Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.08.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐORINN * • iiiiimii ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111» I f I , = INNILEGAR ÞAKKIR öllum þeim, er sýndu mér vin- | dttu með heimsóknum, blómum, skeytum og hlýjum kveðj- j um d sextugsafmœli mínu. Sérstaklega þakka ég verkafólki þvi hjd H.f. „Síld“, fyrir I þd höfðinglegu gjöf, er það fcerði mér. I Akureyri, 24. ágúst 1945. ANTON ÁSGRÍMSSON JOHAN BOJER: 7 C Asýnd heimsins j .......... (Framhald). IIIUIIIIilllllMlllllllllllltllllllllllglllllllllliMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIItllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllll. •IIIIIMIIIMIIMIIIIIIIIMIIIMIMIMMIIIIIMIIIMIIIMIIMIIIIMMIIIIIMIMIIMIMMIIMIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIMIIIIMIMIMIIMMMIMIIIIIIMIIIIIIMI* Skrifstofustúlka | óskast á skrifstofu Rafveitu Akureyrar í septembermánuði i I næstkomandi. Gagnfræða- eða verzlunarskólapróf æskilegt. i 1 Laun samkvæmt launasamþykkt kaupstaðarins, 10. flokki. Umsóknum sé skilað á skrifstofu mína fyrir 1. september i | næstkomandi. j 2 = Rafveitustjórinn á Akureyri, 22. ágúst 1945. 2 j Knut Otterstedt. =IMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII||IIIIIIIIIIII|IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMÍIMMIMMM 11111» mimimmmmmmmimmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmi"£ 1 i I Sósíalistafélag Akureyrar j j heldur fund í Verklýðshúsinu næstk. mánudag kl. 8.30 e. h i 1 FUNDAREFNI: 2 1. Bæjarstjómarkosningamar. 2. önnur mál. | : i Áríðandi að félagar mæti. STJÓRNIN | í : J||#"ll*MIIIMIIIIUMIIIMIMIIIIIIMIIIIMIimil»IMI»lllllimilllllllMlllMIIIII|IIIIIIIIIIMIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIl“ BráðabirgðalÖg um togarakaup (Framhald af 1. síðu). unnið er að því að afla nauðsyn- legra leyfa bretskra stjórnarvalda. I sambandi við, þessar ráðstafanir gaf forseti íslands út svohljóðandi bráðabirgðalög: „Bráðabirgðalög um togarakaup ríkisins. Forseti Islands gerir kunnugt: Forssetisráðherra hefir tjáð mér, að með því að eitt af aðalatriðum í stefnu- skrá ríkisstjómarinnar sé að hlutast til um að nýir togarar verði keyptir til landsins, þé hafi farið fram ýtarlegar at- huganir á þessu máli, bæði innanlands og utan. Þessar athuganir hafa leitt í ljós, að öruggasta leiðin til þess að fá togara bygða erlendis fljótt og með hagkvæm- ustu kjörum sé, að ríkisstjómin gerist að- ili að væntanlegum samningum við tog- arasmíðina. Jafnframt sé nauðsynlegt að hefjast handa nú þegar um þær samn- ingagerðir. Með því að eg felst á, að brýn nauð- syn sé á því að semja um smíði togara nú þegar, gef eg út bráðabirgðalög samkv. 23. gr. stjómarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Ríkisstjóminni er heimilt að láta smiða eða kaupa aft að 30 togara erlend- is með það fyrir augum, að þeir verði seldir einstaklingum, félögum eða bæjar- og sveitarfélögum. 2. gr. Til framkvæmda samkvæmt 1. gr. er ríkisstjórainni heimilt að taka alt að 60 milj. króna lán, er greiðist upp, er skipin hafa verið seld. