Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.10.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 13.10.1945, Blaðsíða 4
VERK.AMAÐURINN Svissnesk Kjóla-Crepé nýkomin Brauns Yerzlun PÁLL SIGURGEIRSSON. ^lllllllltllHtrtlllllllllllllltlllllllMIIHIIIIIIIIlllllllllllllllMtlllltllllllllllMllllllllllllHIIMMIIIMIIIMIIIIllIIIIIIMIMIIIItllllllIIII TILKYNNING FRÁ VERÐLAGSNEFND LANDBÚNAÐARAFURÐA. I. Verð á söltuðu dilka- og geldfjárkjöti I. og II. gæða- flokks, hefir verið ákveðið sem hér segir: A. Heildsöluverð til smásala: kr. 825.00 hver 100 kg. tunna. B. Heildsöluverð til annarra en smásala: kr. 850.00 hver 100 kg. tunna. C. Smásöluverð kr. 9.85 hvert kíló. II. Verð á söltuðu ærkjöti, Æ, I, hefir verið ákveðið: A. Heildsöluverð til smásala: kr. 500.00 hver 100 kg. tunna. B. Heildsöluverð til annarra en smásala: kr. 525.00 hver 100 kg .tunna. Verðjöfnunarsjóður greiðir sláturleyfishöfum kr. 1.27 á f hvert kíló saltaðs dilka- og geldfjárkjöts og kr. 1.20 á hvert | kíló saltaðs ærkjöts, sem selt er innanlands. Reykjavík, 6. október 1945. I Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða. 'ti MMHHtltHlllllllltMIIIMMIIIIIIIMHIIflMIHMIMMIMMIIIIIIIIIMHIHIMMMIMMIIIIIIIIMIMIMIIMItHHWIMIIMMIMIMMIIMIMMIMMMl" Aðalfundur Fiskifélagsdeildar Akureyrar verður haldinn í Verzlunarmannafélagshúsinu n. k. sunnu- dag 14. þ. m. kl. 5 e. h. Dagskró: 1. Reikningar deildarinnar 2. Lagabreytingar 3. Stjórnarkosning 4. Kosning fulltrúa á fjórðungsþing 5. Onnur mál. Þess er fastlega vænst að útgerðarmenn og sjómenn á Akureyri, sem ekki eru í deildinni, mœti á fundinum og gerist meðlimir, ennfremur fiskiðnrekendur. Srjórnin. Tilkynning til atvinnurekenda Með því að atvinnuleysi er tekið að gera vart við síg meðal verka- manna hér í bænum, mun Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar framvegis ganga ríkt eftir því að 10 gr. samnings þess við atvinnu- rekendur sé haldin, ;n þar segir m. a.: „Meðlimir Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og annarra þeirra stéltarfélaga í bænum, sem eru í Alþýðusambandi íslands og aðrir þeir, sem stjórn félagsins veitir vinnuréttindi, skulu sitja fyrir þeirri verkamannavinnu, sem framkvæmd er." Verkomannafélag Akureyrarkaupstaðar. .oooooooo»oooo»ooooooo< ^v JOHAN BOJERr fl:S Asýnd heimsins V: (Framhald). Hann var ekki kominn heim ennþá. En þegar hún var komin í rúmið fór hún að hugsa um alt það, sem hafði skeð síðan um morguninn. Ó, þessi dagur, sem bæði höfðu þráð eins og Paradís, hann átti að enda svona. Var það hennar sök - að þau gátu ekki ráðið við hamingjuna, þegar hún loksins kom? ó, Guð, ó, Guð! Hún breiddi teppið fyrir höfuðið og brast í ákafan grát. IV. Þau óku næsta dag, sem var sunnudagur, gegnum borgina, sem var hrein og þvegin af regninu, gegnum París í angan og birtu fyrstu júní- daganna. Hvarvetna rak maður sig á eitthvað bjart og hressandi, það var eins og öll tré og blóm hefðu einmitt sprungið út núna. Og yfir öllu saman himinninn, svo bjartur og blár, svo titrandi af sólskini, að það var eins og hann hvolfdi sér yfir jörðina eins og fjarlægt sambland af músik og ljósi. ^^^^^ Það var finski myndhöggvarinn, sem var kominn og hafði numið þau brott. Hann var kátur náungi og íklæddist í dag næstum því hvítum sumarfötum. Hann fékk þúsund franka á mánuði frá föður sínum, rík- um jarðeiganda í Finnlandi, og peningarnir hrukku í þrjá, fjóra fyrstu dagana, eftir það borðaði hann upp á lán í litlum matsölustað og vann af kappi. í dag var hann vel fjáður aftur, og þá varð hann auðvitað að fá einhverja með í gildi til heiðurs. sumrinu. Og til þess að