Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.09.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 15.09.1945, Blaðsíða 1
vEKKHmnÐURi nit XXVIII. árg. Laugardaginn 15. september 1945. *u 34. tbl. Stórmerkar fillögur um atvinnuframkvæmdir Almennur sjómannafundur, sem haldinn var hér í bænum að hrinda máli þessu í framkvæmd að tilhlutun Skipstjórafélags Norðlendinga, Vélstjórafélags Akureyrar og Sjómannafélags Akureyrar, skorar á bæjar- stjórn.að athuga um kaup á Krosanesverksmiðjunni og jörð- inrii Syðra-Krossanes. — Einnig að bæjarstjórnin reyni að fá því til leiðar komið, að ríkið láti reisa hér niðursuðuverk- smiðju á vetrar-, vor- og sumarveiddri síld. „Almennur sjómannafundur hald- inn á Akureyri 9. þ. m., að tilhlut- un Skipstjórafélags Norðlendinga, Vélstjórafélags Akureyrar og Sjó- mannafélags Akureyrar, skorar á háttvirta bæjarstjórn Akureyrár, að hún kynni sér verð og önnur skil- yrði fyrir kaupum og rekstri Krossanesverksmiðjunnar, og ef skilyrði verða með nokkru móti að- gengileg, þá verði ráðist í kaup á verksmiðjunni' ásamt meðfylgjandi landareign. Líkur standa nú til, að Krossanes- verksmiðjan og jörðin Syðra-Krossa- nes muni vera til sölu og jafnframt kunnugt, að einstaklingar hafa gert tilboð í þessar eignir, en hinsvegar ófært að umrædd landareign, sem liggur að sjó á stórri strandlengju, sem er rétt við höfnina, falli í eigu einstaklinga og ennfremur að trygg- ur rekstur Krossanesverksmiðjunn- ar muni hafa afgerandi þýðingu fyr- ir það, að Akureyri geti aftur orðið eins og á árunum 1911—1930 einn af stærstu hluttakendum í síldar- verkun, hvort heldur væri í salt eða til niðursuðu í stærri stíl." „Almennur fundur sjómanna, haldinn á Akureyri 9. sept., að til- hlutun stjórna Skipstjórafélags Norðlendinga, Vélstjórafélags Ak- ureyrar og Sjómannafélags Akur- eyrar, skorar á heiðraða bæjarstjórn Akureyrar, að hún fái því til leiðar komið, ef unt er, að ríkið láti byggja °g reka niðursuðuverk- smiðju hér á Akureyri ásamt frysti- húsi. Tillögu þessari viljum vér láta fylgja eftirfarandi skýringar: Undanfarið hefir verið fram- kvæmt af sérfróðum mönnum rann- sókn, fyrir tilstilli hins opinbera, um skilyrði fyrir rekstri niðursuðu- » verksmiðju á Norðurlandi, þar sem aðallega yrði unnið úr ferskri síld. Hefir þessi rannsókn verið miðuð við að reist yrði stór verksmiðja á Siglufirði, en starfstími slíkrar verk- smiðju þar myndi algerlega tak- markast 'af hinu skamma veiðitíma- bili hafsíldarinnar. Hinsvegar er hér í Eyjafirði árlega síld af öllum stærðum, frá því snemma á vorinu og kunnugt er að flesta vetur eru möguleikar fyrir síldveiði hér í firðinum, en Eyjafjarðarsíldin er mjög ákjósanleg til niðursuðu. — Mundu því þessi skilyrði fyrir vetr- ar- og vorveiði hér í EyjafrTði gera árlegan reksturstíma niðursuðu- verksmiðju lengri, og framleiðslu- vörur fjölbreyttari, sem gefa ætti meiri tryggingu fyrir góðri afkomu. Þar sem í ráði er, að á vegum hins opinbera verði reist, að líkindum á næsta ári, niðursuðuverksmiðja á