Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 25.08.1945, Blaðsíða 2
VERRAMAiURlNN Tutfugu og fimm manna búnaðarráð á að ákveða verð á landbúnaðarafurðum Að tilhlutun landbúnaðarráðherra hefir forseti Islands gefið út bráðabirgðalög um skipun 25 manna búnaðarráðs er ákveða skal verðjöfnunarsvæði og verðjöfnunargjald á kindakjöti, mjólk og mjólkurafurðum. „Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða", skipuð 5 mönnum úr búnaðarráði, skal ákveða verðlag á landbúnaðarafurðum á innanlandsmarkaði og annast f ramkvæmdir sem verið haf a í höndum mjólkusölunefndar, mjólkurverðlagsnefndar, kjötverðlagsnefndar og verðlagsnefndar garðávaxta. Bráðabirgðalög þessi fara hér á eftir: „Landbúnaðarráðherra hefir tjáð mér að með þvf að í lögum nr. 42, 1943, um dýrtíðarráðstafanir, sé ákveðið, að meðan ófriðarástandið haldist skuli verð á landbúnaðar- vörum ákveðið í samræmi við vísi- tölu framleiðslukostnaðar landbún- aðarafurða, en lagaákvæði þetta sé nú úr gildi fallið við lok styrjaldar- innar og beri því fyrir 15. septem- ber næstk. að ákveða að nýju verð landbúnaðarafurða, sé nauðsynlegt að koma nú þegar nýrri skipan á þessi mál. Jafnframt þyki rétt, til þess að tryggja fylsta samræmi í verðlagi landbúnaðarafurða, að breyta gildandi lögum á þann veg, að einn aðili ákveði útsöluverð mjólkur, kjöts og garðávaxta í stað þeirra þriggja nefnda, sem nú ákveða verðið. Með því að eg felst á að brýn nauðsyn sé á því að verðlagningu landbúnaðarafurða sé nú þegar skipað með lögum, gef eg út bráða- birgðalög samkvæmt 3. gr. stjórnar- skrárinnar á þessa leið: 1. gr. Landbúnaðarráðherra skip- ar til eins árs i senn nefnd 25 manna, er nefnist „Búnaðarráð". Nefndin skal skipuð bændum eða mönnum, sem á einn eða annan hátt starfa í þágu landbúnaðarins. Heimilt er að tilnefna jafnmarga varamenn.' Ráðherra tilnefnir for- mann ráðsins og kallar hann það saman til fundar í síðasta lagi 5. september ár hvert. Þáð er borgara- leg skylda að taka sæti í búnaðar- ráði og mæta á fundum þess, nema lögleg forföll hamli. 2. gr. Fundir búnaðarráðs eru því aðeins lögmætir, að allir nefnd- armenn eða varamenn þeirra séu mættir. Nú stendur svo á, að hvorki aðalmaður né varamaður geta mætt á fundi og skipar þá ráðherra mann í þeirra stað meðan á forföll- um stendur. 3. gr. Á 1. eða 2. fundi skal bún- aðarráð kjósa 4 menn í nefnd, er nefnist „Verðlagsnefnd landbúnað- arafurða". Nefndarmenn skulu að jafnaði valdir innan vébanda bún- aðarráða, en heimilt er þó að víkja frá því, ef heppilegt er talið. Verð- lagsnefnd skal kosin meirihluta kosningu og er enginn löglega kjör- inn nema hann hafi hlotið atkvæði meirihluta búnaðarráðsmanna. Ef ekki næst meirihluti við endur- tekna frjálsa kosningu, skal kosið bundinni kosningu milli þeirra, er flest hafa fengið atkvæði. Kjósa skal tvo menn til vara í nefndina og taka þeir þar sæti í forföllum aðal- manna. 4. gr. Búnaðarráð gegnir enn- fremur þessum störfum: 1. Gerir tillögur til landbúnaðar- ráðuneytisins um setning reglna um gæðaflokkun og verðflokk- un landbúnaðarafurða. 2. Ákveður verðjöfnunarsvæði samkvæmt 1. gr. 1. nr. 1, 7. jan- úar 1935 og verðlagssvæði sam- kv. 9. gr. laga nr. 2, 9. janúar 1935. 3. Ákveður verðjöfnunargjald á kindakjöt, mjólk og mjólkuraf- urðir. 4. Stuðlar að hagnýtri verkun og meðferð landbúnaðarafurða og hagkvæmri nýtingu markaða fyrir þær, jafnt innanlands sem utan. 5. gr. Verðlagsnefnd landbúnað- arafurða skal skipuð fimm mönn- um, 4 kosnum samkvæmt ákvæðum 3. gr. laganna, en formaður búnað- arráðs er sjálfkjörinn formaður nefndarinnar. Forfnaður kveður nefndina til funda og stjórnar störf- um hennar. 6. gr. Störf verðlagsnefndar eru: 1. Að ákveða verðlag á landbúnað- arafurðum á innanlandsmark- aði (kjöti allskonar, mjólk og mjólkurafurðum.garðávöxtum). 