Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.09.1945, Side 1

Verkamaðurinn - 08.09.1945, Side 1
XXVIII. árg. Laugardaginn 8. september 1945. 33. tbl. Hneykslismál Stefáns og Claessens Dómsmálaráðherra verður að fyrirskipa op- inbera rannsókn í málinu og víkja Stefáni Jóhanni úr samninganefndinni í Danmörku. Bærinn verður að fá minsta kosti 2 togara Ekkert innanlandsmál hefir um margra ára skeið vakið eins mikið umtal og hneykslismál þeirra Stef- áns Jóhanns og Arent Claessens. Voru meginatriði málsins rakin í síðasta blaði og skal Iiér gerð nánari grein fyrir þessu athyglisverða máli. Sem fyr er sagt fóru þeir Stefán Jóhann og Arent Claessen til Sví- þjóðar í byrjun þessa árs til að gera þar verslunarsamninga fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Það verður ekki hjá því komist að segja þann sannleika, að fyrnefnd- ir samningamenn hafi við samning- ana mjög alvarlega brugðist því trausti er þeim var sýnt. Þess þarf vitanlega ekki að geta, að áður en nefndarmennirnir leggja af stað eru þeim gefnar upplýsingar og fyrirmæli um tegund og magn þeirra vara, er brýnust þörf sé fyrir að fá. Hvernig sömdu þeir? Samt semja þeir Stefán Jóhann um — svo dæmi séu nefnd: a) Innflutning á rakblöðum og rakvélum fyrir 350 þús. ísl. króna, þótt til séu í landinu 5 ára birgðir af rakblöðum. b) Innflutning á 7000 tonnum af pappír og pappa, þótt hér heima séu til brigðir af þessum viirum til næstu áramóta og ársþörf okkar talin vera ca. 4000 tonn. c) Samið var um innflutning á varahlutum í sænskbyggðar bátavél- ar fyrir aðeins 150 þús. ísl. kr., þrátt fyrir það, að skortur hefir verið á slíkum varahlutum hér öll stríðsár- in og aðalatvinnuvegi íslendinga væri óhjákvæmileg nauðsyn að fá sem mest af þessum hlútum og sem fyrst. d) Aftur á móti sömdu þeir Stef-, án Jóhann um innflutning á ísskáp-j um fyrir 600 þús. kr. — En það verður e. t. v. skiljanlegra, þegar það er athugað, að Arent Claessen notaði sömu ferðina til þess að krækja í einkaumboð til handa Hauki syni sínum fyrir sænska raf- tækjafirmað Elektrolux. e) Þá sömdu þeir Stefán Jóhann um innflutning á aðeins 5000 standördum af timbri, þótt óskað muni hafa verið eftir helmingi meira magni. auðvitað litið á það sem meginverk- efni nefndarinnar að fá útflutnings- leyfi fyrir þessu tunnumagni. Nefndin leysti þetta hlutverk þannig af hendi, að hún fékk að- eins útflutningsleyfi fyrir 125 þús. tunnur, eða nákvæmlega jafnmörg- um og Svíar vilja kaupa af okkur, og er Svíum þar með gefin fullkom- in einokunaraðstaða um kaup á ís- lenskri síld, þar eð ókleyft var með öllu að fá tunnur annarsstaðar. Einsdæmi í milliríkjaviðskiftum. Þegar ríkisstjórn sendir fulltrúa til að gera viðskiftasamninga við erlendar þjóðir, standa þeir að sjálf- sögðu í stöðugu skeytasambandi við hana, og skýra frá hvar samningum sé komið í meginatriðum. Svo mun og hafa verið með þessa dæmalausu nefnd. Þegar málum er svo komið, að nefndarmenn telja rétt sé að semja, óska þeir umboðs til undir- skrifta. Þessi nefnd mun hafa sótt fast að fá slíkt umboð, og fengið það, sem aðrar hliðstæðar nefndir, í trausti þess, að upplýsingar þær, sem stjórnin hafði fengið, væru réttar og tæmandi og nefndarmönn- um væri trúandi til að ganga frá formsatriðum. En svo gjörsamlega hafa þessir menn brugðist traust- inu, að þeir gefa beinlínis rangar upplýsingar um skilning Svía á samningunum, meira að segja eftir að þeir komu heim. Þeir halda því fram, að samningurinn feli aðeins í sér útflutningsleyfi á vörum frá Svíþjóð án skuldbindingar um, að Framhald á 2. síðu. STUTTAR FRÉTTIR Franco hefir samkvæmt skipun Sovétríkjanna, Bretlands, Banda- ríkjanna og Frakklands flutt her sinn frá Tangier. Þýsk stjórn hefir verið myndnð í Þýskalandi á hernámssvæði Sovét- ríkjanna. í henni eru 5 kommúnist- ar, 5 sósíaldemokratar, 2 kristilegir lýðræðissinnar og 1 utanflokka. Uppgjafarskilmálarnir, sem Bandamenn settu Japönum, voru undirritaðir skömmu eftir mið- nætti sl. sunnudagsnótt, og í nótt sem leið var Tokio