Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.10.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 20.10.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Elinborg Lárusdóttir: Símon í Norðurhlíð Skemmtileg og . fallegbók, komin í bókaverzlanir. 0000000000000000000000000000000000000000000000000003 eHKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHK TILKYNNING F R A Viðskiptaráðinu Viðskiptaráðið vill hér með vekja athygli innflytjenda á eftirfarandi atriðum: 1) Að nú er að mestu lokið við reglulegar úthlutanir gjald- eyris- og innflutningsleyfa fyrir yfirstandandi ár. 2) Að umsókniir sem berast hér eftir, verða því aðeins tekn- » ar til greina á þessu ári, að um brýna nauðsynjavöru sé að ræða, eða aðrar sérstakar ástæður séu fyrir híndi, enda séu hinar sérstöku ástæður í þeim tilfellum rökstuddar af um- sækjanda. 3) Að þótt öll þau leyfi sem í umferð eru, og ónotuð kunna að vera, gildi í lengsta lagi til loka þessa árs, verður beiðnum um framlengingu þeirra fram á næsta ár ekki sinnt fyrr en samtímis því að leyfisveitingar fyrir næsta ár hefjast, sem líkur eru til að ekki verði fyrr en upp úr næstu áramátum. 18. október 1945. Viðskiptaráðið. KKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhk KhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKKhKhKhKhK TILKYNNING Þann 17. október sl. framkvæmdi notarius publicus á Ak- ureyri útdrátt skuldabréfa fyrir Verklýðshúsið á Akureyri, og voru dregin út þessi númer: T Ty' T flnV11 * \ 40 PÝ7 Cr II. flokki: 2, s/lO, 40, 41, 64, 83, 137, 162, 171,191, 200, 214, 218, 249, 251, 296, 315, 341, 348, 362, 380, 394, 398, 426, 428, 435, 440, 447, 456, 474, 506, 520, 522, 539, 544, 584, 598, 608, 624.641, 642, 650, 670, 711, 723, 724, 747, 754, 758, 762, 769,»78^ 788, 794, 799, 814, 820, 821, 872, 881, 894^, 896, 910. Skuldabréf þessi verða greidd gegn afhendingu þeirra, svo og áfallnir vextir, í Verklýðshúsinu, sunnudaginn 16. des. næstkomandi kl. 3 til 6 eftir hádegi. Akureyri 18. óktóber 1945. HÚSNEFNDIN. JOHAN BOJER. 14 Ásýnd heimsins (Framhald). um, hann kom til Rubens og Velasquez. En hversu margar ólíkar tilfinn- ingar vakti ekki hver einstök myrtd? Hann hafði æft sig í því að geta fundið til með línum og litum mál- Verksins, en það var ekki nóg. 1 dag gat hann ekki annað en séð þá tíð, sem þau áttu rætur sínar í. Ridctarar van Dycks með spora og í flaueli komu frá afreksverkum og ætluðu til hirðarinnar. Þeir stóðu þarna reiðubúnir til að sveifla sér á hestbak og fara af stað á stökki, og því næst? Tímabilið, fólkið umhverfis þessa yfirstétt? Hann hafði ekki hugsað um það fyr en í dag. En það fór á sömu leið og við kampavínið í skóginum, hátíðin fékk afkeim. Hinar heilögu veizlur Tintorretti virtust anga af ávöxtuin og víni, það heyrðist beinlínis skrjáfa í silkinu á gest- um hans. Englar Rubens eru litlir flugbelgir fullir af fjöri, og konur Tizians teygja úr sér með lifandi roða á hörundinu, svo maður væntir þess að þær muni hreyfa sig þá og þegar og bjóða gestinn velkominn. Andi marga alda og menn stigu lifandi út úr þessum endalausu röð- um af verkum, og konur og menn dagsins í dag fóru fram hjá og stað- næmdust og drukku í sig þetta fjarlæga líf, sem einhver listamaður hafðf bjargað frá dauða — drukkn það inn í vitund sína og nærðust af því. Og héldu síðan áfram