byrja ofur- lítið myndarlega, hafði hann pantað tvo vagna til að aka á eftir þeim, sem þau voru sjálf í, og báðir voru fullir af blómum. Þóru og Haraldi kom ekki svo vel saman um morguninn, svo að það var hrein hepni, að þessi æringi kom og tók þau með. Og nú ók lestin niður eftir Avenue d'Orleans, fram hjá Ney marskálki, sem stóð þarna á sínum steinstalli og hafði dregið sverð sitt úr slíðrum fyrir Frakkland, og svo áfram fram hjá Luxembourggaiðinum, þar sem gosbrunnarnir gutl- uðu milli líkneskja, grasbletta og blóma og grasbletta og aftur grasbletta. Haraldur Marx gafst upp, hallaði hattinum út í vangann og hallaði sér aftur á bak í vagninum og íét hressandi sólskinið skína á andlitið. Hann hló. Finninn sagði sögur, og þau hlóu öll þrjú. Fólk nam staðar og glápti á þessa skrúðfylkingu, þennan vagn, sem tveir vagnar óku á eftir fullir af öllu þessu skrauti. Nú voru þau þegar komin yfir Seinen, og Tuielleri- garðurinn breiddi út ævintýrafaðrm sinn móti þeim, grasflgti, minnis- varða, stór ker, myndastyttur og steinsúlur og á allar hliðar haf af rauð- um og gulum og hvítum blómum. Það var hér, sem Finninn gaf nýjum vagni bendingu um að koma, fékk blómasölumenn til að fylla hann af rósum og bað hann að slást í hópinn. ,,Þér eruð geggjaður, þér eruð bók- staflega vitstola," sagði unga konani hlæjandi, en varð að klappa saman höndunum og ljóma af gleði. „Þannig vill hún hafa manninn sinn," hugsaði Haraldur. „Nú líður henni vel." Og nú nálguðust þau Place de l'Etoile og þutu inn undir hina háu hvelfingu sigurbogans og síðan áfram niður eftir í áttina til Boulogne- skógarins. Alstaðar var urmull af ljósklæddum manneskjum, af vagna- röðum, sem streymdu að og frá. Bílar öskra milli prjónandi hesta, fer- eykisvagn kemur eins og gríðarstórt rósabeð, en svo kemur í ljós að hann er "fullur af kvenhöttum, skeftigleraugum er lyft fyrir framan púðrað andlit, ungur herra stendur upp í vagninum og hneigir sig djúpt. í loft- inu svífa smábylgjur af andlitsdufti og ilmvatni. En hér niður eftir í áttina til skógarins er líka riddaralið, veröld Iaufblaða, grænna bletta, ungra hvítklæddra kvenna. Loftið er fullt af hlátri, börnin leika sér. París breiðir úr sér og er eintómur ilmur og sumar. Þau borðuðu morgunverð í laufskála í skóginum, Þóra söng, Finnlend- ingurinn söng, Haraldur blístraði. Það var komið með kampavín á borð- ið, og þangað til hafði Haraldur verið í hátíðaskapi, en yfir hinu freyð- andi víni fór hann að hugsa um verkafólkið, sem lét hinum firiska stór- jarðeiganda í té tekjur hans. Sonurinn sóaði sjálfsagt á tveimur dögum því sem einn af húsmönnum hans vann sér inn á einu ári. Á heimleiðinni námu þau staðar við eina álmu Louvre, og þessar þrjár ungu manneskjur gengu upp hinar breiðu tröppur að málaradeildinni á annari hæð. Fótatak og raddir frá mannstraumunum, sem gekk fram og aftur gegnum hina stóru og litlu sali, bergmálaði í hvelfingunum. Lykt af málverkasafni lagði á móti þeim, lykt af olíu, litum og ryki. Enginn stóð við veggina til að endurteikna, af því það var sunnudagur. En málverkin verða aldrei eins lifandi, og þegar maður finnur, að það er sumar úti. Hinn hlýi sólgeislastraumur gegnum háu gluggana örvar skilningarvit manns, svo það er næstum því eins og þau breiði út faðm- inn til að taka á móti miklum og fögrum áhrifum. Verk meistaranna hanga ekki lengur á veggnum, þau streyma inn í huga manns. Gullflóð Ijóssins gerir skuggana svo mjúka og þrungna af daufri glóð. Haraldur gekk hér um og gleymdi sér alveg. Hann kom frá kampavíninu í skógin- (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.