Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.10.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 13.10.1945, Blaðsíða 1
XXVIII. árg. Laugardaginn 13. október 1945. 38. tbl. leggur til að ísland sé aflient Bandaríkjunum Jslendingur^ tekup undir. Þau tíðindi hafa gerst, að tvö blöð, er telja sig málgögn Sjálfstæð- isflokksins, leggja til að íslendingar varpi hlutleysi sínu, og þá um leið sjálfstæði sínu, fyrir borð og af- hendi Bandaríkjunum landið, — með því skilyrði, að þeir borgi nokkrar miljónir fyrir. Þetta bergmál Guðmundar ríka hljómaði fyrst í heildsalablaðinu „Vísi“, og síðan tók „lslendingur“ undir með „Vísir“ í gær. Þessi afstaða lieildsalablaðsins kom engum á óvart, því ,,Vísir“ hef- ir um langt skeið rekið áróður fyrir vaxandi ítök Bandaríkjanna hér á landi. Mun lyktin af amerísku doll- urunum hafa orðið þyngri á metun- um hjá aðstandendum blaðsins, en ástin á frelsi íslensku þjóðarinnar. Ennfreipur mun hatrið til Sovét- ríkjanna og sósíalismans hafa ráðið nokkru um þessa furðulegu afstöðu fyrnefndra blaða. Blindir óvinir sósíalismans ala nú þá von í brjósti og róa að því öllum árum, að Bandaríkin taki að sér að feta í fót- spor Hitlers-Þýskalands — og eru svo grunnfærir að ímynda sér, eins og Þjóðverjar, að öflug vopn, svo sem atomsprengjur, muni koma Rússum að óvörum og nægja til að kveða hinn sigrandi sósíalisma nið ur. Á þessari barnalegu ímyndun byggist m. a. ósk „Vísis“ og „íslend- ings“ um að láta Bandaríkin hafa fósturjörð Jóns Sigurðs'sonar for- seta, eins og Laval og Quisling létu lönd sín af hendi við Hitler og gerðust þar með föðurlandssvikarar og þjóðníðingar. Norsku verklýðsflokk arnir vinna glæsiíegan sigur Kommúnistar hafa fengið 11 þing- sæti og Verkamannaflokkurinn 75 Síðastliðinn mánudag fóru fram almennar þingkosningar í Noregi. Fullnaðarúrslit eru ekki kunn ennþá, en samkvæmt síðustu tölum, sem birtar hafa verið, hafa verklvðs- Rauði krossinn gengst fyrir fjársöfnon tii Isfendinga er vorn í Mið-Evrópu. Rauði Kross íslands hefir haf- ið fjársöfnun um land allt til hjálpar bágstöddum íslending- unt, sem dvalið hafa í ófriðar- löndunum undanfarin ár og orð- ið hafa fyrir þungum búsifjum af völdum stríðsins. Þessi ákvörð- un um fjársöfnun var tekin eftir að sendimaður Rauða Krossins á meginlandinu, Lúðvík Guð- mundsson, skólastjóri, hafði kynnt sér ástandið meðal fslend- Haraldur Sigurðsson píanóleikari Tónlistarfélag Akureyrar fékk þennan ágæta listamann til að koma hingað og gefa bæjarbúum kost á að njóta einbverrar hinnar fegurstu og fullkomnustu tónlistar, sem nokkurn tíma hefir heyrzt hér. Hljómleikarnir voru í Nýja-Bíó hinn 10. þ. m. Því miður var lista- maðurinn svo timabundinn, að hann þurfti að fara aftur næsta dag, og því gátu Akureyringar ekki fengið að hlýða á hann oftar. Allt frá því er Haraldur Sigurðs- son lét fyrst til sín heyra, hefir hann verið viðurkenndur sem mikill snillingur vegna afburðaleikni, stíl- gáfu og óvenjulegrar fágunar, ná- kvæmni og samvizkusemi í flutn- ingi. Aftur á móti hafa sumir talið hann óþarflega hlédrægan, og að hann héldi nokkuð aftur af sínum eigin tilfinningum. En þess ber að gæta, að listin er löng, og það sýnir einmitt virðingu | listamannsins fyrir listinni sjálfri og tónskáldum þeim, er hann túlkar, að hann lætur sínar eigin tilfinn- ingar ekki sitja í fyrirrúmi, en reyn- ir að lifa sig inn í sálarlíf tónskáld- anna og