Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.09.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 08.09.1945, Blaðsíða 2
VRRKAMAÐU Jtl NN ■ Framsóknarkaupmaður safnar falsvott- orðum til að ófrægja Fiskimálanefnd Yfirlýsing framkvæmdastjóra Fiskimálanefndar Alþýðublaðið og Tíminn ásamt um, hefir ekki verið á skipi, sem 1 nefndin sjálf hefir gert út, en mun hafa verið á framleiguskipi, sem út- Vísir hafa að undanfömu birt hverja róggreinina af fætur annari um Fiskimálanefnd. Framsóknar- kaupmaður að nafni Kristján Frið- riksson hóf þessa herferð með því að brigsla Fiskimálanefnd um að hafa svikið skipaleigusamninginn við Færeyinga. Síðasta tilraun Kristjáns til að reyna að fá einhverja fáráðlinga á borð við ritstj. Tímans, Alþýðubl. og Vísis til að trúa Gróusögunum um Fiskimálanefnd, var að safna falsvottorðum. Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Fiskimálanefndar hefur í til- efni af þessu og fleiru, birt yfirlýs- ingu, sem sannar ómótmælanlega, að „vottorð“ Kristjáns eiga við engin rök að styðjast. Fer yfirlýsing framkvæmdastjórans hér á eftir: „Vegna marg-endurtekinna ó- sanninda Alþýðublaðsins, Tímans og Vísis um framkvæmd færeyska skipaleigusamningsins vil ég upp- lýsa eftirfarandi: 1. Alþýðublaðið og Tíminn hljóta að halda því fram gegn betri vitund, að leyfi Fiskimálanefndar frá ríkisstjórninni til þess að yfir- draga á reikningi í Landsbankan- um um allt að 2 milljónir kr. vegna Færeyjaskipanna, þýði sama og nefndina vanti \x/z—2 millj. kr. Bæði þessi blöð vita, að sam- kvæmt samningnum eiga mánaðar- leigur skipanna að greiðast fyrir- fram, einnig tryggingar af skipun- um og margar aðrar greiðslur verð- ur.að greiða vegna útgerðar skip- anna áður en tekjur af rekstri þeirra koma inn. Nefndin hefur því frá byrjun þurft á miklu rekstursfé að halda, sem ríkið átti og hlaut að leggja fram, því það er sá aðili, sem gerði samninginn, og ber allan fjárhags- legan vanda af honum. Þáttur Fiskimálanefndar er að- eins að framkvæma samninginn. 2. Út af ,,yfirlýsingum“, sem Kristján Friðriksson birtir frá 3 Færeyingum, sem verið hafa á skip- um hjá Fiskimálanefnd vil eg benda á þetta: a) Skipstjórinn á m.s. „Regine", er skrifar undir yfirlýsingu um „að kaupgreiðslur vegna skips hans hafi dregist mánuðum saman“, hefir fengið fullnaðaruppgjör fyrir 3 sölutúra, og fyrir fleiri trúa hefir ekki verið hægt að gera upp fram til þessa vegna vantandi upplýsinga, sem sumpart hefir staðið á frá skip- stjóranum sjálfum og sumpart frá sölufirmum í Englandi. Skipshöfn þessa skips hefir fengið miklar fyr- irfram peningagreiðslur í höfnum á íslandi og Englandi, þrátt fyrir ófullnægjandi upplýsingar til þess að endanlega uppgera hvern túr. b) Erling Christiansen, sem skrif- ar undir yfirlýsingu um, að hann hafi ekki fengið uppgert í júní- mánuði, þcgar hann fór frá Færeyj- gerðarmannafélag á Hornafirði rak í vetur. Fiskimálanefnd hefir því ekkert haft með uppgjör fyrir þennan mann að gera, og hann aldrei kvartað við Fiskimálanefnd undan uppgjöri félagsins, sem rak skipið. Fiskimálanefnd hefir nú kynt sér að samlagið hefir að fullu gert upp við skipshafnir allra sinna skipa. c) Yfirlýsing skipstjórans á „Borglyn" er augsýnilega alröng frá orði til orðs. Hann segir, að skipseigandi „Borglyn" hafi