Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.10.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 06.10.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMABURINN Stórkostleg verðlækkun á olíu og bensíni Hráolía lækkar um kr. 160 tonnið og bensín um kr. 175. Blaðinu hefir borist eftirfarandi tilkynning frá ríkisstjórninni: í upphafi ófriðarins gerðu olíu- félög þau, er annast höfðu inn- flutning á olíu og bensíni til ís- lands, með sér samning um sameig- inlegan innflutning á olíu og ben- síni í stórum förmum, beint frá framleiðslulöndunum (Curacao og Aruba). Tókst með þessum hætti að birgja landið af þessum vörum og að halda verðinu lítt breyttu frá því í maí 1939. í september 1942 ákváðu stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna að ís- lendingar skyldu fá þarfir sínar af olíu og bensíni frá bækistöðvum flota Bandaríkjanna í Hvalfirði, og féll þá niður hið fyrra fyrirkomu- lag olíuJfélaganna um sameiginleg- an innflutning. Var ákvörðun þessi tekin án samráðs við íslensk stjórn- arvöld, enda ekki gert ráð fyrir að hún leiddi til verðhækkunar. Þegar til framkvæmda kom, kom þó í ljós að farið var fram á mjög veru- lega verðhækkun á bæði olíu og bensíni, og skyldi olía hækka um 200 kr. tonnið og bensín um 260 kr. Þegar hér var komið, lögðu olíu- félögin málið fyrir þáverandi for- sætis- og utanríkisráðherra og beiddust þess að ríkisstjórnin skærist í málið, með því að það myndi eina leiðin til að fá leiðrétt- ingu þessara mála. Varð ríkisstjórn- in við þeim óskum og bar tafar- laust fram rökstuddar óskir íslend- inga í málinu, og leiddi það að lok- um til þess, fyrir milligöngu sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi og sendiherra íslands í Bandaríkjun- um, að fallið var frá fyrirhugaðri verðhækkun. Hófst nú hin nýja skipan, og fengu olíufélögin olíu og bensín frá bækistöðvum iflotans hér við land, og hélst verðlagið að mestu óbreytt. Hinn 30. október sl. tilkynnti sendiherra Bandaríkjanna hér ís- lensku ríkisstjórninni, að vegna þess að hætt yrði beinum siglingum skipalesta milli Bandaríkjanna og íslands, hefði það orðið að sam- komulagi milli stjórna Bandáríkj- anna og Bretlands, að íslpndingar fengju olíu og bensín frá Bretlandi. Færði sendiherra fram rök fyrir þessari ákvörðun. Ríkisstjórn ís- lands bar þá þegar fram ósk um að hin fyrri skipan mætti haldast óbreytt, enda var þá þegar ljóst, að af hinni fyrirhuguðu nýju skipan myndi leiða all-stórfelda verðhækk- un á vörunni, er hún fyrst skyldi flutt til Bretlands, affermd þar og fermd að nýju í skip til íslands. í stað þess að vera flutt hingað beint frá Ameríku. Stóðu um þetta samningaumleitanir um nokkura mánaða skeið, en eigi tókst íslend- ingum þó að fá óskir sínar upp- fyltar, og hækkaði útsöluverð á hrá- olíu og bensíni hinn 3. ifebrúar sl. um 130 kr. tonnið. Þegar sýnt þótti að eigi myndi takast að fá olíu áfram frá stöðvum Bandaríkjaflotans, tók ríkisstjórnin að vinna að öðrum lausnum þessa raáls, í því skyni að forðast hinn fyrirsjáanlega, mikla aukakostnað, er af hinni nýju skipan leiddi. Var að þessu unnið fyrir milligöngu sendiráðs íslands í Washington, ís- lensku olíufélaganna og sambands- félaga þeirra erlendis. Ennfremur sendi ríkisstjórn Bretlands hingað umboðsmann sinn í janúar sl. til þess að ræða um þessi mál við ríkis- stjórn íslands. Fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar og með aðstoð nefndra aðila, hefir nú tekist að koma þessum málum aftur í rétt horf, með þeim árangri að á morgun mun verða stórfeld verðlækkun á þessari vöru. Mun