Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.10.1945, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 20.10.1945, Qupperneq 1
Bæjarstjórn samþykkir, að byrjað sé strax á vegi að nýja spítalanum. r Utgrefti spítalagrunnsins að líkindum frestað til næsta vors - ef ekki lengur. Málshöfðun gegn G. Hefgason & Melsted r Olögleg álagning fyrirtækisins nam rúmlega 158 þús. kr. Á functi bæjarstjórnar sl. þriðjn- dag var til umræðu skipulagsupp- dráttur af svæðinu milli Búðargils og Lystigarðsins, þar sem hinu fyr- irhugaði sjúkrahúsi er ætlaður stað- ur. Samþykti bæjarstjórnin þetta skipulag með þeirri breytingu, að gatnamót Spítalavegar og Eyrar- landsvegar lækki um 1 m. frá því sem gert er ráð fyrir á uppdrættin- um og nokkru minna sé tekið af suðausturhorni Lystigarðsins, undir veginn, heldur en uppdrátturinn sýnir, en samkvæmt þessu er gert ráð fyrir, að taka um 60 fermetra sneið af suðausturhorni garðsins, hinsvegar á garðurinn að stækka margfalt rneira suður á bóginn. Ennfremur samþykti bæjarstjórn- in að byrjað yrði strax á veginum frá Spítalavegi upp að hinu l'yrir- hugaða sjúkrahúsi. Á fundinum kom það fram, að meirihluti bæjarstjórnar hefði ekki S jómannaverkfallið: Sjómenn einhuga Nýlega er lokið allsherjar at- kvæðagreiðslu meðal sjómanna á skipum Einiskips og Skipaútgerðar ríkisins um heimild fyrir stjórn Sjómannafélags Reykjav& til vinnustöðvunar á flutningaskipum Eimskipafélagsins og Skipaútgerðar ríkisins. 182 sjómenn greiddu atkvæði og greiddu 178 þeirra atkvæði með verkfallsheimild fyrir stjórnina. Ennfremur greiddu sjómennirn- ir atkvæði um heimild til stjórnar- innar til að lýsa yfir samúðárverk- falli á öðrum skipum, sein notuð eru til flutninga. Uppreist í Venezuela. Bráðabirgðastjórn mynduð. 1 gærkvöldi bárust þær fréttir út um heiminn, að nokkur hluti hers- ins í Venezuela hefði gert uppreist. Voru fregnir fyrst í stað mjög ósam- hljóða, en í morgun var tilkynt, að uppreistarmenn hefðu borið sigur úr býtum, og að ný stjórn væri mynduð til bráðabirgða. Foringi byltingamanna hefir lýst því yfir, að markmið byjtingarinnar sé að fá þjóðkjörinn forseta í stað þingkjör- ins, og á bráðabirgðastjórnin að sitja uns þjóðin hefir kjörið sér for- $eta. í hyggju að láta grafa fyrir grunni spítalans fyr en næsta vor. Lagning vegarins mun hinsvegar ekki veita nema tiltölulega litla vinnu. í fyrradag hófust í Berlín réttar- höldin yfir 24 helstu leiðtogum naz- ista, sem enn eru á lífi. Munu yfir- heyrslur í málinu byrja í Ntirnberg innan mánaðar. Hinir ákærðu eru: Göring, Hess, Ribbentrop, Streicher, Ley, Bohr- rnarin (sem leikur lausum hala), Rosenberg, Seyss-Inquart, von Pap- en, fjármálamennirnir Schacht og Funk, herforingjarnir Keitel og Jodl, flotaforingjarnir Döenitz og Raeder, iðjuhöldurinn Krupp von Bomlen, Kaltenbrunner, yfirmaður leynilögreglunnar, Speer, hervæð- ingaráðh., Fritsche, hægri hönd Göbbels, Saukel, sem sá um útveg- un nauðungarvinnumanna, von Neurath og Frank, sem voru land- stjórar í Tékkoslóvakíu og Schir- ach, sem var lándstjóri í Austur- ríki. Ákæruskjalið var birt almenningi samtímis í Berlín, Moskva, London, Washington og París, og var lesið upp í gær fyrir öllum hinum ákærðu, að undanteknum Bohr- mann, sem enn hefir ekki náðst í. 19 þeirra eru í Nurnberg, 2 í Ber- lín á valdi Rússa og 2 í Vestur- Þýskalandi á valdi Bandamanna. Hinir ákærðu eru m. a. sakaðir um að undirbúa og heyja árásar- stríð og rjúfa með því gerða samn- inga og alþjóðalög. í öðru lagi eru þeir sakaðir um stríðsglæpi í Þýska- landi og hernumdu löndunum, svo --------*------------—--------- Hörmulegt slys. Síðastl. sunnudag vildi það slys til að malarbakki féll ofan á einn manninn sem var að vinna t sand- námu hjá Hrafnagili. Hét hann Jón Þorsteinsson, frá Galtalæk. Hlaut hann svo mikil meiðsl, að hann andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar