Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.10.1945, Page 1

Verkamaðurinn - 06.10.1945, Page 1
XXVIII. árg. Laugardaginn 6. október 1945 37. tbl. Nýtt alþjóðasamband stofnað 50 miljónir verkamanna frá 65 löndum eru innan vébanda þess og leggur nú megináherslu á áróð- Síðastliðinn miðvikudag sam- þyktu íulltrúar 50 miljóna verka- manna frá 65 löndum, að stofna nýtt alþjóðasamband verkalýðsins. Hlaut skipulagsskrá sambandsins einróma samþykki. Allur verkalýður heimsins fagnar þessum glæsilega árangri af verk- lýðsþinginu í París og að það bar giftu til þess að sigrast á sundrung- aröflum þeim, er talsvert létu á sér bæra á þinginu og utan þess. Fyrsta verkefni hins nýja sam- bands er að tryggja það að verkalýð- ur heimsins verði hafður með í ráð- um um lausn alþjóðamála. Hefir verið kosin nefnd í þessu skyni og er Sydney Hillman, fulltrúi amer- íska verklýðssambandsins CIO, for- maður þeirrar nefndar. Verklýðsþinginu höfðu borist fregnir um að skjólstæðingar Breta, stjórnir Grikklands og Transvaal, hefðu neitað fulltrúum frá verk- lýðssamböndum þessara landa um leyfi til að fara úr landi á þingið í París. Samþykti þingið að láta fara fram rannsókn á málum þessum. Fulltrúi frá Trinidad lagði til að verklýðssambandið skipaði nefnd til að kynna sér vinnuskilyrði í ný- lendunum og athuga með hverjum hætti nýlenduþjóðir heims gætu öðlast sjálfstæði sitt sem fyrst. Á þinginu var enginn fulltrúi frá fasistaríkjunum Spáni og Portu- gal og gula verklýðssambandið í Bandaríkjunum, A. F. L., átti enga fulltrúa á þinginu og er eina verk- lýðssambandið er nokkuð kveður að, sem er utan hins nýja alþjóða- sambands. A. F. L. nýtur stuðnings og trausts amerísku auðkýfinganna STUTTAR FRÉTTIR Kommúnistaflokkur Frakklands telur nú utn 1 nrilj. meðlima. Nýlega er lokið skákkeppni milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og fóru leikar þannig, að Sovétríkin unnu með 15þá vinning gegn 4j/2. Tefldu 10 bestu skákmenn land- anna og tefldu tvær umferðir. Ný stjórn hefir verið mynduð í Japan, er hún talin frjálslyndari en fráfarandi stjórn. Allir flokkar í Egyptalandi eru sammála um að krefjast þess að Bretar fari með allan herafla sinn brott úr landinn. ur gegn Ráðstjórnarríkjunum. Alþingi tekið til starfa Alþingi var sett 1. þ. m. og er það fyrsta þing, sem kvatt er saman til funda eftir að lýðveldi var endur- reist á íslandi. Eru nú liðin 1015 ár frá stofnun Alþingis. Forsetakosningar fóru fram sl. miðvikudagskvöld og féllu þannig: Forseti sameinaðs þings var kos- inn Jón Pálmason með 30 atkv„ Bjarni Ásgeirsson hlaut 13 atkv. og Gísli Sveinsson 6. 1. varaforseti sameinaðs þings var kjörinn Stefán Jóhann Stefánsson, með 28 atkv., Bjarni Ásgeirsson hlaut 9 atkv., auðir seðlar 12. 2. varaforseti sameinaðs þings var k jörin u Þóroddur Guðmundsson með 29 atkv., auðir seðlar 20. Forseti neðri deildar var Barði Guðmundsson kosinn með 19 atkv., Jörundur Brynjólfsson hlaut 11, tveir seðlar auðir. 1. varaforseti neðri deildar var Garðar Þorsteinsson kjörinn með 19 atkv., 13 seðlar auðir. 2. varaforseti var Sigfús Sigur- hjartarson kjörinn með 18 atkv., 14 seðlar anðir. Forseti efri deildar Steingrímur Aðalsteinsson með 11 atkv., auðir seðlar 5. 1. varaiforseti efri deildar. Þor- steinn Þorsteinsson, með 11 atkv., auðir seðlar 5. 2. varaforseti elri deildar Guð- mundur I. Guðmundsson, með 12 atkv., auðir seðlar 4. Þrír nyir þingmenn tóku sæti á þinginu. Katrín Thoroddsen, sem varamaður Einars Olg., Hallgrímur Benediktsson, varamaður Jakobs Möller, sendiherra í Kaupmanna- höfn og Björn Kristjánsson, vara- maður Gísla Guðmundssonar, er sagði áf sér þingmensku sökum van- heilsu. Sendifulltrúi Dana í Moskvu í f ramboði fyrir kommúnista Thomas Dössig, sendifulltrúiDana í Sovétríkjunum ætlar að segja starfi sínu lausu og hveúfa heim innan skams. Ætlar hann að bjóða sig fram í Suður-Jótlandi fyrir Kommúnistaflokk Danmerkur við þingkosningarnar í haust, Ríkisstjórnin gefur út bráðabirgðalög um verðlag og vísitölu Launþegar fá 40 kg. á ári af