Norðurlandi til niðursuð usíldar í stórum stíl, en þar sem hinsvegar hefir en nekki verið tekin ákvörðun um, hvar sú verksmiðja verði reist, teljum vér sjálfsagt að framan- greindar upplýsingar um síldveiði- skilyrði í Eyjafirði verði nú fram í'ærðar og tek'nar til greina við stað- setningu væntanlegrar verksmiðju. Þá má einnig leiða athygli að því, að verði umrædd verksmiðja reist á Siglufirði, yrði að sjálfsögðu að fá nær allt verkafólk, sem verksmiðjan þyrfti á að halda, aðflutt, eða jafn- gildi þess til annara starfa þar á staðnum, þar sem starfstími verk- smiðjunnar færi alveg saman við starfstíma síldarbræðslanna og sölt- unarstöðvanna. En hinsvegar er á Akureyri nægur vinnukraftur, án þess að til aðflutnings verkafólks þyrfti að koma. Álítum vér að framangreind skil- yrði mæli svo mikið með, að síldar- niðursuðuverksmiðja verði bygð á hér á Akureyri, frekar en á nokkr- um öðrum stað á "Norðurlandi. Að öllu þessu athuguðu, og þar sem hér yrði um mjög stórt at- vinnufyrirtæki að ræða, viljum vér leggja áherslu á, að bæajrstjórn geri allt sem í hennar valdi stendur til Jóhann Magnús Bjarnason látinn. Vestur-íslenzki rithöfundurinn, Jóhan nMagnús Bjarnason, andað- ist 8. þ. m. í Kanada. Útförin fór fram frá Elfros í Sakatchewan á miðvikudaginn. Birgir Hallórsson, söngvarinn vestur-íslenski, sem sungið hefir við góðan orðstír í Reykjavík, er væntanlegur til Ak- ureyrar og ætlar að syngja hér næstkomandi miðvikudagskvöld. í för með söngvaranum verður dr. Victor Urbantschitsch, og mun hann annast undirleik með söngvaranum. Vafalaust má vænta góðrar skemt- unar hjá þessum góðu gestum. hið hráðasta." Þá skoraði fundurinn einnig á bæjarstjórn að tryggja það, að tveir togarar yrðu keyptir til bæjarins og gerðir héðan út. (Sjá grein á 3. síðu blaðsins í dag). Allar þessar tillögur sjómanna eru mjög merkar og gæti það gjör- breytt atvinnulílinu í bænum, ef þær yrðu framkvæmdar. Bæjarbúar munu fylgjast vel með hvaða und- irtektir þær fá hjá bæjarstjórninni. Utanför Einars Olgeirssonar Út af blaðaummælum í sambandi við yfirstandi utanför herra alþm. Einars Olgeirssonar, vill utanríkis- ráðuneytið taka það fram, að það var samkvæmt eindregnum óskum utanríkisráðherra, að herra Einar Olgeirsson fór utan í þeim erindum að aðstoða sendiherra íslands í Moskva, herra Pétur Benediktsson, við markaðseftirgrenslan, samn- ingaundirbúning o. fl., í ýmsum löndum Evrópu, en það var téður Tillögurnar verða nánar ræddar j sendiherra, sem upphaflega mæltist hér í blaðinu innan skamms. | »1 þessa við utanríkisráðherra. Kirkjutónleikar Þriðjudaginn 11. þ. m. hélt JAKOB TRYGGVASON ORG- ANLEIKARI kveðjuhljómleika í Akureyrarkirkju. Lék hann ýms tónverk á orgelið, en söngkór kirkjunnar söng fimm lög. Enn- fremur sungu þeir einsqngva, Krist- inn Þorsteinsson og Guðmundur Gunnarsson. Áskell Jónsson annað- ist undirleik við kórsönginn. Jakob Tryggvason hefir verið organleikari við Akureyrarkirkju um fjögurra ára skeið og áunnið sér hvers manns virðingu og traust, enda er