Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.10.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 27.10.1945, Blaðsíða 2
 2 Bæku r. Krosséötur eða Örlaganóttin. — Skáldsaga eftir J. B. Priestley. Út- gefandi: Söguútgáfan, Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar, Ak. Höfundur þessarar bókar er án efa einn vinsælasti og þektasti rit- höfundur Breta. „Krossgötur" eða „Örlaganóttin" er nútíma skáld- saga, er samin hefir verið upp úr frægu leikriti og þýdd á fjölda tungumála. Hinn fasti og hreini stíll höfundar kemur vel heim við kröfur nútímamannsins um raun- hæfni í skáldskap. I bókinni koma fram tvenn viðhorf til sannleikans í lífinu: á að segja sannleikann und- ir öllum kringumstæðum, eða á að láta þögnina geyma atvik, sem geta valdið óhamingju fjölda manns, ef þau verða uppvís. Hinn ungi eiginmaður heimtar blákaldan sannleikann í mikilvægu fjölskyldumáli. Þrátt fyrir tilraunir konu hans og vina, eykst samtal per- sónanna á sviði sögunnar orð af orði þar til málið hefir verið upp- lýst til fulls. Sögupersónur eru all- ar geðþekkar og eiga allar ein- hverja aðlaðandi eiginleika i skap- gerð sinni. Köld og róleg skynsemi, blíðlyndi, fegurð og yndisþokki hlýtur að vekja aðdáun og hrifn- ingu lesandans. Höfundur lætur ekki eiginlegt samband vera milli upphafs og endis, en vill sýna með sögu sinni hvað hefði getað orðið. — Bókin er sérstæð að því leyti, að all- ar persónur koma jafnmikið við sögu. Þess má vænta, að „Krossgöt- ur“’eða „Örlaganóttin" verði vin- sæl og víðlesin meðal íslenskra les- enda, ekki síður en útlendra. Skúli Bjarkan hefir annast þýð- ingu bókarinnar og farist það vel úr hendi. B. Viltur vegar, ljóð eftir Krist- ján Einarsson frá Djúpalæk. — Bókaforlag Pálma H. Jónsson 1945. — Prentverk Odds Björnssonar. Fýrir þrem árum kom út ljóða- bók, ,Frá, nyrztu ströndum", eftir Kristján frá Djúpalæk. Var það bandi við hana, heldur telur upp glappaskot hennar og útmálar ill- vilja hennar í garð almennings og það fátt illt, sem hún enn ekki hefir gert, treystir hann henni til að gera við fyrsta tækifæri. Alþýðuflokkurinn á þó tvo af ráðherrunum og hann fór í stjórn vegna þess að „gengið var að mjög róttækum skilyrðum hans“, að þvi er Br. S. segir í sömu grein. En hver voru þessi róttæku skil- yrði. Um það talar Br. S. ekki beiú- línis, en óbeinlínis gefur hann það í skyn, að eitthvað af þessum „rót- tæku skilyrðum" Alþýðuflokksins hafi stjórnin verið að framkvæma með því að halda á málunum eins og hann lýsir hér að framan, því hann segir síðar: „Niðurstaðan virð- ist svo hafa orðið sú, að sum skilyrði Alþýðuflokksins eru framkvæmd og þó með dræmingi. . . .“ Þeir fara ekki allir í fötin hans Braga. VERKAMAÐU RINN fyrsta innlegg höfundarins á bóka- markaðinn, og bar eðlilega greini- lega merki þess að vera æskuljóð ómótaðs, en leitandi manns, manns, sem þó þegar hafði um margt hugs- að og á æði mörgum og ólíkum strengjum gripið í leit sinni að hæfilegum og hugleiknum við- fangsefnum. Kristján frá Djúpalæk var þá strax svo heppinn, að þessi bók hans týndist ekki, eða réttara sagt, hvarf ekki í soll annara og venjulega eftirsóttari bóka, heldur mun hún hafa verið lesin allmikið, a. m. k. urðu margir til þess, að dæma hana opinberlega, og er það út af fyrir sig stór sigur hverjum byrjanda á skáldabraut, og því fremur, sem segja má að ritdómarn- ir væru skrifaðir meira af viti en striti — þ. e. a. s., ekki af atvinnu- gagnrýnendum. — Ritdómurunum bar öllum saman um, að Kristján ætti að halda áfram að yrkja og það hefir hann líka gert. Þessi nýja bók hans er að vísu ekki stór og á engan hátt yfirlætisleg, en hún er samt, að mínum dómi, mjög glæsilegt fram- hald af fyrri bókinni og meira en framhald — það er nýr og margfalt færari Kristján frá Djúpalæk, sem lesendurnir kynnast í gegnum lest- ur hennar. Nær öll kvæðin í þessari bók eru stutt og sum mjög stutt og verður að telja það höfundinum til hr,óss, því augljóst er, að list hans fer ekki eftir formúlunni. Því meira — því betra. Mörg stystu