hernumin af Fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar lá erindi frá Helga Pálssyni, ' for- manni Sjálfstæðisfél. Ak., þar sem lagt er til að bæjarstjórnin geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að hingað í bæinn komi 2 af þeim 3 togurum, sem ríkisstjórn- in hefir fengið leyfi til að láta smíða í En,glandi. — Samþykti bæjar- stjórnin að vísa málinu til fjárhags- nefndar og útvegsmálanefndar. Væntanlega afgreiðir bæjarstjórn þetta mál mjög fljótlega og tekur þá skynsamlegri afstöðu en hún hefir gert undanfarin ár í útgerðar- málunum. En eins og kunnugt er hafa margsinnis verið bornar fram tillögur í bæjarstjórn um, að bær- inn hlypti undir bagga með útgerð- inni í bænum á þann hátt, að kaupa togara eða á annan hátt. Framsókn- armenn hafa ætíð lagst á móti slík- um tillögum og Sjálfstæðismenn auðvitað ekki haft aðra skoðun. En nú virðast sinnaskifti á því heimili, þar sem formaður Sjálfstæðisfél, tel- ur ástandið í bænum undir sameig- inlegri stjórn Framsóknar og Sjálf- Mao Tse-tung vongóður. Tsjang Kai Sjek og Mao Tse- tung halda enn áfram viðræðunum um einingu kínversku þjóðarinnar. í viðtali við blaðamenn sagðist Mao leggja áherslu á að almennar kosningar færu sem fyrst fram í Kína og að allir pólitískir flokkar fengju að taka þátt í þeim. Sagðist Mao vera vongóður um árangur af viðræðunum. Réttarhöldunum í máli Quislings lokið. Réttarhöldunum í máli Quislings lauk í gær og flutti þá Quisling varnarræðu sína. Sakadómari tætti sundur ræðu verjanda Quislings lið fyrir lið. Búist er við að dómurinn falli í næstu viku. Verðjöfnunargjaldið fyrir mars kr. 963.273.32. Fiskimálanefnd hefir nýlega lok- ið við að reikna verðjöfnunargjald fyrir mars-mánuð, og skiftist verð- uppbótin þannig milli verðjöfnun- arsvæðanna: Faxaflói: Kr. 450.634.68. Breiðafjörður að Bíldudal: Kr. 39.469.03. Vestfirðir: Kr. 139.614.02. Austfirðir: Kr. 33.481.44. Vestmannaeyjar, Stokkseyri og Eyrarbakki: Kr. 300.074.15. stæðisfl. orðið svo ískyggilegt, að þessir flokkar verði að taka upp aðra stefnu í útgerðarmálunrun í bæjarstjórn en þeir hafa fylgt und- anfarin' ár. Má segja að betra sé seint en aldrei. | Ríkisstjórnin að meðtöld- í I um ráðherrum Alþýðufl. i | kveður niður lygar Alþýðu-1 | bl. um Fiskimálanefnd. | 1 Ríkisstjórnin hefir gefið út eftirfar- \ I andi yfirlýsingu: | | „Undanfarna daga hafa staðið yfir \ i samtöí mifli Fiskimálanefndar og ftilí- i 1 trúa fyrir Færeyinga út af ýmsum 1 i vafa- og ágreiningsatriðum í sambandi i i viö íramkvæmd samnings þess er gerð- [ i ur var í umboði Alþingis. og ríkis- \ i stjórnarinnar 9. febrúar síðasthðinn \ i um leigu á færeyskum skipum til fisk- I i flutninga. Samtölum þessum ér nú i : lokið með fylsta samkomufagi aðila i i um öll þau atriði, sem nokkuð bar í : i milli um. i Ríkisstjórnin telur rétt að geta i i þess, .að Fiskimálanefnd hefur gefið i : stjórninni allar þær upplýsingar sem i | óskað var eftir" *lliiiiniiinii ii ii iii 111111111111111111 iii ii iiiiiiiiii iii itiitiiiiiiniiiiiit iii? r, ■— ’ ■■— - ? Málshöfðun gegn 9 mönnum. Dómsmálaráðuneytið hefír fyr- irskipað málshöfðun fyrir brot á 10. kafla hegningarlaganna, gegn 9 af þeim mönnum, er hernaðar- yfirvöldin höfðu handtekið og afhent íslenskum yfirvöldum og eru mennirnir þessir: .Ernst Fresenius, Sigurður Norðmann Júlíusson, Hjalti Björnsson, Magnús Guðbjörnsson, Sverrir Matthíasson, Einar Björn Sig- valdason, Lárus Sigurvin Þor- steinsson, Guðbrandur E. Hlíð- ar og Jens Björgvin Pálsson. Happdrætti S. í. B. S. Samband íslenskra berklasjúklinga hefir efnt til happdrættis til ágóða fyrir vinnuheimilissjóð sinn. Meðal vinning- anna er 2ja sæta flugvélogflugnám, Jepp- bíll, píanó, flugferð til New York og margir aðrir ágætir vinningar. — Happ- drættismiðarnir fást í Bókabúð Akureyr- ar og í Söluturninum við Hafnarstræti. Sálmabókin komin. BÓKABÚÐ AKUREYRAR f) Búið var að festa kaup á 185 þús. síldartunnum í Sviþjóð og var bandarísku herliði,

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.