ha'nn mjög vel að sér í sinni mennt. Enn fremur hefir hann æft ogxstjórnað Lúðrasveit Akureyrar með þéim árangri, að Akureyringar og fleiri hafa notið fjölmargra á- nægjustunda við að hlýða á leik hennar. En nú hefir Jakob tekið þá ákvörðun að brjótast áfram til auk- innar tónlistarmenntunar. Hefir hann fengið pláss sem nemandi í Hinum konunglega tónlistarskóla í London og ætlar að stunda þar framhaldsnám í tvö ár. Leggur hann af stað einhvern næstu daga, og fylgja honum árnaðaróskir allra, sem unna hljómlist og kunna að meta vel unnið starf í þágu hennar. Þessir hljómleikar fóru mjög vel fram. Jakob lék fyrst þrjú orgellög og byrjaði á Interlude eftir Björg- vin Guðmundsson. Það er mjög geðþekkt lag og fallega byggt. Hin lögin voru: Ave Maria eftir Arca- delt-Liszt og Kóralforleikur eftir Max Drischner. Annar kafli hljómleikanna var einsöngur Kristins Þorsteinssonar með undirleik Jakobs Tryggvason- ar. Söng hann þrjú lög. Kristinn hefir kraftmikla baritonrödd og syngur hreint, en hættir nokkuð til að syngja of sterkt, og verður það til þess, að sú hlýja, sem mér virð- ist hann áreiðanlega búa yfir, fær ekki að njóta sín, og röddin verður harðari en þyrfti að vera, einkum háir tónar. Annars flutti hann lögin með talsverðum myndarbrag. Þriðji kafli hljómleikanna var söngur Kirkjukórsins. Hófst hann á Anthem eftir Sveinbj. Svein- björnsson. Síðan komu lögin: Eg krýp og faðma fótskör þína eftir Bortniansky og Það aldin út er sprungið eftir Prátorius. Voru öll þessi lög vel flutt. Þá kom það lag- ið, sem bezt tókst, en það var Cant- ate Domino eftir V. d'Indy. Síðast söng kórinn hinn dásam- lega lokakór úr Kantötu nr. 140 eft- ir J. S. Bach. Sú kantata er eitt hið dýrðlegasta listaverk, sem nokk- urn tíma hefir verið samið. Það er varla hægt, að búast við, að hægt sé að flytja slíkt verk svo með þeim kröftum, sem hér er um að ræða, að það njóti sín að fullu, en þó hygg ég, að flestum, er á hlýddu hafi fundist þessi kór all-svipmikill. Fjórði þátturinn var einsöngur (Eramhald á 4. síðu). Búnaðarráðið kemur saman Hið 25 manna Búnaðarráð er landbúnaðarráðherra skipaði fyrir skömmu, kom saman til fyrsta fund- ar í Reykjavík í sl. viku. Aðalum- ræðuefnið var verðlagning land- bú;naðarafurða. Kosin var verðlags- nefnd landbúnaðarafurða og eiga þessir menn sæti í henni: Stefán Stefánsson í Fagraskógi, Sveinn Jónsson Egilsstöðum, Ólafur í Brautarholti og Bjarni Sigurðsson frá Vigur. En Guðm. Jónsson, Hvanneyri, form. Búnaðarráðs, er einnig formaður nefndarinnar. — Nefndin ákvað lækkun á kjöti frá sumarslátruninni. Lækkar kjötið úr kr. 12.70 í heildsölu í kr. 11.06 og í smásölu úr kr. 14.35 í kr. 12.50. - Eftir 15. þ. m. mun nefhdin aug- lýsa hvað haustverð verður á kjöt- inu. „Tíminn" hefir þegar veitst að Búnaðarráði fyrir þessa lækkun á kjötinu. Er ekki að sjá að þeir séu auralausir setuliðsmenn Framsókn- ar í Reykjavík, þótt þeir séu í stjórnarandstöðu, ef þeim finnst kjötverðið o£ lágt fyrir sig.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.