til annara mynda og síðan heim aftur, og fanst þá hafa verið lengi inni í ókunnum heimum. Finski myndhöggvarinn rölti fram og aítur, gagnrýninn á svip, eins og sá, sem skilur alt og velur og hafnar samkvæmt listaskilningi sínum í dag. En á Þóru varð Haraldur að horfa. — Þóra gekk þarna með augun full af ævintýrum. Það var eins og alt þetta skraut á veggjunum smitaði hana sjálfa, fylti huga hennar af heitri gleði, hún ýtti brjóstinu fram, hreyf- ingar hennar voru léttar, brosið fjarrænt, staðnæmdist andartak, gekk síðan af stað aftur, nam staðar aftur og beinlínis speglaði sig í þeirri op- inberun alls þess, sem hugsanir hennar sífelt snerust um. Og í andliti hennar var ofurlítill, fíngerður roði eins og hún sveiflaði sér af stað í dansi með þeim, sem hún elskaði í leyni. Hann stóð við hlið hennar fyrir framan hina stóru mynd Davids og krýningu Napoleons. Keisaranum með lneysikattarkápuna á herðunum og eikarlauf yfir ennið, virðist að það gangi of silalega hjá ganda páfan- um, og svo hefir hann sjálfur gripið kórónuna og ætlar nú að setja hana á höfuð krjúpandi keisarainnunnar. Og umhverfis þau er söfnuður af frúm og herforingjum lýðveldisins, sem ekki geta leynt brosi sínu yfir þessum guðrækilega skopleik, sem þau héldu að væri tir sögunni í eitt skifti fyrir öll. Og Haraldur segir skyndilega: „Hann þarna er einn af mestu glæpa- mönnum heimsins.“ Þóra kippist við eins og hún hefði heyrt byssuskot er hún hluStaði á músik. „Hvað!“ sagði hún og starði á hann og hleypti brúnum. „Hvað er það sem þú ert að segja?“ „Nei, nei, það var bara það, að hann þarna spilti byltingunni. Góði guð, hversu heimurinn hefði verið kondnn langt áleiðis, ef hann hefði tapað orustunni hjá Lodi.“ „Er það þannig, sem þú skoðar listaverk?" sagði hún gremjulega og leit ósjálfrátt í kringum sig eftir myndhöggvaranum, sem nálgaðist. „Æ-nei, gei, vertu nú róleg. Það var bara dálítið sem eg fór a^Mtugsa um. „Þú ert sjálfsagt ennþá á mótmælafundi," sagði hún og sneri sér frá honum. „Hvað er það?“ spurði myndhöggvarinn. Haraldur brosti og hélt áfram: „Hafið þér tekið eftir því, að málarar endurreisnartímabilsins binda sig næstum ætíð við yfirstéttina? En allar manneskjur hafa sjálfsagt ekki klæðst flaueli og rósasilki þá frekar en nu. „Það er ekki satt!“ sagði kona hans æst, og sneri sér að honum aftur. „Mér sýnist að Rembrandt hafi málað bæði ræfla og ístrumaga, og hérna rétt fyrir innan hefir Murillo götustrák, sem situr og. . . . tínir lýs úr skyrtunni. Er það ekki heldur nægilega lýðræðissinnað?" „Hún er öskureið við mig enn,“ hugsaði Haraldur og var nú einn út af fyrir sig eftir þetta. En það var satt, hann gat ekki bundið hugann við verkin hér inni eins og áður. Óviðkomandi áhrif trufluðu á baksviði vitundar hans og brut- ust áfram og fengu hann tímunum saman alveg til að gleyma því fyrir framan hvaða mynd hann stóð og horfði á í raun og veru. Það kvaldi hann ,en hann fann samt sem áður að það gat ekki verið öðruvísi. Fyrir framan hinar fögru aðalskonur Veroneses hugsaði hann um, hversu marga þræla þyrfti. til að vinna fyrir slíkum lúxushlut. Flvað er það svo sem þú framleiðir, ó, mannsandi! Hvað er allt þetta fyrir mig, sem stend hér og lifi í dag? List? Er það nóg? Fegurð - er það nóg? Menning - er það nóg? (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.