Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.09.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 01.09.1945, Blaðsíða 4
..................................«■•■•.................................................................................................................................„„...................„„„„„.......................................... VERKAMAÐURINN íslendingasögurnar HEILDARUTGAFA ásamt a. m. k. 17 nýjum þáttum, sem ekki hafa fylgt fyrri útgáfu, eru nú í prentun og koma út í einu lagi síðla næsta sumars. Aðalritstjóri verksins er einn kunnasti fornritaútgefandi landsins, Guðni Jónsson magister. Verð til áskrifenda verður kr. 300,00 í vandaðri kápu. Enn er ekki hægt að segja um verð á bandi, en það verður selt með kostnaðarverði. Sögurnar eru þessar: íslendingabók Þorsteins saga hvíta Landnáma Þorsteins saga Síðuhallssonar Egils saga Skallagrímssonar Eiríks saga rauða Harðar saga og Hólmverja Þorfinns saga karlsefnis Hænsna-Þóris saga Kjalnesinga saga Kormáks saga Bárðar saga Snæfellsáss Vatnsdæla saga Víglundar saga , Hrafnkels saga Freysgoða íslendingaþættir (fjörutíu) Gunnlaugs saga ormstungu Ný viðbót, sem ekki hejir áður Njáls saga birzt með íslendingasögum Laxdæla saga sem heild: Eyrbyggja saga Droplaugarsona saga Fljótsdæla saga Kristnisaga Ljósvetninga saga Krókarefs saga Hávarðar saga ísfirðings Gunnars saga Keldugnúpsfífls Reykdæla saga Þorsteins þáttur Síðuhallssonar Þorskfirðinga saga Einars þáttur Sokkasonar Finnboga saga ramma Stjörnu-Odda draumur Vígaglúms saga Bergbúa þáttur Svarfdæla saga Kumlbúa þáttur Vallaljóts saga Brandkrossa þáttur Vopnfirðinga saga Þorsteins þáttur skels Flóamanna saga -Geirmundar þáttur heljarskinns Bjarnar saga Hítdælakappa Haukdæla þáttur Gísla saga Súrssonar Armanns saga Fóstbræðra saga Völsa þáttur Vígastyrs saga og heiðarvíga Sagan af Hrana hring Grettis saga Þáttur af Þóri hast og Bárði birtu Þórðar saga hreðu og ef vill fleira. Bandamanna saga , Hallfreðar saga íslendingasögumar eru þær bókmenntir, sem bezt hafa verið ritaðar á íslenzka tungu og lestur þeirra betur fallinn en nokkuð annað til að glæða málsmekk og þjóðerniskennd íslenzkrar æsku. Þetta verður því bezta gjöfin, sem valin verður ung- um mönnum og konum. Áskriftarlisti liggur frammi í Bókaverzl. Eddu. Sími 334 Duglegir umboðsmenn óskast í hverju héraði í | Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Allar nánari upplýsingar gefur Árni Bjarnarson, Akureyri. s | i 8 JOHAN BOJER: Ásýnd heimsins 8 (Framhald). ár, hvers vegna átti hún þá ekki að láta ögn eftir sér núna? Nú setti hún líka upp ljósan stráhatt við dökka hárið, og það var hægt að binda hin stóru börð niður við eyrun, tildursleg eftirlíking af konunum í Bretagne. Síðan sté hún eitt skref aftur á bak, studdi höndunum á mjaðmirnar, íhugaði allan sinn unga spengilega skapnað og sveif síðan með nokkrum danssporum yfir gólfið, um leið og hún jafnframt reyndi að fylgjast með mynd sinni í speglinum. Hvað mundi Haraldur segja, þegar hann kæmi: „Þú mikli, algóði Guð,“ mundi hann segja. „Er þetta þú, eða er það ekki þú?