Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.10.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 13.10.1945, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Einkaframtak — eða ekkert framtak „. . . . Þá vaktí sú yfirlýsing for- sætisráðherrans athygli, í sambandi við umræðurnar um þessi mál (þ. e. vélbátakaup ríkisstjórnarinnar), að ef einkaframtakið brygðist stjórninni í „nýsköpunar"-áformun- um, mundi ríkisvaldið grípa til sér- stakra ráða, væntanlega ríkisrekst- urs að vilja kommúnista". Þessi pistill stendur skrifaður á forsíðu síðasta „Dags", þar sem guð- spjallamaðurinn er fullur heilagri gleði yfir því, að ríkisstjórnin hafi enga kaupendur að vélbátunum, sem hún ætlar að láta smíða innan- lands. I lok pistilsins skyggir það þó ekki all-lítið á gleði guðspjalla- mannsins, að forsætisráðherrann upplýsir, að ríkisstjórnin muni ekki hugsa sér að láta bátana fúna niður í skipasmíðastöðvunum, þ*ótt einstaklingar kaupi þá ekki alla til að byrja með. Þetta finst guð- spjallamanni „Dags" ljótt til frá- sagnar og telur kommúnistiska þjóðnýtingu þar með komna í al- gleyming, landi og þjóð til ómetan- legs skaða og skammar. Þetta gremjublandna hlakk í „Degi" út af þessum málum, er mjög svo eftirtektarvert og lær- dómsrékt, en alveg hrein og klár „Framsóknar'-pólitík á J. J.-línu. Þeir eru ekki öfundsverðir yfir höfuð Framsóknarmennirnir, og allra síst þeir, sem að „Degi" standa, því það er sama þótt þeir reyni stundum að fjarlægjast forarfen Hrifluandans og þurka mesta aur- inn úr augum sér, þá nær sá gamli aftur steinbítstaki á þeim og kaf- færir þá svo rækilega á ný, að þeir eru hálfu heimáttarlegri á eftir og þora ekki með nokkru móti að kannast við sínar frelsistilhneiging- ar. (Sbr. athugasemd þeirra við ádeilum J. J. í síðasta „Degi"). En eitt er það þó, sem Framsóknar- menn kunna og það er að gleðjast yfir hversu litlum erfiðleikum, sem þeir halda að mæti núverandi ríkis- stjórn. Sannast á þeim hið forn- kveðnar-Lítið gleður vesælan. En verst er að óteitis stjórnin skuli hafa í hótunum um að „grípa til sérstakra ráða" til að firra vand- ræðum, þegar erfiðleikar steðja að og jafnvel taka það með í reikning- inn, að einstaklíngsframtakið geti brugðist og ríkið verði að taka yfir á sig veg og vanda einhverrar at- vinnugreinar. Framsóknarmenn vilja látareka á reiðanum, pótt fyrirsjáanlegt sé, að það Jeiði til öngþveitis og óhappa. Þetta er beint áframhald af stefnu Framsóknar undanfarin ár. Eftir nær 18 ára samfelda stjórn- arsetu þessa óhappaflokks, hefir þannig verið búið að ýmsum helstu atvinnugreinum í landinu, að þær vor uað komast eða komnarávonar- völ. Skipastól landsins hefir farið ört hnignandi síðasta áratug, svo fyrirsjáanlegt var að sjávarútvegur- inn mundi brátt stöðvast vegna skipaskorts, ef ekki væri ráðin bót á. Það vildi og vill núverandi ríkis- stjórn gera og þessvegna hefir hún gert ráðstafanir til að auka skipa- stólinn til muna á næstunni, með samningum við erlendar og inn- lendar skipasmíðastöðvar. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar fordæmir Framsókn og óskar þess af heilum hug að enginn vilji kaupa skipin og stjórnin verði að láta þau „fúna í naustum". Nú, ef þessi Framsóknardraumúr rætist, þá þarf einnig að setja undir þann lekann, að ríkið eða bæjarfélögin fari ekki að kaupa skip og gera út. Slíkt má ekki ske, segja guðspjallamenn „Dags" og „Tímans". Ef einstakl- ingar gera ekki út, — þá á engin út- gerð að vera. Annað hvort: ein- staklingsframtak — eða ekkert fram- tak, er heróp Framsóknarmanna. Og verkin tala sannarlega í þessu tilfelli. í landsmálum og bæjarmál- um hegða Framsóknarmennirnir sér algerlega eftir þessum formúl- um: 1. Ef auðmennirnir gera ekki út, þá má enginn gera út. 2. Ef sveitabændurnir framleiða ekki nægilega mikið af smjöri og mjólk handa bæjarbúum, þá eiga bæjarbúar enga mjólk að hafa. 8. Ef bæjarbúar