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Ftmdur verður haldinn í hlutaveltu- nefnd fulltrúaráðs verklýðsfélaganna n.k. þriðjudag á skrifstofunni kl. 8.30 e. h. Þau félög, sem enn ekki hafa kosið menn Stefán íslandi. (Framhald af 1. síðu). var með afbrigðum góður, eins og vænta mátti, og allir landsmenn þekkja vegna leiks hans við Ríkis- útvarpið. flúsfyllir var, og fagnaðarlæti áheyrenda mikil. Varð söngvarinn að endurtaka lög og syngja auka- lög, og hann var sæmdur fögrum blómvöndum. Vonandi verður tækifæri til að hlýða á hann aftur. Allir íslendingar fagna komu hans og þeim frama, er hann hefir áunnið sér með list sinni. 21. ágúst 1945. Á. S. Síðan ofanskráðar línur voru rit- aðar, hefir Stefán íslandi sungið hér tvisvar: á miðvikudag og fimmtu- dag. Ég heyrði ekki söng hans á mið- vikudaginn, en á fimmtudaginn hlýddi ég á hann .Þá söng hann að mestu önnur lög en áður. Tókst söngurinn jafnvel enn betur, en á mánudaginn, og sannaði söngvar- inn, að ekkert er ofmælt, sem um hann er sagt hér á undan. Af ís- lenzku lögunum var bezt sungið: Ég lít í anda eftir S. Kaldalóns. Af hinum útlendu var bezt Amarilli eftir G. Caccini og allur síðasti kafli söngskrárinnar. Áheyrendur voru mjög hrifnir, og söngvarinn varð að endurtaka mörg lög og syngja aukalög. Á. S. í nefndina, gjöri það nú þegar, svo allir starfsmenn nefndarinnar geti mætt á fundinum. Þegar þú sefur hefir þú óþægilegt hugboð um, að hún sé við rúmið, og þegar þú opnar augun, þá er hún uppi yfir þér. Það er í dag sem á að skjóta spanska alþýðuleiðtogann, mundu það. Og áður en þú snæðir sjálfur morgunverð, verður þú að fara út á götuna og sækja dagblaðið með fréttaskeytum alstaðar frá úr heiminum, þessi uggvæna ófreskja þarna inni í hugskoti'þínu krefst lafarlaust fæðu sinnar. Æ, er þá ekki annað í heiminum en þetta! Getur þú ekki snúið við? Þóra hefir rétt fyr- ir sér — og samt sem áður, nei, þú getur ekki slitið þig lausan frá samtíð þinni. Þú verður að taka þát í öllu, í öllu. Verður þú svo meiri maður af því að spanna svo gríðarstóran sjón- deildarhring? Vegna vinnu þinnar verður dagurinn að minsta kosti sífelt víðáttumeiri, og jafnvel þó þú gangir aleinn, þá verður föruneyti þitt æ stærra. Þó að þú dragir gluggatjöldin niður í stofu þinni, þá munu samt sem áður þúsund andlit stara hingað inn. Opnir þú augun, þá sérðu mikið, látir þú þau aftur, þá sérðu meira. Haraldur Mark draup höfði og studdi það með höndunum. Fyrir utan heyrðist stöðugt gnýrinn frá hinum vaknandi bæ — og lengra burtu, meiri, fjarlægari — hitt, hinn ógurlegi heimur, sem jafnframt var hann sjálfur. Framan af maí voru hlýindadagar og sáu þá gestirnir í Versailles lækn- irinn og konu hans sjaldnar en áður, og að lokum sást hún, að minsta kosti þar alls ekki. Færi maður heirn til þeirra, þá var hún ætíð heiina, en maður varð þess áskynja, að eitthvað var að. Og það var nú í fyrsta lagi það, að hún átti ekki viðunandi sumarkjól, sem hún gæti látið sjá sig í núna í hitanum, og í svipinn voru heldur eng- in tök á því að fá sér nýjan. Og í öðru lagi voru þau bæði full af eftir- væntingu. Einmitt þessa dagana átti að taka ákvörðun um, hvort hann ætti að fá