Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.09.1945, Side 1

Verkamaðurinn - 29.09.1945, Side 1
Ólafur Johnson og Arent Claessen, uppvísir að því að hafa dregið sér á óleyfilegan hátt tæplega 370 þús. kr. Dómsmálaráðuneytið hefir fyrirskipað mál- sókn gegn þeim. Rannsókn á 10 öðrum svindlmálum heildsala lokið mjög bráðlega. Svohljóðandi frétt um þetta barst ,,Verkamanninum“ nýlega um þetta frá ríkisstjórninni: „Sakadómarinn í Reykjavík sendi dómsmálaráðuneytinu hinn 11. Jd. m. útskrift af réttarrannsókn í verð- lagsbrotamáli heildsölunnar O. Johnson & Kaaber h.f., ásamt fulln- aðarskýrslu hins löggilta endur- við þessi glæpamál, eins og t. d. Friðþjófur Johnson, meðstjórnandi O. Johnson 8c Kaaber h.f., hefir málshöfðun gegn honum af þeim sökum verið frestað uns hann er kominn til landsins og fullnaðar- rannsókn getur farið fram í máli hans. Vekur það nokkra furðu, að maður þessi skuli ekki liafa verið skoðanda, Ragnars Ólafssonar hrl., | þvingaður til að koma allan þann tíma sem liðinn er frá því að rann- sókn málsins hófst. Rétt er að vekja enn einu sinni athygli á því, að það var í stjórnar- tíð braskaranna Björns Ólafssonar heilsala og V. Þór Coca-cola-sala, að heildssalarnir féflettu þjóðina eins svívirðilega eins og nú er komið í ljós og mun sannast enn betur. er falin hafði verið rannsókn á verðlagningu hlutafélagsins. Sam- kvæmt þeirri skýrslu nemur hin ólöglega álagning hlutafélagsins kr. 369.855.23. Dómsmálaráðuneytið hefir í dag lagt fyrir sakadómara að ljúka rannsókn máls þessa og höfða síðan 1 mál gegn stjórnendum og fram- kvæmdastjórum hlutafélagsins, þeim Arent Claessen og Ólafi John- son, fyrir brot'legn verðlagslöggjöf- inni, - og XV. kafla hegningarlag- anna, svo og til upptöku á hinni ólöglegu álagningu. Ákvörðun um málssókn gegn meðstjórnanda fé- lagsins, Friðþjófi Johnson, verður tekin er hann kemur til landsins og mál hans hefir verið rannsakað.“ Mál þetta mun vera eitt mesta svindlmál sem uppvíst hefir orðið um hér á landi og mun, miðað við fólksfjölda, vera meira en Stavin- skymálið franska eða Kriigers- svindlið sænska. Mun það vera um- fangsmest af málum þeirra heild- sala, sem ákærðir voru fyrir svindl sl. vetur. Ragnar ólafsson hrl. hefir haft með höndum endurskoðun á verð- lagningu hinna kærðu heildsala og lauk hann endurskoðun í máli O. Johnson 8c Kaaber snemma í þess- um mánuði og afhenti þá sakadóm- ara niðurstöður sínar. Mál hinna heildsalanna eru enn í endurskoðun og verða þau afhent sakadómara jafnskjótt og endur- skoðun þeirra er lokið og er búist við að henni verði lokið í öllum málunum í lok næsta mánaðar. Endurskoðun þessi er skiljanlega ekkert augnabliksverk, og í því sam- bandi má geta þess, að sum gögn í þessum málum sitja enn vestur í Ameríku, þar eru t. d. enn menn, sem þyrfti að yfirheyra í sambandi Einnig skal á það minst, að ,,Dagur“ og „Tíminn" hafa altaf sungið þann söng, að stinga ætti heildsölumálunum undir stól. Það var líka einu sinni þögn yfir þessum svindlmálum — það var í stjórnartíð Framsóknarforingjans V. Þór — enda studdu heildsalarnir dyggilega stjórn hans, sbr. m. a. skrif „Vísis“. Smjör fáanlegt fyrir ca. 4 kr. kg. Áreiðanlegar heimildir eru nú fengnar fyrir því, að smjör er fáan- legt frá Danmörku fyrir aðeins ca. 4 kr. kg. og er það 1. fl. vara. Enn- fremur mun vera hægt að fá egg frá Danmörku með góðum kjörum. Flefir verið sótt um innflutnings- leyfi fyrir smjöri frá Danmörku, en Viðskiftaráðið, eða meirihluti þess, hefir svarað neitandi. Er slík framkoma hin furðuleg- asta og verður að teljast mjög glæp- sainlegur verknaður. Er það krafa neytenda, að Viðskiftaráð annað- hvort leyfi innflutning tafarlaust á smjörinu eða láti af störfum. Samningar hafa tekist milli