sagt sér í júní-mán- uði að á útgerðarmannafundi í Færeyjum um þetta leyti hafi kom- ið í ljós að aðeins 2 skipaeigendur hafi þá fengið leigur greiddar fyrir sín skip að fullu, og hafi það verið framleigð skip til samlaga, en Fiski- málanefnd hafi hinsvegar ekkert greitt. Fiskimálanefnd hefir ein greitt allar skipaleigur, en ekkert samlag hefir greitt þær til Færeyinga. Nefndin greiddi í mars- og apríl- mánuði 1.584.086.00 krónur í skipaleigur, auk margra viðhalds- reikninga, og sést best á þessu að yfirlýsing sú, sem þessi skipstjóri hefir látið hafa sig í að undirskrifa er alröng. Halldór Jónsson, framkvæmdastj. Fiskimálan. Eins og hver maður skilur, sem þekkir sundur hvítt og svart, eru vottorð Kristjáns Friðrikssonar ekk- ert annað en falsvottorð. En auk þess sem það er alvarlegt mál, þegar menn grípa til þess ráðs í örvænt- ingu sinni, að hampa falsvottorðum til að reyna að fleyta sér á, er það ekki síður viðurhlutamikið að reyna að spilla sambúð Færeyinga og íslendinga, en það er einmitt það, sem Kristján, Alþýðublaðið, Tíminn og Vísir hafa verið að gera með Gróusögum sínum. Þessar Gróusögur um Fiskimála- nefnd munu ennfremur, og máske ekki sísti hafa verið útbreiddar og haldið á lofti í þeim tilgangi, að beina athygli almennings frá hinu fáheyrða hneykslismkli Stefáns Jó- hanns og Claessens, sem er sannkall- að Stavinskyhneyksli. Frá verklýðsfélögunum t Tillögur Bílstjórafélags Akureyrar | og Bílstjórafélags Eyjafjarðar varð- andi umferðamálin. Bifreiðastjórafélögin Hreyfill og Þróttur í Reykjavík, hafa sent frá sér tillögur til öryggis varðandi um-1 ferðarmál. Miðast þær að langmestu leyti við Reykjavíkurbæ, og er auð- vitað ekki nema eðlilegt og gott að svo sé. En vegna þess, að settar eru þar einnig fram jöfnum höndum tillögur, sem varða bífreiðalögin og þá um leið almenning allan, en sem þó, að því er virðist, ef framkvæmd- ar verða, eiga fyrst og fremst að ná til Reykjavíkur, þá leyfir Bílstjóra- félag Akureyrar og Bílstjórafélag Eyjafjarðar sér að gera við þær at- hugasemdir og bæta inn í tillögur þær, sem eru almenns eðlis. Það er að vísu rétt, að bifreiða- umferð, og þá um leið slysahætta og slys, eru mun meiri í Reykjavík, en annarstaðar á landinu, ejns og nú er, en það sannar ekki það, að í öðr- um landshlutum, þar sem umferð bifreiða er þegar orðin mikil, geti ekki skipast jafn slæmt ástand að tiltölu, ef lítið eða ekkert er að gert í þessum öryggismálum. Tillögur þær, sem um ræðir, eiga að byggjast á fenginni feynslu, mið- ast við framtíðina og að sjálfsögðu að ná til allra borgara landsins jafnt. Tillögur félaganna fara hér á eftir: 1. Skipuð verði í hverju lögsagn- arumdæmi og stærstu kaupstöðun- um. umferða- og slysarannsóknar- nefnd, lögreglustjórum til aðstoðar. Nefndin verði þannig skipuð: Einn maður frá bifreiðastjórafélögum, þar sem þau eru starfandi, annars tilnefndur af bílstjórum. Annar verði lögregluþjónn og hinn þriðji tilnefndur af dómsmálaráðuneyt- inu. Hlutverk nefndarinnar verði í að- aldráttum: að rannsaka ýtarlega or- sakir og aðdraganda að slysum, og gera tillögur til úrbóta. Þegar nefndin yrði að störfum, sem ekki yrði að staðaldri, fær hún laun sín greidd úr ríkissjóði. 