2. Að annast aðrar framkvæmdir, sem hingað til hafa verið í hönd- um mjólkursölunefndar, mjólk- urverðlagsnefndar, kjötverðlags- nefndar og verðlagsnefndar garðávaxta, sbr. þó ákvæði 4. gr. 7. gr. Verðlagsnefnd ræður sér framkvæmdastjóra og annað starfs- fólk. Framkvæmdastjóri sér um daglega afgreiðslu mála og annast önnur störf, er verðlagsnefnd felur honum. 8. gr. Á fundum verðlagsnefndar ræður afl atkvæða úrslitum. 9. gr. Allur kostnaður er leiðir af störfum búnaðarráðs og verðlags- nefndar greiðist úr ríkissjóði, eftir reiknihgi er ráðherra úrskurðar. 10. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin: 4. gr. og 8. gr. laga nr. 1, 7. janú- ar 1935. 1. gr. og 2. málsliður 4. gr. laga nr. 2, 9. janúar 1935. 1. og 2. málsgrein laga nr. 31, 2. apríl 1943. Loks eru úr gildi numin öll önn- ur lagaákvæði, sem koma í bága við þessi lög. 11. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi." ¦iliiiiiiiIItilUlliillliilillliiltlilltlliliiiiiiiillliniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMHIilitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia ORÐSENDING til allra þeirra, er liafa leigð matvælageymsluhólf á frystihúsi voru á Oddeyri. — Laugardaginn 1. september verður kæling tekin af frystihólfunum um viku tíma vegna hreinsunar á þeim. Er mjög áríðandi að allir losi hólfin fyrir þennan tíma og komi til viðtals við frystihússtjór- ann. — i Framvegis verður hangikjöt eða önnur lyktarmikil matvæli eigi tekin til geymslu í hólfin. — Kaupfélag Eyfirðinga riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiititiiiiiiiiiiiiiin> «lllllllllllllllltllllllllllltlltlMlllllllllllllllllllll*IIIIIIIIIIIIIIIIUIII|llllllllMlllllllllllllllllIIItllllllllllllllllllMII|IIIIIIlllll||i||||||ll* NOKKRAR STÚLKUR j I vantar 1 eldhúsið í Kristneshæli 1. október næstkomandi. Um>lvsingar gefa skrifstofa hælisins og frk. Guðrún Pálma- I dóttir, Munkaþverárstræti 3, Akureyri. Ennfremur vantar 3 stúlkur til annarra starfa í hælinu/ Upplýsingar gefa yfirhjúkrunarkonan og skrifstofan. Athugið, að hælið greiðir hæsta kaup. : í • MllllMMlllllMlMMIMIIIIIIIIIMlMMtllllMlllMlllllllllMt»lltllllllllllllMMtllMIIMIIIIIIMIIIIIIII""""IMMIII"""<""l""""l"""l» • IIIIIIIMMIIIIIIIII lltlll II Mlllllllllll 11111111111111II MIMMMlllll III llMIMMMIIIItlllMIMMII III MMMIMMlllllllllllltl III llllMtlllllllllllllll TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið, að meðan núgildandi verð helzt á nýju dilkakjöti, sé greiðasölustöðum heimilt að reikna kr. 2.00 til vðbótar leyfðu há- marksverði fyrir hverja kjötmáltíð, sem framleidd er úr hinu nýja kjöti. í Reykjavík, 18. ágúst 1945. VERÐLAGSSTJÓRINN | lUUIUUIIHUIUHIHUIIIUUIIHlllMUUIIIIIHlllHIIIIIIHMUIHIIHHIMIHIHIIIHUlUIHUHUIIIIHlHHHHHUHUHUl" linilllllllllltlMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIItUllllMIIIUIHHUMIHIIIUHIHHUIHUIUIUHHMHIIIIHHIUHHHHIH.....|IHIIHI||« AKUREYRARBÆR. I I Tilkynning Ar 1945, hinn 24. ágúst, framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað 2. útdrátt á skuldabréfum bæjarsjóðs Ak- f ureyrar fyrir 4% láni bæjarsjóðs til aukningar raforkuveitu [ frá Laxárvirkjun. «| Þessi bréf voru dregin út: LITRA A: nr. 2 - 45 - 95 - 112 - 125 - 148 - 151 - 183 - | 212 - 213 - 242 - 263 - 288 - 296 - 297 - 298. LITRA B: nr. 24 - 27 - 28 - 29 - 44 - 79 - 188 - 209 -219 - 222 - 223 - 241 - 282 - 324 - 326 - 337 - 339 _ 364 - 403 - 452 - 607 - 610 - 613 - 620 - 641 - 642 - 651 - 654 - 655 - 661 - 665 - 668 - 682. Skuldabréf þessi verða greidd í skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri, eða í Landsbanka íslands í Reykjavík, hinn 2. janúar 1946. , Bæjarstjórinn á Akureyri, 24. ágúst 1945. ÞORSTEINN STEFÁNSSON settur. ftltMMH<M<HH<M<<<"HHHHH"lllHHH»»M"MMIIMIMII|MMH»»»M»HIHIHHHH"Hni»IHHH»»»»l"»<HHMt<<nHinHHH<HHMI»

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.