Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.09.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 22.09.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐU RINN. ÚtQeiandi: Sósíalistafélug Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Ámason, Skipagötu 3. — Simi 466. BtaOneind: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Biaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla i skrifstofu Sósialistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prentverk Odds Bjömssonar. Verð laiidbúnaðarvaranna ’Bændúrnir hafa nú ákveðið verð á afurðum sínum. Mjólkurvörurn- ar, kjötið og kartöflurnar hafa hækkað gífurlega til neytenda. Verðið til bænda hefir hinsvegar hækkað um 9,7%, því að áður var verðinu til neytenda haldið niðri með greiðslum úr ríkissjóði, en því hefir nú verið hætt, þar sem heim- ild til ríkisstjórnarinnar til þess er fallin úr gildi. Niðurgreiðslur þess- ar hafa numið 20—30 miljónum kr. árlega og hefir það fé vitanlega ver- ið sótt í vasa þjóðarinnar með skött- um og tollum. Að sjálfsögðu þurfa bændur að fá það verð fyrir framleiðslu sína, að þeir geti lifað viðunandi lífi, en því miður er það staðreynd, að land- búnaðurinn er á því stigi, að bænd- ur þurfa að fá miklu hærra verð fyr- ir afurðir sínar en sambærilegt er við aðrar ney.tsluvörur. Þetta ástand er svo alvarlegt, að hægt mun vera að fá smjör erlendis frá fyrir ca. kr. 8.00 kg. á sama tíma og íslenskt smjör kostar 28.50. Þetta dæmi tal- ar glögt sínu máli um það, hve ís- lenskur landbúnaður er á frum- stæðu stigi enn þann dag í dag. Af þessu verða svolaunastéttirnar, fyrst og fremst, og einnig þjóðin öll að súpa seyðið. Þetta ástand er óþolandi. Vinda verður bráðan bug að því, að gjörbreyta íslenskum búrekstri. Það er hagsmunamál, bæði laun- þega og bænda, að landbúnaðinum verði komið í það horf, að hann verði samkepnisfær við aðra at- vinnuvegi, en hann er langt frá því eins og allir vita og dæmið um smjörverðið sannar átakanlega. Það þarf, eins fljótt og auðið er, að færa bygðina saman með því að mynda bygðahverfi. Með því móti verður fyrst unt að hagnýta nýtísku landbúnaðarvélar til hlítar og taka vísindin í þjónustu landbunaðarins. Að sjálfsögðu tekur þessi breyting nokkurn tíma, og þá ekki síst vegna þess, að viss flokkur í landinu, „Framsókn", hefir lýst því yfir, að hann muni berjast hatramlega á móti því, að landbúnaðinum verði komið í skynsamlegt horf. En þangað til þessi breyting kemst á, verður ríkisvaldið að gera þær ráðstafanir, sem nægja, til þess að hindra að verð landbúnaðaraf- urðanna hækki vísitöluna, og þá að sjálfsögðu án þess að það verði tek- ið út úr henni, því það kemur ekki til mála, að launþegar þoli slíkt óréttlæti. Framsóknarmaðurinn Steingrímur Stein- þórsson vitnar gegn Tímanum. Yfirlýsing frá J\ýbyggingarráði. Tíminn hefir undanfarið ráðist arráð hefir samþykt að veita gjald- harkalega á Nýbyggingarráð varð- eyri fyrir. andi kaupin á flutningaskipinu Út af þessu skal það tekið fram, Hauk. ÚtafþvíhefirNýbyggingar- að Nýbyggingarráð hefir við allar ráð gefið eftirfarandi yfirlýsingu, slíkar leyfisveitingar gert það að þar sem lýst er yfir, að ásakanir ___________________•_________ Tímans séu gripnar úr lausu lofti. | Út af árásum á Nýbyggingarráð í „Tímanum“, blaði Framsóknar- flokksins, þann 7. og 11. september sl. í sambandi við veitingu ráðsins á gjaldeyris- og innflutningsleyfi ■ fyrir vélskipið Haukur, sem sökk á ! leið til íslands frá Bretlandi þann * 31. ágúst sl., vill Nýbyggingarráð taka fram það, sem hér fer á eftir: ! Þegar kaupendur Hauks leituðu ' til Nýbyggingarráðs vegna fyrir- * greíðslu til skipakaupanna, var þeim þegar sagt að trygt yrði að vera, að skipið væri bygt eftir regl- um og undir eftirliti viðurkends skipaflokkunarfélags. Þeir lögðu og síðar fram símskeyti frá umboðs- manni Bureau Veritas í Halifax, er staðfesti að skipið væri bygt eftir reglum og undir eftirliti Bureau Veritas. í bréfi sínu 12. mars þ. á. til Við- skiftaráðs, er liefir nteð höndum útgáfu gjaldeyris- og innflutnings- leyfanna eftir meðmælum Nýbygg- ingarráðs, tók Nýbyggingarráð það frant ásamt öðrum skilyrðum fyrir útgáfu leyfisins, að skipið yrði að vera bygt eftir reglum Bureau Veritas. Vottorð frá trúnaðarmanni Bure- au Veritas, dags. í Halifax 17. maí þ. á., er staðfestir að skipið hafi verið bygt eftir reglum og undir eftirliti Bureau Veritas, var afhent skipaskoðunarstjóra