“ Og svo mundi hann renna grun í samhengið, taka fiana í faðm sinn og kasta lienni upp í loftið og blátt áfram verða frávita af gleði. Og nú kæmi hann sjálfsagt bráðum. Æ, þessi kveljandi bið hafði gert þau að svo góðum vinum aftur, þau fóru ekki lengur hvert sínar götur, en töluðu saman og horfðu hvort á annað eins og tvær persónur, sem spegla sig í hugsunum livor ann- arrar. Og nú yrði það áreiðanlega alveg dásamlegt að búa saman, þegar þetta mikla meðlæti færði þeim gleði og ánægju, og þess vegna skyldi hátíð haldin í dag, það skyldi verða eins og brúðkaup að nýju. Á heim- leiðinni hafði hún veðsett gullúyið sitt til þess að geta haft ráð á að halda þeim tveimur ríkulegan miðdegisverð, og keypt rifjasteik, ávexti, grænmeti og ein flaska af freyðandi Búrgundarvíni, sem með góðum vilja var hægt að drekka eins og það væri kampavín. Nú kæmi hann sjálf- sagt bráðum, en auðvitað gat hún ekki setið hér-og beðið, hún varð að flýta sér á móti honum. Hún tók sólhlífina og fór í hvítu hanskana og flýtti sér þvínæst niður tröppurnar. En úti í hinum steikjandi hita varð hún beinlínis að súpa á loftinu, hún bjargaði sér undir skuggsælar trjákrónur hinum megin við torgið, staðnæmdist andartak við Avenue de Marie til þess að lofa sporvagni að fara framhjá og lagði síðan af stað inn á milli hinna lágu, óhreinu húsaraða, sem teygja sig vestur á bóginn í áttina til Pasteur- stofnunarinnar. í þessu hverfi voru skranbúðir, búðir þar sem seld voru gömul föt, og verkstæði og smiðjur og vörugeymsluhús kaupmannanna í aðalborginni. Óhreinar kerlingar sátu úti á götunni og steiktu kastaníuhnetur sínar, og litlir krakkar með svart, hrokkið hár,. skriðu eftir göturæsunum og léku sér. Unga, ljóshærða konan horfði á alt þetta með einkennilegu brosi, enginn heyrði hana raula, en það byltist allan tímann ljóshaf í huga hennar. Skyldi hann ekki koma bráðum? Hún starði og starði eftir hverri þeirri götu, sem hún beygði inn í. Hana — loksins. Hatturinn hans hallaðist út í vangann, hann hafði stóra bók í handar- krikanum, og hann dingláði mikið lausu hendinni og var útskeifur. Ætli hann sjái mig bráðum? hugsaði hún og lét sem ekkert væri. Hana-nú, þarna snarstoppar hann. Hann stendur kyr og hreint og beint glápir. Og hún hélt stöðugt áfram í áttina til hans og gleymdi öllu í heiminum nema honum. „Nei, en mikli, algóði Guð!“ Þetta varð honum að orði, alveg eins og hún hafði hugsað sér, og þá gat hún líka ekki annað en numið staðar og komið auga á hann. „Ert það þú, Haraldur?" sagði hún og setti upp sakleysislegan svip. „F.r það ég? Mér sýnist ekki síður kynlegt að þetta ert þú!“ „Hversvegna?" spurði hún sakleysislega. „Er það í fyrsta skifti sem eg kem á móti þér. Eða ertu vonsvikinn, af því að það var ekki önnur?“ „Heyrðu nú, Þóra, hefir þú verið á ferðinni og framið innbrot? Þú hef- ir ekki átt þennan kjól áður?“ Nú var komið meira en nóg, hún smeygði hendi sinni undir lausa handlegginn hans og dróg hann með sér. „Geturðu ekki giskað á, hvað það eiginlega er, bjáninn þinn?“ „Símskeyti?“ Hún kinkaði kolli. Pú! stundi hann og nam staðar til þess að þurka svitann af enninu. Pú! Hann þurfti að fá að blása vel mæðinni. Byrði var skyndilega létt af, en hann hafði ekki þrek til að verða glaður strax. ]ú — ójú. En bíddu andartak. )ú, nú — nú get eg hæglega gengið aftur.“ Og nú fóru þau, og leiddust. „Ha, ha!“ sagði hann og leit í kringum sig og það var eins og hann langaði til að nudda augun, máske óttaðist hann að sig dreymdi. „Jú, það var rétt af þér, Þóra, að prúðbúa þig ögn. Eg vona að þú hafir tekið hver neinasta skilding til að skrýða þig, því nú getum við fengið lánað hjá hinum eða þessum, uns við fáum fé að heim- an. Nei, hvað þú ert snotur, stúlkan mín — ef við stæðum ekki á götunni, þá skyldi eg sannarlega taka þig og kyssa?“ « Þau gengu hratt og urðu ekki lengur vör hitans. Það var eins og ham- ingjan ætlaði fyrir alvöru að koma, þegar þau yrðu alein. Uppi á fjórðu (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.