2. Teljum engin rök mæla með því, að einungis verði fluttir inn í landið bílar með hægri handar stýri. Ef um stöðvun er að ræða í einstefnuakstri á vinstri kanti veg- arins t .d„ og farþegar úr 26 manna bifreið settir af, þá fara 8 farþegar úr, hægri handar stýrðum bíl, út á götuna, en aðeins tveir úr vinstri handar bifreið. 3. Erum meðmæltir 40 klst. náms- tíma bifreiðastjóra undir minna próf. Auk þess: að kennari fari ekki með nemanda fyr en eftir 15 klst. akstur, í fjölfarnar götur í bæjum — að réttindi til kenslu séu bundin því skilyrði, að sérstakur handhem ill sé í bifreiðinni fyrir kennara, og að kennari hafi ekið bifreið og haft meira próf við góðan orðstýr, eigi skemur en 5 ár. Að aukin sé til muna og lögð áhersla á kenslu í umferðareglum og öðrum skyldum bifreiðastjórans. 4. Tekin verði upp í öllum skól um landsins, kensla í umferðaregl um. Hneykslismálið Framhald af 1. síðu ísland leyfi innflutning á því vöru- magni, sem þar um ræðir. En Svíar halda*fram þeim skilningi, að hann skuldbindi okkur til að veita inn- flutningsleyfi fyrir öllum vörum, sem þar greinir, án tillits til hvort / við þurfum vöruna eða ekki, og án tillits til, hvort við teljum rétt að verja dollarainnstæðum okkar til þessara nota, aðeins ef einhver ósk- ar eftir innfluttningnum. Og það er svo sem ekki hætta á að skortur verði á beiðnum um innflutning, fyrir því sér félag Stefáns Jóhanns, formanns nefndarinnar, og Hauks Claessen, sonar eins nefndarmanns- ins. Þessu félagi virðist vera vel kunnugt um skilning Svía, sem því miður virðist * hafa mikið til síns máls, og það berst nú fyrir hinum sænsku ^agsmunum, þegar túlka á samninginn, gegn íslenskum hags- munum. Uppljóstrun Hagalíns. Einn af hluthöfunum, Hagalín, „pófessor“, hefir upplýst í Alþýðu- blaðinu, að stofnun Sölumiðstöðv- arinnar h.f. hafi verið undirbúin í Svíþjóð síðastliðinn vetur. Þá er ennfremur vitað, að sænskur mað- ur, að nafni Cornelius, kom hing- að til lands til að vinna að auknum viðskiftum milli Svíþjóðár og ís- lands. Eftir uppljóstrun Hagalíns getur hver sem er trúað því, að það hafi verið einskær tilviljun að Cornelius fór beint til formanns viðskiftanefndarinnar (Stefáns Jó- hanns) og fékk hann til að gerast aðalforgöngumann í Sölumiðstöð- inni. Ef slíkt hefði hent fulltrúa annara ríkja. Ef trúnaðarmenn annara ríkja hefðu gert sig seka um álíka afbrot og Stefán Jóhann og Arent Claes- sen, þá hefði ekki verið um annað að ræða en opinbera rannsókn og viðkomandi afbrotamenn tafarlaust sviptir öllum opinberum trúnaðar- störfum. Almenningsálitið krefst þess að dómsmálaráðherra fyrirskipi tafar- laust opinbera rannsókn í þessu óheyrilega hneykslismáli og enn- fremur að Stefán Jóhann verði vik- ið úr samninganefndinni, sem nú er í Danmörku. 5. Framkvæmt eftirlit með öllum vélknúnum vinnuvélum og réttindi til að stjórna þeim, bundin minna prófi bifreiðastjóra. Þá verði þær og slysatrygðar. 6. Nákvæmari skoðun bifreiða og tíðari. Sérþekking nauðsynleg. Hin árlega skoðun bifreiða framkvæmd af tveim, þar til hæfum mönnum. Eftirlitsmenn verði tveir í öllum stærri kaupstöðum, eins og t. d. Ak- ureyri. 7. Hert verði á inntökuskilyrðum til meira prófs (lengdur ökutími). Að öðru .leyti taka félögin undir tillögur „Hreyfils" og „Þróttar“ í Reykjavík. Akureyri, 30. ágúst 1945. (Undirskriftir). #

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.