Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.10.1945, Page 1

Verkamaðurinn - 27.10.1945, Page 1
XXVIH. árg. Laugardaginn 27. október 1945. 40. tbl. Straumurinn til vinstri þyngist. í öllum löndum Evrópu, sem losnuðu undan ánauð og oki Þjóð- verja, eru kosningar nú að fara fram, eða í undirbúningi. Ollum, sem hafa opin augun, er ljóst, að straumurinn liggur til vinstri. í Noregi fá verkalýðsflokkarnir mik- inn meirililuta, því að Verka- mannaflokkurinn hefir fengið 76 þingmenn og Kommúnistaflokkur- inn 11. (Áður engan). Þingmanna- fjöldinn gefur þó engan veginn rétta hugmynd um styrkleikahlut- föll flokkanna í landinu, því að Verkamannaflokkurinn fékk rúm 400000 atkv., en kommúnistar rúm 100000. í Frakklandi er sama sagan, nema að Frakkarnir eru miklu róttækari. Kommúnistar eru þar sterkastir, bæði hvað snertir atkvæðamagn og þingmannatölu. Venjulegum mönnum er hinsveg- ar ekki 'ljóst hvað Framsóknarblað- ið í Reykjavík, ,,Tíminn“, á við, þegar það segir, að franski „Fram- sóknarflokkurinn" hafi unnið þar kosningasigur. Reyndar sagði blað- ið, að kommarnir hefðu fengið nokkurn atkvæðastyrk, en vitanlega mátti alls ekki láta íslenska bændur vita, að þeir væru í sókn -þar, nóg var nú að gert, þegar Björn Franz- son gerðist svo djarfur að segja sannleik um Ráðstjórnarríkin í út- varpinu á dögunum. En „Tírninn" og önnur aftur- halds-sorpblöð, bæði á íslandi og Island fær upptöku í alþjóða verka- málasambandið. Á fundi í ráðstefnu Alþjóða- verkamálasambandsins í París, föstudaginn 19. október, var borin fram inntökubeiðni íslands og sam- þykt með lófataki. Að því loknu héldu eftirtaldir menn ræðu og buðu ísland velkomið: Bramsnæs, forstjóri danska þjóðbankans, Paal Berg, forsetk hæstaréttar Noregs, Wilhelm Björck, aðalforstjóri. Enn- fremur stjórnarfulltrúar Kanada og Ástralíu og fýrir hönd verkamanna Gunnar Andersen, annar forseti sænska alþýðusambandsins, en fyrir hönd atvinnurekenda Örsted, fram- kvæmdastjóri Skandínáviska at- vinnurekendasambandsins. Fulltrúi Islands á árðstefnunni, Þórhallur Ásgeirsson, mun fá full- trúaréttindi á næsta fundi ráðstefn- unnar, og ber hann þá fram þakkir íslands og kveðjur ríkisstjórnarinn- ar, annarsstaðar í heiminum, verða að horfast í augu við það, að verka- lýðsflokkarnir eru í sókn, sókn sem inann skamms leiðir til sigurs, jafn- vel þó að öllum afturhaldsauðæfum og „örorku“-sprengjum verði beint gegn þeim. íslenska afturhaldið veit, að kosningar standa fyrir dyr- um og þeir eru þegar farnir að verða nokkuð skjálfraddaðir og taugaslappir, þeim er það ljóst, að eftir áramótin vinnur íslensk alþýða í kaupstöðunum sinn glæsilegasta sigur, og annan enn meiri í vor, og það meira að segja í trássi við þessa fínu herra, sem öllu lofa, en við skulum sleppa að minnast á efnd- irnar. Allir alvarlega irugsandi menn fylkja sér nú urn Sósíalista- flokkinn, því að þeir vita að hann og hann einn berst fyrir bættum hag íslenskrar alþýðu. Nær og f jær ÞaS getur stundum verið næsta lær- dómsríkt, sem heyra má inni á kaffihús- um og öðrum þeim stöðum, þar sem