ríkisins, þegar skipið kom hingað til lands, og í haffærisskýrteini skipsins, útgefnu í Reykjavík 6. júlí þ. á., segir, að skipið fullnægi ákvæðum laga nr. 93 frá 3. maí 1935 um eftirlit með skipum. Telur Nýbyggingarráð, að fram- anritað ætti að nægja til þess að sýna það, að ásakanir Tímans á hendur ráðinu vegna leyfisveitingu fyrir þessu skipi eru á engum rök- um reistar. Skrif Tímans um það, að Ný- byggingarráð „virðist láta algerlega eftirlitslaust hverskonar skip séu flutt til landsins, heldur láti hvern sem vill fá gjaldeyri til skipakaupa" og ,,að hingað séu keypt gömul skip, sem aðrar þjóðir vilji ekki nota lengur“, munu eiga við nokk- ui sænsk fiskiskip, sem Nýbygging- skilyrði, að styrkleiki og gerð skip- anna fullnægi kröfum þeim, sem gerðar eru af skipaeftirliti ríkisins. Einnig hvað þetta snertir eru því ásakanir Tímans úr lausu lofti gripnar. Reykjavík, 12. sept. 1945. Jóhann Þ. Jósefsson (sign). Lúðvík Jósefsson (sign.). Steingrímur Steinþórsson (sign.). Óskar Jónsson (sign.). S.Í.S. hefir yfirtekið Kaupf. Siglfirðinga Málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Nýlega féll dómur í kaupfélags- málinu á Siglufirði. Finnur Jóns- son, dómsmálaráðherra, hafði eftir langa leit fundið hæfan mann til að setja sem setudómara í málið, en það var Gunnar A. Pálsson, sem gat sér frægð fyrir átrúnað á Hitler. Setudómari þessi reyndist Finni þægUr ljár í þúfu og kvað upp þann dóm, sem Finnur ætlaðist til, að félagið skyldi afhent klofnings- stjórninni. Þessurn ófyrirleitna dómi hefir að sjálfsögðu verið áfrýjað til hæsta- réttar. Sl. miðvikudag fór fram alhenct- ing á Kaupfélagi Siglfirðinga og framkvæmdi setudómari Finns at- höfnina. Var dcrmsúrskurður setu- dómarans framkvæmdur gegn tryggingu. Hefir S. í. S. hekið að sér ótakmarkaða, fjárhagslega ábyrgð á stjórn félagsins, ef hæsti- réttur ógildir úrskurð setudómar- ans. Hefir S. í. S. ráðið fram- kvæmdastjóra fyrir félagið, Hjörj; Hjartar, en auk þess á endurskoð- andi S. í. S. að standa fyrir félaginu fyrst um sinn. Sýnir þetta svart á hvítu, að það er S. I. S., sem stendur að baki klofningsstarfsemi í félaginu og að klofningsstjórn Framsóknar, krata og íhaldsins er auðsveipur og valda- laus skósveinn S. I. S. Hefir þetta vakið almenna undrun og gremju á Siglufirði. í sambandi við yfirtöku S. í. S. á félaginu hefir „Dagur“ ungað út sögum um óstjórn, óreiðu og van- höld hjá kommúnistum. Segir „Dagur“ m. a. að vanhöldin hafi verið fólgin í því, að fundargerðar- bækur stjórnarinnar hafi ekki feng- ist fyr en sama daginn og afhending kaupfélagsins fór fram! Hvílík van- höld! Óstjórnin og óreiðan er að sögn ,,Dags“ hinsvegar fólgin í því að félagið keypti vörur af vensla- fólki Þórodds Guðmundssonar samkvæmt ráði Framsóknarmanns- ins, kaupfélagsstjórans, Sigurðar Tómassonar. Þóroddur Guðmunds- son sat hinsvegar hjá við atkvæða- greiðslu um þessi kaup. Að öðrti leyti má geta þess, að kaupin voru fyrst og fremst gerð til þess að fá aukið húsrými handa félaginu. Vör- ur þær, sem félagið keypti og „Dag- ur“ býr til sögur um til að fylla blaðið og auka slúðursagnasafn „Framsóknar“flokksins, voru yfir- leitt góðar og vel seljanlegar, enda mikill hluti þeirra nú seldur með liagnaði fyrir félagið. En „Degi“ hefir láðst að geta þess að deildarstjórinn í matvörudeild- inni, þar sem rýrnunin varð mjög mikil, Framsóknarmaðurinn Björn Dúason, setti upp verslun eftir að hann hljóp frá kaupfélaginu og að þessi verslun er alment kölluð hf. Rýrnun! á Siglufirði. En kaupfélagsstjórinn Sigurður Tómasson og Björn Dúason voru báðir ráðnir starfsmenn félagsins áður en sósíalistar fengu meirihluta í stjórninni. Mafrósaföf á drengi og stúlkur, frá 2 ára til 12 ára, fyrirliggjandi. Verzlunin LONDON Sími 359. Smábarnaskélinn byrjar aftur um næstu mán- aðamót. Börnin mæti til við- tals 2. október kl. 1—3 e. h. í Verzlunarmannahúsinu, Jenna og Hreiðar, Gránufélagsgötu 9. Eiðsvallagötu 30. Rúgmjöl, •< < i i i i Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands ! • ísl., malað. — Það besta, sem ; i i i i | vantar saumakennara frá 15. október n. k. — Þá | hefjast saumanámskeið félagsins, ef kennari fæst. ; hægt er að fá í slátrið. ; i < BÓKBANDSNÁMSKEIÐ félagsins byrjar 15. okt. ! KRYDD ýnfís konar. i i i ; Upplýsingar gefur formaður félagsins. ► Vöruhúsið h.f. i i i i < ► ; Halldóra Bjarnadóttir. > Sími 488.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.