Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.09.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 29.09.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN TILKYNNING til húsavátryggjeida otan Reykjavíkur í lögum um breytingu á lögum um Brunabótafélag íslands nr. 52, frá 12. okt 1944, 1. gr., segir svo: „Heimilt er félaginu og vátryggjendum skylt að breyta ár- lega vátryggingarverði húsa til samræmis við vísitölu byggingarkostnaðar, miðað við 1939.“ Þessa heimild hefir félagið notað, og hækkað vátryggingarverð frá 15. okt. 1945 samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar, sem hefir verið ákveðin í kaupstöðum og kauptúnum 370 og í sveitum 400, miðað við 1939. — Frá 15. okt. 1945 falla úr gildi viðaukaskírteini vegna dýrtíðar. Vátryggjendur þurfa því, vegna hækkunar á vátryggingarfjár- hæð eigna þeirra að greiða hærri iðgjöld á næsta gjalddaga, en • undanfarin ár, sem vísitölu hækkun nemur. Nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum. ^ ÉT Hrunabótafélag Islands Skólarnir eru að byrja! Allar fáanlegar námsbækur Ritföng, í hinu venjulega, hagkvæma úrvali. Pappírsvörur: Stílabækur, með hinum viðurkenndu 5 mis- munandi strikunum. Glósubækur, bundnar og óbundnar, mjög margvíslegar stærðir. Teiknivörur: Allar tegundir, og yfirleitt flest, sem nem- endur æðri og lægri skóla þurfa að nota. Vinnubókapappír og kápur. Bókaverzlun Þorst. Thorlacius .................................... | Ketið lækkar! í dag og næstu daga seljum við nýtt I. flokks ket af i tryppum og ungum hestum fyrir kr. 3.50—4.50 pr. kg. f í heilum stykkjum. — Söltum niður, ef óskað er. — í | Seljum flát. — Sími 297. | | Reykhúsið, Norðurgötu 2. | | | 2 i I I Kaup verkamanna í október 1945 »■ TTF4-Í1 Dagv. Eftirv. N. & hdv. Almenn dagvinna kr. 6.95 10.43 13.90 Skipavinna — 7.23 11.04 14.47 Tjöruv. við götur, lestun bíla með sprengt grjót og mulning — 7.37 11.26 14.73 Kola-, salt-, og sementsvinna, ryðberja skip, v. loftþr.v — 8.06 12.09 16.12 Dixilmenn, hampþéttarar, grjótv., tjöruv. — 7.78 11.68 15.57 Stúun á síld — 9.17 13.96 18.35 Lempun á kolum og katlavinna — 12.23 18.35 24.46 Kaup drengja 14—16 ára — 4.59 6.89 9.17 Vísitalan er: 278 stig. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. t, ■ - »' ■ ? JOHAN BOJER: r 11 Asýnd h< íimsins i—— (Framháld). Skyndilega skall þrumuveður á rétt yfir húsinu, það varð dimt þar inni, og vonbráðar buldi regnið á þaki og trjákrónum. Það var hellirign- ing, og vatnið skvettist frá svölunum inn í stofuna, Haraldur stóð upp, lokaði gluggahurðinni og kveikti á kerti, sem stóð í flösku. ,,Nei, en hvað þér ferst þetta klaufalega — þú getur ekki látið þér detta í hug að við verðum að vígja stjakana," sagði Þóra og fór og sótti ný kerti, sem eftir litla stund stóðu logandi í dórisku súlunum. ,,Hvað eigum við svo að gera í kvöld? Eg vil -áreiðanlega ekki sitja heima núna og stoppa sokka." „Veitstu hvað, Þóra, þú ættir að fara með mér og hlusta á Anatole France og Jaures í kvöld.“ „Hvað. Eiga þeir að tala? Já, það vil eg gjarna." „Það er stór mótmælafundur úti hjá Palace de la Republique." „Mótmælafundur! Hvað er það, sem þeir ætla nú að mótmæla aftur?“ „Múgmorðunum á Gyðingunum í Kiev.“ Haraldur varð skyndilega heitur og ákafur og gleymdi að borða. „Þú hefir sjálfsagt lesið um hin skelfilegu manndráp á Gyðingunum í Kiev. Allir eru sannfærðir um, að það er ríkisstjórnin, sem hefir skipulagt það alt saman. Heyrirðu það, ríkisstjórnin! Á okkar tímum! Heyrirðu, Þóra, þú verður að koma með út á fundinn í kvöld.