kínverskra kommúnista og Sjang Kai Sjek Kommúnistar fá mare;a full- trúa í kínversku stjórninni. Fregnir frá Moskva herma, að samningar hafi tekist milli kín- verskra kommúnista og Sjang Kaj Sjek. Samkvæmt þeim fá kommún- istar allmarga fulltrúa í ríkisstjórn- inni, efnt verður til almennra kosn- inga mjög bráðlega eins og komm- únistar hafa krafist, en hinsvegar fallast kommúnistar á að byrjað verði á að afvopna her þeirra. Er samningur þessi mikill sigur fyrir lýðræðisöflin í heiminum og skapar m. a. mikla möguleika fyrir þróun landbúnaðar og iðnaðar í fjiilmennasta ríki heimsins, en hvorttveggja er enn á mjög lágu stigi. Heildartap síldveiðiflotans í sumar nam 12 milj. kr. Nefnd sú, sem atvinnumálaráð- herra skipaði seint í ágúst til að íhuga hvaða ráðstafanir væri hægt að gera til hjálpar útgerðinni vegna aflabrestsins í sumar og undir öðr- um álíka kringumstæðum, hefir nú skilað fyrri hluta álits síns. Telur nefndin að heildartapið á síldveiðaskipunum í sumar hafi numið um 12 miljónum kr„ en beint tap vegna aflabrestsins hafi verið um 6 milj. kr. Leggur nefndin til að veitt verði stutt vaxtalaus lán til útgerðarinnar vegna aflabrests- ins í sumar og telur að fengnum upplýsingum frá útgerðarmönnum að nægja muni til þess 3—4 milj. kr. Andvirði alls síldaraflans 1. sept. nam 6 milj 985 þús. kr. Verklýðsþingið í París Mikil andúð á tillögum Breta var sett verklýðs- sitja það yfir 300 2.370.000 atvinnuleysingjar í Bandaríkjunum 1. sept. Samkvæmt opinberum heimild- um var tala atvinnulausra manna í Bandaríkjunum í byrjun þ. m. 2 milj. 370 þús. Er talið að líkur séu til, að tala atvinnuleysingjanna verði komin upp í 8 miljónir í byrjun næsta árs. Þannig er nú ástandið i Paradís auðvaldsins. Mörg hundruð þúsundir manna eru nú í verkfalli í Bandaríkjunum, vegna bágborinna kjara. Sinnaskifti í niðursuðu- verksmiðjumálinu. Á síðasta fundi bæjarstjórnar var m. a. til umræðu eftirfarandi til- laga: „Almennur fundur sjómanna, haldinn á Akureyri 9. sept., að til- hlutun stjórnar Skipstjórafélags Norðlendinga, Vélstjórafélags Ak- ureyrar og Sjómannafélags Akur- eyrar, skorar á bæjarstjórn Akur- eyrar, að fá því til vegar komið, ef unt er, að ríkið láti byggja og reka niðursuðuverksmiðju hér á Akur eyri ásamt hraðfrystihúsi.“ Tillöguni fylgdi greinargerð. Einnig lá fyrir fundinum tillaga frá Jakob Frí- mannssyni og Þorst. M. Jónssyni, er gekk í sömu átt og tillaga sjómannafundarins. Var bæjarstjóra falið að vinna að framgangi þessa máls. Fagna ber því að Jakob Frímannsson hefir tekið sinnaskiftum í niðursuðumál- unum. En eins og lesendur „Vm.“ og „Dags“ máske muna, þá barðist hann, fyrir ekki löngu síðan, á bæjarstjórnar fundum og í skrifum „Dags“ gegn tillög- um frá sósíalistum um að bærinn beitti sér fyrir því að komið yrði hér upp full- kominni niðursuðuverksmiðju. Sl. þriðjudag þing í París og fulltrúar. Bretar hafa borið fram brevting- artillögur við skipulagsskrá al- þjóðasambandsins, sem í ráði er að stofna. Hafa tillögur’ Breta sætt harðri gagnrýni, sökum þess hve þær eru íhaldssamar. Fulltrvii ástr- ölsku verklýðsfélaganna varð fyrst- ur til að mótmæla tillögum Breta og í sama streng tóku fulltrúar margra annara landa, þar á meðal Tékkoslovakíu, Frakklands, Júgó- slavíu oa; Kúba. Milliskyrtur karlmanna og drengja Gott úrval! BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson. Máske hefir kaupfélagsstjórinn nú á bak við eyrað, að bæjarstjórnar- og þing- kosningar eru á næsta ári. Eða er kann- ske raunveruleg ástæða til að gleðjast yfir iðrandi syndara, sem játar auðmjúk- le'ga, að hann hefir verið á villigötum? íslendingasögurnar getið þér fengið nú strax í Bókabúð Akureyrar

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.