og snubbóttustu kvæðin eru heilsteyptust bæði að byggingu og formi. Má þar nefna: Fiðrildi, Þig dreymir (mjög gott og sérstætt kvæði), Fjall, Tvö kvæði um gull o. fl. o. fl. Af lengri kvæð- unum finnst mér Kolbrún og Ut- burður bera hæst. í kvæðinu Kol- brún bregður höf. upp þessari áhrifamiklu kvenlýsingu: „Og hrafntinnusteinsins bar hárið lit, og hörund snæs. í brjósti var svellandi sæs, í líkama sefgrassins sveigjuþol og svifmýkt hins létta fræs“. Þótt kvæðið beri kvenmannsnafn, álít eg það engan veginn bundið hlutkendri persónu eða stað, held- ur mun það óður til skáldgyðjunn- ar, eins og höf. birtist hún í þrám æskumannsins og síðar á reynslu- og örlagastundum. Útburður ber glögt vitni um færleik höf. til að fága og meitla, án þess efnið rýrni — þar er engu orði ofaukið og engu vant. Nokkur dökkvi er yfir sumum kvæðunum í þessari bók eins og í hinni fyrri, en fer allstaðar betur og víðast hvar vel, eins og t. d. í fyrsta kvæðinu: Hver skilur þau xök?“ ....að gefa því blómi bros og angan að morgni, sem bliknar í kvöldsins fyrsta skugga og deyr, að binda þröstinn við burkna dumblitra fjalla, er bjarkir fjarlægra skóga hann til sín kalla“. Höfundurinn á líka til að grípa létt og fjörlega á strengjum hörp- unnar og segja meiningar sínar ákveðið án gremju eða svartsýni. Gott dæmi um það eru kvæðin, sem hann helgar íslandi, en þau eru 3 Jarðarför sonar míns Péturs Þorberg Hansen fer fram n. k. þriðjudag 30. þ. m. frá Akureyarkirkju, kl. 1 e. h. Áslaug Guðmundsdóttir. Öllum hiinum mörgu, nær og fjær, er á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, JÓNS ÞORSTEINSSONAR, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Foreldrar og bróðir. Skráning atvinnulausra fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni dagana 1. —3. nóvember næstk. kl. 2—6 síðdegis. Til skrán- ingar mæti allt verkafólk og iðnverkafólk, sem ekki hefir fasta atvinnu og gefi upp atvinnu sína þrjá sl. mánuði og tekjur 10 fyrstu mánuði ársins — jan.— nóv. — og annað það, sem krafist er við venjulega atvinnuleysisskráningu. Akureyri 27. okt. 1945. Bæjarstjóri. <> < > Kaup verkamanna í nóvember. Kolavinna, salt- og sementsv. ryðberja skip, loftþrv. Tjörnvinna við götur, lestun bila með sprengt grjót Dixilmenn, hampþéttarar, grjótvinna, tjöruvinna Dagv. Eftirv. N.oghd. § 7.13 10.76 14726 f 7.41 11.12 14.82 I 8.27 12.40 16.54 § 7.55 11.34 15.11 7.98 11.97 15.96 í 9.49 14.11 18.98 Í 12.44 18.81 24.88 I 4.70 7.06 9.41 Mánaðarkaup .......................... 1086.75 Mánaðarkaup í kolaafgreiðslum ........ 1172.75 Vísitalan er 285 stig. Verkamannafélag Akureyrar. í þessari bók. 17. júní 1944 er ferskt og frjálslegt ljóð, þrungið ást og virðing fyrir frelsinu og landinu. Ef slíkt kvæði hefði verið ort með- al kúgaðrar þjóðar, hefði það ef- laust megnað að lyfta höfundinum hátt í sess meðal frelsisvina eða koma honum inn fyrir múra' mann- hataranna: Vér heitum að |kapa þér virðing og veg og vinna þér allt, sem vér megum. Hvert andartak lífs vors þér færa að fórn allt fegurst og stærst sem vér eigum. .“. Að lokum þetta. Þeir, sem lásu fyrri bók Kristjáns frá Djúpalæk sér til einhverrar ánægju, geta áreiðan- lega lesið þessa sér til gleði og gagns. Kristjáni er létt um að ríma og hann notar sér líka þá náðargjöf miklu betur í síðari kvæðum sín- um og bæði hann og kvæðin vaxa við það. Efnislaus verður hann heldur aldrei, á meðan hugur hans leitar að lausn hinna sígildu spurn- inga. Hann verður að túlka til- brigði þeirra í ljóði og lagi. R. G. Sn. Lokkafeinar (krullupinnar) Sokkabanda- | | feygja bleik f æ s t í i; Brauns Verzlun ; PÁLL SIGURGEIRSSON ;; Andiát. í morgun andaðist í Sjúkra- húsi Akureyrar, Kristinn Jóhannesson (frá Nolli), Norðurgötu 11, 59 óra að aldri. A fundi stjórnar og trúnaðarráðs Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar 23. þ. m. var Tryggva Emilssyni falið að fara með störf formanns fyrst um sinn, þar sem bæði form. og varaformaður fél. dvelja nú í Reykjavík.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.