“ Hún var orðin afundin aftur. ,,En kæri Haraldur, eg skil bara ekki, að vesalings Gyðingarnir rísi upp frá dauðum, þó að við förum út og mót- mælum.“ „En hamingjan góða hjálpi þér, Þóra. Eiga allar þessar ógnir að fá að leika lausum hala, og við — og við eigum bara að vera á þönum og skemta okkur.“ Haraldur dró andann ótt og títt og varð að standa á fætur og ganga um gólf. Hann hafði loksins fundið aftur öryggi sitt, hann gat fundið til gremju, verið æstur, verið öskuvondur út af óréttinu. Hann var gegn- þrunginn af sjálfsánægju, hann var kominn í loftslag, þar sem hann var vanur að anda .Og nú varð hann mælskur, þegar hann lýsti byltingunni, sem von bráðar mundi brjótast út í Rússlandi, og síðan yfirleitt í Ev- rópu — hann varð heitur, fallegur, hrifinn af því að fá innsýn í alt þetta, sem átti'að höggva niður og ryðja úr veginum. Hún sat með hendurnar í skauti sínu og starði út í loftið. Hún skim- aði í kringum sig í herberginu eins og hún væri að leita að leið til þess að bjarga kvöldinu fyrir þau. Þegar hann loks settist og tæmdi glas sitt, sagði hún rólega: „Heyrðu, Haraldur, þú ferð þó ekki frá mér núna í kvöld?“ „Frá þér! En góða mín, þú getur verið með. Heyrirðu ekki, að eg er að segja, að þú verðir endilega að vera með.“ „Jú-ú — og standa þar í þrengslunum og draga að mér dauninn af hnapplauki frá öllum hinum öskrandi börkum — eg hefi verið með einu sinni áður.“ „Heyrðu, Þóra — hugsar þú aldrei um. ..." „Nú — um hvað?“ Augu hennar störðu á hann. „Nei, nei — það skiftir engu máli.“ „Mér finnst að þú ættir ekki að vera svo upptekinn af hinum skítugu Gyðingum einhversstaðar í Rússlandi, að þú gleymir mér alveg. Höfum við rétt til þess að skemta okkur ofurlítið saman, eða höfum við það ekki?“ Haraldur svaraði ekki, en litlu síðar stóð hann upp og gekk út á litlu járnsvalirnar. Það var stytt upp, hressandi svali lék um mann, angan af trjám og blómum og af nýþvegnum bæ. Það voru pollar hingað og þangað á svæðinu, og ljósin frá bílunum spegluðu sig í þeim, um leið og þeir fóru fram hjá, asfaltið var gljáandi, og skær stjörnuhimininn hvolfdist yfir þúsundir borgarljósanna. Þóra fór líka út og stóð li já honum með llendurnar á herðum hans. And- artak stóðu þau þannig fast saman og horfðu út yfir hina uppljómuðu París, hið bylgjandi haf af rauðum og gulum og hvítlogandi blysum. Hávaðinn frá vögnum og sporvögnum og frá þúsund fjörlegum röddum, barst upp til þeirra og varð að daufum nið eins og frá brimi hafsins, það var sjálfur andardráttur stórborgarinnar á þessu milda kvöldi. I „Þú, Haraldur, farðu ekki frá mér núna! Eg skal vera svo blíð, ef þú vilt vera heima.“ Hún teygði sig ástleitin að eyra hans, og hún hafði tekið í hönd hans. Þegar þau voru’búin að drekka kaffið og sátu og reyktu sígaretturnar. stóð hún upp og smeygði sér kyrlátlega út. Haraldur sat kyr og var al- tekinn af óró. Það var eins og eitthvað harðleikið þröngvaði honum til þess að sitja kyr á stól og gera sig hlægilegan. Hann þráði að slíta sig lausan. Eins og sumir þjást af því að vera án tóbaks, eins þráði hann al- voldugu samkundu, þessu lofti, hlöðnu af hatri, af óánægju, af byltingar- voldugu samkundu, þessu lofti, hlaðið af hatri, af óánægju, af byltingar- 'löngun, af gremju yfir óréttlætinu í heiminum. Hversvegna fór hann (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.