Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 25.08.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN/ VERKAMAÐU RINN. Út&BÍandi: Sósíalistafél, ig Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Amason, Skipaiötu 3. — Sxmi 466. Blaðnafnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvem laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. AfgreiSsla í skrifstofu Sósíalistafólags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prentvork Odds Bjórnsaonar. Afturhaldið sýnir klærnar þótt Hitler sé hniginn. Alvarlegir árekstrar eru nú víða um heim, þó ekki sé skorið úr ógreiningsmálunum með vopna- valdi. Hinir gömlu styrktarmenn og aðdáendur nazismans eru ekki af baki dottnir þó þýski „varnar- garðurinn gegn bolsevismanum" hafi verið molaður og máttarviðir svartasta afturhaldsins í ítalíu og í Japan hafi verið höggnir sundur. Fregnir, sem borist hafa síðustu daga hvaðanæfa að ,benda til þess að harðvítug átök fari fram milli framsækinna og róttækra afla ann- arsvegar og afturhaldssamra afla hinsvegar. Við öðru var raunveru- lega ekki hægt að búast, þegar þess er gætt, að enn hefir al'turhaldið töglin og hagldirnar í Ameríku og Bretlandi — þrátt fyrir kosningasig- ur Verkamannaflokksins — og víða annarsstaðar, svo sem á Spáni, Sví- þjóð og Grikklandi. Stjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands hafa æpt og bitið í skjaldar- rendur í tilefni af því, að almenn- ar þingkosningar eru nú á döfinni í Búlgaríu. Hafa þessai ríkis- stjórnir sent stjórn Búlgaríu orð- sendingu þess efnis, að el' stjórn Búlgaríu hagi ekki kosningaundir- búningnum eftir höfði ríkisstjórna Breta og Bandarfkjamanna, þá muni heldur ekki þessar stjórnir viðurkenna þá þingmenn, sem kosnir verða rré þá stjórn er verði mynduð upp úr kosningunum. Þetta er víst það, sem Englendingar kalla sjentilmensku eða að blanda sér ekki í innanlandsmál annara ríkja. Utanríkisráðherra Búlgaríu hefir svarað hinum „Iýðræðissinnuðu" orðsendingum Trumans og Attlees á þá leið, að ekki verður annað séð en hann hafi neglt þá með þeirra eigin nöglum. Minti hann þessa háu herra á það, að samkvæmt vopnahléssáttmálanum, sem Bret- land og Bandaríkin hefðu meðal annars gert við Búlgaríu, væri svo ákveðið, að við- komandi þjóðir skyldu láta sam- eiginlega eftirlitsnefnd sína í Búlg- aríu, bera fram þærkröfur.sem þeir kynnu að gera til Búlgara. Gætu Búlgarar því ekki tekið til greina aðrar kröfur en þær, sem þeim bærust firá eftirlitsnefndinni. Og ef Bretar og Bandaríkjamenn hefðu eitthvað að athuga við kosninga- undirbúninginn yrðu þeir að láta eftirlitsnefndina flytja stjórn Búlg- aríu athugasemdir sínar og kröfur þar að lútandi fyrir aðfaranótt 25. þ. m., að öðrum kosti myndu kosn- ingarnar fara fram eins og ákveðið hefði verið. Eins og kunnugt er tókst Bréíum með vopnavaldi að koma mjög aft- urhaldssamri stjórn á laggirnar í Grikklandi, eftir að þeir höfðu, ásamt lögregluliði og her, sem naz- istar höfðu þjálfað og haft í þjón- ustu sinni, knésett samtök grísku föðurlandsvinanna. Skömmu eftir að Attlee komst til valda, tilkynti hann að bretska stjórnin myndi breyta um stefnu í Grikklandsmál- unum. Nú hefir hinsvegar Bevin utanríkisráðherra Breta haldið ræðu um stefnu nýju bretsku stjórnarinnar og virðist hún mjög ;í aðra lund en ummæli Attles um