verðlag hráolíu verða lækkað um 160 kr., en bensíns um 175 kr. tonn- ið. Er þar með eigi aðeins úr sög- unni verðhækkun sú, er varð á þessum vörum hinn 3. febrúar sl., heldur er verðlagið nú, hvað olíu áhrærir, 30 kr. lægra tonnið, en bensín 45 kr. lægra tonnið heldur en var fyrir 3. febrúar sl. (Fréttatilkynning frá ríkisstjórn- inni 29. sept. 1945). EGGERT GRÍMSS0N SJÖTUCUR Eggert Grímsson, verkamaður, Strandgötu 7 hér í bænum, varð sjö- tugur miðvikudaginn 3. þ. nr. Eggert er vel látinn af öllum sem hann þekkja, enda drengur hinn bezti og glaður og hress í umgengni. Hann er einlægur verklýðssinni og hefir unnið málum stéttar sinnar vel, bæði beint og óbeint. Síðustu 3 árin hefir hann verið húsvörður í Verklýðshúsinu og búið þar með Aðalheiði dóttur sinni. Eggert er gestrisinn maður og greiðasamur svo af ber, og kemur það sér vel, því aggsamt er og gestkvæmt þar sem hann nú býr. Útivinnu stundar hann enn flesta daga, þótt aldurinn sé þetta hár og mikið erfiði og þreyta að baki. Þeir eru áreiðanlega margir, sem hugsa hlýtt til Eggerts gamla í Verk- lýðshúsinu, við þessi tímamót í æfi hans og allir vonum við að lán og heilsa leyfi honum að starifa með okkur og meðal okkar í mörg ár enn. Þökk fyrir það liðna. Heill fylgi þér sjötugum, Eggert minn. Kunningi. SUNNUDAGASKÓLI okkar byrjar þann 7. októ- ber kl. 1.30 e. h. í Verslunar- mannahúsinu niðri, t. v. — Öll börn mjög velkomin! i Fíladelfía. Bókaforlag Pálma H. Jónsson hefir ný- verið gefið út 3 bækur: Viltur vegar, ljóðabók eftir Steindór Sigurðsson, og Djúpalæk, Mansöngvar og minningar, ljóðabó keftir Steindór Sigurðsson, og Hafurskinn« II. hefti. INNILEGAR ÞAKKIR til allra þeirra, er sendu mér gjafir og heillaskeyti á sjötngsafmæli mínu. Akureyri, 5. október 1945. EGGERT GRÍMSSON. 'Ó<HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHK Auglýsið í „Verkamanninum" S Auglýsing um kartöfluverð o. fl. Ráðuneytið hefur ákveðið samkvæmt heimild í bráða- birgðalögum nr. 76, 2. ágúst 1945 um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að halda niðri dýrtíðarvísitölu með fjár- greiðslum úr ríkissjóði og um áhrif nokkurra landbúnaðar- afurða á vísitöluna, að útsöluverð á kartöflum skuli frá og með 1. október næstkomandi vera þannig: í heildsölu: Úrvalsflokkur I. flokkur IL flokkur í smásölu: Úrvalsflokkur I. flokkur II. flokkur kr. 100.00 hver 100 kgr. kr. 88.00 hver 100 kgr. kr. 77.00 hvér 100 kgr. kr. 1.25 hvert kgr. kr. 1.10 hvert kgr. kr. 0.96 hvert kgr. Jafnframt hefur ráðuneytið falið Grænmetisverzlun ríkis- ins, að kaupa, eða semja við aðra um kaup á þeim kartöfl- um, sem framleiSendur í landinu vilja selja af þessa árs uppskeru, eftir því sem ástæður leyfa og samkvæmt því sem hún ákveður. Landbúnaðarrdðuneytið, 28. september 1945. Tilkynning * frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða Kartöflur verða metnar fró 1. október í haust, eftir sömu reglum og í fyrra. Skal afhenda þær í þurrum og heilum pokum, þyngd 50 kg. Á merkisspjald hvers poka skal letra nafn og heimili framleiðanda eða seljanda og ennfremur tegundaheiti, ef um 1. flokk eða úrvalsflokk er að ræða, annars hýðislit. í 1. flokk og úrvalsflokk koma aðeins til greina hreinar og óblandaðar tegundir. í úrvalsflokk koma Gullauga og íslenzkar rauðbleikar. Verzlunum er óheimilt að selja ómetnar kartöflur á þeim stöðum, þar sem mats- menn eru. Matsmenn hafa þegar verið ráðnir: Ármann Dalmanns- son, Akureyri, Kári Sigurbjörnsson, Reykjavík, Þórarinn Guðmundsson, Hafnarfirði. Verðlagsnefndin i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.