fólk ræðist við um landsins gagn og nauðsynj- ar. Ef til vill heyra þá þeir, sem við næsta borð sitja, meira en þeim er ætl- að, og ýmislegt, sem segjast átti undir fjögur augu, berst út um allt í einu vet- fangi. Fyrir nokkrum dögum sátu nokkrir menn inni á kaffihúsi einu hér í bæ, og voru að ræða um kviksögur þær, er hæst flugu um daginn, togstreitu Bandaríkj- manna og Rússa, sem líklegast þótti þá að væru að fara í hár saman út af Is- landi (minna mátti ekki gagn gera). Brot af samtalinu fer hér á eftir: — Ætli Rússar komi ekki bráðum og hernemi okkur? — Eg veit ekki, en eitthvert erindi hefir Einar Olgeirsson átt út og Olafur Thors óskaði beinlínis eftir, að hann færi þetta. Meira þarf ekki að tilgreina af samtali þessu. Allir sjá, hvaða hugsunarhéttur þetta er, og flestir munu einnig geta rennt grun í, af hvaða „skóla“ þeir góðu menn hafa verið, sem létu sér slík orð um munn fara. Þeir, sem þannig hugsa og tala, eru allra manna líklegastir til þess að selja sig og þjóð sína fyrir erlent gull, hvaðan sem það kemur, ef aðeins allar frelsis- hreyfingar alþýðunnar eru vandlega bældar niður og kærast væri þeim ef flokkur hennar, Sósíalistaflokkurinn, væri bannaður. En það er alveg sama hvað þessir herrar gera sig breiða, alþýð- an sér við þeim og svarar þeim á við- eigandi hátt við kjörborðið í vetur og vor. Hversu margar lygasögur sem þeir breiða út um forystumenn hennar. Slík- ar *ögur finna ekki og munu aldrei finna Hverju er rétt aðtrúa? „Yfirleitt líta menn ekki á klukk- una, þegar þeir vinna fyrir ' sjálfa sig“, hefir hinn vísi Bárður, stjórn- málaritstjóri Islendings, eftir „kunnum dönskum stjórnmála- manni“. Mikil er sú speki og ekki furða þótt hún yrði Bárði nægileg- ur texti til að prédika út af í gær. Menn líta yfirleitt ekki á klukkuna, þegar þeir vinna fyrir sjálfa sig og þess vegna eiga allir að ýfnna fyrir sjálfa sig, allir stunda eigin atvinnu og allir hirða gróðann af störfum sínum. Þetta er boðskapur Bárðar í gær. Merkilegt nokk. Hér á íslandi er einkaframtakið í algleymingi. Hér er ekki skiþulag „Moskva-komm- únista" og hér þarf því ekki að hræðast „að menn líti á klukk- una“ (!!!). En ég held að þetta sé þó ekki tilfellið, Bárður minn. Það eru nefnilega miklu færri einstakl- ingar, sem „vinna fyrir sjálfa sig“ í Frændi bak við fóstursoninn. ,,.... Tök stjórnarinnar á dýrtíð- inni eru fálmkend og svo er að sjá, sem hún ætli að leggja sig niður við þá „lausn“ að „svíkja“ vísitöluna; afgreiðsla launalaganna var ómann- leg og kjarabætur þær, sem loks voru samþyktar, virðist eiga að hafa aftur af mönnum í sumum tilfell- um. . . . “ „. . . . Stríðsgróði fárra einstaklinga mun halda áfram að hrúgast upp, eins og í tíð fyrv. stjórnar og spilling verslunarmál- anna ekki miinka“. (Leturbr. Vm.). Hvar standa þessi orð skrifuð? Sjálfsagt í „Degi“, „Tímanum“ eða „Vísi“, munu menn segja. Nei, ónei. Þau standa í síðasta hefti „Stíganda“. Og hvaða Framsóknarhetja skrif- ar svona? Æ-i, það er nú, því mið- ur, enginn úr þeim ágæta flokki, Framsóknarflokknum. En það er aftur á móti