námsstyrk líka fyrir næsta ár, það var sjaldgæft, að sá sami fengi hann í þrjú ár, en samt sem áður, þau vonuðu, þau höfðu fengið góða vini til að tala máli sínu, og yfirmennirnir við stofnunina höfðu gefið honum atkvæðamikil meðmæli. En bæði litu þau þannig á, að það væri hreinasta ógæfa ef þau þyrftu að yfirgefa París einmitt nú. Hann þurfti eitt ár enn til þess að eitthvert verulegt gagn yrði að námi hans, og hún — hún vonaði að hún gæti feng- ið að byrja nám í málaraskóla að minsta kosti næsta vetur. Hvaða dag sem var gátu þau fengið svar. Þau voru svo áhyggjufull, að þau gátu ekki sofið. Þau skröfuðu sínkt og heilagt um alt hið dýrðlega, sem þau ættu í vændum, ef þau bara fengju að vera hér eitt ár ennþá. Þau töluðu um jiað, þangað til þau megnuðu ekki að minnast á það meir. Þegar dyra- bjallan hringdi hlupu þau bæði til dyranna. Það gat hæglega verið sím- skeyti. Þegar pósturinn stóð úti á tröppunum var það eins og forlögin sjálf væru þar. Hvað kom hann með? Þau höfðu farið dálítið ógætilega með peningana upp á síðkastið, svo þau höfðu um hálfsmánaðarskeið orðið að hafa soðnar baunir og vatn í miðdegisverð og öðru hvoru grís- arlöpp, sem kostaði tvo skildinga, til þess að fá eitthvað salt í munninn. F.n það var dálítið til að tala uml Þau gátu hæglega lifað þannig allan næsta vetur, bara þau fengju að véra hér í París. Á hverjum degi, þegar hann kom heim frá stofnuninni, fór um hana hrollur, því þegar andlit hans birtist í dyrunum, spurði það með æ meiri eftirvæntingu: Er kom- ið svar? Og svo var það loksins einn dag þegar hún var að þvo upp f eldhúsinu, að dyrabjallan bringdi.-og það var sendillinn frá símastöðinni, sem stóð úti fyrir. Hún reif upp lakkið án þess að gefa sér tóm til að þurka fingur sína almennilega. Það var að heiman. Það var námsstyrkur. Þessa dagana bafði gengið hitabylgja yfir París, og mollulegt rykloft hvíldi yfir borginni. Úti fyrir litlu kaffihúsunum á Montparnasse-stræti gengu forstöðumennirnir um snöggklæddir og sprautuðu vatni yfir heitt asfaltið, og undir hinum niðurdregnu sóltjöldum sátu sveittir herrar með stráhattinn í hnakkanum og sugu ísvatn í gegnum löng strárör. Og upp í loftið lagði þef af sjálfri París, daun af gömlum húsum, af ryki, bensíni, ávöxtum, grænmeti og kjötbúðum ásamt hressandi blæ frá hin- um mörgu görðum og trjágörðum yfir liina gríðarstóru borg. , . 0 Á aflíðandi degi stóð Þóra Mark í litlu stofunni og var að snyrta sig fyrir framan stóra, notaða spegilinn, sem að frönskum sið var greyptur í múrvegginn fyrir ofan eldstóna. Hún brosti framan í sína eigin mynd þarna inni, hún var í ljósum netludúkskjól með fjólubláum blómum, með svart gljábrent belti um mittið, í brúnum sokkum, gulum skóm, reimuðum yfir ristina, alt var nýtt. Hún var rétt komin frá Bon Marché, þar sem hún hafði bara hugsað sér að líta aðeins á efni í ódýra dragt, og svo — svo hafði hún hitt vinstúlku, sem hægt var að fá lánað hjá, og hún vissi ekki fyr en hún var að öllu leyti klædd í ný föt. Gott og vel, þau höfðu þó byrinn með sér núna, þau gætu fengið að vera í París líka næsta (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.