Grikklandsmálin. Hefir ræða Be- vins m. a. sætt harðri gagnrýní í blöðum Sovétríkjanna og Moskva- útvarpinu og stjórn Ráðstjórnar- ríkjanna liefir lýst því yfir, að hún muni ekki skipa eftirlitsnelnd í (irikklandi né nokkru öðru landi til að hafa eftirlit með kosningum, eins og Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar hafa gert í Grikklandi. — Telur ráðstjórnin, að slíkar aðfarir séu algjörlega ósamrýmanlegar sjálfstæði og fullveldi viðkomandi rikja. (Hvað skyldi Alþýðubl. og Dagur t. d. segja, ef Rússar færu að senda hingað eftirlitsnefnd fyrir næstu kosningar, eins og Bretar og Bandaríkjamenn gera í Gvikk- landi?) Afnám Láns- og leigulaganna í Bandaríkjunum hefir vakið gífur- lega óánægju í Bretlandi og víðar. Mun lítill vafi leika á því, að þessi leikur Banadaríkjanna mun fyrst og fremst vera gerður til þess að gera bretsku Verkamannaflokks- stjórnina fylgisspakari við auðvald Ameríku og hindra það, að hún fari ol" langt til vinstri. I Noregi hafa gerst þeir atburðir, að stjórn Verklýðsflokksins hef- ir, að því er fregnir herma, slitið öllum samningatilraunum við Kommúnisíaflokkinn um samein- ingu þessara flokka. Höfðu áður borist þær fréttir, að samkómuleg hefði náðst um sameininguna. Munu bretskir og sænskir sósíal- demokratar mjög hafa róið í norsku sósíaldemokrötunum með að hafna öllu samkomulagi við kommúnista um sameiningu flokk- anna, og er þetta einn liðurinn í allsherjarbaráttu þeirri, sem háð er til að hindra sigurgöngu sósíalism- ans, einn anginn af baráttu Hitlers gegn kommúnismanum. Nær og fjær Hong kong er eyja við mynni Kanton- fljóts í Suður-Kína, ca. 150 km. suður af Kanton. Eyjan er 83 ferkm. að stærð. Á eyjunni er borgin Victoria, sem venju- lega er kölluð Hong kong. Til nýlend- unnar Hong kong telst einnig Kaulun- skagi, sem er 917 ferkm. Ibúatala allrar nýlendunnar var árið 1931 1.143.510, þar af 1.125.360 Kínverjar og ca 8000 Englendingar, hinir ibúarnir voru af ýmsum þjóðernum. Englendingar lögðu Hong kong undir sig í hinu svokallaða ópíumstríði á árunum 1840—'42, og varð borgin brátt ein af mestu verslunarborg- um Kina vegna legu sinnar og framúr- skarandi góðrar hafnar af náttúrunnar völdum. Englendingar höfðu þar mikla flotastöð fyrir stríðið. * Auðmenn Evrópu fóru fyrst fyrir al- vöru að seilast til áhrifa í Kína í lok 18. Um Hong Kong er enn háð bar- átta — bak við tjöldin. Frá Kína hafði borist sú fregn, að kínvei skm her mundi hernema borgina, en rétt á eftir tilkynti bretska ljónið að Bretar mundu hernema Hong kong og Kaulun-skaga eins og allar aðrar nýlendur sínar aftur. Bendir kínverska fréttin til þess að Kín- verjar hafi verið þeirrar skoðunar, að bretskaVerkamannaflokksstjórn- in mundi telja það lýðræðislega skyldu sína og í samræmi við al- þjóðarétt og siðalögmál menning- arþjóða, að skila aftur þessari mik- ilvægustu verslunarborg Suður- Kína, sem Bretar rændu af Kínverj- um í ópíumstríðinu 1840—'42. Sennilega hefði Bretum fundist þröngt fyrir dyrum í Suður-Eng- landi ef Kínverjar hefðu rænt frá þeir Portsmouth og Selsey-skaga og neitað að skila ránsfengnum aftur. Og svo er það eitt enn, sem um er deilt og harðvítug átök ura bak við tjöldín — og opinberlega. Það er Spánn. Svo virðist, sem bretska stjórnin — einnig sú nýja — telji lýðræðinu í heiminum best borgið með því að styðja