Akureyrar Símar: 495 og 466.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.