síðar um daginn, en þangað hafði hann verið fluttur eins skjótt og auðið var. Jón sál. var tim tvítugt. ,,Verkamanninum“ hefir borist eftirfarandi tilkynning frá dóms- málaráðuneytinu um þetta fjár- dráttarmál: ,,Sakadómarinn í Reykjavík sendi dómsmálaráðuneytinu hinn 5. þ. m. útskrift af réttarrannsókn í verðlagsbrotamáli heildverslunar- innar G. Helgason & Melsted h.f., ásamt fullnaðarskýrslu hins lög- gilta endurskoðanda, Ragnars Ól- sem dráp og misþyrmingar á her- föngum og allskonar illvirki í hern- aði á sjó og landi. í þriðja lagi eru þeir sakaðir um glæjri gegn mann- kyninu í heild, svo sem ofsóknir og allsherjar útrýming manna ^vegna kynþáttar þeirrá og tniarbragða: Af 9.600.000 Gyðingum í Fvrópu clrápu nazistar 5.700.00.(Tog í fanga- búðunum í Auschwits voru drepn- ar um 4 miljónir manna og í Maidanek 11/> miljón. Af 250.000 Frökkum, sem Þ jóðverjar handtóku vegna stjórnmálaskoðana, eru að- eins 28 'þús. á lífi. 3 miljónir óbreyttra sovétborgara voru fluttar til Þýskalands til nauðungarvinnu. Rauði herinn hverfur frá * Noregi og Mansjúríu Fyrir nokkrum dögurn fóru síð- ustu liðsveitir Rauða hersins frá Noregi, ellefu mánuðum eftir að hann hafði frelsað Norður-Noreg. Dómsmálaráðherrann Terje Wold hélt ræðu við þetta tækifæri í kveðjuveislu, sem Norðmenn héldu Rauða hernum. Gat ráðherrann þess m. a., að enginn ágreiningur hefði nokkru sinni kornið upp milli Rauða hersins og Norðmanna. Yfir- maður Rauða hersins í Norður- Noregi, svaraði og þakkaði þá ein- stöku góðvild, sem Rauða hernum hefði verið sýnd í Noregi. Gerhardsen, forsætisráðherra Noregs og Hákon konungur, sendu Kalinin og Stalin skeyti í tilefni af brottför Rauða hersins og þökkuðu þeir Rauða hernum fyrir þann þátt, sem hann hefði átt í frelsun Noregs.. Nýtt hraðamet í flugi. Bretskur flugmaður, 24 ára að aldri, hefir sett nýtt hraðmet í flugi. Flaug hann 1000 km. á klst. í þrýsti- loftsflugvél. Næstkomandi mánu- dag ætlar hann að gera tilraun til að setja nýtt met. afssonar, hæstaréttarlögmanns, er falin hafði verið rannsókn á verð- lagningu hlutafélagsins. Samkvæmt þeirri skýrslu nemur hin ólöglega álagning hlutafélagsins kr. 158.684,- 27. Dómsmálaráðuneytið hefir hinn 13. þ. m. lagt fyrir sakadómara að ljúka rannsókn máls þessa og höfða síðan mál gegn stjórnendum hluta- félagsins, þeim Páli B. Melsted, Elínu Melsted og Pétri Eggertz Stefánssyni, fyrir brot gegn verð- lágslöggjöfinni, gjaldeyrislöggjöf- inni og XV. kafla hegningarlag- anna, svo og til upptöku á hinni ólöglegu álagningu." Rétt er að minna á það einu sinni enn, að „Dagur“ og ,,Tíminn“ voru búin að ljúga því að lesendum sín- um, að það ætti að stinga heildsala- málunum undir stól. Það var ann- ars í stjórnartíð V. Þór, sem heild- salarnir drógu sér fjárfúlgur þær, sem málin eru höfðuð út af að til- hlutun núverandi stjórnar. Bretar gerast vopnabræður Japana Utidanfarið hafa borist þær fregn- ir, að Bretar og Japanar séu farnir að berjast gegn íbúum Jövu. Er það lágt lagst af stjórn bretska Verka- mannaflokksins, að siga hersveitum sínum gegn sjálfstæðisher Jövu og reyna, ásamt japönskum fasistaher, að kæfa frelsisbaráttu Jövubúa. Húsmæðraskóli Akureyrar settur. Hinn nýi Húsmæðraskóli Akur- eyrar var settur sl. laugardag. Flutti formaður skólanefndar, frk. Jón- inna Sigurðardóttir, ræðu við það tækifæri og rakti sögu skólamálsins. Skólastýran, Helga Kristjánsdóttir, flutti ávarp til kennara og nem- enda. Járniðnaðarmenn á Akureyri stofna félag. í þessari viku var stofnað Félag járniðnaðarmanna á Akureyri. Stofnendur voru 24. í stjorn fé- lagsins voru kosnir: Albert Sölva- son, formaður, Stefán Stefánsson ^ (yngri), ritari og Hallur Helgason, gjqldkeri. (Framhald á 3. síðu). Réttarhöld gegn nazistaforingjum byrjuð Yfirheyrslurnar hefjast í næsta mánuði.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.