vilja ekki kaupa dilkakjötið því verði, sem stórbænd- unum þóknast að setja á það, eiga þeir ekkert kjöt að hafa, heldur á að grafa það út um hraun og móa. 4. * Ef stóratvinnurekendur og auðjöfrar telja ekki gróðavænlegt fyrir sig að kaupa vinnuafl, þá eiga verkamenn enga vinnu að hafa. 5. Ef bröskurunum þykir ekki nógu arðvænlegt að kaupa eða byggja hús til að leigja almúgan- um, á almúginn ekki að hafa neitt þak yfir höfuðið, o. s. frv„ o. s. frv. GlæsiJegt „prógramm" þetta, eða hvað finst mönnum? Ef nokkrum dettur í hug að efast um réttmæti þessara boðorða, þá er hánn um leið að auglýsa þjónslund sína við kommúnista og þjóðnýtingarstefnu þeirra og það er eitt ljótasta hug- tak, sem Framsóknarmaður getur velt fyrir sér. Einstaklingsframtakið getur brugðist — og það veit „Dagur" líka undir niðri. — En tali Ólafur Thors eða einhver annar úr ríkisstjórninni um að „gripið verði til sérstakra ráða", ef einstaklingsframtakið bregst — þá er það stórhættulegt og vítavert. Einkaframtak — eða ekkert framtak, það er kall „Dags" og „Tímans", en ekki dagsins og tím- ans nú. Það gerir gæfumuninn. Hjónaband. Ungfrú Anna Sigríður Jó- hannsdóttir (Friðfinnssonar), Akureyri og Ásgrímur Albertsson, ritstj., Siglufirði. Ungfrú Elín Árnadóttir frá Hrísey og Kristinn Jakobsson (Kristinssonar skip- stjóra), Akureyri. Framkvæmdastjóraskifti urðu um síð- ustu mánaðamót hjá Pöntunarfélagi verkalýðsins. Hinn nýi framkvæmdastj. heitir Karl Ágústsson, frá Þórshöfn. Nær og f jær Þegar fregnin barst um kosningasigur enska Verkamannaflokksins, birti „Dag- ur" langa grein til að reyna að sanna það að sigurinn væri „Framsókn" að þakka og eignaði sér því vænan skerf af bretsku Verkamannaflokks-stjórninni og lýsti yf- ir stuðningi áínum við hana. Eitt af því sem bretska stjórnin tilkynti að hún mundi gera, var að þjóðnýta kolanámurn- ar og Englandsbanka. „Dagur" hreyfði engum mótmælum — og studdi stjórn- ina eftir sem áður. En í fyrradag rekur hann hornin í það, að Áki Jakobsson, at- vinnumálaréðherra, hafi gefið í skyn, að ríkisvaldið mundi grípa til sérstakra ráða — „væntanlega ríkisreksturs að vilja kommúnista", segir „Dagur". — Vér von- um að „Dagur" geri grein fyrir því, hvort ríkisstjórn bretska Verkamannaflokksins, sem „Framsókn" styður og hefir eignað sér, sé að framkvæma vilja kommúnista með þjóðnýtingu Englandsbanka og kola- námanna? Og hvort „Dagur" hafi þá í hyggju að verða á móti henni eins og ís- lensku ríkisstjórninni (sem enn hefir engin atvinnufyrirtæki þjóðnýtt). Vænt- anlega þorir „Dagur" að gera skýra grein fyrir afstöðu sinni til ríkisreksturs, svo menn þurfi ekki að vera i vafa um leng- ur, hvort „Dagur" er í raun og veru með eða móti þjóðnýtingu, því eins og sakir standa virðist oss „Dagur" nú hafa tvær stefnur í þessu máli. * „Alþýðumaðurinn", sem gefinn er út af félagi, sem einn af kennurunum við einn helsta skóla bæjarins, er formaður fyrir, birti frásögn af norsku kosningun- um, þar sem svo var m. a. frá hermt: „Kommúnistar minsti ílokkurinrí'. ,rKommúnistar lægstir". Minna mátti ekki gagn gera en að endurtaka þessa lýgi, ef það skyldi geta orðið til þess að hindra eitthvað áframhaldandi fylgistap íslenska flokksins, sem kennir sig við al- þýðu (í staðinn fyrir rakblöð). Við vitum ekki hverskonar stærðfræði það er, sem kend er í skóla Braga Sigur- jónssonar, eða hverskonar sagnfræði. Við höfum hinsvegar lesið „Stíganda" og virðist ritstj. hans telja sig færan um að vanda um fyrir öðrum og kenna þeim heiðarlegan málflutning. Frásögn „Alþýðumannsins" hans Braga af fylgi norskra kommúnista virðist okk- ur þó ekki vel til þess fallin að koma þeirri skoðun inn hjá fólki, að málgögn og forystumenn „Alþýðu"flokksins séu sérstaklega vel fær um að kenna öðrum heiðarlegan málflutning. Það hefir löngum ekki þótt greindar- legt að berja höfðinu við steininn. En samt er það svo, að það eru fleiri