verka Jreirra. Enginn píanóleikari er fær um að túlka til lullnustu verk hinna miklu meist- ara, fyrr en liann er búinn að ganga í gegnum einhverja þá reynslu, sem er hliðstæð eða sambærileg þeirri, er tónskáldin höfðu orðið fyrir og varð tilefni til tónverka þeirra. Frá því er ég heyrði Harald Sig- urðsson fyrst, hefir hann tekið mikl- um breytingum. Tilfinningin hefir dýpkað, ástríðumagnið aukizt, og óhemju-viljakraftur gerir meir og meir vart við sig. Nú er svo komið, að sá eldur ástríðu og heitra til- finninga, sem inni fyrir hefir búið og alltaf hefir gert meir og meir vart við sig, brýzt út í ljósum loga. Framhald á 3. inga þar og aðstoðað við að koma sumum þeirra heim. Margt af þessu fólki er blá- snautt, bæði það sem heim er komið og hitt, sem enn dvelur er- lendis, og hjálp héðan að heiman mundi geta komið því að miklu liði og létt áhyggjum og hörm- ungum af því um næstu framtíð. Rauði Kross íslands hefir gefið út ávarp til þjóðarinnar um þetta mál og er fjársöfnujiin þeg- ar hafin í Reykjavík og hefir miðað vel áfram til þessa. Rauði Kross Akureyrar hefir ákveðið að beita sér fyrir söfnun hér í bænum. Væntir deildin þess að bæjarbúar bregðist vel við er leitað er til þeirra til hjálpar bág- stöddum löndum, ekki síður en þegar knúð var dyra þeirra til hjálpar frændþjóðunum á Norð- urlöndum. Ekki mun þó að svo stöddu verða gengið hús úr húsi, (Framhald á 3. síðu). flokkarnir unnið glæsilegan kosn- ingasigur. Samkvæmt síðustu fregn- um hafði Verkamannaflokkurinn fengið 75 þingsæti, hafði 70 eftir síðustu þingkosningar, Kommún- istaflokkurinn 11, en hafði ekkert þingsæti áður, Vinstri flokkurinn 21, áður 23, Hægri flokkurinn 27, tapaði 1, Bændaflokkurinn 10, tap- aði 8, Kristilegi þjóðflokkurinn 6, vann 4. Talningu atkvæða er ekki alstað- ar lokið enn og fullnaðarúrslit eru væntanleg næstu daga. Kommúnistaflokkurinn % hefir unnið langsamlega mest á. Hann hafði engan þingmann eftir síðustu kosningar fyrir stríðið, en hefir nú fengið 11. Tala þingsætanna gefur þó engan veginn rétta hugmynd um hina raunverulegu fylgisaukningu flokksins. Hann mun fá um 100 þús. atkv., en hefir þó aðeins 11 þingmenn á sama tíma og Verka- mannaflokkurinn, sem hefir um 400 þús. atkvæði, hefir fengið 75 þingmenn. Annað, sem er sérstaklega eft- irtektarvert við kosningaúrslitin í Noregi er fylgishrun Bændaflokks- ins. Hann er hliðstæður íslenska „Framsóknar“-flokknum og hefir eins og „Framsókn" unnið sér það til frægðar að berjast gegn komm- únismanum eins og Hitler og Quisl- ing. Bændaflokkurinn norski hafði þessvegna Quisling í hávegum fyrir hernámið og margir meðlimir hans studd uÞjóðverja og Quisling, er Noregur hafði verið hernuminn, og því varð uppskera flokksins nú svo studdu Þjóðverja og Quisling, er rýr, þó að svörtustu sauðir hans væru nú ekki hafðir í kjöri. Kommúnistaflokkur Frakklands vinnur glæsilegan sigur Hann er nú stœrsti flokkur landsins FJrslitin í héraðsstjórnarkosning- unum í Frakklandi eru nú kunn, en kosningar þessar fóru fram fyrir rúmum hálfurn mánuði. Hlaut Kommúnistaflokkurinn flest atkvæði í þessum kosningum eða 3,830.646 atkvæði, Sösíalista- flokkurinn (jafnaðarmenn) fékk 3.730.049 atkv. og þriðji flokkur- inn í röðinni var Radikaliflokkur- inn. Fengu vinstri flokkarnir sam- tals 9.464.314 atkv. utan stórborg- anna, en hægri flokkarnir 4.387.962.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.