kjöti á kr. 6.50 kg. Mjólkin verður greidd niður í kr. 1.60 lítrinn Vísitalan mun hækka um ca. 4 stig. Til þess að koma í veg fyrir að verð landbúnaðarvaranna hækki vísi- töluna upp í 308—310 stig, hefir ríkisstjórnin gripið til þeirra ráðstaf- ana að gefa út bráðabiígðalög um verðlag og vísitölu. Kjötið verður selt með sama verði og verðlagsnefndin liafði ákveðið, kr. 10.85 kg. í smásölu, en allir launþegar og atvinnurekendur (að und- anskildum þeim, sem stunda sauðfjárrækt), sem liafa fleiri en tvo menn í þjónustu sinni, fá endurgreiddar kr. 4.35 af verði hvers kg. af kjöti, sem þeir kaupa, en þó ekki af yfir 40 kg. á ári Kjötið verður svo reiknað í vísitölunni á kr. 6.50. Haldið verður áfram niðurgreiðslum á mjólk, en þó ekki nema niður í kr. 1.60, og hækkar því mjólkin upp í það úr kr. 1.45, mun því þessi mjólkurhækkun hækka vísitöluna um rúmlega 3 stig. Verð á kartöflum hefir einnig verið lækkað niður í kr. 88 hver 100 kg. og smásöluverð kr. 1.10 kg. Kjötverðið, þ. e. kr. 4.35 á kg., verður endurgreitt úr rikissjóði ársfjórðungslega, Enginn einstaklingur getur fengið meira endurgreitt en kr. 174, þ. e. 40 sinnum 4.35, og mesta endurgreiðsla til 5 manna fjölskyldu getur samkv. því orðið kr. 870:00. Gert er ráð fyrir að 80 þúsund manns eigi og noti þessi réttindi til endurgreiðslu og verða þá þessi útgjöld ríkisins kr. 13 milj. 920 þús., en niðurgreiðslan á mjólkinni mun koma til með að verða 3 milj. kr. Báðar þessar greiðslur, vegna bráðabirgðalaganna, munu því nema um 17 miljónir kr., en ef haldið hefði verið áfram niðurgreiðslum í sama horfi og og síðastliðin ár, mundu þær hafa kostað ríkissjóð um 30 miljónir króna. Bráðabirgðalögin um áhrif kjöt- verðs á framfærsluvísitöluna og Bráðabirgðalögin um viðauka við Bráðabirgðalög frá 20. ágúst 1945 um verðlagningu landbúnaðaraf- urða o. fl fara hér á eftir orðrétt: Bráðabirgðalög um áhrif kjöt- verðs á framfærsluvísitölu. ,,1. gr. Við útreikning vísitölunn- ar 1. okt. 1945, og þar á óftir, skal aðeins reiknað með því verði á nýju og söltuðu dilkakjöti, hangikjöti og vinsluvörum úr kjöti, sem talið var í vísitölunni 1. september 1945. 2. gr. Mismun á útsöluverði og vísitöluverði kjöts þess, er um get- ur í 1. gr., eiga menn, að undan- teknum þeim, er í 3. gr. segir, kost á að fá endurgreiddan ársfjórðungs- lega úr ríkissjóði frá 20. september 1945. Engum verður þó greidd endurgreiðsla á meira magni en 40 kg. á ári fyrir hann sjálfan og hvern mann, sem hann hefir á framfæri sínu. 3. gr. Rétt til niðurgfeiðslu sam- kvæmt 2. gr. hafa þó ekki: 1. Þeir, sem hafa sauðfjárrækt að atvinnu að meira eða minna leyti. 2. Atvinuurekendur, sem hafa 3 menn eða fleiri í þjónustu sinni. 3. Þeir, sem fá laun sín greidd að nokkru eða öllu leyti með fæði. 4. gr. Skattanefnd eða skattstjori í hverju umdæmi semji skrá um alla þá, sem rétt hafa til niðurgreiðslu, og skal skráin miðuð við síðustu skattskrá á hverjum tíma. Synjun skattanefnda eða skattstjóra um upptöku á skrá má áfrýja til yfir- skattanefndar, sem kveður upp end- anlegan úrskurð þar um. 5. gr. Ákveða má með reglugerð um alla framkvæmd laga þessara, þar á meðal um fyrirkomulag nið- urgreiðslna, ákvæði er miða til trýggingar því, að þeir, er fái nið- urgreiðslur, hafi notað tilsvarandi kjötmagn og um fyrning á niður- greiðsiukröfu. 6. gr. Brot á lögum þessum, reglugerðum eða öðrum fyrirmæl- um, sem sett kunna að vera sam- kvæmt þeirn, varðar sektum alt að 10000 krónum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum, og skal farið Uieð mál út af þeim að hætti opinberra mála. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Bráðabirgðalög um viðauka við bráðabirgðalög frá 20. ágúst 1945, um verðlagningu landbúnaðaraf- urða o. fl. „1. gr. Aftan við 1. tölulið 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svo- hljóðandi: Verðlag á nýmjólk má ikveða mismunandi eftir því, hvort hún er seld frá framleiðendum til neyt- enda, enda verði þá verðmunurinn greiddnr úr ríkissjóði. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.