fasistastjórn Fran- cos áfram, því án stuðnings Breta og amerískra afturhaldsafla hefði hún vafalaust hrokkið upp af er guðfeður hennar, Hitler og Musso- lini, hrukku upp af klakknum. Vonandi sæmir Franco bráðum Attlee æðsta heiðursmerki fyrir trygð sína og stuðning við þá ríkis- stjórn, sem krýnd var á rústum Guernica. aldar eftir að Englendingar höfðu sölsað undir sig Indland. Löngu áður eða á 16. öld gerðu Portúgalsmenn mishepnaða til- raun til að ná fótfestu í Kanton og á 17. öld hernámu Hollendingar hafnarbæinn Amoy um nokkurt skeið. Þessar mis- hepnuðu tilraunir Evrópubúa til þess með vopnavaldi að sölsa undir sig auðæfi Kína urðu til þess að kínverska stjórnin greip til varnarráðstafana. 1757 gaf keisarinn út tilskipun um að öll utahrík- isverslun skyldi vera í höndum ríkisins. Utlendingar fengu aðeins leyfi til versl- unarstarfsemi i Kanton og gengu við- skifti þeirra í gegnum skrifstofu sem kínverska stjórnin starfrækti þar. * Upprunalega greiddu útlendingarnir kínversku handiðnaðarvörurnar með skíru gulli og silfri. En er verslunin þró- aðist breyttist þetta og í byrjun 19. ald- ar keyptu Evrópumenn einkanlega te og silki og seldu svo Kínverjum ópíum í staðinn, jafnframt þvi sem sala á evró- piskum verslunarvörum óx hröðum skrefum. Ópíumsalan, sem var mest- megnis rekin með aðstoð smyglara, sneri fljótlega gullstraumnum til baka. Það fór að halla undan fæti fyrir kínversu versl- uninni, jafnframt voru ríkistekjurnar ó- fullnægjandi og starfsmannalið ríkisins varð gegnsýrt af spillingu þeirri er fylgdi ópíumnotkuninni. Kinverska stjórnin greip þá til þess ráðs í varnarskyni, að banna sölu á ópíum og gerði upptækar og eyðilagði allar ópíumbirgðir, sem sum- part voru eign útlendinga. Hófst því hið svokallaða ópíumstríð með því, að Eng- lendingar sögðu Kínverjum stríð á hend- ur (1840) í því skyni að knýja þá til að afnema bannið á sölu ópium. Hernaðar- yfirburðir Englendinga komu skjótt í ljós og Kínverjar neyddust til að ganga að auðmýkjandi samningum. í friðarsátt- málanum voru engin sérstök ákvæði um að ópíumverslunin yrði gefin frjáls, enda hafði hún nú gert sitt gagn. Hinsvegar var þar ákvæði um, að 5 helstu hafnar- borgir Kína, Kanton, Amoy, Futsjau, Ningpo og Sjanghai skyldu verða opnar fyrir frjálsri verslun, með öðrum orðum einkasala ríkisins á utanríkisversluninni var afnumin. Jafnframt varð Kína að láta Hong kong af hendi við Englendinga og lýkur hér með að sinni hetju- og frægðarsögu bretsku ópíumsalanna í Hong kong og af því hvernig ópíum varð einn gimsteinninn í kórónu Bretlands. <H>íWHttHKHWWH>ttlKH«HW>l»í^^ NÝTT SKRIFBORÐ og STOFUBORÐ til sölu. Jdósberg G. Snædal, Aðalstræti 16. JWHWWHKHKHKHttHWÍÍHKHMHKHWHWa^ í " """"""......„„>..„„„„„>„„„........i.....„„„„m„„m„,.......w.....mlii.....i.....iiiiuiiim......iiiiiiiuuiii...........n......iiniimi......mimimmiiiiimm.....u......111........J UAstrid Lind i * I,j I:* Z c = 9 * m. I* - m I 9 i » i « 5 : J Margrét Smiðsdóttir Saga írá öndverðri 19. öld Konráð Vilhjálmsson þýddi Komin í bókaverzlanir 350 blaðsíður í stóru broti. Kostar aðeins kr. 30.00 "........""".....'"»»»'»'......»»'»»'»» »»»»>M|..ii,.H.,mim..........m„,„,.,„„„„„......„.....„,„„„„......„,.........,„„„„„.........„„,„„.......„,„„„„„.„„„„,„„„„„„,„„1

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.