en „Alþýðum.", sem ljúga því að sjálfum sér og öðrum, að fylgi kommúnista hafi lítið aukist. Heildsalablaðið „Vísir" gerir þróunina til vinstri að umtalsefni í ritstjórnargrein 4. þ. m. Þar segir m. a. svo: „Kommúnist- ar reyna að læða þeirri trú inn hjá al- menningi, að þróunin í Evrópulöndun- um hnígi yfirleitt til vinstri, og þá til kommúnista fyrst og fremst." — „í Frakklandi hefir framgangur þeirra ekki verið slíkur, að orð sé á gerandi,------------ Þótt kommúnistar hafi nokkuð eflst að fylgi í Farkklandi, liggur hitt í augum uppi, að áhrif þeirra verða litil eða eng- in, með því að þeir flokkar, sem styðja stjórn de Gaulles eru þar langsamlega sterkastir." Önnur afturhaldsblöð og einnig ríkisútvarpið sögðu þannig frá kosningaúrslitunum á dögunum í héraðs- stjórnarkosningunumí Frakklandi, að hlustendur og lesendur fengu þá hug- mynd, að kommúnistar væru ósköp fylg- islitlir og hefðu meíra að segja tapað eins og málgagn Alþýðufl. hélt fram. * Sannleikurinn um kosningaúrslitin í Frakklandi er hinsvegar sá, að Kommún- istaflokkurinn hlaut flest atkvæði. Fékk hann 3.830.646 atkvæði, Sósíalistaflokk- urinn (jafnaðarmenn) var næstur hon- um með 3.730.049 atkvæði og Radikali- flokkurinn, sem var sterkasti flokkurinn fyrir stríðið var nú sá þriðji í röðinni. Hægri flokkarnir töpuðu allir saman. * „Vísir" og „Alþýðum." geta gjarnan haldið áfram að ljúga því að sér og öðr- um, að kommúnistar hafi nær ekkert unnið á í Frakklandi og séu minsti flokk- urinn í Noregi! Það bara breytir ekki staðreyndunum. og þó „Visir" reyni að telja sér og öðrum trú um, að þróunin hnigi ekki til vinstri í Evrópu — þá er það samt sem áður óþægileg staðreynd fyrir heildsalablaðið að hægri flokkarnir hafa alstaðar tapað fylgi og víða stórkost- lega — og vinstri flokkarnir unnið fylgi að sama skapi. * Heimskasta blað hérlendis, „Alþýðu- blaðið" í Reykjavík, hefir gert jábræðr- um Hitlers hér á landi þann bjarnar- greiða að minnast á hlutleysi útvarpsins. Æðiskast Alþýðubl. og fljótfærni „Varð- ar"félagsins í Reykjavík á rót sína að rekja til þess að Björn Franzson leyfði sér þá ósvinnu að beita hlutleysinu á þann hátt að skýra frá mismunandi skoð- unum um hvað væri lýðræði. Hvílíkt hlutleysisbrot! Hvílíkt skoðanafrelsi, sem á að bjóða útvarpshlustendum einu sinni enn. * Fyrir stríðið var hlutleysi útvarpsins á þá leið, hvað útlendar fréttir snerti, að birtar voru oft á dag fréttir frá Berlín, áróðursmiðstöð nazista, en hinsvegar aldrei birtar fréttir frá Moskva, eina rík- inu, sem hafði tekið upp alt annað þjóð- skipulag^n annarsstaðar. Jábræður Hitl- ers í baráttunni gegn bolsevismanum, drukku í sig lyga- og áróðursfréttirnar frá Berlín, ár eftir ár, dag eftir dag — og sleiktu út um. Meira að segja „Alþýðu- blaðinu", málgagni þess flokks, sem telur sig fylgjandi sósíalisma, varð aldrei óglatt af fréttunum frá Berlín. Svo lýkur stríðinu. Rauði fáninn blakt- ir yfir Berlín. Vonir „Alþýðublaðsins" um að nazistunum mundi takast að fram- kvæma hið „menningarsöguléga hlutverk sitt", að ganga milli bols og höfuðs á kommúnismanum, eins og blaðið orðaði það, urðu að engu. Svo fer útvarpið alt í einu að leyfa sér að „brjóta" hlutleysið með því að birta stöku sinnum fréttir frá Moskva. Þetta þoldu vitanlega ekki jábræður Hitlers hér heima, og heimtuðu að hlutleysið væri í heiðri haft með því að láta þjóð- ina ekkert vita um hvaða skoðanir Rúss- ar hefðu á ýmsum málum! Og svo kórón- ar Björn Franzson „hlutleysisbrotið" með því að lesa upp kafla úr grein eftir rúss- neskan mann, þar sem gerð var grein fyrir skoðunum Rússa á því hvað væri lýðræði. — „Byrgið þið hana, hún er of björt, helvítið að tarna"! Þannig vill „Alþýðubl." og „Vörður" í Reykjavík hafa hlutleysi og skoðanafrelsi! Og strákarnir við „íslending" taka líka und- ir með Alþýðupabba og væla: „Má eg vera með"i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.