ritstjórinn, gagnfræða- skólakennarinn og forseti kratafé- lags Akureyrar með meiru, sem mælir svo hlýlega til núverandi stjórnar sem flokkur hans að nafn- inu styður. Svo geta menn ýmsum getum að því leitt, hvort Framsókn- ar-blöðunum sé treystandi að þyngja róðurinn gegn stjórninni, frá þessu. Allir vita, að bræðurnir, frændur Braga Sigurjónssonar, hafa alltaf verið andvígir núverandi stjórn og fylgt aftari og um leið þyngsta hluta Alþýðuflokksins undir handleiðslu hljómgrunn hjá íslenskri alþýðu. Hún vill vera frjáls til orðs og æðis og hún veit að Sósíalistaflokkurinn einn berst fyrir þessari ósk hennar. M. O. J. kapitalisku þjóðfélagi, en í landi Moskva-kommúnistanna. Þar vinna alíir fyrir sjálfa sig, þannig — að aukin afköst hvérs og eins, skapa honum auknar tekjur og bætt lífs- skilyrði, vegna þess að einstaklings- arðránið Jækkist þar ekki. En í auð- valdsþjóðfélagi er það kannske að- eins einn af hverjum hundrað eða ekki það, sem hirða gróðann af striti meðbræðra sinna og systra. Þessir fáu „útvöldu“ vinna ekki, þeir lifa á hinum og líta á klukk- una jafnvel oftar en þrælarnir, því auragræðgin gerir þá óþolinmóða. Bárður segir að menn þurfi að „átta sig á því, hverju er rétt að trúa,“ og hann telur rétt að menn trúi lyginni. Um það verður ekki villst, því öll hans skrif beinast að því marki, að þrengja blekkingum og ósannindum upp á lesendurna. Og þetta er vísvitandi gert. Hann er ekki sá aulabárður, að hann ekki viti skömmina upp á sig, þegar hann reynir að láta menn „trúa“ því, að undir verndarvæng hins vestræna lýðræðis, vinni allir fyrir sjálfa sig.“ Og ekki einu sinni liann, vinnur fyrir sjálfan sig, þegar hann skrökvar í Islending öðru eins og þéssu, hann gerir það fyrir aðra, sem græða meira á þessari vinnu hans, en hann sjálfur, þótt það hinsvegar kunni að skapa honum lifibrauð. Enginn láir honum, þótt hann líti á klukkuna af og til. Stefáns rakblaðameistara, en jafn- framt mun það hafa verið nokkuð alment álit hér í bænum á. m. k„ að ^ hinn ný-munstraði krataforingi hér, Br. S„ teldi sig eiga samleið með frjálslyndari hlutanum — frampartinum. Nú liefir honurn tekist að hnekkja því áliti greini- lega, svo ekki mun villst á honum framar sem stjórnarsinna. Alment hefir honurti líka verið virt til vorkunnar þótt skrif hans í Alþýðu- manninum hafi verið stefnulítil og þokukend, þegar rætt hefir verið um stjórnarsamvinnuna, vegna þeirra sterku dragbíta, sem á þvi blaði hanga og allir þekkja og aldr- ei batna, en þegar hann notar „Stíganda" til að flytja aðra eins níðgrein um stjórnina og að framan er vitnað í, þá þar fenginn að ganga þess dulinn lengur, að „frændi“ stendur á bak við og blæs í glæðurn- ar og glottir kalt. En svo er annað, sem vert er að athuga'og það er þetta: Sá flokkur hlýtur að standa á lágu siðferðis- stigi, sem styður stjórn — þó ekki sé nema að nafninu — er vinnur jafn greinilega á móti almenningshag og heill eins og Br. S. segir að núver- andi stjórn hafi gert sig seka um. Enga kosti talar hann um í sam-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.